Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Page 19
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Fréttir Sameining sveitarfélaga i Þingeyjarsýslum: Jákvæðari tónn í viðræðunum DV, Akureyri: „Ég met málið þannig að tónninn sé jákvæðari en verið hefur. Ég held að mörgum fmnist sem búið sé að bíða nógu lengi eftir því að eitthvað fari að gerast í þessum málum,“ seg- ir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavik og formaður samstarfs- nefndar um sameiningu sveitarfé- laga í Þingeyjarsýslum. Samstarfsnefndin fundaði á dög- unum og einnig hafa flmm starfs- nefndir, sem fjalla um afmörkuð mál, hafið störf. Stefnt er að samein- ingu allra sveitarfélaga frá Þórshöfn í austri að Ljósavatns- og Bárðdæla- hreppi í suðri. Þar með myndu öll sveitarfélög sýslnanna beggja sam- einast, nema Hálshreppur sem ekki tekur þátt í viðræðunum. Reinhard segir að unnið sé sam- kvæmt sérstakri vinnuáætlun og er gert ráð fyrir að um næstu áramót eigi að liggja fyrir fullmótaðar til- lögur um sameininguna. Lögum samkvæmt tækju síðan við tvær umræður í sveitarstjórnum sem ætti að ljúka vorið 2000 og almenn- ar kosningar í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að kosið verði oftar en einu sinni ef ekki fæst meirihlutasam- þykki alls staðar og yrði þá kosið að nýju þar sem sameining hefði verið samþykkt. Reinhard segir að gangi þessi áætlun eftir sé gert ráð fyrir að nýtt sveitarfélag verði til við kosningamar til sveitarstjóma árið 2002. -gk Reinhard Reynisson, formaður samstarfsnefndarinnar. # » év0 ii $ I I | ls | | Vegagerðin opnar tilboð: Ótrúlegur munur á þeim hæstu og lægstu DV, Akureyri: Ótrúlegur munur var á hæstu og lægstu tilboðunum sem bárust til Vegagerðar ríkisins vegna þriggja verkefna á Norðurlandi vestra. Um var að ræða vinnu við Tindastóls- veg, nýbyggingu á vegi að skíða- svæði Skagfirðinga í Tindastóli. í öðru lagi styrkingu Ólafsfjarðarveg- ar frá Lundi að Reykjarhóli og í þriðja lagi smíði á asfalttanki á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Lægsta tilboðið í Tindastólsveg var frá Hetti í Hrútafirði, 18.430.000, eða 64,3% af kostnaðaráætlun, en það hæsta, sem kom frá Klæðningu ehf. i Garðabæ, var 38.273.000, eða 33,5% yfir kostnaðaráætlun. 1 styrkingu Ólafsfjarðarvegar var Árni Helgason, Ólafsfirði, með lægsta tilboð, 5.699.000, eða 56,1% af kostnaðaráætlun, en það hæsta kom frá Friðgeiri Hjaltalín, Grundar- firði, 16.451.000, eða 61% yfir kostn- aðaráætlun. í byggingu asfaltgeymisins var lægsta tilboðið frá Jóni Þór Sigurðs- syni, Garðabæ, 13,336 milljónir, sem eru 93,2% af kosnaðaráætlun, en það hæsta frá Fitjum ehf. í Sand- gerði, 20,7 milljónir, eða 44,7% yfir kostnaðaráætlun. -gk Stórtónleikar a Akureyri DV, Akureyri: Stórtónleikar verða haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri laugar- daginn 6. mars, i tilefni af fyrirhug- aðri opnun nýrrar barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Þaö er kvenfélagið Hlíf sem stendur að tónleikunum, en þeir bera yfirskriftina „Bamið þitt og barnið mitt“. Allur ágóði af tónleik- unum rennur til tækjakaupa fyrir bamadeild FSA. Á tónleikunum koma fram norð- lenskir listamenn og má úr þeirra hópi nefna hljómsveitina PKK sem flytur írska tónlist, Ingu Eydal og Daníel Þorsteinsson, Kirkjukór Glerárkirkju, Álftagerðisbræður, Tjamarkvartettinn, Karlakór Eyja- fjarðar og söngvarana Óskar Péturs- son, Helgu Bryndísi Magnúsdóttir og Huldu Björg Garðarsdóttur. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.