Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 56
Alla -i -ji j j -tj rír M.20í2o mírjmtlurj FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Það var heldur betur fjör á veitingastaðnum Grand Rokk við Smiðjustíg í hádeginu í gær þegar allir bestu skákmenn landsins komu saman og tefldu á skákmóti. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem allir stórmeistararnir koma saman. Að auki tefldu nokkrir alþjóðlegir meistarar með. DV-mynd s I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 'Ógnvekjandi upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu fyrir þá sem fengu blóð fyrir 1992: Tugir blóðþega smit Flugvallarstjóri á Gjögri: Ræstinga- C M aðir af lifrarbólgu C Ungur maður á höfuðborgarsvæð- inu íhugar að fara í skaðabótamál við ríkið eftir að í ljós hefur komið að hann smitaðist af hinni torlæknan- legu lifrarbólgu C þegar honum var gefið blóð eftir slys á sjúkrahúsi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Haralds Briem sóttvamalæknis liggur fyrir að meira en tveir tugir blóðþega smituðust af lifrarbólgu C í sjálfu heil- brigðiskerfinu á Islandi fyrir árið 1992. Ungi maðurinn er einn af þeim. Honum barst ekki vitneskja um að hann væri smitaður fyrr en á síðasta MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport sokkabuxur ári þegar hann var kallaður inn til blóðsýnatöku. Þórarinn Tyrflngsson, yfirlæknir á Vogi, sagði við DV í gær að lifrarbólg- an væri í raun að verða stórkostlegt heilbrigðisvandamál hér á landi sem annars staðar. Hins vegar bendir hann á, eins og Sveinn Guðmundsson, yflrlæknir blóðbankans, að ástandið hér á landi sé ekki eins alvarlegt og víðast hvar annar staðar á Vestur- löndum. Á íslandi sé tíðni lifrar- bólgutilfella lægri að því leyti að blóð- gjafar hér séu sjálfboðaliðar sem ekki fá greitt fyrir - í öðrum löndum komi mun fleiri úr áhættuhópum til að gefa blóð fyrir peninga. „Fyrir árið 1992 var sú áhætta fyrir hendi að blóðþegar gætu fengið lifrar- bólgu C, segir Sveinn. „Með nýjum skimunaraðferðum sem voru inn- leiddar hér í Blóðbankanum það ár tókst síðan að útrýma meira en 95 prósent slíkra áhættutilfella. í dag eru líkurnar á að einhver smitist af lifrar- bólgu C alveg hverfandi. Ég myndi segja að líkumar á að blóðgjafi hafi Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum, og Haraldur Briem sóttvarnalæknir (innfellda myndin) segja að meira en tveir tugir blóð- þega á íslenskum sjúkrahúsum hafi smitast af lifrarbólgu C fyrir árið 1992. Þeir einstaklingar eru nú mis- munandi á vegi staddir. DV-mynd Teitur verið smitaður án þess að við greind- um það væri í dag 1 á móti 200-500 þúsund. Til samanburðar má nefna aö við tökum við um 16 þúsund blóðgjöf- um í Blóðbankanum á hverju ári. Þetta minnir okkur á að það getur verið áhætta að þiggja blóð en það hef- ur orðið dramatisk lækkun á slíku á síðustu árum vegna nýrra skimunar- aðferða," sagði Sveinn. Haraldur Briem segir að rúmlega 400 íslendingar hafi greinst smitaðir af lifrarbólgu C á síðasta áratug. „Maður getur reiknað með að allt að 80 prósent þeirra fái viðvarandi sýk- ingu, þeir losni ekki við veiruna. Hluti þeirra fær með tímanum ein- kenni lifrarbólgu og lifrarskemmdir." Haraldur segir jafnframt að langal- gengasta smitleiðin hafi verið á meðal sprautufíkla - með notkun á spraut- um - en næstalgengasta smitleiðin hafi verið blóðgjöf fyrir árið 1992. Hann segir að mun minni líkur séu á að lifrarbólga C smitist við samfarir. Sveinn hjá Blóðbankanum segir að á árunúm 1992-1995 hefðu á annan tug blóðgjafa greinst með lifrarbólgu - flest karlmenn sem voru að koma til að gefa blóð. Þeirra blóði hafi síðan verið fargað. -Ótt Ræstingakonan í flugstöðinni á Gjögri á Ströndum hefur verið ráð- in flugvallarstjóri á staðnum. Tveir umsækjendur voru um starfið. „Þeir hafa ekki þorað annað en að ráða konuna því annars hefði þetta líklega farið fyrir Jafnréttisráð,“ sagði Jón Guðjónsson í Litlu-Ávfk en hann sótti um starfið á móti Sveindísi Guðfinnsdóttur ræstinga- konu í Kjörvogi. „Ég leysti fyrrver- andi flugvallarstjóra alltaf af hér áður fyrr og hafði sótt námskeið í Reykjavík. Hingað kom hins vegar maður frá Flugmálastjórn og kenndi Sveindísi á tækin.“ Flugstöðin á Gjögri er 60 fermetra hús. íslandsflug flýgur þangað tvisvar í viku. -EIR Prófm skulu birt Úrskurðamefnd um upplýsinga- mál kvað á miðvikudag upp úr- skurði í máli þriggja læknanema sem vildu fá aðgang að gömlum krossaprófum úr læknadeildinni en var synjað um það. Nefndin úr- skurðaði að læknadeild Háskólans skyldi umsvifalaust afhenda nemunum þau próf sem þeir óskuðu eftir, í samræmi við 4. tölulið 6. greinar upplýsingalaga þar sem seg- ir að aðeins megi takmarka aðgang að prófgögnum þangað til próf eru lögð fyrir próftaka. Nánar um þetta á Fréttavef Vísis.is -BÓE TF-RÆ5TIN<3 ... Upplýsingar anudagur Veörið á morgun: Úrkoma um allt land Veöriö á mánudag: Hiti um frostmark Á morgun, sunnudag, verður austankaldi eða stinningskaldi með rign- ingu eða slyddu suðaustanlands en dálítilli snjókomu af og til annars staðar. Hiti verður nálægt frostmarki. Á mánudag verður norðaustlæg átt, kaldi um landið vestanvert en gola austan til. Snjókoma eða slydda verða norðan- og austan til en léttir til suðvestanlands. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðriö í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.