Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Tímabundin lög um endurgreiðslu á kostnaði við erlenda kvikmyndagerð: Eiga að laða að er- lenda kvikmyndagerð - kvikmyndagerðarmenn fagna - Samtök iðnaðarins í vafa Á neðri myndinni er gamla Sanitasverksmiðjan við Köllunarklett. Húsið hefur verið notað nokkrum sinnum við gerð kvikmynda. Efri myndin er hins vegar af þeim stað við Efstaleiti þar sem til stendur að reisa kvikmyndaver sem frá upphafi verður hannað sem slíkt. að endurgreiða tímabundið hluta af innlendum framleiðslukostnaði. Heimilt er nú að greiða úr ríkis- sjóði, eins og segir í lögunum, „hlutfall af framleiðslukostnaði sem til fellur við gerð kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi.... Með framleiðslukostnaði er átt við allan kostnað sem heimilt er að draga frá tekjum af atvinnurekstri samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt. Skilyrði er þó að kostnaðurinn falli til hér á landi og að greidd laun og verk- takagreiðslur séu sannanlega skattlagðar hér á landi.“ Um endurgreiðslu skulu erlend- ir kvikmyndagerðarmenn sækja til iðnaðarráðuneytisins, en til að eiga rétt á honum þarf að uppfylla nokkur skilyrði. Þeirra helst er að stofna skal sérstakt félag sem skráð yrði hér á landi um gerð hverrar myndar. Þetta skal gert í þeim tilgangi að tryggt sé að gjald- færsla kostnaðar og uppgjör fari að íslenskum lögum, launakostn- aður verði skattlagður hér á landi og til að kostnaði við tiltekna mynd sé ekki blandað saman við kostnað hjá félagi sem t.d. fram- leiðir fleiri en eina mynd eða er í blönduðum rekstri. Sundurliðuð áætlun um kostnað og fjármögnun þarf að liggja fyrir svo að ganga megi úr skugga um að um raun- verulegt verkefni sé að ræða og að búið sé að tryggja fjármögnun þess. Þá skal framleiðslukostnaður hverrar myndar vera minnst 80 milljónir króna til þess að tryggja að verkefnin séu af þeirri stærð að þau hafi einhverja efnahagslega þýðingu og efli þar af leiðandi inn- lenda kvikmyndagerð. -SÁ Það leikur ekki vafi á því að kvik- myndagerðarmenn hafa fagnað lög- um sem sett voru nýlega, að frum- kvæði Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um tíma- bundnar endurgreiðslur úr ríkis- sjóði á hluta kostnaðar erlendra kvikmyndafyrirtækja viö mynda- tökur hér á landi. Lögin eru tímabund- in og gilda til ársloka 2005. Endurgreiðslu- hlutfallið er hæst fyrst, en lækkar í upp- hafi árs 2003. Hvort sem það er fyrir bein áhrif þessara nýju laga eða ekki, þá hafa tvö er- lend kvikmyndafélög þegar samið við íslensku kvikmyndasam- steypuna um verktöku við tökur á tveimur kvikmyndum hérlendis á þessu ári og samningar um þá þriðju eru sagðir í burðarliðnum. En það eru ekki allir jafn ánægðir. yfír þessum lögum. Hann segir í leiðara fréttabréfs samtakanna, að þar á bæ hafi því verið fagnaö að tími sértækra aðgerða, hafta og skömmtunar væri nú liðinn, en í staðinn hefðu, ekki síst með EES- samningnum, komið almennar leik- reglur og samkeppni á frjálsum markaði. Af frétt- um undanfarinna daga væri þó ljóst að breytingin væri alls ekki orðin svo fóst í sessi að hægt væri að fagna því að tími sértækra lausna, hafta og skömmtunar væri liðinn. Þessu til staðfest- ingar nefnir Sveinn nýlegar hugmyndir stjórnmála- manna um að þeir sem búa úti á landsbyggðinni eigi að fá sérstakar skattaívilnanir og að námsmenn af landsbyggðinni skuli fá afslátt af námslánum sínum. Þama sé í raun verið að leggja til að mismuna fólki Innlent fréttaljós Stefán Ásgrímsson eftir póstnúmerum. Sveinn nefnir nokkur fleiri dæmi um hugmyndir, einkum frá stjómmálamönnum, um sértækar aðgerðir í þágu einstakra hópa eða landsvæða, svo sem skattaafslátt sjómanna. Sjómannaaf- slátturinn sé ígildi ríflega 1,3 millj- arða ríkisstyrks til sjávarútvegar- ins. Fyrir þessa fjárhæð mætti tO dæmis, að sögn Sveins í leiðaran- um, greiða laun 500-600 iðnaðar- manna. Þama sé verið að mismuna mönnum eftir atvinnugreinum. ívilnanir valda vanda Sveinn rekur síðan þann vanda sem hvers konar sértækar aðgerðir einstakra ríkja, skattalegar ívilnan- ir, ríkisstyrkir o.fl. undir merkjum alþjóðavæðingar geta og hafa vald- ið. Þessum aðgerðum hafi verið beitt í þeim tilgangi að ná til við- komandi landa störfum og skatttekj- um frá öðrum. Engin grein hér á landi hafi orðið fyrir eins miklum áföllum af völdum aðgerða annarra af þessu tagi og íslenskur skipaiðn- aður. Engu að síður sé verið að feta þessa braut hér á landi með t.d. nýj- um lögum um alþjóðleg viðskiptafé- lög sem versla eiga með landbúnað- Tilboðsverð: kr. 18.900 Hvati til kvikmyndunar I greinargerö með frumvarpi að lögunum segir að tilgangurinn sé að koma á sérstöku hvatakerfi, þannig að fyrir fram ákveðið hlutfall fram- leiðslukostnaðar, sem til fellur hér á landi við gerð kvikmyndar, verði endurgreitt þegar verkinu lýkur. Stafshópur sem ráðherra skipaði til að gera tillögu aö lagasetningunni taldi að endurgreiðslukerfi af þessu tagi ætti að vera einfalt og gagnsætt og þjóna jafnt innlendum sem er- lendum kvikmyndaframleiðendum. Það myndi hvetja til uppbyggingar greinarinnar á allra næstu árum og vel til þess fallið að efla innlenda kvikmyndagerð, samfara þvi að er- lend fyrirtæki sæju sér hag í starf- semi hér á landi. Einfalt endur- greiðslukerfi kæmi í stað ýmiss konar skattaívilnana sem erfitt væri að fylgja eftir í framkvæmd. Megintilgangurinn er sem sé sá að efla innlenda kvikmyndagerð, þar sem islenskir kvikmyndagerðar- menn eigi þess kost að auka þekk- ingu sína í samstarfi við erlenda starfsbræður. Með því að laða að er- lenda kvikmyndagerðarmenn verður að mati starfshópsins unnt að þjálfa íslenskt fagfólk til sjálfstæöra verka á þessu sviði, bæta tækjakost kvik- myndaiðnaðarins hér á landi og síð- ast en ekki síst að koma íslandi, náttúru landsins og íslenskri menn- ingu á framfæri með þátttöku stórra erlendra kvikmyndaframleiðenda. Ekki einskær gleði Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, er ekki sérlega uppnuminn af hrifningu Gull og Siifursmiöjan ERNA Skipholti 3 FANNAR KJARNA Mosfelisbæ arafurðir og fisk. Þau eiga að fá rík- isstyrk til markaðssetningar og greiða 5% tekjuskatt en enga eignar- skatta eða stimpilgjöld. Innlend fyrir- tæki eiga hins vegar ekki að njóta þess sama. Annað dæmi sé síðan lögin um sér- stakar ívilnan- ir til handa er- lendum fram- leiðendum kvikmynda hér á landi. Sveinn undirstrikar að ekkert sé nema gott um það að segja í sjálfu sér, að ýta hér undir alþjóðlega verslun með fisk og kvikmyndagerð. Spumingin sé hins vegar þessi: „Er rétt að stjóm- málamenn taki um það ákvarðanir að nú sé rétt að ívilna einni grein í dag og annarri á morgun? Þess er raunar skemmst að minnast að þeg- ar erlendir ríkisstyrkir voru hér að sliga skipaiðnaðinn höfðum við ekki ráð á að styrkja skipaiðn- að okkar til jafns við það sem um- samið var og all- ir keppinautarn- ir fengu. Nú bregður svo við að við höfum efhi á að styrkja kvikmyndafram- leiðslu myndar- lega. Er það mat stjómvalda að kvikmyndaiðn- aður sé miklu mikilvægari en skipaiðnaður?" spyr fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins. Laða að erlenda bíómenn í fyrstu greinum hinna tíma- bundnu laga segir að markmið þeirra sé að laða að erlenda aðila til að framleiða kvikmyndir eða sjónvarpsefni hér á landi, með því Erlend kvikmynda- gerð á íslandi - hlutfall endurgreidds framleiðslukostnaðar 1999-2002 2003-2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.