Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 16
16
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
17
íþróttir
E>V
íþróttir ^
8 11 1476-1535
19 7 12 1500-1624 14
19 4 15 1443-1669 8
19 4 15 1495-1654 8
19 2 17 1466-1670 4
URVALSDEILDIN
Grindvíkingar hafa
unnið alla 14 heimaleiki
sina gegn Þór á Akur-
eyri í úrvalsdeild. Þeir
hafa ennfremur gert 100
stig í 5 af síðustu sex
leikjum liðanna.
Skagamenn hafa einnig
gott tak á Hólmurum en
IA hefur unnið alla 5
heimaleiki sína gegn
Snæfelli i úrvalsdeild-
inni.
KFÍ vann sinn 5 útisig-
ur í röð í gær en þetta
er félgasmet í úrvals-
deild. Áður höfðu þeir
mest unnið 3 útileiki í
röð. KFÍ hefur nú farið í
heimsókn til Hauka,
Tindastóls, Snæfells, KR
og Skallagríms og tekið
öll stigin með sér heim.
Þórsarar töpuðu sínum
12. leik í röð og eru nú
aðeins þremur töpum frá
því að jafna miður eftir-
sóknarvert félagsmet.
Keflvíkingar unnu sinn
17. heimaleik í röð í
deildinni og vinni þeir
síðasta heimaleik sinn
gegn Þór jafna þeir eig-
ið félagsmet frá árunum
1994-1996.
Siöasta tap Keflvik-
inga á heimavelli var 6.
nóvember 1997 gegn
Haukum eða fyrir 1 ári
og 3 mánuðum.
Þriggja stiga körfur
hafa oft haldið lífi í
Valsliðinu og í gær
gerðu þær það svo sann-
arlega i fyrri hálfleik er
liðið gerði jafnmargar
körfur innan og utan viö
3ja stiga línuna eða sjö.
Friðrik Ragnarsson,
fyrirliði Njarðvikur,
gerði 23 af 42 stigum liðs-
ins í seinni hálfleik.
Næstur honum kom
Teitur Örlygsson í hálf-
leiknum meö 7 stig.
Hinrik Gunnarsson
Valsmaður gerði afdrifa-
rík mistök í lok leiks i
gær. Hann náði þá sókn-
arfrákasti þegar 5 sek-
úndur voru eftir og 3
stiga munur, 85-88, en í
stað þess að gefa boltann
út á Berg Emilsson
galopinn fyrir utan 3
stiga línuna reyndi hann
skot sjálfur og möguleiki
Valsmanna til aö tryggja
sér framlengingu fór því
forgörðum. Bergur hafði
gert fimm, 3ja stiga körf-
ur i leiknum.
„Ég er ekki alveg kominn
inn í 10 manna hópinn, ég
á eftir að sanna getu mína
fyrir landsliðsþjálfaran-
um og það ætla ég auðvit-
að að gera á næstu dög-
um,“ sagði Páll Axel Vil-
bergsson en hann er i
landsliðshópnum sem
mætir Bosníu.
Vndir lok fyrri hálf-
leiksins í leik Keflavikur
og KR gerðist það að
dæmd var villa á einn
leikmann gestanna sem
þýddi að Keflvíkingar
áttu að fá tvö vítaskot
þar sem þeir voru komn-
ir með skotrétt.
Ekki var Óskar Krist-
jánsson, fyrirliði KR, á
sama máli og fékk
dæmda á sig tæknivillu í
kjölfarið. Óskar hélt
áfram að „rabba“ viö
Björgvin Rúnarsson
dómara og lauk því með
því að Óskar fékk brott-
rekstur og áhorfendum á
bandi heimamanna leidd-
ist ekki þetta atferli.
ÍS tapaði fyrir Stjörn-
unni, 66-96, i 1. deild
karla i gærkvöld.
Njarðvík og ÍR leika í
kvöld kl. 20 í 1. deild
kvenna í körfuknattleik.
Á morgun leika KR og
Grindavík og loks Kefla-
vík og ÍS. Leikimir eru í
13. umferð.
-ÓÓJ-bb/-BG/-SK
Keegan ekki áfram
Kevin Keegan undirstrikaði það á blaða-
mannafundi I gær að hann ætlaði aðeins að
stýra enska landsliðinu í knattspymu í fjór-
um leikjum og eftir það mundi hann einbeita
sér alfarið að þjálfun Fulham. „Það er enginn
möguleiki á að ég haldi áfram með landsliðið
hvernig sem svo gengur í þessum fjórum leikj-
um. Ég ætla að sjálfsögðu að leggja mig 100%
fram í þessu stutta verkefni," sagði Keegan við
blaðamenn I gær. -GH
Sigurður skorar enn
fyrir varalið Walsall
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnu-
maður úr ÍA, er kominn til reynslu til enska C-
deildarliðsins Walsall í annað sinn. Hann verð-
ur þar í þrjár vikur og byrjaði meö glæsibrag í
fyrrakvöld því þá skoraði hann bæöi mörk
varaliðs Walsall í 2-1 sigri á Birmingham. -VS
„Algjör vitleysa"
Ástralskur þingmaður hefur sakaö fjöimiðla i Sydney
um að hafa gert heiðursmannasamkomulag við
undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna i Sydney fyrir
sjö árum og lofað að birta ekki fréttir af aðferðum
Ástrala við að fá leikana til Sydney á næsta ári.
Forráðamenn stærstu fjölmiölanna i Sydney hafa
svarað þessum ásökunum mjög harkalega og segja
ásakanir þingmannsins tóma vitleysu og i raun séu
þær ekki svaraverðar. „Ég hef aldrei tekið mark á
þingmönnum og mun aldrei gera eftir þetta,“ sagði
einn flölmiðlamaöurinn. -SK
Eiður skoraði gegn WBA
Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik með
varaliði Bolton i fyrrakvöld sem sigraði WBA,
3-2. Eiöur skoraði eitt mark og var óheppinn að
skora ekki annað en skot hans fór í stöng.
Daninn Bo Hansen lék sinn fyrsta leik fyrir
Bolton. Hann lék í framlínunni meö Eiði Smára
og skoraði 2 mörk.
Colin Todd, knattspyrnustjóri Bolton, var
mjög ánægður með frammistöðu Eiðs og
Hansens og sagði þá banka fast á dyr aðalliösins.
NBA-DEILDIN
Urslitin í nótt
Indiana-Philadelphia......99-95
A. Davis 16, Miller 15, Mullin 14 -
Iverson 33, Geiger 22, Lynch 16.
Toronto-Washington .......88-95
Willis 25, Christie 16, Carter 15 -
Richmond 31, Strickland 23, Howard 14.
New Jersey-Houston . (frl.) 92-93
Gill 24, Van Hom 18, Kittles 17 -
Pippen 26, Olajuwon 21, Dickerson 14.
Cleveland-New York ......98-74
Kemp 20, Potapenko 17, Person 14 -
Ewing 14, Houston 12, Johnson 11.
Utah-Denver..............97-86
Russell 21, Hornacek 19, Malone 14 -
Van Exel 19, Fortson 15, Lafrentz 12.
Scottie Pippen skoraði mjög umdeilt
sigurstig fyrir Houston úr vítaskoti
þegar 3 sekúndur voru eftir af fram-
lengingu. Houston var líka heppið að
jafna i venjulegum leiktíma.
-VS
Júlíus á toppnum 'h. EHCund
Júlíus Jónasson skoraði 2 mörk fyrir St. Ot-
mar í stórsigri liðsins á Grasshoppers, 16-28, i
úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar í
handknattieik í fyrrakvöld. St. Otmar er efst þeg-
ar 7 umferðum er lokiö með 14 stig.
Winterthur kemur næst með 13 stig en liðið
burstaði Endingen, 36-18. Suhr kemur svo í þriðja
sætinu með 12 stig. Gunnar Andrésson skoraði 3
mörk fyrir Amicitia Ziirich í 20-17 tapi gegn
Wacker Thun. Amicitia er í 7. sæti af 8 liðum
með 2 stig.
Eiríkur og Páll Axel
í landsliðshópmn
Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálf-
ari hefur valið 12 manna landsliðs-
hóp sinn fyrir komandi landsleiki
gegn Bosníu-Hersegovínu og Lit-
háen.
10 af 12 leikmönnum koma úr
þremur Suðurnesjaliðum, Keflavík,
Njarðvík og Grindavík, en helstu
breytingar eru að Eiríkur Önund-
arson, KR, og Páll Axel Vilbergsson
koma inn í hópinn.
Bakveröir: Falur Harðarson, Kefla-
vík, Eiríkur Önundarson, KR, Herbert
Amarson, Grindavík, Teitur Örlygsson,
Njarðvík, Hjörtur Harðarson, Keflavík,
Friðrik Ragnarsson, Njarðvík.
Framherjar: Birgir Örn Birgisson,
Keflavík, Hermann Hauksson, Njarðvik,
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík.
Miðverðir: Friðrik Stefánsson,
Njarðvík, Guðmundur Bragason, Weis-
senfelt og Fannar Ólafsson, Keflavík.
Helgi Jónas Guðfinnsson og Páll
Kristinsson eru báðir meiddir og
Baldur Ólafsson á ekki heiman-
gengt frá Bandaríkjunum. Leikim-
ir eru við Bosníu-Hersegovinu í
Laugardalshöll 24. febrúar og við
Litháen í Höllinni 27. febrúar.
Frítt fyrir alla í Höllina
Körfuknattleikssamband íslands
og Lýsing hf. hafa gert með sér
samning um að fyrirtækið bjóði öll-
um landsmönnum á leik íslands og
Bosníu-Hersegovínu á meöan hús-
rúm í Höllinni leyfir.
Það verður þvi frítt í Laugar-
dalshöllina miðvikudaginn 24. febr-
úar. Markmiðið er að fylla hana
og skapa góða stemningu í húsinu
sem virkar sem hvatning á strák-
ana í landsliðinu.
Þetta er örugglega í fyrsta sinn
sem ókeypis verður á evrópuleik
landsliða í boltagrein á íslandi.
-ÓÓJ
Þessar föngulegu stúlkur í listskautadeild Skautafélags Reykjavikur náðu prýðisgóðum árangri á alþjóðlegu móti í Lea
Bridge í London. Stúlkurnar, sem kalla sig „ísmolana", kepptu f samæfðum skautadansi og gerðu sér lítið fyrir og lentu í
öðru sæti i sínum flokki. Þetta er frábær árangur en geta má þess að stelpurnar æfa
aðeins einu sinni í viku í Skautahöllinni og einu sinni í sal. Næst stefna ísmolarnir
á Norðurlandamótið og ef stúlkurnar fá meiri tíma til æfinga má
eiga von á enn betri árangri í framtíðinni. -SK
Altt mogulegt
- ísland mætir Króatíu á HM í handbolta í dag
Ingibjörg Hinriksdóttir, Osijek, Króatíu:
Það er góð stemning í íslenska landsliðshópnum nú
þegar innan við sólarhringur er til fyrri leiks liðsins við
Króata í undankeppni HM í handknattleik kvenna.
„Með smáheppni hefðum við átt að sigra Króatana í
Tyrklandi fyrr í vetur. Theódór þjálfari segir þó að hon-
um sýnist að nokkrir leikmenn sem voru með 1997 séu
komnir aftur inn i liðið en það verður bara að koma í
ljós. Mér fmnst að hópurinn núna sé alls ekki slakari
heldur en sá sem lék gegn Króötum heima 1997, alla vega
ekki sóknarlega séð. En við misstum vissulega mikið
varnarlega þegar Herdís og Judit duttu út. Ég hef samt
fulla trú á því að okkur takist að ná fram góðum úrslit-
um,“ sagði Inga Fríða Tryggvadótt-
ir, fyrirliði íslenska liðsins, við
DV í gærkvöld.
- En það sem helst hefur orðið ykkur að falli eru
ákveðin mistök í sóknarleiknum, eigið þið möguleika á
að laga þetta fyrir morgundaginn?
„Það sem skiptir mestu máli er að hausinn sé í lagi.
Við kunnum allar handbolta, við kunnum að kasta og
gripa og þetta á ekki að koma fyrir okkur, sérstaklega
ekki i landsliðinu. En samæfing liðsins er kannski ekki
næg og svo vantar stundum betri hreyfmgu í liðið.“
- Viltu spá um úrslit?
„Nei, en ég get sagt þér að við förum að sjálfsögðu í
hvem leik til þess aö vinna hann og samkvæmt leiknum
í Tyrklandi þá er það ekki eitthvað sem er óyfirstígan-
legt. En til þess að svo megi verða verðum við allar að
eiga mjög góðan dag,“ sagði Inga Fríða
Tryggvadóttir, fyrirliði íslenska
liðsins.
-ih
19. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöld:
Njarðvíkíngar lentu í
kröppum dansi gegn
Val í gærkvöld og sjást
hér ráða ráðum sínum
ásamt Friðriki Rúnars-
syni, þjálfara liðsins.
DV-mynd
ÞÖK
- Snæfells, IA og Hauka um 8. sætið í úrslitakeppninni
Bikarmeistarar Njarðvíkur
komust í hann krappan á Hlíðar-
enda í gær er þeir rétt mörðu botn-
lið Valsmanna, 88-85.
Njarðvíkingar geta þakkað fyr-
irliða sínum, Friðriki Ragnars-
syni, að stigin fóru með suður.
Friðrik lék uppi félaga sína í fyrri
hálfleik og átti þá 6 stoðsendingar
á 10 mínútum en þegar þeir hittu
ekki lengur í seinni hálfleik sá
hann um þau mál líka og gerði 23
stig i seinni hálfleiknum, þar af
vom 5 þriggja stiga körfur. Alls
gerði hann 25 stig, sendi 8
stoðsendingar, tók 7 fráköst og
hitti úr 8 af 13 skotum sínum.
Hjá Val átti Kenneth Richards
mjög góðan leik í vörn og sókn.
Bergur Emilsson var einnig drjúg-
ur líkt og Guðmundur Bjömsson.
Bikarmeistarar Njarðvíkur, sem
em ósigraðir frá bikarúrslitum,
geta þakkað fyrir að sú staðreynd
stendur enn eftir þennan leik.
Góður sigur Tindastóls
Tindastóll gerði góða ferð í
Hafnarfjörð þar sem liðið sigraði
Hauka, 82-91. Með sigrinum
tryggðu Sauðkrækingar sér svo
gott sem sæti í úrslitakeppninni en
Haukamir féllu niður í 9. sæti og
berjast harðri baráttu við Skaga-
menn um að komast í úrslitin.
John Woods var mjög atkvæða-
mikill í liði gestanna og þá einkum
í síðari hálfleik, Arnar Kárason
gerði marga skemmtilega hluti og
foringinn Valur Ingimundarson
var traustur að vanda. Roy Hair-
stone var öflugur í liði Hauka í
fyrri hálfleik og setti þá niður 22
stig en í þeim síðari átti hann í
nokkrum vanda og þá átti Óskar
Freyr Pétursson mjög góða inn-
komu i síðari hálfleik og sýndi
skemmtileg tilþrif.
Enn von hjá ÍA
Skagamenn halda enn í von um
sæti í úrslitakeppninni eftir að
þeir sigruðu Snæfell frá Stykkis-
hólmi á Akranesi, 92-83, í sann-
kölluðum Vesturlandsslag.
Skagamenn, drifnir áfram af
þeim Kurk Lee og Degi Þórissyni
,tóku strax forystuna og héldu
henni allt til loka leiksins. Það
var fyrst og fremst góð vörn og
stórleikur þeirra Dags Þórissonar
og Kurks Lee sem skóp sigur
Skagamanna, sendingar Lee voru
frábærar og samvinna hans og
Dags var alveg frábær. Hjá Snæ-
fellingum bar mest á Grikkjanum
Spyropolus og Bárði.
Heppnir ísfirðingar
ísfirðingar voru heppnir að
sigra hálfvængbrotið lið Skalla-
grims í gærkvöld. Þeir Tómas
Holton og Hlynur Bæringsson,
sem verið hafa bestu menn Skalla-
gríms í vetur, léku ekki með liði
sínu. Leikurinn var jafn lengst af
en ísflrðingar voru sterkari í lokin
og það réð úrslitum.
Baldur Jónasson og Hrafn Krist-
jánsson voru bestu menn KFÍ en
hjá Skallagrimi voru þeir Kristinn
Friðriksson og Sigmar Egilsson
bestir.
Létt æfing í Grindavík
Grindvíkingar unnu ákaflega
auðveldan sigur á Þór í Röstinni í
gær.
„Þetta var mjög léttur leikur,
við héldum að þeir kæmu
grimmari til leiks. Við þurftum að
rífa okkur upp eftir slæmt tap á
Króknum, gerðum það og þvi fór
sem fór,“ sagði Páll Axel Vflbergs-
son. Páll sagðist aðspurður vera
mjög sáttur við að vera kominn í
landsliðshópinn með bestu mönn-
um landsins, eins og hann orðaði
það.
Keflavík sýndi styrk sinn
Keflvíkingar tóku á móti KR-
ingum í gærkvöldi og sigruðu,
89-81. Sigur Keflavíkur var örugg-
ari en tölumar gefa til kynna og
leiddu þeir um tíma með 22 stig-
um.
KR-ingar náðu sér ekki á strik
i þessum leik og vilja væntanlega
gleyma honum sem fyrst. Keith
Vassel var sá eini sem spilaði af
eðlilegri getu. Keflvíkingar voru
ekki að spila sinn besta leik og sín-
ir það ákveðinn styrk að sigra
jafnsterk lið eins og KR á þokka-
legum degi. Damon Johnson fór
fyrir sínum mönnum að vanda og
Birgir Öm skilaði sínu eins og
alltaf.
-ÓÓJ/-GH/-DVÓ/-EP/-bb/-BG
m
URVALSDEILDIN
Keflavik
Njarðvík
KR
Grindavík
KFÍ
Tindastóll
Snæfell
ÍA
2 1790-1527 34
4 1726-1427 30
6 1624-1533 26
6 1733-1586 26
7 1597-1575 24
9 1592-1561 20
10 1487-1568 18
Haukar
Þór, A.
Skallagr.
Valur
Kevin Keegan sagði í
gær að hann hefði engar
áhyggjur af því að hann
ætti erfitt með að fylgj-
ast meö leikmönnum i
ensku deildinni þrátt
fyrir að hann væri fram-
kvæmdastjóri hjá Ful-
ham.
„Ég veit nákvæmlega
hvað þessir leikmenn
geta og þaö skiptir mig
ekki máli hvernig þeir
standa sig þennan laug-
ardaginn eða hinn. Það
sem skiptir máli fyrir
enska knattspyrnu er
hvernig þessir leikmenn
standa sig í landsleikj-
um.“
Fyrrverandi leikmenn
og framkvæmdastjórar
kepptust í gær við að
lofa Keegan. Allir virð-
ast sammála um að
Keegan sé rétti maður-
inn til aö taka við lands-
liöinu. Hins vegar hafa
allir áhyggjur af fram-
haldinu eftir leikina
fióra undir sfiórn Keeg-
ans.
Forráóamenn enska
knattspymusambands-
ins hafa neitað að svara
þeirri spurningu hvort
leitin að landsliðsþjálf-
ara til framtíðar sé haf-
in. Fullyrt er að sam-
bandið muni reyna til
þrautar að fá Keegan til
að halda áfram með
landsliðið.
Derek Fazackerley hef-
ur verið boðið að skipa
stöðu aðstoðarmanns
Keegans. Fazackerley
þessi var aðalþjálfari hjá
Blackburn áður en Bri-
an Kidd var ráðinn
stjóri. Þá missti hann
vinnuna. Keegan þekkir
hins vegar störf hans frá
þvi hann var þjálfari hjá
Newcastle undir sfiórn
Keegans.
Forráðamenn Totten-
ham eru reiðubúnir að
hefia viðræður við Dar-
ren Anderton og Sol
Campbell og framlengja
samning þeirra við félag-
ið. Anderton á 12 mán-
uði eftir af samningi sín-
um en Campbell tvö ár.
Ekki er enn vitað hvort
þeir vilji vera áfram i
herbúðum Tottenham.
Það er völlur á Everton
þessa dagana. Nú er
talið líklegt að Walter
Smith kaupi annan leik-
manninn í vikunni en
það er Daninn Peter
Degn. Hann er leikmað-
ur með Árhus og er
fastamaður í 21 árs liði
Dana.
Martin O’Neill, stjóri
Leicester, var æfareiður
á dögunum þegar for-
ráðamenn Leicester
sögðu að nýr völlur fyrir
félagið væri ekki lengur
á dagskrá. Búið var að
lofa O’Neill vellinum og
hann hafði notað nýjan
völl sem „gulrót" til að
lokka sterka leikmenn
til félagsins.
Nú hefur forráðamönn-
um Leicester snúist hug-
ur aftur og segja þeir að
allt verði gert til þess að
félagið geti tekið nýjan
völl fyrir 40 þúsund
áhorfendur i notkun á
næsta ári.
Grindavík (61)101 - Þór (42)70 ÍA (56) 92 - Snæfell (41) 83 Valur (41)85 - Njarövík (46)88 Skallagrímur (42) 75 - KFÍ (45) 80 Keflavík (55)89 - KR (37)81 Haukar (37)82 - Tindastóll (40) 91
15-8, 22-16, 43-31, 54-42, (61-42), 69-50, 87-57, 95-64, 101-70.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 24, Warren Peebles
19, Herbert Amarson 18, Pétur Guðmundsson 17, Bergur Hin-
riksson 12, Guðlaugur Eyjólfsson 8, Rúnar Sævarsson 3.
Stig Þórs: Magnús Helgason 13, Brian Reese 12, Davíð Guð-
laugsson 10, Einar Aðalsteinsson 8, Siguröur Sigurðsson 7, Óð-
inn Ásgeirsson 6, Hafsteinn Lúðvíksson 6, John Gariglia 4,
Hermann Hermannsson 4.
Fráköst: Grindavík 40, Þór 29.
Þriggja stiga körfur: Grindavík 13/32, Þór 3/14.
Vítaskot: Grindavík 10/14, Þór 4/9.
Dómarar: Jón H. Eðvaldsson, Erlingur Erlingsson. Ágætir.
Áhorfendur: Um 250.
Maður leiksins: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík.
16-5. 29-18, 52-Al, (56-41), 66-49, 79-58, 86-74, (92-83).
Stig ÍA: Kurk Lee 31, Dagur Þórisson 27, Alexander
Ermonlinski 10, Jón Þ. Þórðarsson 10, Björgvin K. Gunn-
arsson 9, Pálmi Þórisson 5.
Stig Snæfells: A. Spyropolus 35, Bárður Eyþórsson 15,
Rob Wilson 14, Jón Þór Eyþórsson 13, Mark Ramos 6.
Þriggja stiga körfur: ÍA 13/23, Snæfell 10/23.
Vítanýting: ÍA 7/13, Snæfell 16/23.
Fráköst: ÍA 33, Snæfell 30.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Einar Einarsson, góðir.
Áhorfendur: 150.
Maður Leiksins: Dagur Þórisson, tvímælalaust einn
besti miðherji landsins í dag.
3-0, 3-5, 8-7, 8-20, 15-28, 15-34, 22-34, 26-36, 31-39, 31-42, 39-42,
41-44, (41-46), 43-46, 45-50, 50-50, 54-58, 58-58, 58-62, 63-62, 68 68,
66-73, 74-73, 76-78, 79-83, 81-86, 8566, 85-88.
Stig Vals: Kenneth Richards 29, Bergur Emilsson 18, Guðmundur
Bjömsson 10, Kjartan Sigurðsson 8, Ólafur Jóhannsson 6, Hjörtur
Hjartarson 6, Hinrik Gunnarsson 4, Ragnar Steinarsson 2, Ólafur
Hraínsson 2.
Stig Njarðvikiu': Friðrik Ragnarsson 25, Teitur Örlygsson 16,
Brenton Birmingham 16, Friðrik Stefánsson 14, Ragnar Ragnarsson
9, Guðjón Gylfason 3, Hermann Hauksson 3, Páll Kristinsson 2.
Fráköst: Valur 35 (12+23), Njarðvík 23 (3+20).
Vítanýting: Valur 15/14, Njarðvík, 36/26.
3ja stiga skot: Valur 20/9, Njarðvík 20/8.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Rúnar Gíslason. Ekki
nógu öraggir. Áhorfendur: Fáir ems og áður
Maður leiksins: Friðrik Ragnarsson, Njarðvik.
8-7, 19-16, 25-26, 33-28, 38-35, (4345), 47-48, 53-55, 61-61, 71-70,
71-74, 75-80.
Stig Skallagríms: Kristinn Friðriksson 21, Sigmar Egilsson
19, Erik Franson 14, Finnur Jónsson 13, Jóhann Ólafsson 6,
Pálmi Sævarsson 2.
Stig KFl: James Cason 23, Baldur Jónasson 22, Hrafn Krist-
jánsson 11, Mark Quashie 9, Ray Carter 8, Tómas Hermannsson
4, Pétur Sigurðsson 3.
Fráköst: Skallagrímur 29, KFÍ 39.
3ja stiga körfur: Skallagrímur 25/8, KFÍ 19/8.
Vítanýting: Skallagrímur 9/2, KFÍ 24/16.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
Áhorfendur: 220.
Maður leiksins: Baldur Jónasson, KFÍ, hitti mjög vel.
11-5, 11-10, 25-10, 31-15, 38-19, 41-19, 47-25, 55-33, (55-37), 56-45,
64-49, 72-53, 72-65, 83-65, 83-73, 86-76, 86-81, 89-81.
Stig Keflavíkur: Damon Johnson 29, Falur Harðarson 12, Fann-
ar Ölafsson 11, Gunnar Einarsson 10, Birgir Birgisson 10, Hjört-
ur Harðarson 8, Kristján Guðlaugsson 6, Jón Norðdal 3.
Stig KR: Keith Vassel 25, Marel Guðlaugsson 14, Lijah Perkins
14, Eiríkur Önundarson 10, Magni Hafsteinsson 5, Atli Einars-
son 4, Sigurður Jónsson 3, Jakob Sigurðsson 3, Eggert Garðars-
son 2.
Fráköst: Keflavík 33, KR 44
Þriggja stiga körfur: Keflavík 7/27, KR 9/23.
Vítanýting: Keflavík 26/33, KR 22/25. Áhorfendur: Um 200
Dómarar: Jón Bender og Björgvin Rúnarsson, stóðu sig ágæt-
lega miðað við hversu erfiður leikurinn var.
Maður leiksins: Damon Johnson.
06, 2-8, 8-18, 15-18, 21-20, 26-31, (37-40), 39-43, 53-52, 57-64,
68-79, 71-84, 82-91.
Stig Hauka: Roy Hairstone 35, Jimmy Stellato 16, Óskar F. Pét-
ursson 12, Daníel Ámason 8, Bragi Magnússon 5, Leifur Þ. Leifs-
son 5, Ingvar Guðjónsson 1.
Stig Tindastóls: John Woods 33, Arnar Kárason 18, Valur Ingi-
mundarson 13, Svavar Birgisson 10, Sverrir Sverrisson 8, ísak
Einarsson 6, Ómar Sigmarsson 3.
Fráköst: Haukar 24, Tindastófl 32.
3ja stiga körfur: Haukar 6/27, Tindastóll 9/21.
Vítanýting: Haukar 17/22, Tindastóll 17/23.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Einar Skarphéðinsson,
þokkalegir.
Áhorfendur: Um 100.
Maður leiksins: John Woods, Tindastóli.
*
í