Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Ellert G. Schram vill ekki í flokk Sverris og hættir viö framboð: Vildu leggja niður Frjálslynda flokkinn - áhugamenn um auðlindir í almannaþágu vildu taka upp bókstafinn E Ellert B. Schram verður ekki í framboði til alþingis í kosningunum í vor. Hann tilkynnti þetta á blaða- mannafundi í gær og sagði jafn- framt að viðræður við Frjálslynda flokkinn, flokk Sverris Hermanns- sonar, um sameiginlegt framboð eða kosningabandalag milli andstæð- inga gjafakvótakerfisins hefðu ekki borið árangur. Hann sagði að hjá sér væri ekki á dagskrá að fara fram á eigin vegum eða á vegum til- tekinna flokka. Viðræður milli manna úr áhuga- hópi um auðlindir í almannaþágu og Frjálslynda flokksins hafa staðið um skeið en upp úr þeim slitnaði endan- lega á miðvikudagskvöld þegar tals- maður þeirra fyrrnefndu, Guðmund- ur G. Þórarinsson, lagöi fram nokk- urs konar úrslitakosti fyrir fram- boðssamvinnu, samkvæmt heimild- um DV. Þeir voru í stuttu máli þannig að Frjálslyndi flokkurinn yrði lagður niður og tekinn upp lista- bókstafurinn E. Þá myndu áhugamennirnir um auðlindir í almannaþágu ráða uppröðun á sameiginlega lista í Reykja- vík, Reykjanesi og á Vesturlandi og hafa talsvert að segja um upp- röðun í öðrum kjördæmum einnig. „Þeir áttu að ráða, við áttum að borga,“ sagði einn heim- ildarmanna DV um skilyrði auð- lindaáhuga- manna. Ellert sagði á blaðamanna- fundinum í gær að núverandi fyr- irkomulag sjáv- arútvegsmálanna væri i raun það mál sem kosið yrði um í kosn- ingunum í vor - hvort við lýði ætti að vera áfram gjafa- kvótakerfi þar sem örfáum út- völdum er afhent ókeypis sameign allrar þjóðarinn- ar til eignar, framsals, veð- setningar og arfs. Þetta fyrirkomu- lag hafi skapað gríðarlega auð- söfnun þessara Ellert G. Schram kynnir ákvörðun örfáu einstak- sína um að verða ekki í framboði. linga og færi á DV-mynd Teitur skjön við réttlæt- iskennd þorra þjóðarinnar og bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar eins og Hæstiréttur hefði staðfest. Ellert sagði að Frjálslyndi flokkur- inn hefði þráfaldlega farið þess á leit við sig að fara í framboð á hans veg- um. Það hefði aldrei komið til greina, m.a. vegna þess að hann væri flokksbundinn sjálfstæðismaður og færi ekki fram á vegum annarra flokka, enda þótt hann kysi ekki Sjálfstæðisflokkinn að óbreyttri fisk- veiðistefnu flokksins. En ef víðtæk og breið samstaða gæti náðst milli þeirra sem vilja afnema gjafakvót- ann hefði hann verið til viðræðu um að stofna einhvers konar kosninga- bandalag sem Frjálslyndi flokkiu-inn gæti átt aðild að eins og hver annar hópur eða einstaklingar. Slíkt hefði hins vegar ekki komið til greina af hálfu Frjálslynda flokksins, heldur einungis framboð á hans vegum. -SÁ íslenskar sjávarafurðir héldu aðalfund í gær: Gáfu rangar upplýsingar - um afkomuna. Forstjóri Samskipa stjórnarformaður Islenskar sjávarafurðir sendu frá sér rangar upplýsingar um afkomu af reglulegri starfsemi í fréttatilkynn- ingu, sem félagið sendi frá sér fyrir nokkru um rekstur og efnahag á síð- asta ári. Þetta kom fram á aðalfundi ÍS, sem haldinn var í gær. Afkoma af reglulegri starfsemi var 96 milljónum króna verri en greint var frá. í raun varð 997 milljónir króna tap af reglulegri starfsemi en ekki 901 milljón. Hér munar 96 millj- ónum króna. Munurinn felst í því að regluleg gjöld höfðu verið færð sem óregluleg í ársuppgjöri. Eftir að þetta hafði verið leiðrétt kom hið rétta í ljós. Lokanið- urstaðan á rekstrarreikningi er þrátt fyrir þetta sú sama. Nettótap ÍS var í fýrra 668 milljónir króna. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, var kjörinn nýr stjómarfor- maður íslenskra sjávarafúrða í stað Hermanns Hanssonar sem gaf ekki kost á sér. Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga, gekk einnig úr stjóm en í hans stað var kjörinn Knútur Hauksson, fram- kvæmdastjóri Olíudreifíngar hf. -SÁ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sat aðalfund ÍS á Hótel Sögu í gær. Hann situr hér fyrir miðri mynd. Lengst til hægri er Hermann Hansson, fráfarandi stjórnarformaður, og Þorsteini á hægri hönd er Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri ÍS. DV-mynd E.ÓI. Gunnar Þormar hættur að gera við tennur í fjölfötluðum börnum: Sakar tryggingatannlækni um fordóma „Yfirtryggingatannlæknir er haldinn fordómum gagnvart van- gefnum. Annað get ég ekki lesiö út úr aðgerðum hans,“ segir Gunnar Þormar tannlæknir sem sinnt hefur tannviðgerðum hjá fjölfótluðum á dagheimili þeirra, Lyngási. Gunnar hefur tilkynnt stjórn dagheimilisins að hann sé hættur tannlæknaþjón- ustu við vistmenn. Hann geti ekki unnið eftir reglum yfirtrygg- ingatannlæknis: „Hann er að beina tannlækningum vangefmna í stein- aldarhorf," segir Gunnar Þormar. Deilan snýst um ákvörðun yflr- tryggingatannlæknis um að ekki megi gera við tennur í fjölrótluöum fyrir meira en 30 þúsund krónur á ári án þess að fá til þess sérstaka heimild. Þá segir Gunnar Þormar að ekki megi lengur meðhöndla tennur fatlaðra með flúor eftir 12 ára aldur, ekki megi skorufylla og aðeins sé greitt fyrir 20 mínútna skoðun á hvern fatlaðan einstakling árlega. „Það er flókið mál að gera við tennur hjá þessum hópi. Yfirleitt þarf að svæfa sjúklingana áður en hægt er að byrja," segir Gunnar Þormar. „Ef þjóðfélagið vill ekki axla þessa ábyrgð þá verður svo að vera. En ég bendi á að á síðasta ári kostuðu tannlækningar þroska- heftra og vangefmna Trygginga- stofnun 8 milljónir króna en það er sama upphæð og embætti yflrtrygg- ingatannlæknis kostaöi." Gunnar Þormar tannlæknir. Reynir Jónsson yfirtrygg- ingatannlæknir segir að Gunnar Þormar sé í persónulegu stríði við sig: „Gunnar fer vísvitandi með rangfærslur og skiptir engu þó við leiöréttum þær. Ég staðhæfi aö það verður ekkert vandamál að ráða annan tannlækni til þeirra starfa sem Gunnar hefur sinnt hjá fjölfötl- uðum,“ segir yfirtryggingatann- læknir og bætir því við aö hann hafi ákveðið að senda foreldrum allra vistmanna á Lyngási bréf þar sem uppsögn Gunnars Þormars verður skýrð og meintar rangfærslur hans leiðréttar. -EIR stuttar fréttir Tap hjá Marel Tap af reglulegri starfsemi Marels hf. var 26 milljónir króna í íyrra en hagnaður var um 202 milljónir árið áður. Hagnaður ársins nam um 9 milljónum króna, samanborið við 140 milljóna króna hagnað á árinu 1997. Rekstrartekjur Marels-sam- stæðunnar lækkuðu um 8% milli ára að því er fram kemur á Við- skiptavef VB á Vísi.is. Góður árangur Rekstrarafkoma VÍS var mjög góð á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatta nam um 433 milljónum króna sam- anborið við 405 milljónir árið 1997 og er þetta besti árangur félagsins frá stofnun þess. íbúðir afhentar Samtök aldraðra fengu á flmmtu- dag afhentar 22 nýtískulegar íbúðir fyrir aldraða að Dalbraut 16 sem þau létu byggja á eigin spýtur. I húsinu eru 16 þriggja herbergja íbúðir og 8 tveggja herbergja íbúðir. Ný uppgötvun Vísindamenn hjá íslenskri erfða- greiningu tilkynntu i gær að þeir hefðu fúndið gen á litningi sem veld- ur slitgigt. I Ijósi þessa árangurs ætl- ar lyfjafyrirtækið Hoffman La Roche að reiða fram áfangagreiðslu til ís- lenskrar erfðagreiningar. Upplýsingamiðstöð Skapa þarf þjóðarsátt um kvótakerfið og flokkurinn á að vera tilbúinn til lagabreytinga í því skyni. sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjómarfúndi í gær. Hættur Sighvatur Bjamason, núver- andi stjómarfor- maður SÍF hf., hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu þegar kosin verður ný stjóm á aðalfúndi SÍF næstkomandi miðvikudag. Við- skiptablaðið sagði frá. Mótmæli Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna hér á landi mót- mæla harðlega hemaðarátökum NATO-rikja gegn lýðveldi Júgóslavíu og SvartfjallaJands. Sam- tökin mótmæla því einnig að ísland sé þátttakandi í stríði í Evrópu ásamt öðrum NATO-rikjum. Fjárhagslegt sjálfstæði 67% þeirra sem tóku þátt í at- kvæðagreiöslu á fréttavef Visis.is telja að gjaldþrot og annað sem ógnar fjárhagslegu sjálfstæði eigi að hindra menn í því að setjast á þing. Þriðjungur telur slíkt ekki skipta máli. Hættulegt Hollustuvemd ríkisins og Heil- brigðiseftirlitið vara við hættuleg- um NU ofn- og grillhreinsinum sem er sagður vera án vamaðarmerk- inga. Efnið er sterkt ætandi og því afar hættulegt i snertingu við húð og augu og einnig við innöndum. Umhverfisverðlaun Fijáls félagasamtök á sviði um- hverfis- og náttúravemdar hafa ákveðið að hefja veitingu umhverfís- verðlauna, sem verði hvatning, viður- kenning og þakklætisvottur til ein- staklinga, sem hafa með störfum sín- um haft jákvæð áhrif á þróun um- hverfis- og náttúruvemdar á íslandi. Hægt er að senda tilnefningar til verðlaunanna til Landvemdar. Ólíklegt Það er nú talið mjög ólíklegt að SS- húsið í Laugames- inu verði nýtt und- ir Listaháskóla ís- lands. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor skólans, sagði í samtali við RÚV að hann vildi að miðbærinn yrði skoðaður sérstak- lega með nýbyggingu í huga. -BÓE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.