Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Utlönd Stuttar fréttir Motzfeldt er byrjaður að þreifa fýrir sér Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, er byrjaöur að þreifa fyrir sér um myndun nýrrar stjómar. Flokkur Motzfeldts, Siumut, fékk flesta þingmenn í kosningunum á þriðjudag þótt hann missti nokk- urt fylgi. Motzfeldt ræddi við Atassut, frjálslyndan samstarfsflokk sinn í fráfarandi heimastjórn, og vinstrisinnuðu þjóöernissinnana í Inuit Ataqatigiit í gær. Aðai- stjóm Siumut kemur saman í dag til að ákveða með hvaða flokki verður reynt að mynda stjórn. Ýmislegt bendir til að það verði áfram Atassut. Dönsk kona hægir á Ijósinu Danska vísindakonan og eölis- fræðingurinn Lene Vestergaard Hau hefur gert aöra vísindamenn orðlausa með nýjasta afreki sínu. Henni hefur tekist að hægja á hraða Ijóssins úr 300 kílómetrum á sekúndu niður í hraðann á venjulegum fólksbíl í horgarum- ferðinni. Niðurstöður rannsókna dönsku vísindakonunnar voru hirtar í hinu virta tímariti Nature í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta er mjög eftirtektarvert," sagði prófessorinn Henrik Smith við Niels Bohr-stofnuna í Kaup- mannahöfn. Uppgötvun vísindakonunnar getur haft byltingarkenndar af- leiðingar í tölvutækni, fjarskipt- um og ýmsum sviðum daglegs lífs. Hraði ljóssins var minnkaður með því að kæla loftið í kringum það niöur þannig að hitastig þess var aðeins hálf míkrógráða yfir alkuli. Morðafjöldi á kjötkveðjuhátíö Að minnsta kosti 368 manns voru myrtir á kjötkveðjuhátíðum Brasilíu undanfarna daga. Flest voru morðin í Sao Paulo, eða 231. í sjálfri Rio de Janeiro var aðeins 21 maður myrtur á meðan borgar- búar skvettu úr klaufunum í skrúðgöngum og svalli. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Asgarður 163, þingl. eig. Sigríður Her- mannsdóttir, gerðarbeiðendur Gúmmí- vinnustofan ehf., Kreditkort hf., Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og Skeljungur hf., þriðjudaginn 23. febrúar 1999, kl. 14.00._______________________ Barónsstígur 2, ehl. 010101. atvinnuhús- næði á 1. hæð, þingl. eig. Neskjör ehf., gerðarbeiðendur Hlutabréfasjóðurinn hf. og Kristinn Hallgrímsson, þriðjudaginn 23. febrúar 1999, kl. 13.30._ Eskihlíð 8A, 123,8 fm Mð á 3. hæð, merkt 0301, þingl. eig. Magdalena Kjart- ansdóttir, gerðarbeiðandi Amarvík, heild- verslun ehf., þriðjudaginn 23. febrúar 1999, kl. 14.30.______________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Bróðir Abdullahs Öcalans hvetur til hertrar baráttu: Kveikjum í óvininum Tyrknesk yfirvöld voru í gær greinilega gröm vegna krafna er- lendis frá um að alþjóðlegir eftirlits- menn fengju að fylgjast með réttar- höldunum yfir PKK-leiðtoganum Abdullah Öcalan. Lýsti tyrkneska utanríkisráðuneytið því yfir að Tyrkir myndu ekki þola erlend af- skipti af málinu. Slík yfirlýsing kemur ekki á óvart. Mannréttindasamtök hafa í mörg ár gagnrýnt tyrkneska réttar- kerfið. Umfram allt hafa hinir svokölluðu öryggisdómstólar verið fordæmdir en í þeim eru dómararn- ir trá hemum. Bent hefur verið á að algengt sé að pólítískir fangar séu pyntaðir og að fólk hafi látist af völdum ofbeldis eftir handtöku. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa fjall- að um viðbrögð umheimsins vegna handtöku Öcalans. Greinilegt er að Tyrkjum er skemmt vegna þeirrar kreppu sem upp kom í grísku ríkis- stjórninni. Tyrkneski utanríkisráð- herrann lýsti yfir ánægju sinni með að starfsfélagi hans í Grikklandi, Theodoros Pangalos, og tveir aðrir ráðherrar hefðu verið reknir. Gríska stjómin sætti harðri gagn- rýni heima fyrir vegna handtöku Öcalans. Kenndu Grikkir stjórn- völdum um að Tyrkjum tókst að grípa Öcalan er hann yfirgaf gríska sendiráðið í Kenýa síðastliðinn mánudag. Mótmæli Kúrda vegna handtöku Öcalans hafa nú brotist út fyrir al- vöm í Tyrklandi. Að sögn yfirvalda særðust að minnsta kosti átján manns, þrir lögreglumenn og fimmtán mótmælendur, þegar Kúrdar skutu á lögreglu i Ceyhan í suðurhluta Tyrklands. Mótmælaaldan braust út eftir að tyrknesk yfirvöld sýndu i gær nýjar myndir af Öcalan þar sem verið var að flytja hann til fangaeyjunnar Imrali í Marmarahafi. Þrír saksókn- arar vom væntanlegir til eyjunnar í gær til að yfirheyra PKK-leiðtog- ann. Dómsmálaráðuneytið í Ankara tilkynnti i gær að réttarhöldin yfir honum færu fram á eyjunni. Aðrir fangar hafa verið fluttir á brott og sérsveitarmenn hafa tekið við störf- um venjulegra fangavarða. Samkvæmt óháðu mannréttinda- samtökunum IHD hafa um sjö hund- rað Kúrdar, flestir félagar í Hadep- flokknum, verið handteknir í Istan- bul og í suðausturhluta Tyrklands. Bróðir Abdullahs Öcalans, Osman, hvetur nú stuðningsmenn PKK-sam- takanna til að herða baráttu sína. Hann biður Kúrda um að hætta að bera eld að klæðum sínum. ístað- inn eigi þeir að kveikja í óvininum. Er talið að hann eigi þá fyrst og fremst við ísraela og Bandaríkja- menn sem sagðir eru hafa aðstoðað við handtöku Öcalans. Mótmæli Kúrda vegna handtöku PKK-leiötogans Abdullahs Öcalans héldu áfram víöa um Evrópu í gær. Þessi mynd er tekin í Aþenu í gærkvöld þar sem til átaka kom milli óeirðaiögreglu og mótmælenda. í Tyrklandi uröu einnig óeiröir í kjölfar mótmæla Kúrda. Símamynd Reuter Bandarísk stjórnvöld hóta Milosevic einu sinni enn: Fresturinn til samn- inga ekki framlengdur Bandarísk stjómvöld höfðu enn einu sinni í hótunum við Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta í gær um að hann mætti eiga von á loft- árásum flugvéla Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) ef ekki yrði samið um framtíð Kosovo fyrir hádegi á morgun. Á fimmta hundrað flugvélar NATO eru í viðbragðsstöðu. Emb- ættismaður í Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sagði að 50 Tomahawk stýriflaugar ættu að sýna Milosevic fram á alvöru máls- ins, án þess þó að flugvélum banda- lagsins væri stefnt í voða. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagðist hafa varað Milosevic við loftárásum þeg- ar hún ræddi við hann í síma í gær. „Hann má vita það að ef loftárás- Borís Jeltsín Rússlandsforseti vill ekki loftárásir á Serba í Kosovo. Með honum á myndinni er Jacques Santer frá Evrópusambandinu. imar verða gerðar koma þær illi- lega niður á honum,“ sagði Albright við fréttamenn. Til stendur að Albright fari til Frakklands í dag til að leggja áherslu á að samningamenn Serba og albanska meirihlutans í Kosovo í Rambouillet-höll fyrir utan París komist að samkomulagi áður en fresturinn rennur út. „Lokafrestinum verður ekki breytt," sagði Albright. Borís Jeltsín Rússlandsforseti varaði Bandaríkjamenn við því að gera loftárásir á Kosovo en banda- rísk stjómvöld blésu á það. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, ítrekaði fyrri hótanir um að bandalagið yrði snöggt að grípa í taumana yrði ekki gert samkomu- lag á fundinum í Frakklandi. Anwar með tannpínu Réttarhöldunum yfir Anwar Ibrahim, fyrrum ráðherra í Malasíu, var frestað annan dag- inn í röð í morgun vegna þess að sakbomingurinn kvartaði um tannpínu. Bréf úr páfagarði Bresk stjómvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fengið bréf frá „háttsettum embættis- manni“ páfa- garðs vegna máls Augustos Pinochets, fyrr- um einræðis- herra í Chile. Ekki var greint frá innihaldi bréfsins, né heldur hvort það hefði komið frá páfa sjálfum. Pinochet bíður nú þess að ákveðið verði hvort orðið verð- ur við framsalsbeiðni Spánverja. Reiðu á óreiöuna Jacques Chirac Frakklandsfor- seti vill að þjóöir heims leggist á eitt um að gera gengi gjaldmiðla stöðugra og að settar verði reglur um flæði fjármagns. Dómari sýknaður ítalskur dómari vísaði í gær frá ákæru um mútuþægni á hendur hin- um þekkta dómara Antonio Di Pi- etro sem barist hefur gegn spillingu. Vara viö sjálfstæði Ástralskir stjómarerindrekar í Indónesíu segja hættu á öngþveiti og ofbeldi verði A-Tímor sjálf- stætt. Vísar ásökunum á bug Edith Cresson, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands og fúll- trúi í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, vísar á bug ásökun- um um að hún hafi logið eða villt um fyrir Evrópuþinginu. Samtímis ræðst Cresson á skrif- stofu Evrópusambandsins sem hefur eftirlit með svindli. Skrif- stofan hefur sent belgískum rann- sóknardómara fjögur atriði til könnunar. Verða að opna markaði Evrópusambandið hefur tjáð Borís Jeltsín Rússlandsforseta að það sé reiðubúið að auka sam- skiptin við Moskvu gegn því aö Rússland opni markaði sína. Aðstoð til Jórdaníu Hvíta húsiö fer fram á það við Bandaríkjaþing að Jórdaníu verði veitt 300 milljóna dollara aukaað- stoð. Lewinsky í viðtali Lögmenn Monicu Lewinsky og saksóknarinn Kenneth Starr hafa veitt Barböm Walters hjá ABC-sjónvarps- stöðinni leyfi til aö taka viðtal við Lewinsky. Monica má hins vegar ekki greina frá neinu sem hún hefur ekki þegar sagt kviðdómi eða Starr sjálfum. Viðtalinu verð- ur sjónvarpað fyrir 3. mars sam- kvæmt heimildarmönnum í laga- geiranum. Lög til verndar feitum Borgaryfirvöld í San Francisco íhuga nú að setja lög til verndar feitu fólki. Auglýsing líkamsrækt- arstöðvar um að geimverur muni fyrst leggja sér til munns feita fólkið hefur vakið hörð viðbrögð fólks í góðum holdum. Papandreou á nýjan stói Georgios Papandreou, sonur fyrrverandi forsætisráöherra Grikklands, Andreas Pap- andreous, verður nýr utanríkis- ráðherra lands síns. Hann gegndi embætti Evrópumálaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.