Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. MARS 1999 Fréttir__________________________________________________x>v Kaupfélag A-Skaftfellinga: Flutningagetan eykst stórlega - þrír Mercedes Benz flutningabílar keyptir DV, Höfh: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefur keypt þrjá nýja Mercedes Benz flutningabíla. Tveir eru af gerðinni MB Atego 2648 LS 6x4 og þriðji bíllinn, sem er af minni gerð- inni - MB Atego 1323 L 4x2. Annar stóru bílanna verður með áföstum kassa en hinn er dráttarbíll. Full- kominn frysti- og kælibúnaður, sem hægt er að stilla eftir þörfum, er í bílunum. Stærri bílamir verða aðal- lega notaðir til flutninga milli Reykjavíkur og Hafnar en minni bíllinn, sem er með lyftubúnaði, verður i flutningum milli Djúpa- vogs og Hafnar og í ferðum um sveitirnar. KASK er með daglegar ferðir milli Reykjavikur og Hafnar. Bílar- ir eru mjög góðir i akstri og tækni- lega fullkomnir að sögn Björns Jónssonar, deildarstjóra í flutninga- deild KASK. „Ástæðan fyrir því að við völdum Benz var sú að staðal- búnaðurinn í þeim var meiri en öðr- um í tilboðum sem við fengum, auk þess sem Bensinn stendur alltaf fyr- ir sínu,“ sagði Björn. Flutningabílar KASK hafa vakið mikla athygli fyrir glæsilega mynd- skreytingu á vögnunum og er nú verið að finna myndir á þá nýju. Það er fyrirtækið Pamfíll sem geng- ur frá myndskreytingunum. Bllamir voru formlega afhentir um helgina og mættu á staðinn frá Ræsi þeir Ágúst Guðmundsson þjónustustjóri, Hallgrímur Gunn- arsson, forstjóri Ræsis, og Hjörtur Jónsson sölustjóri. Þegar búið var að ganga frá viðskiptunum var far- ið í siglingu með Birni lóðs út fyrir Hornafjarðarós og mannvirki við ósinn skoðuð. -JI Starfsmenn flutningabíla KASK og fulltrúar Ræsis. Frá vinstri: Ágúst Guðmundsson verkstjóri, Björn Jónsson deildarstjóri, Guðjón Ingimundarson bílstjóri, Hallgrímur Gunnarsson forstjóri, Grétar Þorkelsson bílstjóri og Hjörtur Jónsson sölustjóri. DV-mynd Júlía VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR LAUSAR STODUR SVMARID1999 Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtaldar stöður sumarið 1999: 1. Leiðbeinendurtil að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. 2. Leiðbeinendur til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Starfsmenn til að undirbúa og stjórna fræðslu- og tómstundastarfi Vinnuskólans. 4. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæðum. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára á árinu eða eldri og er æskileg uppeldis- eða verkmenntun og/eða reynsla af störfum með unglingum. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Ráðning leiðbeinenda er frá 1. júní og stendur í 9 -10 vikur. Vinnuskólinn býður sumarstörf unglingum sem verið hafa í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (verða 14,15 eða 16 ára á árinu). Helstu verkefni eru: • Snyrting og viðhald á skólalóðum og íþróttasvæðum í borginni. • Garðaumhirða fyrir ellilífeyrisþega. • Gróðursetning og stígagerð á svæðum utan borgarmarkanna, s.s. Heiðmörk, Hólmsheiði og Nesjavöllum. • Létt viðhald á stofnanalóðum í borginni í samvinnu við garðyrkju- og gatnadeild borgarverkfræðings. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 19. mars n.k. Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@rvk.is Lyfjabúðir tvinnast saman: Fjórar keójur með meirihluta Fjórar lyfjabúðagrúppur munu ráða yfir meira en helmingi lyfsöl- unnar í landinu áður en langt um líður. Nýjasta stórfyrirtækið í lyf- sölu, Hagræði hf., hefur verið stofnað og stefnir nú á að veita Lyfjabúðum hf., fyrirtæki Bónus- feðganna, verðuga samkeppni. Daniel Helgason, framkvæmda- stjóri Hagræðis, segir að velta fyr- irtækisins í ár muni verða um 1,4 milljarðar króna. Apótekin í landinu eru milli 60 og 70 talsins en voru 44 áður en frelsið skall á þessari viðskipta- grein fyrir nær tveim árum. Apó- tekarar hopa fyrir keðjuverkun- inni í greininni og sumir leggja hreinlega niður vopnin, enda er arðsemin fjarri því sem hún áður var. Daníel segir aö nú standi fyrir dyrum að bæta innkaup apótek- anna til að þau verði sem allra hagstæðust neytendum. Ekki er ákveðið enn hvort apótekin 12 muni veröa undir einu merki eða gömlu nöfnunum. Tólf lyfjabúðir renna saman í eitt fyrirtæki, Hagræði hf. Þetta eru þrjú apótek á Akureyri, Stjörnuapótek, Akureyrarapótek og Sunnuapótek, ísrann ehf. sem rekur apótek á Selfossi og í Hvera- gerði og útibú í Þorlákshöfn. Á höfuðborgarsvæðinu eru 7 apótek sem fara inn í Hagræði: Apótek Austurbæjar, Breiðholtsapótek, Holtsapótek, Hraunbergsapótek, Vesturbæjarapótek, Ingólfsapótek og Lyfjabúöin Kringlunni. -JBP Lyfsala á færri hendur 17,50% 18,75% aass Lyfjabúöir ehffYö búðtj^ i, - Hagræði hf. 12 búðir^A^ Esa Lyfja 8 búðir : Apótek ehf. 2 búðir Önnur apótek 30 búðir , . ., ir»s*a 43,75%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.