Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 T^\y sælkerinn Pakistanskur Sabzi birjani Shabana Zaman er sælkeri að þessu sinni. Rétturinn Sabzi birjani er gómsætur grænmetis- og hrísgrjónaréttur frá heimalandi Shabönu, Pakistan. Shabana Zaman er frá Pakistan en hefur dvalið í rúm fimm ár á ís- landi. Ekki er komið að tómum kof- anum hjá Shabönu þegar matargerð er annars vegar því hún hefur rekið indverskan veitingastað hér á landi, haldið námskeið í indverskri matar- gerð og starfar nú við veisluþjón- ustu. Rétturinn sem Shabana gefúr okkur uppskrift að kallast Sabzi birjani eða grænmetishrísgrjóna- réttur í lauslegri þýðingu. 3 miðlungsstórar kartöflur (skomar í sneiðar og látnar liggja í saltvatni) Grænar baunir, 1 bolli 2 miðlungsstórar gulrætur, skom- ar í sneiðar 1 blómkálshöfuð (lítið) skorið í bita 2. soðin egg 1 msk. ferskur engifer + hvítlauk- ur 1 sítróna (safi) 2 laukar 8 kom af svörtum pipar 8 negulnaglar 1 heili kanill 1 kg hvít basmati hrísgrjón 1 bolli grænmetisolía 2 tsk. salt 1 bolli ab-mjólk eða jógúrt 1) Steikið grænmetið en þó aðskilið hvort frá öðm og sett í skálar hvert fyrir sig. 2) Steikið sneidda laukana á stórri pönnu eða í potti. 3) Þegar laukurinn er orðinn gullin- brúnn takið þá helminginn og setjið á bökunarpappír til að láta hann þoma og verða stökkan. 4) Blandið nú svörtum piparnum, kanilnum, negulnum, hvítlauknum, engiferinu, ab-mjólkinni og öllu græn- metinu og sítrónusafanum saman við restina af lauknum sem er á pönnunni og steikið saman í ca 3 mín. 5) Sjóðið hrísgijónin í potti. Ath. hafið vatnið rúmlega helmingi meira en hrísgrjónin og setjið salt út í. Gott er einnig að bæta karrílaufum og heilum kanil út í. 6) Þegar hrísgijónin em nærri tilbúin em þau sigtuð og helmingurinn settur aftur í pottinn. Setjið allt steikta græn- metið ofan á og síðan hinn helminginn af hrísgijónunum ofan á grænmetið . 7) Dreiflð síðan brúnaða lauknum ofan á ásamt fallega skornum eggjunum. 8) Setjið lokið á pottinn og hafið á miðlungshita í ca 3 mín. og síðan á lágum hita í ca 8-10 mín. Hægt er að borða réttinn einan sér með salati og jógúrtsósu eða meö kebab og öðrum kjötréttum. Með rétt- inum er einnig gott að hafa sterka sósu, tU dæmis chUi eða mango chutn- ey. Verði ykkur að góðu. Nykaup Þarsem ferskleikiim býr matgæðingur vikunnar Nína Eiríksdóttir er matgæðingur vikunnar: Ljúffengur fiskréttur Djöflakaka Ekta súkkulaðikaka sem ekki er erfitt að gera 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjörlíki 2 stk. egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsóti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt 40 g kakó 2 dl mjólk Krem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 stk. egg 80 g smjör 1 tsk. vanUludropar 2-4 msk. kaffi Vinnið vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurr- efnum og setjiö saman við ásamt mjólkinni, bakið í tveimur form- um við 180" í 19-22 mín. Kæliö botnana og gerið kremið. Krem Bræðið smjörið og bland- iö öUu sam- an í hræri- vélarskálina, vinnið rólega saman þar tU allt er slétt og fint, smyrjiö yfir og á milli. Gott er að bera fram með þeyttum rjóma. Uppskriftirnar eru fengnar frá IMýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Matgæðingur að þessu sinni er Nína Eiríksdóttir, verkstjóri hjá ræstingadeUd Sjúkrahúss Reykja- víkur. Henni er margt tU lista lagt og er fljót að framreiða hinn besta veislukost. Melónuforréttur l litil melóna 150 g sveppir 1/2 sítróna 200 g soðinn humar Ávextir, sveppir og humar er brytjað smátt og blandað saman. Blandið saman majónesinu, sýrða rjómanum, sítrónusafanum og kryddinu. ÖUu blandað saman og borið fram með ristuöu brauði. Góður fisk- ráttur 400 g lúða eða annar fiskur 250 g rækj- ur 250 g sveppir 20 kræklingar 1 smálaukur 250 g rjóma- ostur 30 g smjör Fiskurinn, laukurinn og sveppirnir smátt skorið og steikt á pönnu í smjörinu. Rækjunum, kræklingn- um, rjómaostinum, salti og dilli bætt saman við. Sjóðið í ca 7 mínút- ur. Þetta má þynna með rjóma ef þurfa þykir. Rétturinn er einstak- lega góður með hrásalati og grjón- um. Rúlluterta með ísfyll- ingu Setjið rúllutertuna á smjörpappír. Stífþeytið einn pela af rjóma og smyrjið á tertuna. Þunnum íssneið- um er raðað á og jarðarberjum jafnað yfir. Vefjið tertuna saman í pappím- um og leggið á fat og látið sam- skeytin snúa niður. Gott er að setja tertuna í frysti augnablik áður en hún er borin fram. Verði ykkur að góðu. Nína skorar á Guðnýju Þorvalds- dóttur tanntækni. Nína segir að hún sé eldíljót að reiða ffarn hina frum- legustu rétti. Nína tilbúin með rækjurnar í fisk- réttinn. DV-mynd Teitur Nykaup hir sem jl 'rskkikinn l n r Ungnautafillet með tómötum og ólífum Fyrir 4 800 g ungnautafillet (fjórar 200 g steikur) 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Meðlæti 200-250 g cherry-tómatar 25-30 stk. ólífúr, svartar 10 stk. spergill, grænn 2 stk. gulrætur 4 stk. hvítlauksrif 2 msk. sitrónusafi 100 g smjör 1 tsk. rósmarín 3 msk. matarolía salt og pipar Annað meðlæti 200 g pasta Steikið kjötið á báðum hlið- um í olíu í 5-7 mínútur. Bragð- bætið með salti og pipar. Sett á miðja diska. Leggið meðlætið með skeið yfir steikumar og berið fram með soðnu pasta og parmesanosti. Meðlæti Snyrtið spergilinn, skerið í sneiðar, gulrætur í teninga, saxið hvitlauksrif. Steikið í heitri olíu ásamt ólífum og heil- um cherry-tómötum, bragðbæt- ið með salti og pipar. Bætið sítrónusafa, smjöri og kryddi saman við eftir 2-3 minútur. Setjið yfir steikumar. Annað meðlæti Sjóðið pasta samkvæmt leið- beiningum á pakka. Kjúklingabringa með perum og plómum Fyrir 4 4 kjúklingabringur með beini 3-4 msk. matarolía til steiking- ar salt og pipar Peru- og plómusósa 2 perur, ferskar 8-10 plómur, ferskar 1 kúrbitur (zucchini) 8 einiber 2 msk. sítrónusafi 1-2 msk. hunang 1 dl rauðvín, óáfpngt 3 msk. matarolía Brúnið kjúklingabringumar í heitri olíu, bragðbætið með salti og pipar og steikið áfram í 200‘C heitum ofni í 30-35 min. Berið fram meö peru- og plómusósu og grófu brauði. Pem- og plómusósa Flysjið perumar og skerið í teninga, plómumar í báta og kúr- bítinn í teninga. Steikið í heitri olíu ásamt muldum einiberjum í eina mínútu. Bragðbætið með salti og pipar. Bætið rauðvíni, hunangi og sitrónusafa saman við og sjóðið áfram í 1-2 mínút- ur. Meðlæti Gróft brauð hentar vel með þessum gómsæta rétti. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.