Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Fréttir Nýju kvikmyndalögin tekin að virka: Þegar samist um gerö tveggja erlendra mynda - lögin eru lyftistöng fyrir hérlenda kvikmyndagerð, segir Friðrik Þór Friðriksson Erlend kvikmyndafyrirtæki, ann- að bandarískt en hitt franskt, hafa samið við íslensku kvikmyndasam- steypuna, fyrirtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðar- manns, um tökur á sitt hvorri kvik- myndinni hér á landi á þessu ári. Leikstjóri bandarísku myndarinnar verður hinn kunni Hal Hartley, en myndin verður einnig tekin upp í Bandaríkjunum að hluta til. Finnur Ingólfsson viðskiptciráð- herra segir í samtali við DV að þess- ir samningar séu til komnir í beinu framhaldi af lagasetningu sem gerð var skömmu fyrir þinghlé. Sam- kvæmt þeim fá erlend kvikmynda- fyrirtæki, sem taka myndir hér á landi, endurgreitt úr ríkissjóði til- tekið hlutfall af framleiðslukostnaði sem til fellur við gerð kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Með framleiðslukostnaði er átt við allan kostnað sem heimilt er að draga frá tekjum af at- vinnurekstri, samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt. Skil- yrði er þó að kostnaðurinn falli til hér á iandi og að Finnur Ingólfs- greidd laun og son> iðnaðar-og verktakagreiðsl- Vjðskjptarað. ur séu sannan- pgrrg lega skattlagðar hér á landi. “Ég er sannfærður um það að í al- þjóðlegum skemmtiiðnaði, hvort heldur sem er í tónlist eða kvik- myndum, eigum við mjög mikla sóknarmöguleika. Nú þegar búið er að skapa samkeppnishæft rekstrar- umhverfi á alþjóðlega vísu, þá eigum við möguleika á því að laða hingað til lands ffamleiðendur á þessu sviði. Friðrik Þór Frið- riksson kvik- myndagerðar- maður. Þessar tvær myndir sem samningar hafa nú náðst um eru staðfesting á því. Ég er sannfærður um að fleiri koma í kjölfariö," sagði Finnur Ingólfsson í samtali við DV. Skrímsla- mynd og gamanmynd Friðrik Þór Friðriksson sagði að bandaríska myndin væri „skrímsla- mynd“, en skrímslin sem í henni munu koma við sögu eiga sér að ein- hverju leyti fyrirmyndir í hérlendri þjóðtrú. Hann vildi ekki greina nánar frá efhi myndanna á þessu stigi, en sagði að tökur hæfúst væntanlega síðla sumars eða með haustinu á þeirri bandarísku, en vonir stæðu til að tökur á ffönsku myndinni gætu hafist í sumar. Hún verður gaman- mynd um fólk sem fer í sumarfrí til íslands. Friðrik sagði að skattalagabreyt- ingin væri tvímælalaust nauðsynleg til að laða hingað tO lands erlenda kvikmyndagerðarmenn og gríðarleg lyftistöng fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn. Báðar þessar tökur væru verkefhi upp á samtals um 350 milljónir króna. Kvikmyndagerðar- menn væru aimennt ánægðir með lagabreytinguna að því undanteknu að hún næði ekki til mynda sem styrktar eru af Kvikmyndasjóði ís- lands. „Ég sé ekki annað en að erlent flármagn í samvinnu við Kvikmynda- sjóð íslands ætti að vera jafn gott og hreint og erlent fjármagn," sagði Frið- rik Þór og kvaðst vænta þess að þessi ágalli yrði sniðinn af nýju lögunum síðar. -SÁ Bláfjöll og Skálafell: Þrennt slas- aðist á klukkutíma Þrennt slasaðist á skíðasvæð- um borgarinnar í gærkvöld. Á átt- unda tímanum í gær var ellefu ára strákur fluttur á slysadeild eftir að hafa leikið sér á snjóbretti í Bláfjöllum og fallið aftur fyrir sig. Þá slasaðist starfsmaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum á andliti og á fæti um svipað leyti þegar hann var aö fara upp bratta brekku og valt tvær veltur aftur fyrir sig. Þriðja slysið varð svo í Skálafelli þar sem rúmlega fertug- ur maður datt á skíöum og hlaut hann opið brot á vinstra læri. Öll slysin áttu sér stað á áttunda tím- anum í gærkvöld. -hb Lögreglan í Reykjavík fór í eftirlitis- ferð á skemmtistaðinn Spotlight við Hverfisgötu og skoðaði bjórauglýs- ingu utan á húsinu. Tilgangurinn var að kanna hvort áfengisauglýs- ingar utan á húsi staðarins brytu gegn lögum. DV-mynd S Frá fundinum í Engjaskóla, þar sem flestir þingmenn Reykvíkinga mættu til að svara spurningum íbúa. DV-mynd Teitur L WSa t? m L 1 Þingmenn Reykjavíkur boðaðir á fund íbúa í Grafarvogi: Skammið Dóra frænda -sagði Pétur Blöndal um harða gagnrýni vegna 2 milljarða króna í vegafé „Það er þýðingarlaust að skamma okkur. Þetta minnir mig á kjör- dæmapot. Þið eigið að fá Dóra frænda hingað og skamma hann fyr- ir að senda peninga um allt land,“ sagði Pétur Blöndal alþingismaður á fundi íbúasamtaka Grafarvogs með þingmönnum Reykjavíkur i Engjaskóla í gærkvöld. Þessi orð Péturs féllu vegna gagnrýni sem kom fram vegna þess að ríkisstjóm- in ákvað að láta tvo milljarða í nýtt vegafé á landsbyggðinni, en skilja eftir Reykjavikur- og Reykjaneskjör- dæmi þrátt fyrir augljósar sam- göngutruflanir í þéttbýlinu. Pétur vísaði til þess að Halldór Blöndal samgönguráðherra færi með for- ræði samgöngumálanna. Ásta Ragn- heiður Pétursdóttir, alþingismaður i Samfylkingunni, fagnaði mjög orð- um Péturs og hvatti eindregið til þess að íbúar allir sem einn legðust í að skamma samgönguráðherrann. Hún lýsti því jafnframt yfír að hún gæti hugsað sér að taka að sér emb- ætti Halldórs að loknum kosning- um, enda eini þingmaður Reykvík- inga í samgöngunefnd Alþingis. Fundurinn var fremur fámennur og friðsæll, að undanskilinni gagn- rýninni á ríkisstjómina fyrir að svelta þéttbýlið á vegafé. Mikið var rætt um vegabætur og ný Sunda- braut var ofarlega í hugum fólks. Fram kom í máli þingmanna að full- ur vilji væri til að flýta þeirri fram- kvæmd svo sem auðið væri. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lýsti því yfir að samgöngubætur á svæðinu væm nauðsynlegar, en mikið verk væri fyrir höndum sem „yrði ekki hrist fram úr erminni". Finnur Ing- ólfsson, iðnaðarráðherra og Grafar- vogsbúi, lagði áherslu á að sam- göngubótum yrði hraðað svo sem unnt væri, „enda óþolandi að vera á leið til vinnu í umferðaröngþveitinu korter í átta“. Fram kom í máli Friðriks Han- sen, formanns íbúasamtakanna, að vilji væri til að fá svæði í eigu Landssímans undir nýja íþróttamið- stöð í hverfinu. Þá væri það ósk íbú- anna aö fá nýja heilsugæslustöð, enda sú gamla löngu sprungin. -rt Stjórnarformaður Baugs um sameininguna: Stæltari í samkeppninni „Samkeppnin minnkar ekki við þetta, það er alveg ljóst. Þeir verða stæltari," sagði Óskar Magnússon, stjómarformaður Baugs, um nýaf- staðna sameiningu Nóatúns, 11-11 búðanna og Kaupfélags Ámesinga. Óskar sagði að sameiningin hefði ekki komið Baugsmönnum á óvart. „Við emm búnir að horfa á þá vinna saman um nokkurt skeið. Það er ekk- ert óeðlilegt, eftir þá hagræð- ingu sem þeir hafa séð okkur ná, að þeir leiti eftir henni líka. Það er ekki við neinum sérstökum viðbrögðum af okkar hálfu að búast af þessu tilefni. Þetta er framhald, sem kemur okkur ekki á óvart, á samstarfi sem búiö Óskar Magnússon. er að vera í gangi. Allir sem fylgjast með í þessum viðskipt- um átta sig á því að þetta gat verið í aðsigi." Varðandi ábata neytenda af stórum verslanakeðjum sagði Óskar að þær yrðu áfram reknar hver undir sínum for- merkjum með sína verðstefnu. Þær hefðu mikið sjálfstæði til að berjast innbyrðis ef á þyrfti að halda. „Við teljum að það sé lykillinn að því að þessi rekstur þrífist. Ef klippt er á þetta missir neytandinn allan trúnað. Þá er verið að reka rýt- inginn í eigið bak. Það er hægt að gera hlutina miðlægt og spara á því. En ef það leiðir til þess að sjálfstæðið skerðist, þá sleppum við því frekar." -JSS Stuttar fréttir i>v Slapp viö að borga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins af 48 milljóna króna skaða- og miskabótakröfu fyrrverandi starfs- manns viðskiptastofu FBA. Starfs- maðurinn hélt því fram að hann hefði verið þvingaður til starfsloka vegna meintra mistaka í starfi. Vís- ir.is sagði frá. Kristín framkvæmdastjóri Borgarráð hef- ur samþykkt að ráða Kristínu Einarsdóttur, fyrrum alþingis- konu Kvenna- lista, fram- kvæmdastjóra miðborgarinnar. Alls sóttu 17 um starfið. Sótt í sóttkvína Innflutningur á gæludýrum vegna búferlaflutninga hefur aukist svo mikið síðustu mánuðina að bið- tími eftir því að koma hundum að í einangrunarstöð gæludýra i Hrísey er á skömmum tíma kominn upp í 9 mánuði og hjá köttunum er biðtím- inn 6-7 mánuðir. Dagur sagði frá. Veiðiheimildir Norömenn fá alls um 11.500 tonna veiðiheimildir á íslandsmiðum á þessu ári. íslendingar geta átt von á svipuðum aflaheimildum i Barents- hafi. Ríkisútvarpið greindi ffá þessu. Fundur íslendinga, Norðmanna og Rússa vegna veiða í Barentshafi stendur yfir þessa dagana. Síminn seldur í ræðu sinni á aðalfundi Lands- símans hf. ítrekaði eini hluthafinn, Halldór Blöndal samgönguráðherra, þá skoðun sína að einkavæða ætti fyrirtækið sem fyrst, kannski á næsta ári. Björn vill meira fé Verkamanna- sambandið und- irbýr kjarasanm- ingaviðræður og formaðurinn, Bjöm Grétar Sveinsson, er bjartsýnn á vera- lega kaupmáttar- aukningu enda margar aðrar stéttir þegar búnar að taka forskot á sæluna. Dagur sagði ffá. Háskólinn kæröur Spánverji, fyrrverandi lektor í spænsku við Háskóla íslands sem var sagt upp fyrir Qórum árum, hefur höfðað mál gegn Háskólanum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann telur að sér hafi verið mismunað vegna þjóðemis þegar honum var vikið úr starfi og telur ráðningarsamning sinn enn í fúllu gildi. Hann krefst 26 millj- óna króna í skaöabætur ásamt drátt- ai-vöxtum. RÚV sagði frá. Skólastjórar sjúkir „Athygli vekur hve margir hafa leitað læknis vegna sjúkdóma sem þeir telja að rekja megi til starfsins," segir í niðurstöðum könnunarinnar: Hvemig er líðan skólastjómenda í Reykjavik? sem gerð var á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Mikill kolmunni Kolmunni mokveiðist suðvestur af Hatton-Rockall-svæðinu og hafa sum íslensku skipanna sem þar em verið að hengilrífa, m.a. Jón Kjartansson frá Eskifirði. Dagur sagði ffá. Sameining VSÍ og VMS Tillaga um sameiningu Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnu- málasambandsins í einum nýjum heildarsamtökum atvinnurekenda á hausti komanda er nú til umijöllun- ar í stjómum samtakanna. Morgun- blaðið sagði frá. Kristín efst Kristín Hall- dórsdóttir fyrr- um alþingskona Kvennalistans, skipar efsta sæt- iðá lista Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs í Reykja- neskjördæmi. í öðm sæti er Sig- tryggur Jónsson sálfræðingur og í því þriðja Sigurbjöm Hjaltason bóndi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.