Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Fréttir Sveitarstjórnarmenn á snjóflóöasvæði í Súðavík: Ekkert knúð á um að Ijúka framkvæmdum Það sem er lögreglumál í Hnifsdal er leyft í Súðavík, eins og DV greindi frá í gær. Hús á snjóflóða- hættusvæðum beggja staða á að rýma yfír vetrartímann skilyrðis- laust. Það mun vera gert í Hnífsdal en ekki að öllu leyti í Súðavík. En aðstæðurnar á stöðunum eru ólikar. íbúðabyggð í Súðavík er bönnuð, en leyfilegt er að vinna á skilgreindu snjóflóðahættusvæði við fisk- vinnslu, í pósthúsi, verslun, banka og fleiri þjónustustofnunum. Ekki knúð á um að klára „Það geta ekki aflir byggt á sama tímanum, fólk verður aö reyna að dreifa sér. Hér hefur verið mikill hraði á öllu,“ sagði Friðgerður Bald- vinsdóttir sem situr í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps. Hún og fjölskylda hennar er eina fólkið sem eftir er í gömlu Súðavík og býr á hættusvæði að vetrarlagi. Friðgerður sagði að ekki hefði staðiö á greiðslum frá Ofanflóða- sjóði sem hefur keypt upp húsin á snjóflóðasvæðinu. Greitt er sam- kvæmt reglum sem um uppkaupin gilda. „Sjóðurinn hefur hins vegar ekki haft neitt samband við mig um það hvenær ég á að ljúka mín- um framkvæmdum," sagði Frið- gerður og sagði að fulltrúar Ofan- flóðasjóðs mættu fylgjast betur með því sem væri að gerast i Súðavík, jafnvel að koma í heimsókn. Frið- gerður segir að hún hafi hringt í sjóðinn varðandi frest á fram- kvæmdum. Þá hafi ekki verið knúð Bæjarráð Sigluijarðar: Ekki þörf á menningar- húsum DV, Akureyri: Bæjarráð Sigluijarðar telur enga þörf á byggingu menning- arhúsa á landsbyggðinni eins og ríkisstjómin hefur áformað að reisa þar. Bæjarráðið hefur ályktað um málið og segir í ályktun sinni: „Ríkisstjóm íslands hefur viðrað hugmyndir um byggingu menningarhúsa á landsbyggð- inni. Er bygging húsanna ætlað að hamla gegn fólksflutningum á höfuöborgarsvæðið og gera landsbyggðina aö fýsilegri bú- setukosti en nú er. Bæjarráð Siglufjarðar lýsir því yfir að sú ráðstöfun að byggja menningarhús sé síst það sem landsbyggðarfólk hafi þörf á við þær aðstæður sem nú ríkja. Telur ráöið hyggilegra aö nýta þá fjármuni sem til þessa eru ætlaðir til annarra þeiira verk- efna sem líklegri væm til þess að hafa áhrif á búsetuþróun og búsetuskilyrði“. -gk á að klára fyrir vissan tíma. Friðgerður sagöi að lífið í gömlu Súðavík væri ágætt. „Ef upp koma vondar spár höfum við ákveðið húsnæði til að fara í. Við eram því ekki í neinum vanda," sagði Friðgerður og sagði að það væri ekki óþægi- legra að búa í gamla hverfinu en fyrir Reykvik- inga að búa við jarðskjálftahætt- una. Búið á hættusvæði Túngata 13 Heimili Friðgeröar Baldvinsdóttur og fjölskyldu Árnes Heimili Heiöars V. Guðbrandssonar fjölskyldu Síðastur frá borði „Það er spurn- ing hvort ég bý í gömlu byggðinni eða þeirri nýju,“ segir Heiðar Val- steinn Guð- brandsson, sveit- arstjórnarfulltrúi í Súðavíkur- hreppi, sem er . u- j- - f ytur en verður enn buandi asamt ? .........- , . . - s ðastur ur konu og sym a yf- . . . . . irlýstu snjóflóða- b[unn! að hættl svæði í Súðavík. sk.pstjorans. Heiðar er landsþekktur maður frá þeim áram þegar hann var snjó- flóðaeftirlitsmaður bæjarins. Fjöl- Heiðar V. Guð- brandsson - skyldan býr neðarlega og innarlega í bænum, við Aðalgötu, rétt við ána og hús hans hefur verið keypt af of- anflóðasjóði. Margir segja það úti- lokað að Árnes sé á snjóflóðasvæði og fékk blaðið ábendingar frá les- endum í gær sem studdu það. Mar- ía Ingvarsdóttir, brottfluttur Súð- víkingur, sagðist undrast það að Heiðar og fjölskyldu væri gert að flytja úr góðu húsi sínu. „Ég er ekkert ósáttur við að flytja í nýju byggðina. Ég er einn þeirra sem stóð að því að þetta er gert með þessum hætti. Af öllu sem gert hef- ur verið í þessum málum hefur þetta virkað best fyrir samfélagið, sem tók sjálft á málum sínum,“ sagði Heiðar. Hann segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvenær hann flytur. Hann verði kannski, eins og karlinn í brúnni, síðastur til að yfir- gefa skipið. Tveir úr fjölskyldunni era fluttir í nýja hverfið, en Heiðar er búinn að eyða miklu fé í nýtt hús, meðal annars tveimur milljón- um króna í bankakostnað. „Síðan 16. janúar 1995 hefur nán- ast ekkert komið niður úr þessu fjalli. Okkur er vorkunn að vissu leyti að hafa ekki áttað okkur á þessari hættu. Það þarf þessa norð- vestanátt með mikilli úrkomu til þess að hætta skapist. Fjallið er þannig að þarna er tiltölulega lítil hálendisslétta og það þarf sérstakt ástand til að skapist miklar hengj- ur. Það þarf miklu meira til að hættuástand skapist i dag,“ sagði Heiðar í gær. -JBP Þyrla Landhelgisgæslunnar náði í gær í konu sem hafði hryggbrotnað á skíðasvæðinu í Skálafelli. DV-mynd S. Hryggbrotnaöi í Skálafelli Miðaldra kona hryggbrotnaði í gærdag á skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var að fara úr stólalyftunni þegar úlpan hennar festist í henni. Konan féll stuttu síðar niður um þrjá metra. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar náði í konuna sem fór í að- gerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Læknir á vakt sagði í gær að ekki væri enn vitað hvort konan hefði lamast. -SJ Ingólfur Margeirsson: Hæstiréttur metur siðareglur blaðamanna „Mér finnst langsterkasta atriðið í þessum dómi að Hæstiréttur við- urkennir siðareglur Blaðamannafé- lags íslands. Það finnst mér sigur fyrir mig og blaðamannastéttina í heild. Hins vegar er ég ósáttur við niðurstöðu dómsins gagnvart tján- ingarfrelsinu sem var einskis virt - sérstaklega vegna þess að hann tel- ur að í bókinni hafi verið byggt á sjúkraskrám. Það er alrangt og kom fram í málinu. Þetta var ástarsaga Esra og fyrram sjúklings hans,“ sagði Ingólfur Margeirsson rit- höfundur sem var í síðsutu viku dæmdur, sem útgefandi, fyrir hluta af bókinni Sálumessara synd- ara sem hann vann í sam- vinnu við Esra S. Péturs- son lækni - frásögn af Ingólfur Margeirsson. einkamálefnum fyrrum sjúklings hans. „Ég hafði áhyggjur af vel- ferð barna konunnar (fyrr- um sjúklings Esra) og fékk því forráðamann þeirra til að lesa yfir handrit og breytti þvi til samræmis. Þar var ég að vinna sam- kvæmt 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins. Þessu sneri undirréttur við og dæmdi mér þetta til þyngingar. Þetta hefur Hæstiréttur nú ógilt og mildaði því dóminn. Það er lang- sterkasti punkturinn," sagði Ingólf- ur þegar DV náði sambandi við hann í Bretlandi í morgun þar sem hann býr og fæst við ritstörf. Hann er einnig að undirbúa gerð sjón- varps- og útvarpsþátta. -Ótt Járnin tvö í skemmtilegri lýsingu Valtýs Björns Valtýssonar á úrslita- leik Arsenals og Manchester United á dögunum á Sýn hrutu af munni hans hvert gullkornið af öðru. Með Valtý Bimi í lýsingunni var knattspyrnumað- urinn knái, Guð- mundur Torfa- son, og vafðist honum ekki síð- ur tunga um tönn. „Þetta er djúpur bolti,“ æpti Guðmundur á örlagastundu. Þegar síðan tókust á tveir þungavigtarmenn opnaði Guðmundur sig á sömu nótum. „Hér mætast járnin tvö,“ sagði hann án þess að hiksta... Ást í Heimdalli Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur slegið í gegn upp á siðkastið. Fé- lagið opnaði nýja heimasíðu og ætlar, að sögn, að selja áfengi á Ing- ólfstorgi í dag til að mótmæla ein- okun ríkisins á áfengissölu. Sá sem er sagður eiga heiðurinn á því að félagiö nái að rífa sig upp með þessum hætti er Ingvi Hrafn Óskars- son, formaður, lögfræðingur og Flateyringur, en hann náði sér nýlega i eina af eftirsóttustu kon- um landsins. Hún heitir Aðal- heiður Inga Þorsteinsdóttir og er dóttir sjálfs Þorsteins Páls- sonar. Ástin blómstrar áberandi í Heimdalli... Hið faglega í fyrirrúmi Svavar Gestsson, fráfarandi alþingismaður og verðandi sendi- herra, þáði embættið og undan- fara þess, sendifulltrúastarf til undirbúnings landafundahátíðar- höldum, frá þeim pólitísku andstæð- ingum sínum, ráðherrunum Davíð Oddssyni og Halldóri Ás- grímssyni. Svavar hefur verið ötull talsmað- ur vinstrimennsku um áratugi og svarinn andstæðingm- pólitískra úthlutana á gögnum og gæðum. í bókinni Sjónarrönd, sem Svavar skrifaði og var gefin út árið 1995, fjallar Svavar um spillingu í stjómsýslunni og nauðsyn þess að veita ráðherrum og ríkisstjómum faglegt aðhald. Orðrétt segir Svav- ar um þetta m.a: „Kanna ber hvernig á að setja reglur sem taka embættaveitingarvald af ráðherr- um eða tryggja að veitingavaldið sé alltaf bundið faglegum skilyrð- um.“ Formaður hættir Á aðalfundi Félags fasteigna- sala á dögunum lét Jón Guð- mundsson, eigandi Fasteigna- markaðarins, af störfum eftir nokkurra ára starf. Við tók Guð- rún Árnadóttir, fasteignasali hjá Eignasölunni- Húsakaupum, en hún mun vera fyrsti viðskipta- fræðingurinn til að gegna stöðu formanns í félaginu. Það sem mun einkum hafa orðið til þess að Jón lét af störfum var ósamkomulag milli hans og fram- kvæmdastjóra félagsins og hafa þeir löngum eldað grátt silfur saman. Sömuleiðis var ný stjóm kjörinn en talið er aö nokkrar breytingar muni nú eiga sér stað á fasteignamarkaðnum... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.