Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 13
I>V LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Óskarsverðlaunaafhendingin: Það besta og það versta Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að 71. óskarsverðlaunaafhendingin fór fram snemma í vikunni. Flestir vita niðurstöðuna en ekki horfðu ailir á sjálfa afhendinguna. Mr. Showbiz valdi flmm bestu og flmm verstu augnablik hátíðarinnar. Gott þakkaði foreldrum sínum fyrir hina ómetanlegu fátækt. 2. sæti Harrís og Nolte Þótt ekki sé tekin í af- staða í deilunni um Elia Kazan þá þurfti hug- rekki til að gera það sem Nick Nolte og Ed Harris gerðu og standa ekki upp og heiðra leikstjórann fræga. Það var l.sæti Roberto Benigni Hann kom sá og sigr- aði. Hollywood virðist ekki fá fylli sína af hinum ítalska Charlie Chaplin og í raun ekki við heldur. Aulaskapur hans og ein- læg gleði var eins og köld og frisk- andi vatnsgusa í andlitið eftir langa athöfh. Hann gekk á stól Spielbergs og greip i hönd leikstjórans til að ná jafnvæginu og kom með bestu setn ingu hátíð- arinn- líka óvenjulegt að hin sjálfmeðvitaða akademía leyföi að myndir væru tekn- ar af leikurunum tveimur í mótmæla- setu sinni. 3. sætí Jim Carrey Jim Carrey var algjörlega sniðgeng- inn af akademíunni þrátt fyrir frábær- an leik i The Truman Show. Hann hefði auðveldlega farið að dæmi Leon- ardo DiCaprio og Joseph Fiennes og ekki komið að afhendingunni en það gerði hann ekki. Hann mætti nýrakað- ur í smóking og grínaðist með von- brigði sín. Að því loknu veitti hann verðlaun fyrir klippingu. 4. sæt Catheríne Zeta-Jones Hin velska Catherine var mjög eftir- minnileg í rauðum Versace-kjól með slegið svart hárið sem var kærkomin tilbreyting frá uppsettu hári. Það sem var betra en hárið var dillandi fram- burðurinn. l. sætl Kubricks minnst Lengi vel virtist sér- viska og fullkomnun- arárátta Stanleys Kubricks hafa náð út yflr gröf og dauða. Steven Spielberg kom Jsem betur fer upp á sviðið og sagði stutt- Wmf lega frá ferli Kubricks og svipmyndir af snillingn- mn voru á tjaldinu. Von- andi stendur Eyes Wide Shut undir væntingmn og veitir Kubrick óskarsverð- launin fyrir leikstjóm sem honum hlotnuðust ekki í lif- anda lífl. Langbestur. Roberto Benigni faðmar Helen Hunt á galsafenginn hátt. Langverst. Whoopi Goldberg var ekkert fyndin. Vont l.sæti Whoopi Goldberg Hún var kannski frábær að geta skipt ellefu sinnum um búning og kall- að fram hlátur áhorfenda á eigin kostnað. En var hún fyndin? Nei. Verra var að sjáifri fannst henni hún óborganleg, gerði hlé á máli sínu til að knýja fram hlátur og greip meira að segja fram i fyrir Roberto Benigni til að spyija hann hvort honum þætti hún ekki fyndin. Metlengd hátiðarinnar var henni að kenna. 2. sætí Dansatriðið Hvernig er hægt að gera steppd- ansarann Savion Glover og fla- mencosnillinginn Joaquin Cortes vandræðalega ásýndum? Spyrjið bara Debbie Ailen. Gamla Fame-stjaman hefur verið danshöfundur hátíðarinn- ar nokkuð lengi með slökum árangri, en í ár náði hún sögulegu lágmarki. 3. sætí Heiðursverðlaun Elia Kazan Hefði ekki verið hægt að fá ein- hverja glaðfegri fé- laga tii að veita Elia Kazan heið- ursverðlaunin en Robert De Niro og Martin Scorsese? Robert De Niro var djöfullegur og með Taxi Driver klippingu sem væntanlega hefúr verið til að vara fólk við mótmæl- Beggja blands. Martin Scorsese var fullgrimmur að sjá en mótmæli Nicks Noltes og Eds Harris voru trúverðug. um. Scorsese var fúll að sjá, næstum reiður. Hinn tæplega niræði Kazan var hins vegar nokkuð hress. ____________ fréttirn 4. sæti Val Kilmer í fyrsta lagi, var til of mikils mælst að Val rakaði sig? í öðm lagi, var tii of mikils mælst að hesturinn væri vel taminn? í þriðja lagi, hverra var verið að minnast? Roy Rogers? Gene Autry? Beggja? Hverjum er ekki sama? Vondur. Val Kilmer og hesturinn. 5. sæti John Glenn Það var afsak- anlegt að Colin Powell væri á staðnum þar sem myndir um her- menn voru til- nefndar til ósk- arsverðlauna. En hvað var John Óþarfur. John Glenn að gera Glenn hefði betur þarna? Hann er verið í geimnum. hetja en Hollywood á nóg af þeim. Með því að losa sig við John Glenn hefði at- höfnin styst um tíu mínútur og veitti ekki af. Bæði góð og vond Gwyneth Paltrow Gwyneth Pal- trow var glæsileg í fma kjólnum sín- um með fmu hár- greiðsluna. Það var líka frábært hvernig hún kink- aði kolli til Meryl Streep og hinna keppinauta sinna. Endalausar þakkir hennar til allra sem vom í myndinni og í símanúmerabókinni hennar var of mikið af því góða. Hún hefði fremur átt að stytta mál sitt og hátíðina. Vom einhver alvömtár? -sm Góð og vond. Gwyneth Paltrow var yndisleg, en voru tárin ekta? PEUCEOT PROFIÐ Rúm fyrir fjölskylduna 406 Lion d’Or - 7 manna skutbíll 1800 cc, 112 hestafla vél • Viðarinnrétting • Geislaspilari • Álfelgur • Vindkljúfur • ABS • Loftpúðar • Fjarstýrðar samlaesingar • Þjófavörn og margt fleira PEUGEOT Ljón A vejinuAfí Opia laugardag 13-17 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.