Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 10
10
lennmg
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
Listauki í hádeginu
Ef þig dreymir ekki um að verða
kvikmyndaleikstjóri þá elur þú senni-
lega í brjósti draum um að slá í gegn
sem stjarna í mynd. Þau Ólafur (til-
vonandi kvikmyndagúrú) og Berglind
(til í margt fyrir framan tökuvélina,
en ekki þó hvað sem er) hittast i há-
deginu á sviðinu í Iðnó og fara saman
yfir málið.
Einþáttungur Kristjáns Þórðar
Hrafnssonar, „Leitum að ungri
stúlku...“ fékk fyrstu verðlaun í leik-
ritasamkeppni, sem efnt var til þegar
húsið var opnað eftir endurbyggingu.
Ætlunin er að sýna nokkur önnur
verk úr samkeppninni í hádegisleik-
húsinu fram eftir vetri og gefa vinn-
andi fólki kost á að njóta listar með
súpunni í matartímanum.
Leiklist
AuðurEydal
Leikritið er á léttum nótum og flýt-
ur áreynslulaust áfram undir stjórn
Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leik-
stjóra. Persónumar skýrast eftir því
sem á líöur og samspil þeirra opnar
innsýn í viðhorf, sem eru kannski
ekkert svo ólík þegar upp er staðið,
því að bæði sækjast eftir frægð og frama. En
á ytra borði eru þau eins og hvítt og svart og
þetta notar höfundurinn til þess að búa til
snoturlega samskiptafléttu innan þess þrönga
ramma sem smáverkið skammtar.
stormar inn, fullviss um eig-
ið ágæti og með
sínar hugmyndir
um það hvernig
eigi að fara að. Og
liggur ekki á því.
Gunnar Hansson
byggir persónuna
upp hægt og síg-
andi og nær vel
utan um undir-
liggjandi kó-
míkina í textan-
um. Berglind er
einlæg og opin og
Linda Ásgeirs-
dóttir nær skemmtilegum
tökum á fasi og likamstján-
ingu. í svo knöppu formi,
sem hér um ræðir gefst ekki
svigrúm til djúpköfunar í
sálarlíf persónanna, en meg-
ináherslan lögð á að sýna
hvernig þessi stutti fundur
hefur áhrif á þau bæði.
Sviðið gefur ágæta mynd
af stúdíói frumbýlingsins,
þar sem helstu grunnþörfum
er fullnægt og klæðaburður
persónanna undirstrikar í
hversu ólíkar áttir þau
sækja.
Hádegisstundin í Iðnó var
hugguleg og frumraun Krist-
jáns Þórðar sem leikskálds
vel heppnuð. Það hlýtur að
vera ómetanlegt að fylgjast
með því þegar hugverkið
fær líf og lögun á sviðinu og
raunar hverju leikskáldi
nauðsynlegt. Framtak Há-
degisleikhússins
er ánægjulegt og
vonandi að það
nái að festa sig.
Berglind ætlar að gleðja Ólaf með því að kasta þokkafuilt klæðum en
hann verður bara pirraður. DV-myndir Teitur
Ólafur er alvarlega þenkjandi og satt að
segja orðinn dálítið þreyttur eftir að hafa
fengið tólf stúlkur í prufur án þess að fmna
þá réttu í hlutverkið. Hann er þess vegna
ekkert sérlega uppvægur þegar Berglind
Hádegisleikhús
Iðnós sýnir:
Leitum að ungri
stúlku
eftir Kristján Þórð
Hrafnsson
Leikstjórn: Magnús Geir Þórðar-
son
Leikmynd og búningar: Snorri
Freyr Hilmarsson
Lýsing: Ólafur Pétur Georgsson
Sköpun á staðnum
Ástarsaga allra tíma, sagan af Rómeó og
Júlíu, var meginþema tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í gærkvöldi, þar sem
hún var vegsömuð í tónverkum tveggja rúss-
neskra meistara, Tsjækovskýs og Prokofjevs.
Verk Tsjækovskýs ber titilinn Fantasíu-
forleikur og er eitt hans vinsælasta verk - ef
ekki tónbókmenntanna allra. Ósjálfrátt teng-
ir maður það þó í dag skautadansi, þar sem
hið fallega ástarstef hefur verið rækilega of-
notað á þeim vettvangi. En þó maður hafi
ekki skautandi pör í tilfmningaþrungnum
ástarbríma fyrir framan sig stendur verkið
fyllilega eitt og sér, ekki síst í á tónleikunum
í gær þar sem leikur hljómsveitarinnar var
afar áhrifamikill og hvergi dauðan punkt að
fmna. Stjómandinn Dmitry Sitkovetsky, sem
einnig er af rússneskum ættum, hafði allt í
hendi sér og virtist heilsteypt sveitin lúta
vilja hans I einu og öllu.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
í verkinu sem fylgdi á eftir, Fiðlukonsert í
G dúr K.207 eftir Mozart, reyndi ekki bara á
hæfni hans sem hljómsveitarstjóra heldur
fiðluleikara líka. Að stjórna og leika einleik í
sama verkinu er hæfileiki sem ekki öllum er
gefinn og kannski meira stundað áður fyrr en
það er í dag. En með því gefst einleikaranum
tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum
fram milliliðalaust og verður þá útkoman óneit-
anlega meira „hans“. Þetta er afar elskulegt
verk, iðandi af æskufjöri, enda Mozart aðeins 19
ára þegar hann samdi það. Sitkovetsky virtist
ekki hafa mikið fyrir að hrista einleikspartinn
Dmitry Sitkovetsky hafði allt t hendi sér.
fram úr erminni og halda utan um hljómsveit-
ina í leiðinni. Tónn hans svo hreinn og tær,
laus við allt óþarfa vibrato, en samt hlýr eins og
kom skýrt fram í hæga þættinum sem var ein-
staklega fallega mótaður og persónulegur líkt
og konsertinn allur. Hin dýrmæta Stradivarius
fiðla hreint og beint lifnaði við í höndunum á
honum og leikur hans var svo spontant og
ferskur að ég hafði á tilfmningunni að eitt-
hvað væri að skapast beint fyrir framan nef-
ið á mér.
Framlag Prokofjevs til balletttónlistar
verður seint ofmetið og má segja að hann hafi
tekið við þar sem Tsjækovský hætti. Ballett-
inn um Rómeó og Júlíu var frumfluttur í end-
anlegri mynd árið 1940 í Leningrad þótt tón-
listin hefði verið tilbúin fjórum árum áður og
reyndar búið að setja hann einu sinni upp í
Brno í Tékkóslóvakíu 1938. Upp úr balletttón-
listinni samdi hann svo hljómsveitarsvítur og
nokkur píanóstykki. Prokoöev hefur tekist
jafnvel betur en Tsjækovský að fanga inni-
hald sögunnar og koma því tO skila í tónlist-
inni, enda gefur hann sér meira svigrúm. Á
efnisskrána í gærkvöldi hafði hljómsveitar-
stjórinn valið þætti úr svítum 1 og 2 og raðað
þannig að þeir mynduðu sannfærandi heild
hvað varðar framvindu sögunnar. Flutning-
urinn var svo í ofanálag prýðilegur,
kraftmikill og yfirleitt mjög öruggur ef
undan er skilinn einhver órói í fjórða
og fimmta þætti en dansþátturinn þar
á eftir iðandi af fiöri og skemmtileg-
heitum. Hrifnust var ég þó af Dauða
Tíbalts sem er einhver magnaðasti
þátturinn í svítunum tveimur með
þessum ótrúlega hljómi sem hamraður
er aftur og aftur, og einnig verður að
minnast á afbragðsfinan leik sveitarinnar og
þá sérstaklega leik Sigrúnar Eðvaldsdóttur i
Dansi stúlknanna. í lokaþættinum, Rómeó við
gröf Júlíu, komst maður svo ekki hjá þvi enn og
aftur að fá hnút í hjartað yfir örlögum elskend-
anna tveggja og þar með tilganginum náð, ekki
satt ?
Tríó Reykjavíkur og Alina
Dubik
Þriðju tónleikamir í tónleikaröð Tríós
Reykjavíkur og Hafnarborgar verða á
sunnudagskvöldið kl. 20. Gestur tríósins að
þessu sinni verður mezzosópransöngkonan
Alina Dubik sem hefur getið sér gott orð
fyrir fagran söng hér
heima og erlendis. Á efnis-
skránni verða verk Mart-
inu, Chopin - en 150 ár eru
liðin frá dauða hans í ár,
Brahms og Poulenc sem á
aldarafmæli í ár.
Tríó Reykjavíkur skipa
þau Guðný Guðmundsdótt-
ir fiðluleikari, sem einnig
mun leika á víólu á tón-
leikunum, Gunnar Kvaran
sellóleikari og Peter Máté
píanóleikari.
Þumalína
Danski leikhópurinn Gadesjakket verð-
ur með ævintýralega brúðuleikhússýningu
á sögunni sígildu eftir H.C. Andersen um
pínulitlu stúlkuna Þumalínu í Gerðubergi
á sunnudaginn kl. 14. Pia Gredal og Lars
Holmsted leika, syngja--------------
og spila í sýningunni,
en með þeim kemur
Lene Degett myndlistar-
maður og stjórnar
listsmiðju fyrir böm
sem hefst kl. 13 og verð-
ur líka eftir sýninguna.
Aðgangur að barnadeginum í Gerðu-
bergi er 500 kr. fyrir börn en ókeypis fyrir
einn fullorðinn i fylgd með barni. Aðeins
komast 50 manns á sýninguna á Þumalínu
og er forsala aðgöngumiða í Gerðubergi.
Glæsilegar söngkonur
Tvær ungar sópransöngkonur, Arndís
Halla Ásgeirsdóttir og Hanna Dóra Sturlu-
dóttir, syngja á tónleikum Styrkt-
arfélags íslensku óperunnar á
laugardaginn kl. 14.30. Með þeim
leikur á píanó Isabel Femholz. Á
efnisskránni eru meðal annars
sönglög eftir Schumann, Schubert,
Strauss, Atla Heimi Sveinsson og
Eyþór Stefánsson. Þá munu þær
syngja dúetta og einsöngsaríur úr
óperum eftir Mozart, Hoffman,
Rossini og Bellini.
Amdís Halla og Hanna Dóra
hafa numið og starfað í Þýska-
landi á síðustu árum. Þær hafa
báðar stundað nám við listahá-
skólann í Berlín með Frau Anke
Eggers sem aðalkennara. Frá því í haust
em söngkonumar báðar fast-
ráðnar við þýsk óperuhús;
Hanna Dóra hjá Neustraeliz óp-
erunni í nágrenni Berlínar og
Amdís Halla hjá Die Komische
Oper í Berlín. Báðar hafa þær
líka hlotið fádæma lof fyrir söng
sinn á tónleikum hér heima
enda einstaklega glæsilegar
söngkonur.
Hálf milljón bíður
Nú em tveir mánuðir eftir af skilafresti
í samkeppni um Bókmenntaverðlaun Hall-
dórs Laxness. Hann rennur út 1. mai nk.
Verðlaunin nema 500 þúsund krónum og
em veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska
skáldsögu eöa safn smásagna. Samkeppnin
er öllum opin og kemur bókin sem verð-
launin hlýtur út hjá Vöku-Helgafelli sama
dag og þau verða afhent í haust.
Verðlaunin voru veitt í þriðja sinn sl.
haust; þá hlaut þau Sindri Freysson fyrir
skáldsöguna Augun í bænum. Áður hlutu
verðlaunin Skúli Bjöm Gunnarsson og Ey-
vindur P. Eiríksson.
Rúnar í Hásölum
Rúnar Óskarsson bassaklarínettleik-
ari heldur einleikstónleika í Hásölum
Hafnarfjarðarkirkju á mánudagskvöld-
ið kl. 20.30. Hann leikur verk eftir
Isang Yun, Elínu Gunnlaugsdóttur,
Theo Loevendie, Claudio Ambrosini,
Eric Dolphy og Wayne Siegel. Öll era
verkin frá þessari öld, hið yngsta eftir
Elínu Gunnlaugsdóttur sem samdi það
sérstaklega fyrir Rúnar og verður það
frumflutt á tónleikunum.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttír