Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 JL>"V ftéttir Þórir Haraldsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra. Kæra Mannverndar: Hugsan- lega vís- að frá „Málið er komið af stað hjá okkur og fyrsta skrefið er að at- huga hvort það málefni sem kært er heyri undir úrskurðarvald ráðuneytisins," sagði Þórir Har- aldsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, um kæru Mann- verndar á hendur Landlæknis- embættinu vegna eyðublaðs um úrsögn úr gagnagrunni. Samtök- in fara þess á leit við heilbrigðis- ráðherra að ráðuneytið felli úr gildi ákvörðun landlæknis um eyðublaðið og feli honum að hanna nýtt eyðublað þar sem at- hugasemdir Mannverndar verði hafðar til hliðsjónar. Samtökin telja eyðublaðið vera villandi og ekki í samræmi við lög um gagnagrunn. Þórir sagði að þegar búið væri aö athuga hvort málið heyrði undir úrskurðarvaldið yrði um að ræða lögfræðilegan úrskurð um hvert efnisatriða fyrir sig. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig efn- islega um kæruna. Aðspurður hvort hugsanlegt væri að þessu máli yrði vísað frá sagði Þórir að þaö væri þekkt niöurstaða í stjórnsýslunni að mál heyrðu ekki undir úrskurð- arvald æðra stjómvalds. Um þetta ákveðna mál vildi hann ekki tjá sig þar sem það væri nú til athugunar. -JSS Aðstoðarlandlæknir um kæru Mannverndar: Nota má öll eyðublöð - ef upplýsingarnar á þeim eru nógu ítarlegar Stjómsýsluákæra Mannverndar vegna eyðublaða til úrsagnar úr gagnagrunni kom landlæknisemb- ættinu í opna skjöldu, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðar- landlæknis. Hann sagði í viðtali við DV að embættiö hefði talið sig í góðu samstarfi við Mannvernd og hefði m.a. sent samtökunum kynn- ingarbækling um gagnagrunninn til yfirlestrar. Þá sagði Matthías að nota mætti eyðublöð Mannvemdar til úrsagnar úr gagnagranni, rétt eins og eyðublöð landlæknisemb- ættisins. Eins yrðu þær úrsagnir teknar gildar sem borist hefðu áður en eyðublöðin voru lögð fram, svo fremi sem þær hefðu að geyma nógu ítarlegar upplýsingar um vilja við- komandi í þessum efnum. Annað væri misskilningur starfsmanns þess. „Mér finnst ekki margt í þessari kæra sem flokka mætti undir efnis- leg atriði,“ sagði Matthías. „Það gæti vel komið til greina að gera einhverjar breytingar á eyðublað- inu en sum þessara atriða tel ég mjög léttvæg eins og t.d. að hvort ís- lenska skjaldarmerkið er á því eða ekki. í lögum um gagnagrunn stend- ur „beiðni“ til landlæknisembættis- ins, auk þess sem ekki er sjálfgefið aö orðið yrði við öllum beiðnunum, t.d. vegna látins fólks. Ekki er orðið við slíkum beiðnum.“ Aðalatriðið er að þau atriði sem spurt er um á eyðublaðinu hjá okk- 25 oryggismyndavelar settar upp í Garðaskóla „Hugmyndin er sú að setja upp öryggismyndavélar á helstu átaka- svæðum í skólanum, þar sem pústrar og annað vesen er algeng- ast,“ segir Gunnlaugur Sigurðs- son, skólastjóri í Garðaskóla í Garðabæ. „Við settum upp fiórar í haust og nú bætum við rúmlega tuttugu við.“ Hugmynd skólastjórans er sú að tryggja öryggi nemenda og upp- lýsa mál sem upp koma. Rafvirkj- ar vinna nú hörðum höndum við að koma myndavélunum upp og verða þær settar í anddyri, við matsölu og fataskápa en þeir hafa oftlega verið brotnir upp og verð- mætum úr þeim stolið. “Ég sá þetta kerfi í skóla erlend- Jóhann Hannó Jóhannsson, lögg. bifreióasaii SigriSur Jóhonnsdóftir, lögg. bifreiðasali FriSbjörn Kristjónsson, sölufulllrúi Jóhann M. Ólafsson, sölufulltrúi EVRÓPA BILASALA ,TAKN UM TRAUST' Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8:30 Virka daga Sími 581 1560 Opel Tigra 1400 ‘96, ekinn 60 þús. km. Verð 1.390.000. Hyundai Coupé '97, 200 cc, ekinn 23 þús. km. Verð 1.550.000. Ford Explorer XLT 07/'98, ekinn 11 þús. km. Verð 3.890.000. Volvo 850 '96, ekinn 40 þús. km, hlaðinn aukabúnaði. Verð 2.490.000. Ford Escort station 07/'98, ekinn 13 þús. km. Verð 1.290.000. Opel Astra 1600 station '97, ekinn 30 þús. km. Verð 1.250.000. EVRÓPA-BÍLASALA býður nú fyrst bílasala upp á sölumeðferð fyrir þig sem þarft að selja bílinn þinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hafðu samband við sölumenn okkar strax, fáðu upplýsingar og skáðu bílinn í meðferð. Við vinnum fyrir þig. Opiö alla daga Sími 581 1560 Öryggismyndavél stillt af í Garða- skóla. is og þar var mér tjáð að öll vand- ræði, átök og einelti hefði verið úr sögunni eftir að myndvélarnar voru settar upp. Ég vonast eftir sama árangri hér,“ segir Gunn- laugur skólastjóri. „Það er stað- reynd að það er meiri harka í skólalífinu en áður og við því þurf- um við að bregðast á einhvern hátt.“ -EIR Alþingiskosningarnar: Framboðs- frestur til 10. apríl Segja má að kosningar til Alþing- is séu hafnar, en utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla er hafin um allt land, en hana má heíja átta vikum fyrir kosningar. Frestur til að skila inn framboðuð rennur út 10. apríl, eða fjórum vik- um fyrir kosningar. Víða í kjör- dæmum landsins eru mörg framboö ókomin fram, en á næstu dögum má vænta þess að framboðslistar „fæð- ist“ og verði jafnvel lagðir fram fyr- ir páska. -gk Tvö þúsund ur komi líka fram á því blaði sem fólk sendir inn. Við lítum á það sem okkar hlutverk að koma eyðublöð- um til þess fólks sem vill ekki vera í gagnagranninum, en ekki að vera að ráðskast með þetta.“ Matthías sagði, að landlæknis- embættið teldi nóg að annar foreldr- anna færi fram á að barn færi ekki inn í gagnagrunninn. Ef að annað foreldranna vildi það ekki ætti bamið ekki að fara inn i granninn. „Mér finnast þessi atriði í kæranni helst til þess fallin að vekja athygli á málstað og mót- mæla, þvi stórvægileg geta þau ekki talist,“sagði hann. „Þeir hefðu a.m.k. getað látið okkur vita“ -JSS 2000-vandinn fer nú að snúast upp |í fúlustu alvöru þar sem árþúsunda- mót nálgast óðfluga. Einn af þeim jfsem ber hitann og þungann af for- vamarstarfi vegna þessa vanda er Hauk- ur Ingibergsson, for- maður 2000-nefndar ríkisins. Þeir sem ekki kveikja muna kannski eftir Hauki þar sem hann kyrj- aði lagið um jibbíjei og 17. júní forðum. Haukur er vakinn og sofinn í hinu vandasama starfi. 2000-vandinn á hug hans allan. Því hafa gaman- samnir menn tekið upp á því að sleppa skírnarnafni kappans en kalla I hann þess í stað 2000-kallinn.... Skipt út Ef nefnd fyrrnefnds Hauks verð- ur í kraftaverkastuði og tekst að græja alla hluti þannig að enginn 2000-vandi herjar á landsmenn er búist við að honum verði launað ríku- lega. Segja fróðir menn að þá verði Finnur Ingólfs- son, viðskiptaráð- , herra og flokks- bróðir Hauks og , félagi, svo ánægður að hann muni leggja til aðKjar- ; val verði þurrkaður út af 2000 króna seðlinum og söngvarinn góði settur þar í staðinn.... Aðalkallinn Nú er ljóst að Ellert Schram, forseti ÍSÍ, ætlar ekki i framboð fyr- ir alþingiskosningamar. Sverrir Hermannson og Frjálslyndir höfðu rellað í honum um framoð eða samstarf um slíkt. Stjórn- málaskýrandi Sand- ! koms sagði að þeg- ar upp var staðið hafi þetta verið spumingin um kónga og kafteina. Ellert hafi isosum vfljað vera í samfloti með Sverri og félögum en helst viljað jhafa þá í togi. Enda sjálfsagt getað halað inn ófá atkvæði. Sverrir hafi : hins vegar ekki vOjaö ljá máls á i slíku. Hann lítur á sig sem kónginn á þessum væng stjómmálanna og | tekur ekki í mál annað en að vera Íaðalkallinn. Stormsker og jólin Hið nýja tímarit Hrafns Jökuls- sonar, Hrókur afls fagnaðar, hefur að geyma meira en bara áfengisaug- llýsingar. Kristinfræðsla er þar líka áberandi en um hana sér Sverrir Stormsker. í grein sinni „Var Ésú |nörd?“ segir m.a.: Í’ ‘(með stormskerskri stafsetningu): „Ljósasti vottur ;aþess að mannkinið er ekki svo mikið sem tObúið undir Itréverk í vitsmunalegu tilliti er aö það skuli ennþá, eftir aflar þessar i þúsundir ára í bakarobninum, vera að burðast með þessar apamenjar sem trúarbrögðin eru. Um leið og síðasta brínguhárið hverfur, hverfa trúarbrögðin. Ég er mótmælandi. Ég mótmæli hverskins trúarbrögðum. Þau eru ekki aðeins þokkalega for- heimskandi og þroskahamlandi heldur stórhættuleg heimsbigðinni. j|Ég efast um mikOvæi trúarinnar en trúi á mikOvæi efans. Það mættu I fleiri gera - án þess ég æfli aö fara að þvínga fíflk til þess með kristOegu ofbeldi að hætti kærleiksríkra trú- boða.“ Stormsker segist sömuleiðis lítið gefinn fyrir krist-mas á jólun- |um. Ætli happatalan hans sé 666?... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.