Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 JLlV 54 afmæli Leó Guðlaugsson Leó Guðlaugsson húsasmíða- meistari, Víghólastíg 20, Kópavogi, er níræður í dag. Starfsferill Leó fæddist á Kletti í Geiradal og ólst upp á Þamhárvöllum. Hann var í námi í húsasmíði hjá Ólafi Jóns- syni, húsasmíðameistara á Borð- eyri, og lauk sveinsprófi 1931. Leó vann við smíðar í Húnavatns- og Strandasýslu, m.a. við síldar- verksmiðjuna á Djúpavík tvö sumur en flutti eftir það til Reykjavíkur og vann þar til 1945. Hann fór þá til Siglufjarðar á vegum Almenna byggingafélagsins og sá um bygg- ingu SR ‘46, vann sumarið 1947 við Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði, flutti til Hjalteyrar um haustið og var starfsmaður Kveldúifs til 1952. Þá flutti hann í Kópavoginn, byggði þar íbúðarhús við Víghólastíg og hefur átt þar heima siðan. Leó starfaði síðan á höfuðborgar- svæðinu frá 1952, utan tvö sumur, við Rjúkandavirkjun i Ólafsvík á vegum Almenna byggingafélagsins. Leó sat í stjóm Meistarafélags húsasmiða, var formaður Skógrækt- arfélags Kópavogs um árabil, var formaður Sósíalistafélags Kópavogs og í stjóm Lionsklúbbs Kópavogs. Hann sat í bygginganefnd, umferðamefnd og fram- talsnefnd Kópavogs. Fjölskylda Leó kvæntist 18.12. 1943, Soffíu Eygló Jóns- dóttur, f. 3.11. 1916, d. 3.1. 1999, húsmóður og for- manni Kvenfélagasam- bands Kópavogs og Kven- félags Kópavogs en hún hafði m.a. forgöngu um byggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Foreldrar hennar vom Jón Jónsson, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Þórunn Eyjólfs- dóttir, húsmóðir. Synir Leós og Soffíu em Trausti, f. 31.1. 1946, byggingafræðingur í Mosfellsbæ, kvæntur Þyri Ámadótt- ur, kennara við MR og eiga þau þrjú böm; Guðlaugur, f. 1.8.1955, skyndi- hjálparkennari í Kópavogi. Stjúpsonur Leós er Þórir Jón Ax- elsson, f. 26.8.1936, fyrrv. verslunar- maður í Reykjavík, kvæntur Lilju Eyjólfsdóttur húsmóður og eiga þau þrjá syni. Systkini Leós: Pétur, lést 1928, skósmiður í Reykjavík; Guðmund- ur, nú látinn, sölumaður i Reykja- vik, var kvæntur Borghildi Péturs- dóttur sem er látin; Magðalena, ljósmóðir og húsfreyja á Þambár- völlum, nú látin, var gift Magnúsi Kristjánssyni, fyrrv. bónda þar; Guðrún, nú látin, húsmóðir á Akranesi, var gift Inga Guðmonssyni skipasmið; Benedikt, nú látinn, garð- yrkjubóndi í Víðigerði í Borgarfirði, var kvæntur Pefru Guðlaugsdóttur sem einnig er látin; Arnór, lengst af starfsmaður hjá SÍS, búsettur í Kópavogi, kvæntur Svanfríði Am- kelsdóttur. Foreldrar Leós vom Guðlaugur Guðmundsson, f. 1865, d. 1918, bóndi á Bakka í Geiradal og k.h., Sigur- lina Guðmundsdóttir, d. 1912, hús- freyja. Ætt Guðlaugur var sonur Guðmund- ar, b. á Borgum í Bæjarhreppi Jóns- sonar, b. á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd Bjamasonar, b. á Smyrlhóli í Haukadal Péturssonar, b. á Giljalandi Guðlaugssonar. Móð- ir Péturs var Sólveig Jónsdóttir, b. í Sælingsdalstungu ArngrímssoncU’ lærða, vígslubiskups á Melstað Jónssonar. Móðir Guðmundar var Halldóra Halldórsdóttir, b. á Geir- mundarstöðum Ólafssonar, b. á Fremri-Brekku í Saurbæ Sturlaugs- sonar, bróður Sveins, afa Sveins Ní- elssonar, prófasts á Staðastað, afa Sveins Björnssonar forseta. Móðir Guðlaugs var Magðalena Guðmundsdóttir, b. í Guðlaugsvík Andréssonar, b. á Kolbeinsá Guð- mundssonar. Móðir Magðalenu var Guðrún Jónsdóttir, stúdents á Þór- eyjamúpi Símonarsonar og Mar- grétar Þorsteinsdóttur. Sigurlína var dóttir Guðmundar, b. i Kaldrananesi Guðmundssonar, b. í Kaldrananesi Guðmundssonar, b. í Kaldranesi Guðmundssonar. Móðir Guðmundar, fóður Sigurlín- ar, var Guðrún Jónsdóttir, b. á Kaldbak Sveinbjömssonar, Jóns- sonar, b. á Hafnarhólmi Magnússon- ar, prófasts á Stað i Steingrímsfirði Einarssonar, prófasts á Stað Sig- urðssonar, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð Einarssonar, vígslubisk- ups og skálds í Heydölum Sigurðs- sonar. Móðir Sigurlínu var Guðrún Benediktsdóttir, b. á Marðareyri Jónssonar. Leó verður að heiman á afmælis- daginn. Leó Guðlaugsson. Auðunn Orn Auðunn Örn Gunnarsson verk- smiðjustjóri, Heiðvangi 25, Hellu, er fimmtugur i dag. Starfsferill Auðunn fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1970, og meistaraprófi 1974. Auðunn starfaði við rafvirkjun í Reykjavík til 1972. Hann flutti þá á Hellu og stundaði þar rafvirkjun á árunum 1972-75. Þá flutti Auöunn til ísafjarðar þar sem hann stundaði rafvirkjun á ámnum 1975-76 og í ísafjarðadjúpi hjá Kóran hf. Auðunn stundaði síðan rafvirkj- un á Hellu 1976-80. Hann var raf- virkjameistari og verkstjóri hjá Hraunvirki og síðan hjá Hagvirki 1980-86. Þá hóf hann störf hjá Kart- öfluverksmiðju Þykkvabæjar og hefur verið verksmiðjustjóri þar frá 1986. Fjölskylda Auðunn kvæntist 30.1. 1971 Hjör- dísi Guðnadóttur, f. 29.1. 1950, versl- unarmanni. Hún er dóttir Guðna Jónssonar og Þórunnar Jónasdótt- ur. Böm Auðuns og Hjördísar eru Anna Sigrún Auðunsdóttir, f. 23.1. 1970, klínikdama í Reykjavík; Tinna Ósk Auðunsdóttir, f. 24.8.1982, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Systkini Auðuns eru Guðmundur Gunnarsson, f. 29.10. 1945, rafvirki og formaður Rafiðnaðarsambands- ins, búsettur í Reykjavík; Kristín Gunnarsdóttir, 29.12. 1946, skrif- stofumaður hjá Landgræðslunni, búsett á Hellu. Foreldrar Auðuns eru Gunnar Guðmimdsson, f. 10.9. 1923, raf- virkjameistari og kaupmaður í Reykjavik, og Hallfríður Guð- mundsdóttir, f. 3.3.1925, húsmóðir. Gunnarsson Ætt Gunnar er bróðir Soph- usar, fóður Friðriks, for- stjóra Landsvirkjunar, og Guðmundar sýslumanns. Gunnar er sonur Guð- mundar, b. á Auðunnar- stöðum Jóhannessonar, b. á Auðunnarstöðum Guð- mundssonar. Móðir Jó- hannesar var Dýrunn Þór- arinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Halldórs E. Sigurðsson- ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Guð- mundar á Auðunnarstöðum var Ingibjörg, systir Bjöms í Gríms- frrngu, afa Bjöms Pálssonar, alþm. á Löngumýri, og langafa Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra. Móðir Gunnars var Kristín Gunn- arsdóttir, b. í Valdarási í Víðidal Kristóferssonar. Hallfríður er dóttir Guðmundar, bifvélavirkja i Reykjavík, bróður Vilborgar, ömmu Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Guðmundur var sonur Jóns, b. á Hlemmiskeiði Ámasonar. Móðir Hallfríðar var Rósa Bachmann, systir Hall- gríms, föður Helgu Bach- mann leikkonu og Jóns Hallgrímssonar lungna- skurðlæknis. Rósa var dóttir Jóns Bachmann, b. í Steinsholti, bróður Borgþórs, föð- irn leikkvennanna, Önnu, Þóm og Emilíu Borg. Jón var sonur Jósefs, b. í Skipanesi Magnússonar og Hall- dóru Guðlaugsdóttur. Móðir Rósu var Hallfríður ljósmóðir Einarsdótt- ir, útvegsb. í Nýjabæ á Akranesi Einarssonar. Auðunn og Hjördís taka á móti gestum í dag, í sumarhúsum Mos- fells Hellu. frá kl. 17.00-20.00. Auðunn Örn Guðmundsson. andlát 7 Inga Guðrún Arnadóttir Inga Guðrún Ámadótt- ir húsmóðir, Þingholts- stræti 12, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, 12.3. s.l. Útför hennar hef- ur farið fram i kyrrþey. Starfsferill Inga fæddist að Holts- múla í Landssveit 3.9.1923 og ólst þar upp. Hún flutti ung til Reykjavíkur og hjó þar síðan alla tíð. Inga lærði saumaskap hjá Guðsteini Eyjófssyni klæðskera- meistara og starfaði síðan mikið við sauma. Með húsmóðurstörfum vann hún að m.a. verksmiðjustörf, í bakaríum og við heimilishjálp. Mörg síðustu árin sá hún um ræstingar í heildverslun Davíðs S. Jónssonar. Inga tók m.a. þátt í starfi á vegum Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins og Félags eldri borgara. Fjölskylda Inga Guðrún giftist 3.9.1944, Ein- ari Sigursteini Bergþórssyni, f. 4.3. 1920, d. 2.11. 1988, skipasmið og húsasmið í Reykjavík. Foreldrar hans vora hjón- in Bergþór Vigfússon, f. 28.2. 1883, d. 17.5. 1985, húsasmiður í Reykjavík, og Ólafla Guðrún Einars- dóttir, f. 5.12.1887, d. 17.9. 1947, húsmóðir. Synir Ingu Guðrúnar og Einars Sigursteins era Ámi, f. 28.12. 1944, fram- haldsskólakennari í Reykjavík, áður kvænt- ur Auði Elimarsdóttur húsmóður; Bergþór, f. 27.3. 1946, húsasmiður og þjónustufulltrúi, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur sjúkraliða; Ólafur Hafsteinn Einars- son, f. 10.11. 1948, húsasmíðameist- ari og húsnæðisfulltrúi, kvæntur Sólrúnu Maggý Jónsdóttur húsmóð- ur; Sigursteinn Sævar, f. 20.6. 1953, kerfisfræðingur, kvæntur Önnu Björgu Thorsteinson, nema í KHÍ; Þórir Már, f. 10.2. 1964, rafmagns- verkfræðingur, kvæntur Sigríði K. Rögnvaldsdóttur bókmenntafræð- ingi, f. 4.1. 1964. Börn Áma og Auðar era Bjarki, f. 25.10. 1966, húsasmiður; Hákon, f. 26.5.1968, verslunarmaður, kvæntur Maríu Dungal nema og era böm þeirra ísak Öm, f. 26.6. 1994, og Gabríela Auöur, f. 22.4.1998; Freyja, f. 13.9. 1969, hótelstarfsmaður en dóttir hennar og Sigurðar Úlfars Sigurðssonar er Henný Úlfarsdóttir f. 18.8. 1988. Dóttir Bergþórs af fyrra hjóna- bandi og Sigríðar Bjargar Grímsdóttur, er Inga Elsa, f. 25.8. 1968, grafiskur hönnuður, gift Gísla Agli Hrafnssjmi ljósmyndara. Böm Bergþórs og Margrétar era Berglind Guðrún, f. 14.6. 1974, BA í spænsku en dóttir hennar og Daða Þórs Veigarssonar er Sara Margrét f. 10.9.1994; Einar Sigursteinn, f. 28.10. 1980, menntaskólanemi; Andri Fannar, f. 4.10. 1982, menntaskóla- nemi. Ólafur og Sólrún: Þeirra böm era: Hugrún sölufulltrúi, f. 24.6. 1975, Einar Hreinn, f. 5.6. 1978, og Daníel, f. 13.5. 1991. Böm Sigursteins og Önnu era Ey- steinn Harry Thorsteinson, f. 23.3. 1975, vélsmiður, en unnusta hans er Sigríður Dögg Þórðardóttir nemi í KHÍ; Birgir Júlíus, f. 9.7.1980, tölvu- fræðinemi; Birgitta, f. 2.1.1990. Dótt- ir Önnu og fósturdóttir Sævars er Edda Sveinsdóttir, f. 7.7.1971, hjúkr- unarfræðingur, gift Jóhanni Tómasi Egiissyni og er dóttir þeirra Jó- hanna Björg, f. 24.2.1993. Böm Þóris og Sigríðar era Berg- ur, f. 9.11. 1993; óskírður drengur f. 3.2. 1999. Systkini Ingu; Oddur, f. 29.6. 1921, yfirlæknir í Gautaborg; Jóna Gíslunn, f. 2.8. 1922, húsmóðir í Reykjavík; Guðmunda, f. 29.8.1924, húsmóðir í Reykjavík; Ingibjörg, f. 26.8. 1925, húsmóðir í Reykjavík; Lilja, f. 16.8. 1926, húsmóðir á Sel- fossi; Ágúst, f. 13.8. 1927, d. 1930; Ágúst, f. 3.8. 1930, skógarvörður í Hvammi í Skorradal. Hálfbróðir Ingu Guðrúnar, samfeðra, er Þor- steinn, f. 23.10. 1949, rafiðnfræðing- ur í Reykjavík, áður á Hvolsvelli. Fóstursystir Ingu Guðrúnar, dóttir Þorgerðar, er Helga Marteinsdóttir, f. 15.8. 1945, læknaritari á Seltjarn- amesi. Foreldrar Ingu Guðrúnar vora Ámi Jónsson, f. 17.6. 1896, d. 16.9. 1995, bóndi í Holtsmúla, og f.k.h., Ingiríður Oddsdóttir, f. 13.5.1887, d. 24.2. 1937, húsfreyja. Seinni kona Áma i Holtsmúla var Þorgerður Vilhjálmsdóttir, f. 27.2. 1918, d. 4.10.1996, húsfreyja. Inga Guflrún Árnadóttir. Til hamingju með afmæ ið 27. mars 85 ára Sigurður Einarsson, Öldugötu 14, Hafnarfirði. Sigurður Jónsson, Köldukinn, Dalabyggð. 75 ára Gfsli M. Gíslason, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði. Kristjana Sigurðardóttir, Hlíðarholti, Snæfeflsbæ. Steinunn Jónsdóttir, Kleppsvegi 62, Reykjavík. 70 ára Eyþór Björgvinsson, Hlíðargötu 2, Sandgerði. Kristmundur E. Jónsson, Einimel 17, Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, Holtagerði 2, Kópavogi. Sólrún Engilbertsdóttir, Esjubraut 29, Akranesi. 60 ára Ámi Ámason, Kópavogsbraut 47, Kópavogi. Búi Guðmundsson, Suðurgötu 71, Hafnarfirði. Guðni Þorvarður Sigurðsson, Þrastanesi 2, Garðabæ. Jóhanna Björg Bjamadóttir, Vatnskoti la, Djúpárhreppi. Vignir Jónsson, Ljósheimum 14a, Reykjavík. 50 ára Arndís Borgþórsdóttir, Holtsbúð 5, Garðabæ. Bragi Benediktsson, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. Friðrikka Elín Jónasdóttir, Akurgerði 3, Kópaskeri. Margrét Jónsdóttir, Jaðarsbraut 33, Akranesi. Þórólfur Þorsteinsson, Bakkavegi 21, Keflavík. 40 ára Guðrún Kristveig Gunnarsdóttir, Rauðalæk 26, Reykjavík. Gunnlaugur Friðbjamarson, Kápugili, Djúpavogshreppi. Harpa Másdóttir, Glaðheimum 26, Reykjavík. Helgi Amdal Davíðsson, Vitastíg 12, Hafnarfirði. Ingunn Bima Bragadóttir, Vatnsleysu II, Biskupstungnahreppi. Jóhanna Jóhannesdóttir, Hólmgarði 8, Reykjavík. Jón Gfslason, Stóra-Búrfelli, Svínavatnshreppi. Katrín Marinósdóttir, Hraunbæ 58, Reykjavík. Kristinn Amar Guðjónsson, Vesturbergi 6, Reykjavík. Marcia P. Sólveig Gunnarsson, Laufrima 22, Reykjavík. Páll Guðmimdsson, Húsafelli II, Hvítársíðu. * IJrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.