Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 50
58 tyndbönd LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 iSSSmm tík 1% Jí. M. JU JS. A M. w Homegrown Grasasnar ★★i Ætli flesta hasshausa dreymi ekki um að komast óvænt yfir margra milljóna króna virði af dópi? Þessi mynd tekur slíka fantasíu fyrir og fiflast með hana þangað til dópistamir glopra öllu niður. Jack Carter og Harlan vinna á stórum marijúana-búgarði og una glaðir við sitt þangað til yfirmaður þeirra er myrtur. Þar sem þeir áttu inni árs- laun hjá honum ákveða þeir að taka smáræði af uppskerunni og selja í hans nafni fyrir laununum. Þetta gengur svo vel að þeir ákveða að halda dauða hans leyndum og selja sjálfir alla uppskeruna en gallinn er að þeir eru mestu meinleysingjar og algjörir viðvaningar í hörðum heimi dópsölunnar, þ.e. algjörir grasasnar. Þessi mynd ætti að höfða að einhverju leyti til flestra fyrrverandi, nú- verandi og tilvonandi hasshausa og gerir grimmt út á goðsögnina um hasshausa sem friðelskandi sakleysisgrey. Myndin er ekkert átakanlega fyndin en á ágæta spretti inn á milli. Fyrst og fremst eru það leikararn- ir sem gera myndina þess viröi að sjá hana. Ekki er aðeins vel skipað í aðalhlutverkin heldur koma nokkrir þekktir leikarar fram í smáhlut- verkum (Jamie Lee Curtis, John Lithgow, Ted Danson, Judge Reinhold, Jon Bon Jovi) og greinilegt að málstaður hasssmælingjans á sér nokkra samúð meðal leikarastéttarinnar í Hollywood. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Stephen Gyllenhaal. Aðalhlutverk: Billy Bob Thornton, Hank Azaria, Kelly Lynch og Ryan Phillippe. Bandarísk, 1998. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Halloween H20 Michael Myers enn á ferð ★ Laurie Strode (Jamie Lee Curtis) er enn þjökuð eftir árásir íjöldamorðingjans Michaels Myers þótt tuttugu ár séu liðin síðan þær áttu sér stað. Ótti hennar er þó að sjálfsögðu ekki ástæðulaus. Sonur hennar er einmitt rétt orð- inn sautján ára líkt og hún var þegar Myers lét hana ekki í friði. Laurie starfar annars sem skólastýra við „brynvarinn" einkaskóla og þegar Myers mætir á svæðið er sem þau séu lokuð í fangelsi. Þau geta ekki flúið og verða að takast á við ógnvald- inn sem fækkar þeim jafnt og þétt. Eftir nokkur líflegheit í hryflingsmyndageiranum hafa menn tekið þá ákvörðun að gera enn eina Hafloween-myndina. Hún á þó ekkert skylt við þá meðvitund er finna má í Scream-myndunum. Maður hefði nú haldið að aðstandendur myndarinnar myndu nú leika sér eilítið með uppgjör Jamie Lee Curtis við Myers/gömlu myndirnar. Þess í stað virð- ist Curtis taka sig fullkomlega alvarlega sem alkóhólisti með vafasama fortið. Óhætt er að segja að þessi lokamynd seríunnar (vonandi) renni ásamt Curtis fullkomlega á rassinn. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Steve Miner. Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis, Adam Arkin og Michelle Williams. Bandarísk, 1998. Lengd: 93 mín. Bönn- uð innan 16. -bæn Zero Effect Óþolandi snillingur -xr«. ★ ★★ Það eru gömul sannindi (jæja, eða gömul þjóðtrú) að snillingar séu jafnan óþolandi í sam- skiptum. Þetta er grunnhugmyndin á bak við aðal- söguhetju Zero Effect sem er einkaspæjarinn Daryl Zero (Bill Pullman). Athyglisgáfa hans og rök- leiðsluhæffleikar eiga engan sinn líka og gera hann að heimsins besta einkaspæjara. Þegar rannsókn málsins sleppir er hann hins vegar tflfinningalega bældur og tillitsslaus ruddi sem eyðir tíma sínum í spíttneyslu og að semja ömurleg lög á gítarinn sinn. Per- sónan er greinflega byggð á heróínfiklinum og fiðluleikaranum Sher- lock Holmes. Þessi nútíma Sherlock Holmes á sinn nútíma Watson í gervi Steve Arlo (Ben Stiller), lögfræðings sem aðstoðar Zero við rann- sóknir hans. Myndin rekur á kómískan hátt rannsókn Zero á fjárkúgunarmáli sem reynist hafa margar hliðar. Þótt málið sé flókið er það engin fyrirstaða fyrir Zero en verra vandamál er aðdáun hans á föngulegri hjúkrunar- konu sem er einnig hin grunaða í málinu. Hugmyndin er skemmtileg og vel unnið með léttgeggjaðan húmorinn. Þá er sögufléttan í kringum sakamálið sniðug og stendur fyrir sínu. Bæði húmorinn og sögufléttan koðna þó svolítið niður undir lokin. Leikararnir standa sig með prýði og hafa greinflega gaman af þessu. Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Jake Kasdan. Aðalhlutverk: Bill Pullman, Ben Stiller og Kim Dickens. Bandarísk, 1998. Lengd: 111 mín. Bönnuð innan 12 ára. The Horse Whisperer Upphafin sveitasæla ★★ Táningsstúlkan Grace (Scarlett Johansson) er í útreiðartúr ásamt vinkonu sinni þegar þær verða fýrir vörubíl. Vinkonan deyr en Grace og hestur hennar slasast mjög alvarlega. Grace er, líkt og gef- ur að skilja, langt niðri eftir slysið. Móðir hennar, Annie (Kristin Scott Thomas), reynir að ná til hennar í gegnum hestinn. Hún heldur með hann og dótturina upp í sveit til hestahvíslarans (Robert Redford) og ekki líður á löngu þar til sjúklingarnir taka við sér. Og það gerir Annie líka, hún fellur fyrir sjarmömum. Það er nú jafnan svo að bölsótast er út í framleiðendur er skipta sér óþarflega mikið af leikstjórum. Robert Redford er aftur á móti slíkt stórmenni að hann leikstýrir ekki aðeins myndum sínum heldur framleiðir þær einnig. Og aldrei þessu vant er þetta sjáifstæði tfl vansa. Það hefði alveg mátt „þvinga" Redford til þess að sníða að minnsta kosti háiftíma af þessari langdregnu ástarsögu. Hún er engu að síður unnin af mikilli fagmennsku og mun eflaust falla þeim vel í geð er unna ljúfsárum ástarsögum og sjarmömum Robert Redford. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Robert Redford. Aðalhlutverk: Ro- bert Redford, Kristin Scott Thomas og Sam Neill. Bandarísk, 1998. Lengd: 162 mín. Ekki ”ið hæfi mjög ungra barna. -bæn Alfred Hitchcock: Snillingurinn sem fékk aldrei éskar Nú er fárviðrinu vegna árlegrar afhendingar óskarsverðlauna senn að ljúka. Stúlkurnar grétu að vanda, brandarakarlar fóru með gamanmál og Harrison Ford reyndi að kreista fram bros þegar mynd vinar hans, Stevens Spielbergs, varð af aðalverðlaununum. Spiel- berg hlaut þó verðlaun fyrir bestu leikstjórn, og nú í annað skipti. Mörgum þótti tími til kominn þeg- ar hann hlaut þau fyrst árið 1994 fyrir hið svo- nefnda stórvirki, Schindler’s List. Sjálfum er mér þó spum fyrir hvaða mynd hann hefði verð- skuldað slík verð- laun. Að vísu verður að viður- kennast að hann hafði gert merki- legri myndir en þær sem lönduðu Clint Eastwood, Mel Gibson og Robert Zemeckis óskumm á þessum áratug. Þegar fullkomin meðalmennska Bravehe- art og Forrest Gump er borin sam- an við snilldarverk Hitchcocks verður inntaksleysi óskarsverð- launanna ljóst. Hann hlaut jú aldrei óskar. Englandsár Alfred Hitchcock fæddist 13. ágúst 1899 í London og var snemma sendur í jesúítaskóla. Þegar hann var orðinn rúmlega tví- tugur hóf hann störf í kvikmynda- iðnaðinum og var snemma leyft að stjórna upp- tökum á leik- aralausum at- Ungur Alfred Hitchcock árið 1926 við tökur á The Mountain Eagle. riðum. Arið 1925 fékk hann síðan aö leikstýra sinni fyrstu mynd, The Pleasure Garden, sem þótti nokkuð merkfleg frumsmíð. Hitchcock leit þó sjálfur svo á að hans fyrsta raun- verulega mynd væri The Lodger (1926), sem fjallar um húsfreyju sem grunar að nýi leigjandinn hennar sé Kobbi kuti. Strax í þeirri mynd má greina þrjú stílbrigði Hitchcocks. The Lodger býr yfir frumlegum tæknibrellum. Hún íjallar um mann sem lendir í ævin- týralegum aðstæðum eftir að hafa verið sakaður um glæp sem hann framdi ekki. Og Hitchcock fyllti sjálfur upp í sviðsmynd eins atriðis myndarinnar. Árið 1929 gerði hann fyrstu hljóð- myndina á Bretlandseyjum, Black- mail, sem auk þess bjó yfir mögn- uðum tæknibrellum. Kvikmyndirn- ar sem fylgdu í kjölfarið, jafnan að- laganir á leikritum og skáldsögum, þóttu lítt merkilegar. Á árunum 1934-39 streymir frá honum hver spennuþrillerinn öðrum betri og Hitchcock öðlast alþjóðlega viður- kenningu sem meistari slíkra Meistarinn með tveimur vinum sínum úr The Byrds. Klassísk myndbönd T he Killing |h||| ★★★ ln Memoriam Stanley Kubrick, einhver mesti snillingur aldarinnar í kvikmynda- gerðarlistinni, er fallinn frá. Eftir hann liggja stórbrotin meistaraverk eins og Dr. Strangelove or: How I Leamed to Stop Worrying and Love the Bomb, 2001: A Space Odyssey, A Clockwork Orange, The Shining og Full Metal Jacket. Fréttir herma að hann hafi verið nýbúinn að klára eftirvinnslu á nýjustu mynd sinni, Eyes Wide Shut, þegar hann lést. Hún var búin að vera tvö ár í fram- leiðslu en hann var kunnur fyrir fullkomnunaráráttu sína. Ekki er langt síðan ég íjallaði um þennan merka kvikmyndagerðarmann á þessari síðu og því þótti mér ekki ástæða til að endurtaka þann leik. Hins vegar finnst mér viö hæfi að heiöra minningu meistarans með því að riQa upp eina af elstu mynd- um hans, mynd sem kom honum á framfæri í kvikmyndabransanum. The Killing er þriðja mynd Kubricks, gerð árið 1956, fyrir and- virði 320.000 dollara. Myndin er byggð á skáldsögunni Clean Break eftir Lionel White og segir frá þraut- skipulögðu ráni sem engu að síður fer að lokum út um þúfur. Sterling Hayden leikur forsprakka hópsins, fyrrverandi tukthúslim sem ætlar að fremja þetta eina rán og draga sig síðan í hlé. Félagar hans í rán- inu eru flestir ósköp venjulegir menn sem ekki hafa fetað glæpa- brautina áður en þurfa á peningum að halda af ýmsum ástæðum. Vart er hægt að setja myndina í hóp með bestu myndum Kubricks. í hana vantar þá íburðarmiklu og stiliseruðu kvikmyndun og ítarlegu persónusköpun sem einkennt hefur myndir hans. Hann nýtir kvik- myndavélina að visu vel tfl að skapa innilokunarkennt andrúms- loft en persónumar em grannar og ótrúverðugar. Myndin er samt at- hyglisverður og á margan hátt vel gerður krimmi og sérstaklega er at- burðarásin þétt. Kubrick flakkar svolitið fram og aftur í tíma, án þess að vera ruglingslegur, enda sér sögumaöur um aö halda áhorfend- um upplýstum um gang mála. Til- gerðarleg rödd sögumannsins fór reyndar nokkuð í taugamar á mér. Kubrick leiðir áhorfandann hratt og örugglega gegnum aðdragandann, ránið sjálft, og eftirleikinn, þar sem græðgi, sviksemi, öfund, afbrýði- semi og hreinasta óheppni verða ræningjunum að falli. Sterling Hayden er ofursvalur (á mæli- kvarða sjötta áratugarins) í aðal- hlutverkinu en bestur er Elisha Cook Jr. í hlutverki rolunnar sem er illa svikinn af glæsilegri eigin- konu sinni. Hvíl í friði, Stanley Kubrick. Leikstjóri: Stanley Kubrick. Aðal- hlutverk: Sterling Hayden. Banda- rísk, 1956. Lengd: 85 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.