Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 Fréttir Fráfarandi þingmenn og ráöherrar: Fátæklegri biðlaun Guðmundur Bjarnason, land- búnaðar- og umhverfisráðherra, og Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegs- og dómsmálaráðherra, eiga rétt til biðlauna sem ráðherrar og biðlauna sem alþingismenn þegar þeir láta af ráðherradómi og þing- mennsku nú í vor. Sama máli gegnir um Svavar Gestsson og aðra þá þingmenn sem hverfa af þingi í vor. Ekki er útlit fyrir að biðlaunagreiðslur til neins þeirra verði miklar því að báðir fara í jafn vel eða betur launuð störf, Guðmundur tekur við forstjóra- stöðu íbúðalánasjóðs strax 15. mars, en Þorsteinn við sendiherra- stöðu í London í vor. Þá fer Svav- ar sömuleiðis fljótlega eftir þing- lok til starfa í utanríkisþjónust- unni. Biðlaunarétturinn er í stuttu máli þannig að þeir sem hafa ver- ið ráðherrar í tvö ár eða lengur fá biðlaun í sex mánuði en í þrjá mánuði hafi þeir setið skemur. Biðlaunin nema um 70% af heildar ráðherralaununum. Sé fyrrver- andi ráðherra ráðinn í starf hjá ríkisfyrirtæki áður en sex mánuð- irnir eru liðnir þá fær hann greidd biðlaun fyrir þann tíma sem líður Guðmundur Bjarnason. frá því hann lætur af ráðherra- dómi og þar til hann tekur við nýja starfinu. Sé nýja starfið verr launað en sem nemur fyrrnefnd- um 70% af ráðherralaununum fær hann mismuninn greiddan út bið- launatímann. Karl M. Kristjánsson, rekstrar- stjóri Alþingis, sagði í samtali við Þorsteinn Pálsson. DV að alþingsmenn sem hverfi af þingi eigi rétt til biðlauna sem eru fullt þingfararkaup, rúmlega 228 þúsund krónur á mánuði. Hafi þingmaður setið skemur en tvö kjörtímabil á hann rétt á þriggja mánaða biðlaunum, en annars sex mánaða. Fari þingmaður i lægra launað starf en þingmennskan er Svavar Gestsson. fær hann greiddan mismuninn út biðlaunatímann. Séu nýju launin hins vegar hærri falla biðlaunin niður. Ekki er lengur um það að ræða að fyrrverandi ráðherrar og þingmenn geti fengið full biðlaun til viðbótar við laun þeirra í nýj- um störfum. Sú heimild var felld úr gildi árið 1995. -SÁ Olíaí höfnina við Ing- ólfsgarð Tæplega hundrað lítrar af olíu láku úr varðskipinu Ægi í höfnina við Ingólfsgarð á fjórða tímanum i fyrradag. Talið er að dæluolíu- skilja hafi gefið sig með fyrr- greindum afleiðingum. Starfs- menn frá höfninni og mengunar- vörnum unnu að því að hreinsa ol- íuna upp úr sjónum og fór starfið vel fram. Dælubíll var notaður til að hreinsa olíuna upp. -hb DV-mynd S Hópferð í höfuðborgina ana um borð og von að upp komi ergelsi. Ekki bætir úr skák að hluti áhafnarinnar var ekki með á nótunum. Sá hluti hélt að veiðiferðin væri venjuleg allt þar til sjónvarpsmenn, mismunandi sjóveikir, fengu að fljóta með frá Húsavík til Pat- reksfjarðar. Þá rann upp fyrir mannskapnum ljós - sviðsljós með öllu því sem fylgir. Kokkurinn, mikilvægasti maðurinn í hverju skipi, brást ókvæða við og sagði áhöfnina verða að athlægi um allt land. Aðrir urðu að sansa hann og sann- færa um mikilvægi þess að brjóta kvótakerfið á bak aftur. Það tókst og áhöfnin nærðist því eðli- lega - nema sjónvarpsmennimir sem gubbuðu aftur á. Til þess að kóróna allt saman kallaði sjálfúr ríkislögreglustjórinn á áhöfnina í heild suður í Kópavog til yfirheyrslu. Látum það vera þótt karlarnir hafi aðeins fengið krónu fyrir kílóið eft- ir ævintýralega veiðiferð og siglingu kringum hálft landið en að þurfa að standa fyrir framan yf- irvaldið er verra. Ætla mætti að útgerðarmaður- inn og skipstjórinn væru fulifærir um skýrslu- gerðina og ábyrgðina á herlegheitunum. Eina huggunin er að mannskapurinn getur slett svolítið úr klaufunum í stórborginni eftir veltinginn fyrir norðan land þótt túrinn hafi ekki gefið meira en raun bar vitni. Það er heldur meira um að vera í Reykjavík en á Patró. Hver veit nema sjónvarpsmennimir geti leiðsagt á breiðum vegum borgarlífsins - að því gefnu þó að þeir hafi jafnað sig á sjóriðunni. Dagfari Ekki hefur annað frægara skip siglt með- fram íslandsströndum í seinni tíð en Vatneyr- in frá Patreksfirði, nema ef vera skyldi Vanadísin sem sigldi upp Ölfusána að Sel- fossi 1. apríl um árið, sællar minningar þeirra sem nokkuð eru teknir að reskjast. Munurinn er þó sá aö sigling Vanadísarinnar var upplogin með öllu en sigling Vatneyrar- innar er staðreynd þótt hún sé lyginni líkust. Það er hart að eiga skip sem byggt er og útbúið til fiskveiða en mega þó ekki draga bein úr sjó. Enn verra er að eiga tvö slík skip líkt og tilfellið er með Svavar Guðnason, út- gerðarmann á Patreks- firði. Svavar gaf því skít í kvótakerfið í heild, sjávarútvegsráðherra, Fiskistofu og sýslumann, svo nokkrir séu nefndir. Hann sendi skip sitt, Vatneyrina, á sjó og fiskaði kvótalaust, ekki einu sinni heldur tvisvar. Fyrri ferðin fór hljótt og afl- inn var sendur til Hull og seldur þar fyrir bæri- legt verð. Síðari ferðin varð öllu frægari en aflinn heldur verðminni því útgerðarmaðurinn keypti hann af sjálfum sér fyrir krónu hvert kíló. Það er því ekki mikið til skiptanna fyrir karl- sandkorn Farðu bara Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi í Mývatns- sveit, sigraði með 10 atkvæða mun í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norð- urlandi eystra um helg- ina. Segja má að sveit- ungar hans við Mývatn hafi þar ráðið nokkru því sú ótrúlega þátt- taka var þar í prófkjör- inu að 80 manns kusu og líklegt er að þeir hafi kosið Sigbjörn. Á hinn bóginn velta menn því nú fyr- ir sér hvort skilaboðin sem Mývetn- ingarnir hafi verið að scnda með þátt- tökunni hafi bara veriö þau að Sig- bjöm mætti alveg fara, þeir gætu spjarað sig án hans. Ekki er hægt að fullyrða neitt i þessum efnum, enda Mývetningar sérstakur og óútreiknan- legur „þjóðflokkur" að mati óæðri kynstofna í grenndinni. Þá er talið að Samherjamenn hafi stutt hann til að komast hjá því að Svanfriður Jónasdóttir næði aftur á þing ... Brotlhvarf tregað Hver silkihúfan af annarri fýkur nú frá Ríkisútvarpinu til Bylgjunnar. í kjölfar hinnar ofurvinsælu Önnu Kristine Magnúsdóttur, sem stunda mun mjaltir sínar og messur á Bylgjunni frá næstu mánaöamótum, er nú hinn þekkti og harðmælti Kristinn RRRR. Ólafsson á fór- um sömu leið með Ma- drídarpistla sína. Af Önnu Kristine er það annars að segja að auk útvarps- mennskunnar er hún, samkvæmt heim- ildum Sandkoms, að skrifa bók fyrir nýtt fyrirtæki Stefáns Jóns Hafsteins. Stefán Jón, sem einnig vinnur fyrir ís- lenska útvarpsfélagið, hefur tekið upp hanskann fyrir Önnu Kristine á síðum Dags og menn segja það enga tilviljun að hún leiti nú i skjól Bylgjunnar ... Dauft og flókið Illugi Jökulsson, hinn nýklippti og harðskeytti þjóðfélagsgagnrýnandi rás- ar 2 og dómari í Gettu betur, þótti fara heldur klaufalega af stað í fyrstu sjón- varpskeppni vetrarins þegar Verzlunarskóli ís- lands og Menntaskólinn í Reykjavík áttust við. Spumingarnar þóttu langar og flóknar og að viðbættu daufu við- móti spyrilsins, Loga Bergmanns Eiösson- ar, þótti þáttminn í heild ekki nógu lifandi og spumingamar þungar og flóknar. í hraðaspurningum spurði 111- ugi um fyrsta forseta ASÍ og svöruðu bæði lið réttilega að hann hefði verið Ottó N. Þorláksson. Fyrir þetta svar gáfu hins vegar dómari og spyrill báð- um liðum rangt þrátt fyrir að hér sé augfjóslega um rétt svar að ræða. Dóm- arinn taldi hins vegar ekki ástæðu til að tiunda hvem hann teldi forseta ASÍ og er enn beðið eftir því. Minnir þetta um margt á dómara keppninnar á síö- asta ári... Framsýni... Fréttavefur Morgunblaðsins er þekktur fyrir að tímasetja fréttir eilitið aftur i tímann. Þetta hefur þó oft verið gert með snyrtilegasta móti svo enginn taki eftir svindlinu. Sama dag og hinn frakki útgerðarmaður á Patreksfirði, Svavar R. Guðnason, beið komu báts síns, Vatn- eyrar, til hafnar þar í bæ var fréttavefur Morgunblaðsins að sögðu með á nótunum. Fréttin var tímasett kl. 8.16 um morguninn og hljóðaði svona: „Vatneyrin BA kom tfl hafnar á Patreksfirði kl. 8.30. Að sögn starfsmanns hafnarinnar var tekið á móti bátnum eins og hverjum öðrum bát.“ Þetta sýnir auövitað ótrúlega framsýni og er varla á valdi annarra miðla en Moggans ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.