Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
25
sviðsljós
Sumir þurfa
að horfa á
ástarsenur
makans
Oft gerist það þegar horft er á
ástarsenur í kvikmyndum að
manni verður hugsað til þess
hvemig makanum liði að horfa
upp á þessi ósköp. Sérstaklega
verður þessi tiifinning sterk þegar
um íslenska leikara er að ræða en
það viil oft gleymast að
Hollywoodstjörnurnar eru líka
fólk. Tímaritið Marie Claire hefur
spáð í þessa hluti og voru nokkur
fræg pör spurð hvernig það væri
að horfa á makann í ástaratriði
með öðrum. -sm
Nicole Kidman og Tom Cruise: „Ég
set Tom ekki skilyrði varðandi ástar-
senur og ætlast ekki til þess að
hann setji mér þau,“ segir Nicole
Kidman. „Ég leik í ástarsenum, hún
leikur í ástarsenum. Það er leikur,"
segir Tom Cruise.
Þegar hinum handlagna heimilis-
föður, var boðið hlutverk sem hann
lýsti sem erótísku atriði í baðkeri
með rössum og brjóstum," sagði
konan hans: „Það væri gaman fyrir
mann á þínum aldri. Þetta er góð
hugmynd. Þú upplifðir eitthvað nýtt
og gætir orðið betri."
Ellen DeGeneres og Anne Heche:
„Ég horfði á Six Days, Seven Nights
með Ellen,“ segir Anne. „Hún var
mjög hrifin. Hvað varðar kossinn
hjá okkur Harrison Ford þá var Ellen
ekkert afbrýðisöm. Hún veit að það
er ekkert til að vera afbrýðisöm
George Clooney og Celina Balitran:
George vildi ekki að Celine sæi Out
of Sight fyrr en á frumsýningu í Los
Angeles. „Ég vissi að hún yrði reið
við mig,“ segir George. „Hún var
mjög afbrýðisöm í nokkrar mínútur.
Það hefði getað verið miklu verra."
Denzel Washington: „Pauletta, kon-
an mín, veit að ástarsenur á tjaldinu
eru bara það sem þær eru. Þær eru
ástarsenur, ekki kynlíf. Allt kynlíf
sem ég stunda, það er stundað
heirna."
Sean Penn og Madonna, fyrrverandi
par: „Mér finnst enn þá erfitt að
sætta mig við skilnað okkar Seans,“
viðurkennir Madonna. Eftir að hafa
horft á myndina State of Grace
sagði hún: „Maður vill ráða yfir fólki
sem maður hefur lengi verið með.“
Paul Newman og Joanne Wood-
ward: Þegar Paul var viðstaddur
ástarsenu Joanne og Patrick O’Neal
í myndinni From the Terrace sagðist
hann hafa verið gott barefli. „Þegar
leikstjórinn sagði „hættið" lamdi ég
Patrick í hausinn og sagði: „Þegar
hann segir hættið, þá hættir þú!“
Kevin Bacon og Kyra Sedgewick:
„Það sem er verra en að horfa á
hana kyssa einhvern," segir Kevin
Bacon, „er að deila henni með allri
heimsbyggðinni. Það er þó líka eitt-
hvað kynæsandi við það.“
Kim Basinger og Alec Baldwin:
„Hönd Alecs var á hnénu á mér alla
myndina," segir Kim Basinger um
frumsýningu L.A. Confidential.
„Síðan, þegar Russel Crowe kyssti
mig, tók hann hana rólega í burtu.“
HATIÐLEGUR
í BRAGÐI
lPegair íslenski ostuvinn er kominn á ostabakkann,
þegar hann kórónar matargerðina — brœddur eða djúpsteiktur
— eða er einfaldlega settur beint x munninn — þá er hátíð!
ÍSLENSKIR ^
vv
Ostar,
^tlNA STA
^brkcP
www.ostur.
HVlTA HÚSIO / SlA