Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Fréttir 19 HFELL i jFT -rlr hT"úr. Nótaskipið Sólfell selt til Neskaupstaðar. DV-mynd Þök Dalvík: Snæfell selur eignir DV, Dalvík: Snæfell hf. hefur selt hluta af þeim eignum sem snúa að veiðum og vinnslu á uppsjávarfiskum. Um er að ræða nótaskipin Sólfell og Dagfara, ásamt loðnu- og sílarkvóta, veiðar- færum og fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði. Kaupandinn er nýstofhað hlutafé- lag, Barðsnes hf., sem er í eigu Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað, KEA og fleiri aðila, en kaupverð er ekki gefið upp. Hlutafé í Barðsnesi hf. er um 700 milljónir króna. Síldarvinnsl- an á meirihluta í hlutafélaginu og mun sjá um reksturinn og er gert ráð fyrir að skipin muni eiga heima- höfn sína í Neskaupstað, en til þessa hefur Sólfellið átt heimahöfn á Dal- vík. Öllum starfsmönnum, bæði sjó- mönnum og landverkafólki, hefur verið boðin vinna áfram. Að sögn Magnúsar Gauta Gauta- sonar, framkvæmdastjóra Snæfells, er kvótinn, sem fyrirtækið selur, um 20% af úthlutuðum aflaheimildum þess sl. haust. Þessi sala á hluta fyr- irtækisins kemur í heinu ffamhaldi af þeirri stefnubreytingu sem boðuð var á aðalfundi nýverið. Það er að Snæfell einbeiti sér að veiðum og vinnslu á bolfiski. Magnús segir að vissulega dragi þessi sala tímabund- ið úr umsvifum fyrirtækisins en það sé þó frekar lítið þar sem þessir þættir voru aðeins um 12% af veltu síðasta rekstrarárs. „Þetta veitir okkur líka svigrúm til að einbeita okkur að bolfiskinum og efla þá vinnslu," sagði Magnús Gauti. -hiá Ólafsvík: Sóknaráætlun í tölvukaupum DV, Ólafsvík: Grunnskólinn i Ólafsvík hefur hrundið af stað sérstöku átaksverk- efni til tölvukaupa og hafa fyrir- tækjum og félögum á starfssvæði skólans veriö send bréf og þau beð- in um stuðning. Að sögn Sveins Þórs Elinbergssonar aðstoðarskóla- stjóra er þetta átaksverkefni - einn af mörgum þáttum í sérstakri sókn- aráætlun sem gerð hefur verið um endurskoðun á skólastarfinu til ár- angursríkara skólastarfs. Meginþemað í þeirri þróunar- vinnu sem nú er að fara af stað er aukin samvinna skólans við ýmsa stoðaðila í skólahverfinu - foreldra- ráð skólans, fyrirtæki og félagasam- tök í Ólafsvík. Grundvallaratriði er að skólinn eignist fullkominn búnað í tölvu- og upplýsingatækni fyrir nemendur, ekki síst nú viö upphaf nýrrar ald- ar, enda vaxandi og þýðingarmikill þáttur í nútímaskólastarfi. Sveinn Þór segir að viðbrögð vegna átaksins lofi góðu og hefur skólinn stofnað sérstakan nýsköp- unarsjóð til tölvukaupa. PSJ Akureyri: Punkturinn fer í Gilið DV Akureyri: Ákveðið hefur verið að fara að til- lögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæj- arstjóra á Akureyri, og flytja starf- semi handverksmiðstöðvarinnar Punktsins í Listagilið svokallaða, nánar tiltekið á fjórðu hæð í húsi Listasafns Akureyrar. Punkturinn varð nýlega fimm ára en tilgangurinn með stofnun hans var að veita atvinnulausu fólki að- stöðu til að fást við ýmis tómstunda- störf og handverk. í tímans rás hefur starfsemin þanist út og Punktinn hafa að staðaldri sótt um 60 manns daglega undanfarin misseri og þar hefur ekki einungis verið um at- vinnulaust fólk að ræða. Punkturinn hefur þvi orðið miðstöö fyrir fólk sem hefur áhuga á að sinna hand- verki og öðru tómstundagamni. -gk \ 'izr* Mæla mig hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apótekum, góður fyrir mig og mömmu. ThermoScan brRuíi SWUEiIm BlLAR ALLIR SUZUKI ERU MED • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn i rúðum og speglum • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • 1 • Sérstaklega röskur og snúningslipur • Ein sparneytnasta vélin á markaðnum Lægsta bilanatíðni nýrra smábíla, aðeins 1,6% * • Óvenju ríkulegur staðalbúnaður fyrir bíl í þessum verðflokki $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SWIFT TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR. PMdoit Pantaðu í ^ 552 3200 Flug og bíll í eina viku - 2 fullorðnir og 2 bör n - verð frá kr. 24.795 m/sköttum. fþarsem FERÐA SKRIFS TOFA„ REMJAVnílJR AÐALSTRÆTI9, SÍMI552 3200 FAX 552 9935 • NETFANG:frek&lslandl*.ls Bmcelma: Verð frá kr 54.500 m/sköttum - Gisting í stúdío á Citadines í eina viku - 2 í stúdíó. Flug og bíll -1 vika - 2 fullorðnir og 2 bör n verð frá kr. 35.665 m/sköttum. lofidfói: Fiugogbín -10 dagar - 2 í bíl verð frá kr. 30.640 m/sköttum. Citadines Main Montpar nasse - 2 í stúdío í eina viku verð kr. 55.060 m/sköttum. Flug og bíli -1 vika - 2 fullorðnir og 2 bör n - verð frá kr. 30.625 m/sköttum. Aluðidi&fl Flug og bíll í eina viku - 2 fullorðnir og 2 bör n - verð frá kr. 28.405 m/sköttum. Sérstakar bónusferðir 22. júní og 6. júlí - 2 vikur V ' n Los Gemelos II - kr. 39.900 m/sköttum fyrir 2 fullorðna og 2 bör n. 22. júní miðast við bókað og staöfest fyrir 31. mars 6. júlí miðast við bókað og staðfest fyrir 10. mars Rauðar ferðir: 22. júní, 29. júní, 6. júlí, 13. júlí og 20. júlí, veita kr. 50001 afslátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.