Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Síða 15
I>"V LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
15
„Ætti ég að selja afa atkvæðið
mitt?“ spurði eldri dðttir mín
kvöld eitt í vikunni. Hún nær
kosningaaldri fyrir komandi þing-
kosningar og getur því í fyrsta
skipti nýtt sér hinn mikilvæga
rétt sinn í lýðræðisþjóðfélaginu.
Kosningarnar sjálfar voru henni
þó ekki ofarlega í sinni heldur
skólaritgerð sem hún var að
skrifa. Ritgerðin fjallaði um kosn-
ingaréttinn og það að kjósa í
fyrsta sinn. Efnið var viðeigandi
fyrir aldurshópinn sem nú stend-
ur frammi fyrir því að gera upp
sinn hug, nýta rétt sinn og merkja
við þann flokk sem ungdómurinn
treystir best fyrir landstjóminni
og framtíð sinni.
Efnishyggjan ræður
Stúlkan sú er ekki mjög póli-
tískt þenkjandi fremur en obbi
jafnaldra hennar. Önnur
áhugamál skyggja á stjóm-
málin. Krakkarnir vita i
meginatriðum af ein-
hverjum körlum og
konum sem sitja á
Alþingi og í ríkis-
stjórn. Ég hef
grun um að
sá góði hóp-
ur lands-
feðra og
mæðra sé býsna fjarlægur huga
flestra átján ára unglinga. Vera
kann að góður árangur í efna-
hagsmálum, jafnvægi og festa í
landstjórninni undanfarin ár sé
hluti þeirrar skýringar. Lands-
menn hafa það upp til hópa
þokkalegt. Viðurkennt er að vel-
megun hefur ríkt um hríð. Hugs-
anagangur fullorðinna er því efn-
islegur fremur en á nótum hug-
sjóna, stétta- eða stjórnmálabar-
áttu. Sá þanki foreldra og forráða-
manna hefur áhrif á unga fólkið,
kynslóðina sem er að vaxa upp.
Foreldrarnir hugsa um fasteign
íjölskyldunnar, jafnvel stækkun
fyrst vel gengur, bætt innbú og
endurnýjun á fjölskyldubílnum.
Aðrir fara í utanlandsferðir, láta
sig dreyma um
megi takast. Það er þvi siðferðileg
skylda okkar að kjósa og velja þá
sem við treystum og hafna um
leið þeim við viljum síður sjá við
landstjórnina.“
Að hætti
stjórnmálamanna
Framhaldsskólastúlkan horfði
svolítið undirfurðulega á föður
sinn eftir þessa hátíðlegu ræðu.
„Góði pabbi, komdu þér niður á
jörðina. Þú talar eins og þú ætlir
sjálfur í framboð. Ég veit nú ekki
til þess að þú eða mamma séuð að
pæla í einhverri pólitík daginn út
og inn.“ Þótt hún segði það ekki
beint gaf hún i skyn að veraldleg
gæði væru ofar í huga foreldr-
anna en hugsjónabarátta. „Ég
mundi nú samt kjósa þig ef þú
værir einhvers staðar á lista,“
sagði hún og sendi mér elskulegt
bros.
Ég þakkaði henni traustið en
mat það svo að fallegt brosið
tengdist ekki síður þeirri frómu
ósk hennar að ég kíkti yfir kosn-
ingaritgerðina sem lá tilbúin í
handriti. Hún gerði sér að vísu
engar vonir um að ég keypti at-
kvæði hennar í vor en það mátti
hafa annars konar gagn af pabb-
anum. Ég sá,
hvað sem leið
öllum pólitísk-
um pælingum,
að unga stúlk-
an setti hags-
muni sína í
fyrsta sæti.
Hún var því í
raun eins og
stjórnmála-
mennirnir
sem hún lýsti.
Brosið dugði á
pabbann svo
hann renndi
yfir ritgerð-
ina. Óljóst er
síðan hvort
Tvö á sama báti
Þegar ég hafði lesið yfir ritgerð-
ina ræddum við um einstaka
stjórnmálaflokka, hver væru
helstu baráttumál þeirra og
stefnumið. Ég vandaði mig sem
mest svo stúlkan fengi óbrenglaða
mynd af því sem í boði er. Þetta
var enda í fyrsta skipti sem við
feðginin ræddum þessi þungavigt-
armál samfélagsins og tímabært
með tilliti til kosningaréttarins.
„Hvar heldurðu að ég standi í
pólitík?" spurði dóttir mín þeg-
ar við höfðum rætt allt sem í
boði var. „Það get ég ekki sagt
þér, þú verður að ákveða þig
sjálf,“ sagði ég trúr sjálfum
mér. í huga mér blasti það þó
við miðað við yfirlýsingar
hennar og væntingar. Ég sá
ekki betur en hún væri á
sama báti og afinn.
Ætli hún sér í samninga við
hann um atkvæðið reynir á
viðskiptahæfileika hennar og
pókerandlit. Hún má ekki gefa
upp hug sinn. Þá sér afinn
strax að hún hefur ekkert að
selja.
Hjörtu þeirra slá nefnilega á
sama stað.
landskika i sveitinni og jafnvel
sumarhús á skikann þegar vel
stendur á. Allir þessir draumar
kosta peninga. Það er tiltölulega
auðvelt að útvega fjármagn en
áætlanir þurfa að ganga upp svo
hægt sé að standa undir skuld-
bindingunum. Efnishyggjan er
því ráðandi. Það eru hin verald-
legu gæði sem ráða ferðinni.
Verðmæti kosninga-
réttarins
hagslegra gæða? Voru fólgin verð-
mæti í kosningaréttinum sem
hægt var að innleysa þegar í stað?
Þá kom henni afi í hug, maður
sem fór ekki leynt með pólitiskar
skoðanir sínar og tók þátt í félags-
starfi stjórnmálaflokks. Lá ekki
beinast við að gera samning við
hann um að kjósa „rétt“ gegn ein-
hverri umbun úr hans hendi?
Hún spurði því foður sinn, upp
úr miðri kosningaritgerðinni,
hvort þetta væri ekki þjóðráð. Nú
skal það tekið fram að afinn er
maður sanngjarn og réttsýnn og
hefði án efa hafnað ósk barna-
barnsins með nýfengna kosninga-
réttinn. Pistilskrifari, faðir
stúlkunnar, tók það þó að sér
þegar í stað og benti ung-
lingnum á að kosningarétt-
urinn væri dýrmætur og
hann væri ekki til sölu.
Hver og einn yrði að
ígrunda það sem i boði
væri og kjósa eftir eig-
in sannfæringu, ekki
annarra. Hún ætti
hvorki að fara eftir
pabba- né afapólitík
heldur eigin ákvörðun.
Hátíðleg ræða
Stúlkan, efnislega þenkjandi
sem fyrr, gerði hlé á
ritgerðarskrifunum
og spurði af hóg-
værð hvort þeir sem
þátt tækju í stjóm-
málum væri ekki
allir að ota sínum
tota? „Vilja þeir
ekki fá sem mest
fyrir sjálfa sig?“
spurði hún. „Hvern-
ig er með þessa
kalla á þingi sem
eru að hætta? Verða
þeir ekki ýmist
bankastjórar, for-
stjórar eða sendi-
herrar?“ Mér vafð-
ist tunga um tönn
enda erfitt að að
benda beinlínis á
hugsjónamenn í
hópi stjórnmála-
mannanna. Hitt
gladdi mig að stúlk-
an vissi meira um
gang þjóðfélags-
mála og fylgdist bet-
m’ með en hún lét í veðri vaka.
„Stjórnmálaflokkarnir eru
merkilegar stofnanir," sagði ég,
„þótt við séum ekki sammála öllu
sem gert er eða mislíki við ein-
staka menn innan flokkanna.
Vestrænar lýðræðisþjóðir, eins og
okkar, búa við besta kerfi sem völ
er á þótt það sé ekki gallalaust.
Því verðum við að verja það og
leggja okkar af mörkum svo það
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
aðstoðarritstjóri
umbunina.
hún fer að
ráðum föður
síns þegar
kemur að
kosningunum
og kýs eftir
sannfæringu
Vða reynir við
afann og
Skólaritgerð
stúlkunn-
ar varð
þ v í
til þess að hún
hugsaði í
fyrsta skipti
um þátttöku
sína í kosning-
um. Hún áttaði
sig á því að
hún varð að
taka afstöðu,
gera upp sinn
hug. Þar sem
pólitískur
áhugi var
skornum
skammti,
flokkarnir
hver öðrum
líkir að henn-
ar mati, lá
beinast við að
skoða málið
frá öðru sjón-
arhomi.
Hvemig
mátti nýta
nýfenginn
rétt til
auk-
inna
efna-
af
Sölugildi atkvæðis