Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Súr mjólk í brjóstunum Nýbakaðar mæður sem hafa í hyggju að gefa bömum sínum mjólk eftir hinum náttúralegu leiðum ættu að varast of mikla líkamlega áreynslu á meðan þær hafa bömin á brjósti. Erfið líkamsrækt hefur nefnilega í för með sér að mjólkursýru- innihald móðurmjólkurinnar eykst til muna. Þannig hljóða niðurstöður vísindamanna við háskólann í New Hampshire. Afleiðingarnar era þær, að þvi er fram kemur í tímaritinu New Scientist, að hætta er á að bömin fúlsi við móðurmjólk- inni. Konum með böm á brjósti er því ráðlagt að fara ekki of geyst í líkamsrækt. Sveskjurnar eru langbestar Sveskjur eru til fleira gagn- 'M legar en að losa um stíflur. Rannsókn vísindamanna við Tuftsháskóla í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að þær kunna að vera hin besta vöm gegn krabbameini og hjartasjúkdóm- um. Spínat mætti aftur á móti kalla andans fæði þar sem það virðist geta komið i veg fyrir minnistap og alszheimer. Vísindamennirnir við Tufts hafa þróað próf sem segir fyrir um hversu mikið andoxunar- efni er að finna í hinum ýmsu tegundum ávaxta og grænmet- is. Sveskjur era með meira af andoxunarefnum en nokkur ■> annar ávöxtur eða grænmeti. Þar á eftir koma rúsínur, blá- ber og brómber. Svo eru það grænkál, jarðarber og spínat. Þarf frekari vitnanna við? Gamli góði sveskjugrauturinn er ekki svo galinn eftir allt saman. El Nino erfiður suður-afrískum hrossum Breskir vísindamenn hafa uppgötvað tengsl milli veður- j fyrirbærisins E1 Nino og ban- vænnar farsóttar í hrossum í Suður-Afríku. Loftslagsbreytingar af völd- um E1 Nino leiða til mikillar fjölgunar bitmýs sem breiðir út afrísku hrossasóttina sem svo er kölluð. í grein í tímaritinu Nature vara vísindamennirnir við því að aukin tíðni E1 Nino fyrir- bærisins, sem lýsir sér í hlýn- andi sjó í Kyrrahafinu, gæti haft í för með sér aukningu annarra sjúkdóma sem fljúg- andi skorkvikindi bera með sér, þar á meðal sjúkdóma sem leggjast á mennina. Vísindamenirnir skoðuðu heimildir um hrossasóttina allt aftur til ársins 1803 og komust að því að þrettán faraldrar af hrossasóttinni af fjórtán urðu á sama tíína og E1 Nino. Foreldrar eru ekkert svo galnir þegar þeir gorta sig af því að sex mán- aða gömul böm þeirra séu farin að tala. Ný rannsókn í tímaritinu Psychological Science sýnir fram á að svo ung börn geta ekki aðeins babblað „mamma“ og „pabbi“, heldur virðast þau skilja hvað þessi orð þýða. Þau Ruth Tincoff og Peter Jusczyk við Johns Hopkins háskóla í Baltimore segja hins vegar að allt hjal hjá yngri bömum sé bara hjal og ekk- ert meira. „Engum hefur tekist að sýna fram á böm innan við sex mánaða aldur geti tengt saman hljóð og ákveðna merkingu," segir sálfræðiprófessor- inn Jusczyk. Hingað til hefur almennt verið álit- ið að böm næðu ekki þessum áfanga svona ung. „Flestar fyrri rannsóknir á skiln- ingi bentu til að böm væru orðin átta til tíu mánaða gömul þegar þau færu að setja merkimiða á ákveðna hluti,“ segir prófessorinn. Jusczyk hafði komist að því áður að börn geta bmgðist við eigin nafni þegar þau eru orðin Qögurra og hálfs mánaðar gömul. Hann segir þó að börnin skilji ekki. „Rétt eins og barn mundi bregðast við kveðjunni „halló" án þess að skilja hvað hún þýðir,“ segir Jusczyk. Tuttugu og fjögur sex mánaða göm- ul börn tóku þátt í rannsókn Jusczyks og félaga. Börnin voru látin sitja í fangi annars foreldrisins og horfa á myndband á tveimur sjón- varpsskjám þar sem sýndar voru að- skildar myndir af móðurinni annars vegar og fóðurnum hins vegar. Þegar raddgervill sagði orðin „rnamma" eða Börn skilja það sem við þau er sagt fyrr en talið hefur verið tii þessa. „pabbi“ fylgdust vísindamennirnir myndina af viðkomandi foreldri. með því hversu lengi bömin horfðu á Bömin horfðu fyrst á foreldrið Ekkert að óttast: Miður aldur getur verið upp- spretta mikillar lífsfyllingar Margir horfa með nokkrum kvíða til þess að verða miðaldra, þegar heilsunni fer að hraka og uppsöfnuð óánægja brýst fram. Ný rannsókn bendir hins vegar til að þetta aldur- skeið getur líka verið tími mikillar ánægju og hamingju. Miður aldur er hér skilgreindur sem aldurinn milli 40 og 60 ára. „Fólki á miðjum aldri líður betur likamlega, tilfinningalega og and- lega en hingað til hefur verið talið,“ segir Orville Gilbert Brim. Hann stjórnaði rannsókninni sem gerð var á vegum MacArthur stofnunar- innar. „Miður aldur er góður tími. Fólki líður vel í hjónabandinu, það er ánægt með börnin sín og það finnur fyrir öryggi í vinnunni," segir hann. Könnunin, sem var gerð sím- og bréfleiðis, var gerð síðastliðin tíu ár og náði til 7.800 fullorðinna einstak- linga á aldrinum 25 til 74 ára. í ljós kom að 70 prósent þátttakenda lýstu heilsu sinni sem mjög góðri. Flestir þeirra miðaldra sem spurðir voru sögðu að það væri undir þeim sjálf- um komið að viðhalda góðri heilsu. Margir miðaldra þátttakendanna litu svo á sem hjónabönd þeirra væra traust og tiltölulega hamingju- söm. Konurnar voru ekki eins bjart- sýnar og ánægðar með sambandið við makann en karlarnir. Engu að síður sögðu 72 prósent að hjóna- bandið væri gott eða mjög gott og níu af hverjum tíu töldu ólíklegt að upp úr slitnaði. Ekki þurfa miðaldra, eða tilvon- andi miðaldra, að hafa áhyggjur af þverrandi kynlífi. Að minnsta kosti ekki allir. Þátttakendur í könnun- inni sem vora undir þrítugu sögð- ust hafa kynmök um það bil einu sinni í viku og þeir sem voru komn- ir yfir sjötugt aðeins einu sinni í mánuði. Hins vegar reyndust sumir miðaldra stunda kynlíf oftar en miklu yngra fólk. Mjög fáar konur lýstu breytinga- skeiðinu sem erfiðleikatímabili og helmingur kvenna á sextugsaldri sagðist ekki finna fyrir neinum ein- kennum. Fjórðungur kvennanna sagðist fá hitakóf einu sinni í viku eða oftar og þrettán prósent á hverj- um degi. Sum sé, miður aldur er ekkert til að kvíða fyrir. sem nefnt var oftar en búast mætti við ef tilviljun réði ferðinni. Það bendir því til að þau skilji að „pabbi“ eigi við föðurinn og „mamma“ við móðurina. Visindamennirnir gerðu síðan tilraun með annan hóp sex mán- aða gamalla barna til að ganga úr skugga um að litlu krílin settu ekki mömmumerkimiðann á allar konur. Nýi hópurinn fékk að sjá myndbandið af foreldrum barn- anna úr fyrri hópnum og reyndist hann ekki tengja orðin „mamrna" og „pabbi“ við neinn sem þar sást. „Við uppgötvuðum að börnin segja nákvæmlega til um „mömmu" og „pabba“. í eyrum þeirra þýða þessi orð „mamma mín“ og „pabbi minn“. Við sex mánaða aldurinn eiga þessi orð ekki við hvem sem er,“ segir Pet- er Jusczyk. Tómatar öflugur andstæðingur krabbameinsins Tómatar eru mikil heilsubót. Bandarískur vísindamaður tel- ur víst að þeir séu einhver besta fáanlega vörnin gegn krabba- meini, hvort sem þeir era fersk- ir eða niðursoðnir í tómatsósu og þvíumlíkt. Edward Giovannucci við heilsugæsluskor Harvard há- skóla fór yfir 72 rannsóknir og leiddi sú yfirferð í ljós að þeim mun meira sem menn borðuðu af tómötum eða tómatvörum þeim mun minni líkur vora á að þeir fengju krabbamein af ýms- um tegundum. Leyndarmálið liggur hugsan- lega í lýkópeninu, efninu sem gerir tómatana rauða. „Yfirgnæfandi vísbendingar era um að þeir sem borða mikið af grænmeti og ávöxtum eigi síður á hættu að fá ýmsar teg- undir krabbameins," segir Giovannucci í grein í tímariti bandarísku krabbameinsstofn- unarinnar. Hann ákvað að kanna áhrif tómata þar sem Bandaríkja- menn láta mikið af þeim ofan í sig, hvort sem er í pastasósum ýmiss konar eða öðrum sósum, að ekki sé nú talað um tómata eins og þeir koma fyrir af skepn- unni. Af rannsóknunum 72 sýndu 57 með óyggjandi hætti að hætt- an á að fá krabbamein minnkaði eftir því sem meira var borðað af tómötum. Einkum dró úr hættunni á krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. í tómötum er mikið af A- og C- vítamíni, svo og fólinsýru og kalíni, sem öll eru lífsnauðsyn- leg næringarefni. Vítamínin eru talin draga úr hættunni á krabbameini og fólínsýran gegn- ir þýðingarmiklu hlutverki við að koma í veg fyrir hjartasjúk- dóma og önnur vandamál. Rauða litarefnið er þó það sem talið er skipta mestu máli. Það er að finna í minna magni í fæðu á borð við rautt greipaldin, vatnsmelónum og apríkósum. T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.