Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 56
Alla -i -ji j j -tj rír M.20í2o mírjmtlurj FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Það var heldur betur fjör á veitingastaðnum Grand Rokk við Smiðjustíg í hádeginu í gær þegar allir bestu skákmenn landsins komu saman og tefldu á skákmóti. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem allir stórmeistararnir koma saman. Að auki tefldu nokkrir alþjóðlegir meistarar með. DV-mynd s I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 'Ógnvekjandi upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu fyrir þá sem fengu blóð fyrir 1992: Tugir blóðþega smit Flugvallarstjóri á Gjögri: Ræstinga- C M aðir af lifrarbólgu C Ungur maður á höfuðborgarsvæð- inu íhugar að fara í skaðabótamál við ríkið eftir að í ljós hefur komið að hann smitaðist af hinni torlæknan- legu lifrarbólgu C þegar honum var gefið blóð eftir slys á sjúkrahúsi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Haralds Briem sóttvamalæknis liggur fyrir að meira en tveir tugir blóðþega smituðust af lifrarbólgu C í sjálfu heil- brigðiskerfinu á Islandi fyrir árið 1992. Ungi maðurinn er einn af þeim. Honum barst ekki vitneskja um að hann væri smitaður fyrr en á síðasta MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport sokkabuxur ári þegar hann var kallaður inn til blóðsýnatöku. Þórarinn Tyrflngsson, yfirlæknir á Vogi, sagði við DV í gær að lifrarbólg- an væri í raun að verða stórkostlegt heilbrigðisvandamál hér á landi sem annars staðar. Hins vegar bendir hann á, eins og Sveinn Guðmundsson, yflrlæknir blóðbankans, að ástandið hér á landi sé ekki eins alvarlegt og víðast hvar annar staðar á Vestur- löndum. Á íslandi sé tíðni lifrar- bólgutilfella lægri að því leyti að blóð- gjafar hér séu sjálfboðaliðar sem ekki fá greitt fyrir - í öðrum löndum komi mun fleiri úr áhættuhópum til að gefa blóð fyrir peninga. „Fyrir árið 1992 var sú áhætta fyrir hendi að blóðþegar gætu fengið lifrar- bólgu C, segir Sveinn. „Með nýjum skimunaraðferðum sem voru inn- leiddar hér í Blóðbankanum það ár tókst síðan að útrýma meira en 95 prósent slíkra áhættutilfella. í dag eru líkurnar á að einhver smitist af lifrar- bólgu C alveg hverfandi. Ég myndi segja að líkumar á að blóðgjafi hafi Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum, og Haraldur Briem sóttvarnalæknir (innfellda myndin) segja að meira en tveir tugir blóð- þega á íslenskum sjúkrahúsum hafi smitast af lifrarbólgu C fyrir árið 1992. Þeir einstaklingar eru nú mis- munandi á vegi staddir. DV-mynd Teitur verið smitaður án þess að við greind- um það væri í dag 1 á móti 200-500 þúsund. Til samanburðar má nefna aö við tökum við um 16 þúsund blóðgjöf- um í Blóðbankanum á hverju ári. Þetta minnir okkur á að það getur verið áhætta að þiggja blóð en það hef- ur orðið dramatisk lækkun á slíku á síðustu árum vegna nýrra skimunar- aðferða," sagði Sveinn. Haraldur Briem segir að rúmlega 400 íslendingar hafi greinst smitaðir af lifrarbólgu C á síðasta áratug. „Maður getur reiknað með að allt að 80 prósent þeirra fái viðvarandi sýk- ingu, þeir losni ekki við veiruna. Hluti þeirra fær með tímanum ein- kenni lifrarbólgu og lifrarskemmdir." Haraldur segir jafnframt að langal- gengasta smitleiðin hafi verið á meðal sprautufíkla - með notkun á spraut- um - en næstalgengasta smitleiðin hafi verið blóðgjöf fyrir árið 1992. Hann segir að mun minni líkur séu á að lifrarbólga C smitist við samfarir. Sveinn hjá Blóðbankanum segir að á árunúm 1992-1995 hefðu á annan tug blóðgjafa greinst með lifrarbólgu - flest karlmenn sem voru að koma til að gefa blóð. Þeirra blóði hafi síðan verið fargað. -Ótt Ræstingakonan í flugstöðinni á Gjögri á Ströndum hefur verið ráð- in flugvallarstjóri á staðnum. Tveir umsækjendur voru um starfið. „Þeir hafa ekki þorað annað en að ráða konuna því annars hefði þetta líklega farið fyrir Jafnréttisráð,“ sagði Jón Guðjónsson í Litlu-Ávfk en hann sótti um starfið á móti Sveindísi Guðfinnsdóttur ræstinga- konu í Kjörvogi. „Ég leysti fyrrver- andi flugvallarstjóra alltaf af hér áður fyrr og hafði sótt námskeið í Reykjavík. Hingað kom hins vegar maður frá Flugmálastjórn og kenndi Sveindísi á tækin.“ Flugstöðin á Gjögri er 60 fermetra hús. íslandsflug flýgur þangað tvisvar í viku. -EIR Prófm skulu birt Úrskurðamefnd um upplýsinga- mál kvað á miðvikudag upp úr- skurði í máli þriggja læknanema sem vildu fá aðgang að gömlum krossaprófum úr læknadeildinni en var synjað um það. Nefndin úr- skurðaði að læknadeild Háskólans skyldi umsvifalaust afhenda nemunum þau próf sem þeir óskuðu eftir, í samræmi við 4. tölulið 6. greinar upplýsingalaga þar sem seg- ir að aðeins megi takmarka aðgang að prófgögnum þangað til próf eru lögð fyrir próftaka. Nánar um þetta á Fréttavef Vísis.is -BÓE TF-RÆ5TIN<3 ... Upplýsingar anudagur Veörið á morgun: Úrkoma um allt land Veöriö á mánudag: Hiti um frostmark Á morgun, sunnudag, verður austankaldi eða stinningskaldi með rign- ingu eða slyddu suðaustanlands en dálítilli snjókomu af og til annars staðar. Hiti verður nálægt frostmarki. Á mánudag verður norðaustlæg átt, kaldi um landið vestanvert en gola austan til. Snjókoma eða slydda verða norðan- og austan til en léttir til suðvestanlands. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðriö í dag er á bls. 57.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.