Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Page 44
52 imm LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 T>V Skíðaganga - tvíþraut - fjallaskokk - á föstudaginn langa Samtvinnaðar þrekþrautir af ýmsu tagi hafa undanfarin ár náð miklum vinsældum erlendis og eng- in ástæða til annars en ætla að sú þróun muni verða hér á landi. Þrí- þrautir þar sem fléttað er saman skokki, sundi og hjólreiðum, njóta töluverðra vinsælda og sömuleiðis tvíþrautir af ýmsum toga. Ein teg- und tviþrautar er skíðaganga og Umsjón ísak Örn Sigurðsson fjallaskokk. Skíða- og Frjálsíþrótta- deild ÍR hafa undanfarin tvö ár stefnt að því að koma á tvíþraut af þessu tagi. Fram að þessu hefur að- eins tekist halda fjallaskokkið, en snjóleysi hefur hamlað því að hægt væri að halda skíðagönguhlutann. En nú er nægur snjór til staðar á skíðasvæði ÍR-inga og útlitiö bjart. Föstudaginn langa verður al- menningsskíðaganga á vegum Skíðadeildar IR. IR-ingar horfa bjartsýnir fram á veginn og ætla sér að halda gönguna föstudaginn ann- an apríl. Genginn verður 11 km hringur með tímatöku. Rásmark verður við skíðasvæði ÍR í Hamra- gili og gengið um Sleggjubeinsskarð, Innstadal með hliðum Skarðsmýrar- fjalls, um Hellisskarð, framhjá Kol- viðarhóli og að þjónustumiðstöð ÍR (sjá meðfylgjandi kort). Ræst verður í skíðagönguna kl. 13, allar upplýsingar og skráning í síma 567 7750 og 878 1770 (símsvari). Ekki verður tekið við skráningum eftir kl. 11 að morgni 2. apríl. Þátt- tökugjald er kr. 600. Verðlaunaaf- hending verður að göngu lokinni. Skíðagangan í ár verður látin gilda sem hluti af tvíþraut áranna 1997 og 1998. Veitt verða verðlaun í karla- og kvennaflokki fyrir bæði árin. Það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í báðum greinum. Hægt er að taka þátt f hvorri keppninni sem er, skíðagöngunni eða fjallaskokkinu. Föstudaginn langa veröur almenningsskíðaganga á vegum skíðadeiidar ÍR Genginn verður 11 km hringur með tímatöku. Samfýlkingarínnar - Sighvatur Björgvinsson í opnuviðtali Ebbu Slagsmálog meiðingar Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan, bfó, o.m.ft. AekríUtrtimhw w 800-70SO Einnar til þriggja stjörnu hlaup Fjöldi stjama segir til um staðal sem viökomandi hlaup uppfyllir: (Ath., ef hlaup er ekki með stjömu er ekki um keppnishlaup að ræða.) *** - Mæling á stöðluðum vegalengdum, s.s. 5 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon. Æskilegt undirlag malbik. Aðili frá mótshaldara sem er ábyrgur gagnvart mælingunni. - Sjúkragæsla á hlaupaleið og við enda- mark. - Marksvæði lokað fyrir umferð. - Brautarvarsla á hlaupaleið. - Drykkjarstöðvar á hveijum 4-5 km og við endamark. - Tímataka - Aldursflokkaskipting - Verðlaun fyrir alla þátttakendur. - Aukaverðlaun s.s. útdráttarverölaun. ** - Sjúkragæsla við endamark. - Marksvæði lokað fyrir umferð. - Brautarvarsla á viðsjárverðum stöð- um. - Drykkjarstöðvar - Tímataka - Aldursflokkaskipting - Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki og e.t.v. fleiri þátttakendur. - Sjúkragæsla við endamark. - Brautarvarsla á viðsjárverðum stöð- um. - Drykkjarstöðvar - Tímataka á a.m.k. flmm fyrstu körl- um og konum i mark. - Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki. Of mikið kólesteról? Var með það, en ekki lengur. Jurtafæðan lagfærði það. Persónuleg reynsla og árangur. Frítt sýnishorn og ráðgjöf. Póstkr.A/isaÆuro 30 daga skilafrestur S. 562-2123 / 861-4577 Fram undan ... Mars: 27. Marsmaraþon *** Hefst kl. 10 og 11 við Ægisíðu, Reykjavík (fyrri tímasetningin er fyrir þá sem ætla sér að vera yfir 4:15 tima að hlaupa vegalengd- ina). Vegalengd: maraþon með !? timatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Paraboð- hlaup þar sem hvor aðili (verður að vera kona og karl) fyrir sig hleypur hálfmaraþon. Upplýsing- ar Pétur I. Frantzson í síma 551 4096 og símboða 846 1756. Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygðar ** Hefst kl. 14 við Félagslund 1 | Gaulverjabæjarhreppi. Vega- 8 lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með S tímatöku. Flokkaskipting, bæði í kyn: 14 ára og yngri (3 km), kon- ur 39 ára og yngri, 40 ára og eldri í (5 km), opinn flokkur kvenna (10 km), karlar 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar gefur Markús ívars- son í síma 486 3318. 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó *** Hefst kl. 13 við Ráðhús Reykja- : víkur. Vegalengd 5 km með tíma- töku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnis- flokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og op- inn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Verð- laun fyrir 1. sæti í hverjum ald- ursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skrán- ing í Ráðhúsinu frá kl. 11. Upp- lýsingar gefur Kjartan Ámason í síma 587 2361 og Gunnar PáU Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnar- fjarðar (**) Hefst kl. 13 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir. 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn. 5 ára og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, | 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- i ingar Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku* Upplýsingar Fanney Ólafsdótt- ir í síma 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiða- manna * Upplýsingar Valgerður Auö- unsdóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA ** Hefst við íþróttahúsið að f Varmá, MosfeUsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 11.30. Vegalengd- ir. 3 km án tímatöku hefst kl. 13 og 8 km með tímatöku og sveita- keppni hefst kl. 12. 45. Sveita- keppni. Opinn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. AUir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar Kristín Egilsdóttir í síma 566 1 7261. Maí. 1.1. maíhlaup UFA ** Hefst kl. 13 við Sportver. Vega- í lengdir. 4 km og 10 km með tíma- I töku og flokkaskiptingu, bæði kyn. 6 ára og yngri (1 km), 7-9 j ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun j fyrir þrjá fyrstu í öllum flokkum og allir sem ljúka keppni fá verð- í! launapening. Útdráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri. ■HlBMiaHiMSH]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.