Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 44
52 imm LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 T>V Skíðaganga - tvíþraut - fjallaskokk - á föstudaginn langa Samtvinnaðar þrekþrautir af ýmsu tagi hafa undanfarin ár náð miklum vinsældum erlendis og eng- in ástæða til annars en ætla að sú þróun muni verða hér á landi. Þrí- þrautir þar sem fléttað er saman skokki, sundi og hjólreiðum, njóta töluverðra vinsælda og sömuleiðis tvíþrautir af ýmsum toga. Ein teg- und tviþrautar er skíðaganga og Umsjón ísak Örn Sigurðsson fjallaskokk. Skíða- og Frjálsíþrótta- deild ÍR hafa undanfarin tvö ár stefnt að því að koma á tvíþraut af þessu tagi. Fram að þessu hefur að- eins tekist halda fjallaskokkið, en snjóleysi hefur hamlað því að hægt væri að halda skíðagönguhlutann. En nú er nægur snjór til staðar á skíðasvæði ÍR-inga og útlitiö bjart. Föstudaginn langa verður al- menningsskíðaganga á vegum Skíðadeildar IR. IR-ingar horfa bjartsýnir fram á veginn og ætla sér að halda gönguna föstudaginn ann- an apríl. Genginn verður 11 km hringur með tímatöku. Rásmark verður við skíðasvæði ÍR í Hamra- gili og gengið um Sleggjubeinsskarð, Innstadal með hliðum Skarðsmýrar- fjalls, um Hellisskarð, framhjá Kol- viðarhóli og að þjónustumiðstöð ÍR (sjá meðfylgjandi kort). Ræst verður í skíðagönguna kl. 13, allar upplýsingar og skráning í síma 567 7750 og 878 1770 (símsvari). Ekki verður tekið við skráningum eftir kl. 11 að morgni 2. apríl. Þátt- tökugjald er kr. 600. Verðlaunaaf- hending verður að göngu lokinni. Skíðagangan í ár verður látin gilda sem hluti af tvíþraut áranna 1997 og 1998. Veitt verða verðlaun í karla- og kvennaflokki fyrir bæði árin. Það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í báðum greinum. Hægt er að taka þátt f hvorri keppninni sem er, skíðagöngunni eða fjallaskokkinu. Föstudaginn langa veröur almenningsskíðaganga á vegum skíðadeiidar ÍR Genginn verður 11 km hringur með tímatöku. Samfýlkingarínnar - Sighvatur Björgvinsson í opnuviðtali Ebbu Slagsmálog meiðingar Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan, bfó, o.m.ft. AekríUtrtimhw w 800-70SO Einnar til þriggja stjörnu hlaup Fjöldi stjama segir til um staðal sem viökomandi hlaup uppfyllir: (Ath., ef hlaup er ekki með stjömu er ekki um keppnishlaup að ræða.) *** - Mæling á stöðluðum vegalengdum, s.s. 5 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon. Æskilegt undirlag malbik. Aðili frá mótshaldara sem er ábyrgur gagnvart mælingunni. - Sjúkragæsla á hlaupaleið og við enda- mark. - Marksvæði lokað fyrir umferð. - Brautarvarsla á hlaupaleið. - Drykkjarstöðvar á hveijum 4-5 km og við endamark. - Tímataka - Aldursflokkaskipting - Verðlaun fyrir alla þátttakendur. - Aukaverðlaun s.s. útdráttarverölaun. ** - Sjúkragæsla við endamark. - Marksvæði lokað fyrir umferð. - Brautarvarsla á viðsjárverðum stöð- um. - Drykkjarstöðvar - Tímataka - Aldursflokkaskipting - Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki og e.t.v. fleiri þátttakendur. - Sjúkragæsla við endamark. - Brautarvarsla á viðsjárverðum stöð- um. - Drykkjarstöðvar - Tímataka á a.m.k. flmm fyrstu körl- um og konum i mark. - Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki. Of mikið kólesteról? Var með það, en ekki lengur. Jurtafæðan lagfærði það. Persónuleg reynsla og árangur. Frítt sýnishorn og ráðgjöf. Póstkr.A/isaÆuro 30 daga skilafrestur S. 562-2123 / 861-4577 Fram undan ... Mars: 27. Marsmaraþon *** Hefst kl. 10 og 11 við Ægisíðu, Reykjavík (fyrri tímasetningin er fyrir þá sem ætla sér að vera yfir 4:15 tima að hlaupa vegalengd- ina). Vegalengd: maraþon með !? timatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Paraboð- hlaup þar sem hvor aðili (verður að vera kona og karl) fyrir sig hleypur hálfmaraþon. Upplýsing- ar Pétur I. Frantzson í síma 551 4096 og símboða 846 1756. Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygðar ** Hefst kl. 14 við Félagslund 1 | Gaulverjabæjarhreppi. Vega- 8 lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með S tímatöku. Flokkaskipting, bæði í kyn: 14 ára og yngri (3 km), kon- ur 39 ára og yngri, 40 ára og eldri í (5 km), opinn flokkur kvenna (10 km), karlar 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar gefur Markús ívars- son í síma 486 3318. 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó *** Hefst kl. 13 við Ráðhús Reykja- : víkur. Vegalengd 5 km með tíma- töku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnis- flokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og op- inn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Verð- laun fyrir 1. sæti í hverjum ald- ursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skrán- ing í Ráðhúsinu frá kl. 11. Upp- lýsingar gefur Kjartan Ámason í síma 587 2361 og Gunnar PáU Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnar- fjarðar (**) Hefst kl. 13 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir. 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn. 5 ára og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, | 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- i ingar Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku* Upplýsingar Fanney Ólafsdótt- ir í síma 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiða- manna * Upplýsingar Valgerður Auö- unsdóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA ** Hefst við íþróttahúsið að f Varmá, MosfeUsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 11.30. Vegalengd- ir. 3 km án tímatöku hefst kl. 13 og 8 km með tímatöku og sveita- keppni hefst kl. 12. 45. Sveita- keppni. Opinn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. AUir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar Kristín Egilsdóttir í síma 566 1 7261. Maí. 1.1. maíhlaup UFA ** Hefst kl. 13 við Sportver. Vega- í lengdir. 4 km og 10 km með tíma- I töku og flokkaskiptingu, bæði kyn. 6 ára og yngri (1 km), 7-9 j ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun j fyrir þrjá fyrstu í öllum flokkum og allir sem ljúka keppni fá verð- í! launapening. Útdráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri. ■HlBMiaHiMSH]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.