Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Fjöldauppsagnir í Ísaíjarðarbæ: Erum agndofa og harmi slegin DV, ísafjarðarbæ: Hrina uppsagna hefur gengið yfir ísafjarðarbæ að undanförnu. Þar horfa menn fram á að atvinnutæki- færum fækkar um 60 og margir ótt- ast að þetta leiði einnig til uppsagna í þjónustugreinum. „Verkalýðsforustan stendur agn- dofa og harmi slegin yflr þessu tið- indum," segir Pétur Sigurðsson, for- maður verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði. „Þetta er skelfilegt hvemig sem á það er litiö. Það er auðvitað per- sónulega átakanlegt hjá fólki að - segir Pétur Sigurðsson missa vinnuna og við slíkt er svo margt sem verður fólki til tjóns. Það er ekki bara fjárhagsleg- ur skaði heldur líka and- legt og siðferðilegt áfall þegar fólki finnst að ekki sé hægt að nota það til neinna verka. Ef við lítum á samfé- lagið í heild þá er um verulegan samdrátt að ræða, sérstaklega á ísa- firði. Áður voru reknar í bænum 5 rækjuverksmiðjur en nú er bara ein með 36 manns í vinnu. Hraðfrysti- húsið Norðurtanginn, sem var með 100 manns í vinnu, er nú horfið. ís- húsfélag ísfirðinga var líka með hátt í hundrað manns en er nú komið niður í um 40 manns og Leiti i Hnífsdal hverfur af sjónarsviðinu og þar með um 30 störf. Hrað- frystihúsið í Hnífsdal er þó sem betur fer enn á fullu. Það hafa heldur ekki komið nein- ar nýjar atvinnugreinar sem fylla í skörðin. Þarna er því verulegur samdráttur í fjárhagslegum umsvif- um í bænum sem hefur líka áhrif á allar þjónustustofnanir. Við höfum í gegnum áratugina séð að það hafa verið sveiflur og lægðir í atvinnulífinu sem menn svo náðu sér upp úr með því að útvega sér veiðitæki og róa til fiskjar. Nú er það ekki hægt lengur og búið að selja veiðiheimildimar úr bænum. Við verðum jafnvel að horfa á fisk- inn vaða hér ofansjávar og megum ekki veiða hann. Mér hrýs hugur við þvi að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa neinar áhyggjur af þessu,“ sagði Pétur Sigurðsson. -HKr. Nefnd um hundahald í Reykjavík lýkur starfi: Hundareglur rýmkaðar Nefnd um endurskoðun á sam- þykkt um hundahald i Reykjavik hef- ur lokið störfum og skilað af sér drögum að nýrri samþykkt um hundahald í borginni. Samkvæmt drögunum verður hundahald áfram bannað í Reykjavík nema með sér- stakri undanþágu og að fengnu leyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Leyfi til að halda hund verður samkvæmt drögunum bundið við nafn og heimili umsækjanda og ekki má framselja það til annars aðila. Til að fá leyfi verður umsækjandi að leggja fram annaðhvort vottorð um að hafa sótt námskeið um hundahald sem viðurkennt er af heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur eða að framvísa meðmælum frá tveimur valinkunn- um mönnum um að hann sé hæfur til að halda hund. Heimilt verður að fara með hunda á svæði sem hingað til hafa verið lok- uð fyrir hundaeigendur. Þó verður áfram óheimilt að fara með hunda um Bankastræti og Laugaveg að Rauöarárstíg, Lækjargötu, Lækjar- torg, Austurstræti, Aðalstræti og Ing- ólfstorg. Á hinn bóginn verður heim- ilt að vera með hunda í bandi í al- menningsgörðum borgarinnar sem ekki mátti áður. Sleppa má hundum lausum á Geirsnefi eins og hingað til, í Geldinganesi og fleiri stöðum sem umhverfis- og heilbrigðisnefnd ákveður. Helgi Pétursson borgarfulltrúi var formaður nefndarinnar. Hann sagði í samtali við DV að samkvæmt drögun- um væri gert ráð fyrir því að allir ný- skráðir hundar yrðu örmerktir. Ör- merkingin er örsmátt rafeindamerki sem komið er fyrir í húð hunds. Hundaeftirlitsmenn geta svo lesið upplýsingar um hundinn úr merkinu með sérstöku tæki. Þetta mun auö- velda mjög allt eftirlit með hundum. Hvert slíkt örmerki kostar um 2.300 krónur. Helgi sagði að nefndarmenn vildu aö velflestir eða allir hundar í Hundar eru stundum nefndir bestu vinir mannsins. Samkvæmt drögum nefndar verða reglur um hundahald rýmkaðar nokkuð frá því sem verið hef- ur. Áfram verður bannað að halda hund en undanþágur veittar frá banninu. borginni yrðu örmerktir. Því leggja þeir til að hundaeigendum, sem þegar hafa leyfi, verði boðin örmerking án endurgjalds í allt að þrjá mánuði eft- ir að ný reglugerð um hundahald verður samþykkt. Þá leggur nefndin til að komið verði upp nýju lausa- göngusvæði fyrir hunda í Hlíðarfæti í Öskjuhlíð. Þar veröi afmörkuð svæði fyrir minni og stærri hunda og kom- ið fyrir aðstöðu fyrir eigendur að losna við saur og annað sorp. Samkvæmt drögunum verður bannað að halda hunda af tegundun- um Pitbull Terrier, Fila Brasileiro, Toso Inu, Dogo Argentino og blend- inga af þessum tegundum og blend- inga af úlfum og hundum. Athygli vekur að hvorki Rottweiler né Do- berman eru á þessum bannlista. Helgi Pétursson var sem fyrr segir formaður nefndarinnar. Aðrir nefnd- armenn voru Kolbeinn Proppé, Sig- urður Helgi Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir. -SÁ / holræsaskoðun til Tokyo Dui'áfj Alveg er hann með ólíkindum, sá hávaði sem gerður er út af því þótt borgarstjóri ætli sér að fara með fylgdar- liði til Tokyo. Ekki hef- ur annað staðið til heldur en að heim- sækja Japanina í boði Mitsubishi og borgin ætlar meira að segja að borga sjálf, bæði far- gjaldið og uppihaldið. Til stóð að borgarstjóri færi með Alfreð Þor- steinssyni, formanni veitustjórnar og full- trúa minnihlutans, Jónu Gróu, sem vissi ekki betur en að þetta væri venjuleg boðsferð. Og svo ætlaði borgar- stjóri meira að segja að taka veitustjórann með i fórina, til að hafa það á hreinu aö þetta væri kynnisferð, enda þótt Al- freð hefði haldið að þetta væri menningarferð. Aðalatriðið er þó að Mitsubishi og Hekla, sem hefur umboð fyrir túrbínurnar, eru búin að skipuleggja dagskrána og ferðin var í engum tengslum við þessar túrbínur, vegna þess að borg- in er búin að kaupa þær og er líka búin að ákveða að kaupa eina í viðbót, þannig að þetta eru ekki mútur og ekki boðsferð til Mitsubishi, enda þótt Mitsubishi hafi tekið að sér að skipu- leggja ferðina. Ekki má heldur gleyma því að sendinefndin með borgastjórann í broddi fylkingar hafði hugs- aö sér að nýta ferðina til að skoða holræsin i Tokyo til að spara peninga við lagningu ljósleið- ara um Reykjavík um holræsin í borginni. Allt er þetta með eðlilegum hætti og svo kem- ur Jóna Gróa og hættir við að þiggja boðið og sjálfstæðismenn í minnihluta borgarstjórnar gera mikinn hvell út af þessari vinnuferð til Tokyo. Skilja ekki hvað það er mikilvægt að borgarstjórinn og Alfreð og fulltrúi minnihlutans geti með eigin augum skoðað holræsin í Tokyo og myndað sér skoðun á því hvort nýta megin hol- ræsin í borginni fyrir ljósleiðarana hér heima. Mitsubishi hefur ekkert með þetta mál að gera og hefur ekkert með holræsin að gera og Alfreð hefur líka sagt að þetta sé skoðunarferð á menn- ingunni í Tokyo og allir vita að hann er besti maðurinn til að kynna sér menninguna í Japan og Jóna Gróa hefði haft gott af því að kynna sér menninguna með Alfreð, svo ekki sé nú talað um aö skoða holræsin í Japan. Þeir sem eru kjörnir til starfa í borgarstjórn geta ekki alltaf gengið um á yfirborði jarðar og látið sem þeir viti ekki af holræsunum. Jafnvel þótt borgarfulltrúar hafi aldrei skoðað holræsin í Reykjavík þurfa þeir að skoöa holræsin í Tokyo til að gera sér betri hugmynd um það hvort hol- ræsin í Reykjavík séu eins góð og holræsin i Tokyo. Með öðrum orðum: Hvernig i ósköpunum á borgarstjórinn í Reykjavík að kaupa túrbínur frá Mitsubishi nema skoða holræsin í Tokyo? Sér- staklega þegar Mitsubishi hefur ekkert með þessa ferð að gera! Dagfari Framsóknarmenn fúlir Halldór Ásgrímsson segir i viðtali við Dag að kosninga- skjálfti sé kominn í Hall- dór Blöndal og fleiri sjálf- stæðismenn í kjölfar yfirlýs- inga Halldórs um jarðgöng á Norðurlandi. Að sögn blaðsins eru framsókn- armenn ævareiðir vegna yfirlýs- inga samgönguráðherrans. Ekkert gæsluvarðhald Kröfu ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhald yfir Nígeríu- manni, sem tengdist öðrum Ní- geríumanni sem er í haldi vegna gruns um ávísanafals, var hafn- að af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Mbl. greindi frá. Frjálslyndir mótmæla Framkvæmdastjórn Frjáls- lynda flokksins hefur samþykkt ályktun þar sem segir m.a. að stjórnvöld kalli skömm yfir ís- lendinga með því að fresta und- irritun Kyoto-bókunarinnar. Stöðugleiki í skýrslu nefndar á vegum ut- anríkisráðherra kemur fram að stöðugleiki sé forsenda framfara í nútíma markaðsbúskap. Því þurfi íslendingar að jafna hag- sveiflur. Morgunblaðið sagði frá þessu. Öryrkjar auglýsa Auglýsingar Öryrkjabanda- lags íslands, sem birtar hafa ver- ið að undan- förnu, hafa kostað eitt- hvað á aðra milljón króna. Helgi Seljan segir að bandalagið sé með herferð- inni að minna menn á stöðu öryrkja á kosn- ingaári. Dagur greindi frá þessu. Fáir í kennaranámi Guðmundur H. Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri, segir að deildin geti útskrifað tvöfalt fleiri leikskóla- og grunnskóla- kennara á ári en nú er gert. Eft- irspumin eftir þessu námi er hins vegar ekki mikil. Dagur greindi frá. Bændur leita tilboöa Bændasamtök íslands hafa óskaö tilboða fjögurra trygginga- félaga í tryggingar fyrir bændur. Um er að ræða tryggingar á eignum, bústofni og sjálfum at- vinnurekstri bændanna, heimil- um þeirra og bílakosti. Saman- lögð iðgjöld allra bænda gætu numið rúmum mUljarði. Mbl. greindi frá. deCode hækkar Tæpt ár er síðan hlutabréf í. deCode, móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, voru fyrst seld á íslenskum markaði. Síðan þá hefur verð bréfanna þrefaldast. Sérstaklega hefur verðið hækk- að frá áramótum en á þeim tíma tvöfaldaðist verðið. Dagur sagði frá. Verk Laxness á ensku Vaka-Helgafell hefur gengið frá samningi við bókaforlagið Harvill Press í London um rétt til að gefa út á ensku Sjálf- stætt fólk og Brekku- kotsannál eft- ir Halldór Laxness. For- lagið mun selja bækumar í yfir 50 löndum. Tölvukerfi hannað Hugbúnaðarfyrirtækið Tölvu- myndir er að hanna tölvukerfi í samvinnu við Ríkisspítalana sem miðar að því aö gera lyfja- gjöf á sjúkrahúsum einfaldari og öraggari. Mbl sagöi frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.