Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvrítst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stofnanir gamalla tíma í dag munu margir fagna því að tíu ár eru frá því að áfengur bjór var leyfður hér á landi en aðrir syrgja gamla tíma þegar reynt var að hafa vit fyrir landsmönnum. Vígi forræðishyggjunnar hafa verið að falla eitt af öðru undan- farin ár þó mörgum finnist seint ganga. Aukið frelsi í áfengismálum landsmanna hefur kallað fram fjölbreytileika mannlífsins, kryddað menninguna með ótal veitingahúsum, krám og skemmtistöðum. Fjöl- breytileg flóra í stað fábreytileikans hefur öðru fremur aukið styrk og þor ferðaþjónustunnar sem er hin nýja stór- iðja okkar íslendinga. Næsta skref er að leggja niður Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er nátttröll i nú- tímalegu umhverfi sem krefst fyrst og fremst frelsis til orðs og æðis. Það hefur alltaf verið erfitt að skýra út fyrir erlendum gestum hvers vegna áfengur bjór var bannaður til skamms tíma en sterkir drykkir leyfðir. Skilningur gestanna á bjór- banni er svipaður og skilningur þeirra sem nú eru að vaxa úr grasi og þekkja ekki annað en frjálsræði og fjölbreytni á bylgjum ljósvakans. Nær útilokað er að útskýra fyrir ungu fólki að hatrömm pólitísk átök hafi verið um það hvort afnema ætti einkarétt ríkisins á rekstri ljósvaka- miðla. Ungt fólk, sem er orðið vant frelsinu og fjölbreyti- leika þess, á erfitt með að skynja að þurft hafi áralanga baráttu nokkurra einstaklinga til að brjóta niður ríkisein- okun. Einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar láta þessa þróun fara í taugarnar á sér en neytendur virðast sáttir, enda geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líkt og ÁTVR hefur Rikisútvarpið dagað uppi í örri þró- un á sviði fjölmiðlunar. Þetta virðast margir starfsmenn stofnunarinnar skynja og leita flóttaleiða í faðm einkafyr- irtækja. En í stað þess að leita leiða til breytinga standa vinir og vandamenn Ríkisútvarpsins saman og reyna að telja landsmönnum trú um að engu megi breyta, nema þá að leggja stjórn stofnunarinnar - útvarpsráð - niður. Eng- um dettur í hug að uppdráttarsýkin sé innbyggð í úrelt stjórnskipulag og eignarhald. Vinir og vandamenn Ríkisút- varpsins mega ekki heyra á það minnst að hugsanleg leið út úr ógöngunum sé að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Það gengur landráðum næst að leggja til að landsmönnum - sem á hátíðarstundum eru sagðir eigendur útvarps allra landsmanna - verði seld hlutabréf í fyrirtækinu. Fyrir utan að vera steingervingar i nútima samfélagi eiga ÁTVR og Ríkisútvarpið annað sameiginlegt: yfirmenn þessara stofnana hafa vilja til þess að breyta þeim - leggja niður eða selja. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur alla tíð verið andvígur einokun ríkisins á sölu áfengra drykkja, líkt og forveri hans, Friðrik Sophusson. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur margsinnis sagt og gefið i skyn að breyta verði stjórnkerfi Ríkisútvarpsins, þó ekki gangi hann lengra í átt að einkavæðingu. Ráðherrarnir hafa hins vegar ekki haft það pólitíska bakland sem nauðsynlegt er til að ná fram skynsamlegum breytingum, hvorki meðal eigin samherja né samstarfsmanna í Framsóknarflokkn- um. Að vísu kann Björn Bjarnason að fá nýjan samherja þegar Árni Gunnarsson, formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna, tekur sæti á Alþingi eftir kosningar, en Árni hefur lýst því yfir að til greina komi að breyta Ríkis- útvarpinu í almenningshlutafélag „þar sem útvarpið yrði fært þjóðinni að gjöf að hluta eða öllu leyti með því að senda hlutabréfm heim til landsmanna“. Það væri ekki ónýtt fyrir ungan stjórnmálamann að eiga þátt i því að leiða steingerving inn í nýja öld. Óli Björn Kárason ,Hvað er það þá sem ræður afstöðu kjósenda í alþingiskosningum?" spyr greinarhöfundur. Áleitin þversögn væng þessara flokka og vísast í verulegum mæli tekjustofn þeirra. Hræðslan við þjóðaratkvæði Þetta veit þorri þjóðar- innar og gengur eiað- síður til kosninga fjórða hvert ár og kýs yfir sig flokkana sem staðfastlega sniðganga vilja hennar í afdrifa- ríkum málum. Það er áreiðanlega engin til- viljun að það ákvæði stjómarskrárinnar sem heimilar þjóðaratkvæði þegar mikið liggur við skuldi aldrei hafa kom- ið til framkvæmda. ------------------ „íslendingar láta augljóslega stjórnast af auglýsingaskrumi og tískuduttlungum, en auðvitaö öðru fremur af fjölmiðlum sem eru undantekningarlítið hallir undir ráðandi öfl og láta fá tæki- færi ónotuð til að hygla þeim.“ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Samkvæmt skoð- anakönnunum á undanfórnum miss- erum eiga stjórnar- flokkarnir vísan stuðning verulegs hluta landsmanna, í sumum könnunum 60-70% þeirra. Á sama tima hafa stjórnvöld purkun- arlaust virt að vettugi vilja meiri- hluta þjóðarinnar í mörgum veigamikl- um málum, svosem gjafakvótamálinu, umhverfis- og orku- málum, velferðar- málum, verndun hálendisins og auð- lindamálum. Þess- ari áleitnu þversögn er óneitanlega erfitt að koma heim og saman við heilbrigt hyggjuvit, enda mála sannast að þorri landsmanna láti margt annað en skynsemi ráða at- kvæði sínu á kjör- degi. íslendingar hafa lungann úr lýðveld- istímanum húið við ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sem í grófum dráttum hafa mótað samfélagsgerðina og tryggt forræði þeirra afla sem í reynd ráða lögum og lofum í landinu. „Kerfið“, sem ungliðar beggja flokka eru stundum að formæla og heimta afnumið, er að verulegu leyti skapað af sömu flokkum og hefur þanist út undir handarjaðri þeirra. Spiilingin sem grasserar á við og dreif í efri lögum þjóðfélags- ins er sömuleiðis undir verndar- Þjóðaratkvæði gæti orðið al- ræmdu flokksræði skeinuhætt, enda hefur sýnt sig í forsetakosn- ingum alltfrá 1952 að frambjóðend- ur eða skjólstæðingar ráðandi flokka hafa ævinlega lotið í lægra haldi fyrir frambjóðendum sem voru óháðir eða úr röðum stjórn- arandstæðinga. Hvað er það þá sem ræður af- stöðu kjósenda i alþingiskosning- um? Geta má sér til um ýmsar og ólíkar orsakir. Ein gæti verið sam- setning og staðsetning þjóðarinn- ar. Bændasamfélög eru ævinlega afturhaldssöm einsog saga íslend- inga er órækastur vottur um. Við erum tiltölulega nýkomnir á möl- ina og tengslin við fortíðina ákaf- lega sterk. Við erum líka eyþjóð og eyjarskeggjar eru yfirleitt þekktir fyrir ihaldssemi. Sundrungin á vinstrivæng stjórnmálanna, eink- anlega kiofning Alþýðuflokksins 1930, 1938 og 1956, á vafalaust drjúgan þátt í því furðufyrirbæri að hann skuli lengstaf hafa verið minnsti flokkur landsins en sam- bærilegir flokkar eru stærstu eða næststærstu flokkar í nálega öll- um löndum Evrópu. ítök íhaldsafl- anna í íslenskri verkalýðshreyf- ingu hafa lengi verið undrunar- efni víða um lönd, enda fordæmis- laus annarstaðar. Vanþroski og vanþróun Af ofansögðu má draga þá álykt- un að i pólitískum efnum séu ís- lendingar hlálega vanþroskaðir og meinlega vanþróaðir félags- lega. Lýsandi dæmi um það er að miðilsfundir eru margfalt betur sóttir en fundir í stéttarfélögum! íslendingar láta augljóslega stjórnast af auglýsingaskrumi og tískuduttlungum, en auðvitað öðru fremur af fjölmiðlum sem eru undantekningarlítið hallir undir ráðandi öfl og láta fá tæki- færi ónotuð til að hygla þeim. Af einhverjum ástæðum virðist trúin á „sterka menn“ vera rótgró- in hérlendis og er eitt af ískyggi- legum heilkennum óburðugs og hnignandi lýðræðis. Þegar alræð- ishneigð, frekja og kjaftháttur pólitískra liðsodda teljast vera „góður pólitískur stíll“, en málefn- in hverfa í skugga persónudýrkun- ar, þá má vissulega fara að huga að líkklæðum lýðræðisins. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Svindl í tryggingakerfinu „Læknar virðast almennt mjög viljugir að fylla út umsóknareyðublöð um örorkubætur fyrir skjólstæð- inga sína ... Þá sýnist vera mjög ófullkomið eftirlit með því hvort hagur bótaþega hafi vænkast... Eftir- litsleysi íslenskra stjórnvalda með svindli í trygg- ingakerfinu virkar auðvitað sem hvatning fyrir menn að taka lög og reglur mátulega hátíðlega. Og náttúrlega fer það svo að sá sem horfir uppá næsta mann svindla átölulaust árum saman hugsar með sér að hann sé að láta hafa sig að flfli að taka ekki þátt í leiknum líka ... Svindl hefur í för með sér fórn- arlömb. Og svindl i tryggingakerfinu bitnar auðvit- að á endanum á þeim sem síst skyldi.“ Jakob F. Ásgeirsson i Mbi. 25. febr. Skuldahvörf „Ef þeir forystusauðir Alþýðubandalagsins sem stofnuðu til óviðráðanlegra skulda og hafa notið framlags til flokksins með ýmsum hætti, geta kastað öllum skuldum á bak við sig, eins og Jesú syndum þeirra sem forklárast til nýrrar trúar, ætti Margrét Frímannsdóttir að geta það líka. Hún segir sig ein- faldlega úr Alþýðubandalaginu eins og hinir, sem færa sig um set í grænt framboð, suður á Álftanes, í Framsóknarflokkinn eða til Winnipeg ... í viðskipta- lifinu tíðkast sú aðferð að skipta um kennitölur þeg- ar fyrirtæki ganga illa ... Margréti ætti ekki að vera vandara en öðrum stjórnmálaforingjum allaballa að skipta um flokk, embætti og kennitölu." Oddur Ólafsson í Degi 26. febr. ESB og ísland „Sjálfstæðisbarátta íslendinga má teljast hafin, þegar Danakonungur afsalaði sér einveldi 1848M9. Einmitt þá ritaði Jón Sigurðsson Hugvekju til ís- lendinga og birti í Nýjum félagsritum. Aðalinntakið var, að íslendingar hefðu viðurkennt veldi hinna einvöldu konunga, en ekki veldi Dana eða nokkurr- ar annarrar þjóðar ... Þegar litið er til þessarar bar- áttu og þrautseigju íslendinga í vöm og sókn, má teljast furðulegt, ef áhugi er meðal landsmanna, eft- ir 55 ára lýðveldi, að afsala sér fullveldi með inn- göngu í ESB.“ Magni Guðmundsson í Mbl. 26. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.