Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir r>v Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi, lengst til hægri á myndinni, flytur hreppsnefnd V-Landeyjahrepps skýrslu sína um ársreikninga hreppsins fyrir árið 1997. DV-mynd Sveinn Endurskoöunarskýrsla um oddvitadóm Eggerts Haukdals: Samfelldur og alvar- legur áfellisdómur - staða hreppsins þó viðunandi Hrærigrautur Hjörleifur Guttormsson sagöi í utandagskrár- umræðu á Al- þingi í gær um hálendisbækling ríkisstjórnarinn- ar að innihald hans væri yfir- borðslegur hrærigrautur sem skildi lesandann ruglaðan eftir. Sigfús til frjálslyndra Sigfús Jónsson, sláturhússjóri á Laugabakka í Miðfirði, mun að öll- um líkindum skipa efsta sætið á framboðslista Frjálslynda flokksins á Norðurlandi vestra 1 þingkosning- unum í vor. Sigfús hefur verið fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Rýmri lánareglur Stjóm Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ákveðið að lækka vexti af lán- um til sjóðfélaga úr 6% í 5,5%. Jafn- framt hækka hámarkslán í fjórar milljónir úr tveimur. Sömuleiðis hefur stjóm sjóðsins ákveðið að stytta þann tíma sem tekur fyrir sjóðfélaga að ávinna sér réttindi til hámarksláns í 800 daga í stað allt að 2000 daga áður. Ekkert eftirlit Samgönguráðuneytið hefur ekk- ert eftirlit með því hvort ferðaskrif- stofur standi við loforð í auglýsing- um sínum. Þetta kom fram í svari Halldórs Blöndals samgönguráð- herra við fyrirspum Guðmundar Hallvarðssonar á Alþingi í gær. Það var þungt andrúmsloftið á fundi hreppsnefndar V-Landeyja- hrepps í gær og greinilegt að bæði hreppsnefndarmönnum og þeim hreppsbúum sem fúndinn sóttu var ekki skemmt þegar þeir hlýddu á Einar Sveinbjörnsson endurskoð- anda gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á reikningum sveitarfé- lagsins. Skýrslan er alvarlegur og samfelldur áfellisdómur á fjármála- stjóm Eggerts Haukdals, fráfarandi oddvita hreppsins. Þá er ljóst af skýrslunni að mun fleira var at- hugavert við rekstur og fjármála- stjórn oddvitans fyrrverandi en hann sjálfur sagði frá í viðtali DV sl. mánudag. Þar sagðist hann hafa lent í vanda vegna skuldbindinga sem hann undirgekkst vegna fyrr- verandi bónda i sveitinni sem sveik orð og eiða. í blóra við reglur Samkvæmt niðurstöðu endur- skoðandans er samþykktur árs- reikningur sveitarsjóðsins fyrir árið 1997 í veigamiklum atriðum ekki í samræmi við ákvæði reglu- gerðar nr. 280/1989 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, fyrir- tækja þeirra og stofnana. Þá er hann heldur ekki færður sam- kvæmt leiðbeinandi reglum Sam- bands ísl. sveitarfélaga. í skýrslu hans segir að verulegar misfærslur hafi komið í ljós i fjárhagsbókhaldi hreppsins sem hafa þau áhrif að samþykktur ársreikningur er hrein- lega rangur. Dæmi eru um inn- og útborganir sem færðar hafa verið milli ára og upphæðir sem færðar eru inn sem rekstrargjöld án þess að hægt sé að finna að þær tilheyri yfírleitt sveitarsjóðnum. Þá kemur fram, eins og Eggert raunar sagði frá í fyrmefhdu viðtali við DV, að hann hefur undirritað ábyrgðaryfir- lýsingar vegna fyrrverandi bónda í Eystra-Fíflholti fyrir hönd hrepps- ins án þess að hafa til slíks formlega heimild hreppsnefndar. Ljóst er að fyrrverandi oddviti hefur farið frjálslega með fjármuni sveitarfélagsins og dæmi eru nefnd um færslur inn á og út af banka- reikningum í Búnaðarbankaútibú- inu að Hellu og Landsbankaútibú- inu á Hvolsvelli. Eftir að búið er að greiða úr þessum bankareikninga- flækjum og gera leiðréttingafærslur í viðskiptareikning oddvita breytt- ist inneign Eggerts á reikningnum upp á rúmar 19 þúsund krónur í skuld upp á rúmar þrjár milljónir króna. Inni í þeirri tölu eru rúm- lega 1,2 milljónir vegna bóndans í Eystra-Fíflholti. Með áætluðum van- skilavöxtum er þessi skuld Eggerts tæpar 4,2 milljónir króna í árslok 1997. í skýrslunni kemur fram að Eggert greiddi 2,8 milljónir inn á skuldina á síðasta ári. Skattar á sveimi Skatttekjur V-Landeyjahrepps árið 1997 voru vanfærðar í ársreikningn- um um sem nemur 1.125.494 kr. Þá eru í ársreikningnum 1997 tilnefndar óinnheimtar eldri skatttekjur upp á 831 þúsund krónur. Færðar höfðu verið innborganir upp á tæpar 500 þúsund krónur í bókhaldið 1997 en þær bárust hins vegar ekki fyrr en árið 1998. Þá höfðu eldri óinnheimtar skatttekjur verið afskrifaðar um 80.219 til lækkunar á skatttekjum árs- ins án þess að afskriftimar hafi ver- ið samþykktar af hreppsnefnd. Þess- ar færslur hafa nú verið færðar inn í hinn leiðrétta ársreikning ársins 1997. Enn er að geta ógreiddra launa- tengdra gjalda sem tekin höfðu verið af launum starfsmanna sveitarfélags- ins allt frá árinu 1993 og ógjaldfærð mótframlög. Þá er í skýrslunni og getið þess að innskattur vegna rekstrar félagsheimilisins Njálsbúðar á ánmum 1995-1997 hafi verið oftek- inn um samtals rúmlega 450 þúsund. Búið er að leiðrétta þetta í hinum endurskoðaða ársreikningi fyrir 1997 og gera jafnframt ráð fyrir viðurlög- um og áætluðum dráttarvöxtum. Það kom fram í máli Einars Sveinbjömssonar endurskoðanda að þrátt fyrir alvarlegar misfellur í fjármálastjórn fráfarandi oddvita væri fjárhagsleg staða sveitarfélags- ins viðunandi. Peningaleg staða þess hefði t.d. batnað um 2,5 milljón- ir á tveimur árum, úr 1,1 milljónar króna halla í 1,4 milljónir árið 1996. Skuldir hreppsins næmu um 1% af skatttekjum en eignir 7% af skatt- tekjum. Reksturskostnaður hans væri neðan við meðallag og staðan almennt þokkaleg samanborið við önnur sveitarfélög. -SÁ Nýkjörinn oddviti V-Landeyjahrepps: Vona aö deilurnar hjaöni - segir Brynjólfur Bjarnason „Þetta er búið að vera mjög alvar- legt mál. Nú verður fólk hins vegar að taka höndum saman og vera sam- stíga í því að bæta og laga hlutina og búa í haginn fyrir framtíðina," sagði Brynjólfur Bjarnason, nýkjörinn odd- viti V-Landeyjahrepps, í samtali við DV á fundi hreppsnefndarinnar í Njálsbúð í gær. Er DV spurði oddvita hvort frekari viðbragða sveitarstjórn- arinnar væri að vænta í kjölfar hinn- ar alvarlegu skýrslu sem Einar Svein- björnsson kynnti hreppsnefndinni á fundinum, t.d. lögsóknar á hendur fyrrverandi oddvita, sagði Brynjólfur: „Sveitarstjómin hefur enga afstöðu tekið til þess.“ Aðspurður um þær deilur og flokkadrætti sem veriö hafa í sveitar- félaginu um áratugaskeið kvaðst Brynjólfur vera bjartsýnn á að atvik undanfarinna daga og vikna og nú síðast skýrsla endurskoðanda um reikningshald sveitarfélagsins undan- farin ár hefðu orðið til að hreinsa loftið og að þær muni nú hjaðna. Minnihluti hreppsnefndarinnar, þau Hjörtur Hjartarson og Berglind Bergmann, lögðu fram bókun á fund- inum í gær. i henni segir að skýrsla endurskoðandans staðfesti það að al- varlegt misferli hafi átt sér stað í meðferö fjármuna sveitarfélagsins og gera verði verulega bragarbót á stjórn sveitarfélagsins og lýst er fullri ábyrgð á hendur fyrrverandi oddvita og meðreiðarsveinum hans, þ.e. meirihluta hreppsnefndar. Hjörtur Hjartarson fylgdi bókuninni úr hlaði og sagði minnihlutann hafa ítrekað undanfarin tvö ár reynt að vekja at- hygli á óstjóm fyrrverandi oddvita en uppskorið hótfyndni, útúrsnúninga og jafnvel hótanir frá honum. Á fundinum las nýkjörinn oddviti hreppsins upp bréf frá hópi hrepps- búa. í því er skorað á sveitarstjórnina að halda hið fyrsta almennan borg- arafund um málefni hreppsins, um skýrslu endurskoðandans og síðast en ekki síst um viðtal DV við Eggert Haukdal sem birtist sl. mánudag. Hreppsnefndin samþykkti að verða við þeirri bón hið fyrsta. -SÁ Hjörtur Hjartarson hreppsnefndarmaður, 2. t.h. á myndinni, hefur um árabil bryddað á meintri óstjórn og óreiðu í stjórn V-Landeyjahrepps. Hér skoðar hann skýrslu Einars Sveinbjörnssonar endurskoðanda ásamt nokkrum sveitunga sinna. DV-mynd Sveinn Baugur til Færeyja Baugur hf. er í þann mund að gerast hluthafi í færeysku verslun- armiðstöðinni SMS, að því er skýrt er frá í Viðskiptablaðinu. Aöaleig- andi SMS er Færeyjabankinn. Forðast ábyrgðina Ragnar Birgissonar, forstjóri Skífunnar, segir við fréttaritið Tölvuvísi að tölvufyrirtæki skjóti sér undan því að axla sína ábyrgð á 2000 vandanum. Sum þeirra jafnvel þvert á móti geri út á vandann með því að taka stórfé fyrir alls kyns úttektir sem þau síðan hafi ekkert með að gera. Tölvuskírteini Skýrslutæknifélagið undirbýr í samvinnu við menntamálaráðu- neytiö eins konar tölvuskírteini. Um er að ræða hæfnisvottorð fyr- ir tölvunotendur sem gildir í at- vinnuleit á öllu evrópska efna- hagssvæðinu. Til stendur að leyfa islenska skólakerfmu að gefa þessi vottorð út, sem og tölvuskól- um og stærri fyrirtækjum. Frétta- ritið Tölvuvísir sagði frá. Sveitarfélög sameinast Fulltrúar allra sveitarfélaga í Rangárvallasýslu, 10 að tölu, hittust sl. mánudag til að ræða samein- ingu. Brynjólfur Bjamason, nýkjör- inn oddviti V-Landeyjahrepps, segir við DV að sameining sé hugsanleg þegar á þessu ári. Vaxandi spilafíkn Nýlegar rannsóknir á vegum SÁÁ sýna að spílafikn eykst jafnt og þétt hér á landi. Ögmundur Jón- asson sagði frá þessu á Alþingi í gær og sagði að árið 1996 hefðu inn- ritast 85 einstaklingar i stuðnings- hóp spilafikla hjá SÁÁ og 1997 yfir 90 og færi enn fjölgandi. Ekki flytja Halldór Blöndal samgönguráð- herra vill ekki flytja Reykja- víkurflugvöll á uppfyllingu í Skerjafirði heldur endur- byggja hann þar sem hann er fyrir 1,5 mifij- arða króna. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.