Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Fréttir Læknar hafa það gott 1 Karlbahafinu: Vinna hálft árið á skemmtiferðaskipum - og hinn helminginn á íslandi - læknaskortur á landsbyggðinni Skemmtiferðaskip eru nýjasti starfsvettvangur ísienskra lækna. Gífurlegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og er talið að nú vanti um 15 til 20 lækna til starfa. 1 sumum bæjum á landsbyggðinni er ástandið sagt svo slæmt að lækna- nemar séu látnir leysa af í eina til tvær vikur í senn, til að skrifa lyf- seðla og vísa á lækna með réttindi. Þá eru dæmi um að læknar vinni að hluta til í Karíbahafinu og að hluta til á íslandi. Fólk flýr bæina Læknaskorturinn hefur komið einna verst niður á litlum bæjum á landsbyggðinni þar sem dæmi eru um að fólk hafi yfirgefið staöina vegna læknaskortsins _ einna helst barnafólk og aldraðir sem treysta sér ekki til þess að búa við slíkar aðstæður. í Ólafsvík hefur ekki ver- iö fastráðinn læknir í eitt og hálft ár, á Djúpavogi hefur vantað lækni í um tvö ár og á Reyðarfírði í tvö og hálft ár, svo einhverjir staðir séu nefndir. Þá vantar fjóra lækna á Vestfirði. Læknabústaðir í plássun- um standa svo margir hverjir auðir. Reyndar þarf ekki að leita lengra en í Reykjanesbæ, þar sem fjóra lækna vantar til starfa, og á Selfoss vantar lækni. Þaðan er aðeins hálftima keyrsla til Reykjavíkur, en enginn hefur sótt um stöðu læknis þar í bæ. Á Seyðis- firði er tveggja lækna hérað þar sem einn læknir hefur verið starfandi. Annar læknir- inn bættist nú við fyrir stuttu og læknamálin því leyst. Að sögn forsvars- manna þar í bæ eru menn him- inlifandi yfir að geta mannað héraðið eftir nokkra bið. En hvar eru læknamir? Samkvæmt at- hugunum sem gerðar hafa ver- ið undanfarin ár, hafa læknar flúið til starfa til Noregs og annarra landa, vegna launakjara sem hafa verið tiltölu- lega bágborin hér á landi. Heilbrigð- isráðherra sendi landlækni til Nor- egs í leit að læknum fyrir nokkru. Hann er sagður hafa farið fýluferð, þar sem enginn læknir er kominn til starfa á landinu sem verið hefur í Noregi. Og nýjasti starfsvettvang- ur íslenskra lækna er Karíbahafið. Þar eru nú fjórir læknar að leysa af á skemmtiferðaskipum. Þeir vinna að hluta til á Islandi og halda svo til Karíbahafsins. Milljón á mánuði Viðmælendur DV vegna málsins bentu á að skorturinn á læknum væri fyrst og fremst sá að launa- munurinn milli lækna úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu er orðinn til- tölulega lítill miðað við það sem áður var. Þó gæti hann verið að aukast á ný, þar sem erfiðlega geng- ur að fá lækna út á land. Stjómar- formaður sjúkrahússins á Neskaup- stað benti nýlega á það að laun læknis í bænum væru um milljón á mánuði. Læknar í Karíbahafmu em sagðir hafa ágætis laun - svo ekki sé talað um að fá að sóla sig eftir vinnudaginn. Forsvarsmenn sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, sem DV ræddi við, töldu að laun lækna á lands- byggðinni nú næmu frá 600.000 krónum á mánuði upp í rúma millj- ón þar sem best væri borgað. Þá eru ótalin ýmis fríðindi sem læknar fá, t.d. einbýlishús og bíll til afnota. „Þetta er eina leiðin til að fá lækna til starfa," sagði einn fram- kvæmdastjóri á landsbyggðinni. Síðastliðið vor vora keyptir um 30 nýir bílar fyrir heilbrigðisstofnanir úti á landi og fyrst og fremst fyrir læknana. Þrátt fyrir þetta vilja læknar, af einhverjum ástæðum, ekki fara til starfa á landsbyggð- inni. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir sagði í samtali við DV aö hann hefði ekki áhyggjur af því að missa lækna til starfa í Karíba- hafinu. „Ég tel ekki að við séum að missa þá þangað fyrir fullt og allt. Hef reyndar ekki spurt þá að því en ég lít svo á að þeir séu að fara í smá tilbreytingu og menn hafa leyfi til þess. Það er svoleiðis í öllum starfs- greinum," sagði hann. -hb Þrjátíu svona bflar voru keyptir fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Sjónvarpsfréttamaður í Ólafsfirði: Frá stærstu stöð Brasilíu - fylgist með brasilískum knattspyrnumönnum hjá Leiftri DV, Ólafsfiröi: Brasilískur sjónvarpsfréttamaður, Luis Nachbin, hefur verið hér í Ólafs- firði síðan á laugardag. Hann er á vegum TV Globo, sem er stærsta sjón- varpsstöðin í Brasilíu, og einnig er hann að vinna að þætti fyrir Sport TV sem er kapalstöö. Hann býr í næststærstu borg Brasilíu, Rio de Janeiro, og sagði í spjalli við fréttarit- ara DV að hann sérhæfði sig í öðm- vísi fréttum, ekki endilega tengdum íþróttum. Hann orðaði það þannig að því lengra sem hann þyrfti að fara því betra. Luis kom til Ólafsfjarðar vegna þess að til Leifturs em komnir tveir ungir Brassar, þeir Alexandre og Sergio. Luis bjó hjá þeim og fylgdist með þeim á æfingum, þar á meðal í sendinni fjöm, á götu úti, heima í húsi og ekki sfst að horfa á beina út- sendingu í enska bikamum með öðr- um Leiftursmönnum. Þá hélt einn að- alstuðningsmannaklúbburinn í Ólafs- firði, Blíðfari, þorrablót sitt á laugar- dag og bauð öllum leikmönnum, þar á meðal Brössunum og þessum sjón- varpsfréttamanni, sem fannst margt athugavert við matinn sem var á boðstólum. Luis fór líka til Færeyja, en þang- að fóru nokkrir Brassar lika Hann sagðist stefna að því að gera 10 mín- útna frétt sem yrði send út á TV Globo, sem hann sagði að væri fjórða stærsta sjónvarpsstöð í heimi og sú langstærsta í Brasilíu, og síðan myndi hann gera 30 mínútna þátt fyr- ir kapalkerfið. Hann kannaðist svolít- iö við ísland en vissi þó harla fátt og um íslenskan fótbolta vissi hann ekk- ert. Með Luis í fór er brasilískur lög- fræðingur, Fabio að nafni, en hann er umboðsmaður Brassanna. -H.J. HWiíSiliíi, J 1 Luis Nachbin með myndavélina á Ólafsfirði. DV-mynd Helgi Jónsson Stuttar fréttir dv i Leggja niður störf Sjúkraflutningamenn á Austur- landi ætla að leggja niður störf á sunnudagskvöld hafi Heilbrigðis- stofnun Austur- lands ekki samið við þá fyrir þann tíma. Á Kirkju- bæjarklaustri hef- ur björgunarsveit- in séð um sjúkraflutninga en þessa dagana er Ámi Johnsen þingmað- ur að hafa milligöngu um að við hana sé samið í takt við gamla samninginn. Dagur greindi frá. Umhverfisverkefni Reykjavík menningarborg Evr- ópu árið 2000 kynnti í gær nýtt endurvinnslu- og uppgræðslu- verkefni, Skil 21, í samvinnu við fjölmarga aðila atvinnulífsins. Verkefninu er ætlað að gefa tón- inn um meðferð úrgangs á nýrri öld. Vísir greindi frá. Afmæli bjórsins Það verður líf og fjör víða um land í fyrstu viku marsmánaðar þegar landsmenn fagna tíu ára af- mæli bjórsins. Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa ákveðið að efna til góugleði í mat, drykk og menningu dagana 1. til 7. mars. Gert er ráð fyrir þátttöku 60-70 veitingahúsa um allt land. Dagur greindi frá. Of fáir á Sogni Evrópunefnd um varnir gegn illri meðferð á föngum gerir at- hugasemdir við það hversu fáir sérmenntaðir starfsmenn starfa á Sogni sem er stofnun fyrir ósak- hæfa afbrotamenn. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefndin hefur skilað íslenskum stjómvöldum. Ríkisútvarpið greindi frá. Skattalegt tap Yfirfæranlegt tap lögaðila sam- kvæmt framtali 1998, þ.e. í árslok 1997, nam samtals 76.264 milljón- um króna. Hlutdeild smásölu í öðm en bílum og vélhjólum var 4.327 milljónir eða tæp 5,7% af heildarupphæðinni, að því er seg- ir í Fréttapósti Kaupmannasam- taka íslands. Viöskiptablaöið greindi frá. Byggja gistihús Sigurbjörn Bárðarson hesta- maður og samstarfsmaður hans, Axel Ómarsson, hyggjast reisa stórt gistihús að Oddhóli sem er í um 9 kílómetra fjarlægð frá Hellu. Þar verður gisti- aðstaða fyrir um 20 manns og veitingaaðstaða. Dag- ur greindi frá. Halli í Árborg Rúmlega 40 milljóna króna halli verður á rekstri Árborgar á árinu þrátt fyrir að tekjur bæjar- ins aukist um nærri 60 milljónir króna. Helstu skýringar á því era miklar fiárfestingar i skólamál- um. Heildartekjur em áætlaðar um 949 milljónir króna en rekstr- argjöldin, fiárfestingar og afborg- anir tæpar 990 milljónir króna. Dagur greindi frá. Reiöar vestra Konur í Sjálfstæðisflokki á Vestfiörðum eru reiðar yflr því að engin kona er í áhrifasæti á list- anum fyrir alþingiskosningamar í vor. Ríkisútvarpið greindi frá. Verja skattaafsláttinn Stjómvöld ætla að veija skatta- afsláttinn vegna hlutabréfakaupa sem eftirlitsstofn- un EFTA telur ólöglegan. Fjár- málaráðherra finnst stofnunin gera mikið úr litlu efni. For- stöðumaður Markaðsvið- skipta Búnaðarbankans segir nauðsynlegt að hvetja til sparaað- ar með öðrum hætti verði stjórn- völd að fella niður afsláttinn. Rík- isútvarpið greindi frá. -SJ : I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.