Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
Hestar
13
Svorum hverri
sókn Þjóðverja
- segir Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur
Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur og Ágúst Sigurðsson hrossa-
ræktarráðunautur bera saman bækur sínar um möguleika íslensku keppnis-
sveitarinnar á heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi í sumar. DV-mynd E.J.
Landsliðsnefnd Landssambands
hestamannafélaga kynnti lykil að vali
á íslenskum knöpum fyrir heims-
meistaramótið (HM99) í Þýskalandi í
sumar á almennum fundi í félags-
heimili Gusts í Kópavogi síðastliðið
mánudagskvöld.
Átján þjóðlönd hafa tilkynnt að
send verði sveit á þeirra vegum og
keppendur verða rúmlega eitt
hundrað í hestaíþróttunum en auk
þess keppa þar kynbótahross.
Hver sveit má senda sjö knapa en
auk þess mega þeir knapar sem náðu
heimsmeistaratitli á síðasta móti
verja titli sinn á sama hesti.
Fjórir íslenskir knapar urðu heims-
meistarar: Sigurbjörn Bárðarson á
Gordon, Logi Laxdal á Sprengihvelli,
Styrmir Árnason á Boða og Vignir
Siggeirsson á Þyrli. íslensku keppend-
urnir í hestaíþróttum geta því flestir
orðið 7+4 eða ellefu og svo fara 6 kyn-
bótahross. íslenska sveitin gæti þvi
orðið sú fjölmennasta til þessa með 17
hross í keppni.
Sigurður Sæmundsson, nýráðinn
landsliðseinvaldur, sýndi myndband
af svæðinu og aðstöðu íslensku keppn-
issveitarinnar, sem verður mjög góð.
Þá kynnti hann lykil að vali lands-
liðs. Um er að ræða sama lykil og fyr-
ir síðasta heimsmeistaramót.
Knapamir verða valdir í úrtöku
dagana 17. til 20. júní. Ekki hefur ver-
ið tekin ákvörðun um hvar mótið
muni fara fram en keppt verður í
tveimur umferðum.
Fyrsti keppandi í landslið er sam-
anlagður sigurvegari úr nokkrum
greinum, annar stigahæsti fimmgang-
ari, þriðji stigahæsti fjórgangari og
fjórði stigahæstu töltari.
Þá kemur sá keppandi í 250 metra
skeiði sem nær bestum tíma en farn-
ar verða átta ferðir. Keppandi verður
að hafa runnið skeiðið undir 23 sek-
úndum á árinu. Ef þessi árangur næst
ekki velur landsliðseinvaldur skeið-
hestinn. Sjötta og áttunda hest velur
landsliðseinvaldur.
„Þessi lykill hefur geflst vel og því
ekki ástæða til stórbreytinga," segir
Sigurður Sæmundsson landsliðsein-
valdur.
„Þjóðverjar voru ekki ánægðir með
sinn lykil fyrir síðasta heimsmeist-
aramót og hafa tekið upp hluta af okk-
ar lykli. Þar er ákveðin uppstokkun f
gangi. Þjóðverjar ætla að mæta
grimmir til leiks á heimavelli en við
höfum þær væntingar að geta svarað
hverri sókn þeirra.
Viö verðum að vanda vel valið á
knöpum í landsliðið. Við munum
fylgjast með íslenskum knöpum í Evr-
ópu og auglýsa eftir áhuga knapa og
skoða þá eftir óskum. Þá á eftir að
ákveða hvaða mót í útlöndum gildi
þegar tekið er tillit til árangurs.
Við munum einnig skoða í hvaða
ástandi heimsmeistararnir okkar eru.
Við þurfum að sjá hverjir eiga þátt-
tökurétt og hver er þeirra hugur. Það
þarf einnig að athuga klárana og
kanna hvort þeir séu f keppnisformi.
Það er alveg ljóst að það er mikið
starf fyrir höndum en lokadagur til að
tilkynna landsliðið er hálfum mánuði
fyrir mótssetningu," segir Sigurður
Sæmundsson.
„Gífurlega mikilvægt að viö séum í far-
arbroddi í ræktun á íslenska hestinum"
- segir Ágúst Sigurösson hrossaræktarráöunautur
Ágúst Sigurðsson hrossaræktar-
ráðunautur kynnti val á kynbóta-
hrossum á HM99.
Send verða sex hross á heimsmeist-
aramótið (HM99) í Þýskalandi, þrjár
hryssur og þrír stóðhestar, 5 og 6
vetra og 7 vetra og eldri.
„Öll kynbótahross, sem eru dæmd á
kynbótasýningum á vegum Bænda-
samtaka íslands í sumar fram að 18.
júní, eiga möguleika á að fara á
HM99,“ sagði Ágúst.
„Það þarf að tilkynna fyrir 20. júní
hvort þau séu gefm fól og þegar ljóst
er hvaða hross eru í pottinum verður
farið eftir hæstu einkunn i hveijum
flokki. í sumar verður kynbótahross-
um gefin einkunn fyrir fet, einkunn
sem gildir ekki í útreikningum nema
fyrir hrossin sem eru gefin fól á HM.
í Þýskalandi verður sér kynbóta-
hrossasýning fyrir íslensk fædd hross
sem þar eru og fer hún fram 22. til 24.
apríl. Eigendur íslenskfæddra hrossa
ætla að skipuleggja og kosta sýning-
una en íslenskir dómarar munu
dæma hrossin. Eins verða islenskir
dómarar á sýningum í Danmörku,
Noregi og Sviþjóð og hross þar eiga
einnig möguleika.
Það er gífurlega mikilvægt að við
séum í fararbroddi i ræktun á ís-
lenska hestinum og því verðum við að
senda sterka sveit kynbótahrossa á
HM99,“ sagði Ágúst Sigurðsson.
Það er ræktunarráð FEIF (Félags
eigenda og vina íslenska hestsins)
sem velur dómara á HM99 og yerða
þeir að hafa alþjóðleg réttindi. Ágúst
Sigurðsson, Jón Vilmundarson og
Víkingur Gunnarsson koma til greina
sem dómarar af íslands hálfu.
Ekki
Þegar hestamenn í Þýska-
landi sáu stóðhestinn Tý frá
Rappenhof leiddan úr hest-
húsi Andreasar Trappe til
þjáifunar í vetur var það
fyrsta hugsunin að Trappe
ætlaði að fara með hann á
heimsmeistaramótið í Am-
berg í sumar. Trappe og Týr
urðu heimsmeistarar í tölti
og fjórgangi á HM í Svíþjóð
1991 og unnu stóðhesta-
keppni á sama móti en á HM
í Hollandi 1993 féll Trappe
úr keppni fyrir klaufaskap.
Trappe segist ekki ætla
með Tý í íþróttakeppni í
sumar. „Það á að sýna Tý
með afkvæmum sínum á
sýningu hjá mér í apríllok
og aftur á kynbótasýningu í
Þýskalandi í maibyrjun, sýn-
Týr frá Rappenhof:
í íþróttakeppni
ingu sem svipar til landsmóts
á íslandi. Ég ætla ekki að
keppa á honum í íþrótta-
keppni í sumar.
Við erum aðallega með 5
vetra afkvæmi undan honum
en einnig nokkur eldri. Týr
var notaður í Þýskalandi
sumrin 1992 og 1993 en fór þá
til Svíþjóðar og Danmerkur
eftir það. Einnig eru til nokk-
ur folöld undan honum í
Bandarikjunum en við send-
um fryst sæði þangað.
Það hefur verið spurt
hvort hægt sé að flytja sæði
úr honum til íslands en það
er erfltt og ég veit ekki hvort
það er mögulegt. Ég hef ekki
reynt að fá leyfi til þess en
Týr frá Rappenhof og Andreas Trappe á heimsmeistara- það væri gaman," segir Andr-
mótinu íSvíþjóð árið 1991. DV-mynd E.J. eas Trappe.
- segir Andreas Trappe
SPARTAN SCH00L 0F AERONAUTICS, U.S.A,
áíonmar að halda námskeið um störf við flug!
6. mars á Hótel Sögu í ReyRjavík
Gefið ykkurtíma til að mæta
Kl. 18.00 fyrir þá sem hafa áhuga á að læra flug.
Kl. 20.00 fyrir þá sem hafa áhuga á flugvirkjun og rafeindafræði.
Hittið alþjóðlegan námsráðgjafa Spartan,
Mr. Stan Gardner!
Þeim sem vilja prófa nýjan starfsvettvang eða skipta um störf er boðið!
Fræðist um flugheiminn eins og hann er, íslensk námslán, það nám sem er í
boði hjá skólanum og aðstæður í Tulsa í Oklahoma.
Þeir sem hafa áhuga á að komast í skólann á næstu önn eru beðnir
að hafa með sér afrit af þeim skólaprófum sem þeir eiga.
Krafist er 100 dollara aðgangseyris og yfirlýsingar um fjárhagsstuðning.
Þein sem hafa áhuga vinsamlega látið okkur vita um
rafpóstinn:spartan@mail.webtek.com eða með
faxi+918-831-5234 eða
í síma +918-836-6888.
Heimsæktu okkur á heimasíðuna: www.spartan.edu
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Borgartún 33,
breyting á skipulagi
I samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi
lóðarinnar Borgartún 33.
í breytingunni felst að lóðinni er skipt í þrjár
einingar og tilfærsla verður á byggingarreitum.
Einnig breytist aðkoma að lóðinni.
Tillagan er til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 19. febrúar til 19. mars
1999.
Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 9. apríl 1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillöguna.
.
Ragnar Björnsson ehf.
Dalshrauni 6, Hafnarflröl, sími 555 0397, fax 565 1740