Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Síða 23
I FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Fréttir Jón Tryggvi Helgason, sölustjóri ísmars hf., afhendir Magnúsi Guðmunds- syni, forstjóra Landmælinga, tækin. DV-mynd Daníel Gervitungl hjá Landmælingum: Ný tækni sem mælir upp á millímetra DV, Akranesi: Landmælingar islands hafa keypt Trimple GPS landmælingartæki ásamt hugbúnaði til úrvinnslu á mæligögnunum og fengu tækin af- hent 7. apríl. Um er að ræða tvö Trimble 4000 tæki og eitt Trimble 4700 tæki. Búnaðurinn var keyptur af fyrirtækinu ísmar hf. og fékkst á mjög hagstæðu verði eða rúmlega sex milljónir króna. Með þessum tækjum og hugbún- aði er hægt að fá niðurstöðu mæl- inganna strax eftir að mælt er og einnig til úrvinnslu að mælingum loknum. Tækin nota gervitungl sem ganga umhverfis jörðu I 20.000 km hæð til að reikna staðsetningu sína. Þetta er ein nákvæmasta tækni við Landmælingar sem völ er á og er hægt að mæla með nokkurra millí- metra nákvæmni. Þessi búnaður er algjör bylting fyrir mælingadeild Landmælinga og er hún nú i stakk búin til að leysa flest landmælingaverkefhi stofnun- arinnar á næstu árum. Helstu verk- efni sem tækin verða notuð í er að mæla inn gömul þríhyminganet í samvinnu við nokkrar ríkisstofnan- ir svo hægt verði að reikna þau yfir í nýtt grunnstöðvamet landsins og einnig verður unnið að eftirlits- mælingum á grunnstöðvarnetinu. Samkvæmt lögum um Landmæl- ingar og kortagerð, sem sett vom 1997, er Landmælingum íslands ætl- að að vera leiðandi á sviði landmæl- inga hér á landi og því er mjög mik- ilvægt að stofnunin búi yfir bestu tækjum og þekkingu á því sviði. Að þessu markmiði er nú unnið af kappi og eru kaupin á GPS-hugbún- aðinum mikilvægt skref í þá átt. -DVÓ Hvammstangi: Konur gáfu hjartalínurita DV, Hvammstanga: Elín Ltndal, formaður Kvennabandsins, afhenti fyrir hönd kvenfélaganna í Húnaþingi Heilbrigðistofn- uninni á Hvammstanga ný- verið gjöf, hjartalínurita sem Lárus Þór Jónsson læknir veitti móttöku. Fyrir átti stofnunin einn slíkan en hann var oröinn gamall og slitinn. Þessi nýi riti er miklu fullkomnari og prentar allar Elín Líndal, for- maður Kvenna- bandsins, af- henti gjöfina. DV-mynd GJ 12 línumar á meðan sá gamli prentaði eina. Tækið heitir Schiller og er keypt frá Austurbakka hf. sem sér einkum um inn- flutning á ýmsum lækn- ingatækjum. Þess má geta að allflest tækin í Heilbrigðisstofnun- inni á Hvammstanga em gjafir frá félögum á svæð- inu og einstaklingum. Allt vönduð tæki. Eftir afhend- inguna var viðstöddum boðið í kaffi. -GJÓH Smábátahöfnin á Stöðvarfirði. DV-mynd Garðar Stöövarfjörður: Steinbíturinn gefur sig DV, Stöðvarfirði: Bátafiskirí hefur verið ágætt hér að undanfórnu þegar hefur gefið á sjó. Hafa línubátar verið að fá allt upp í Sögur tonn af steinbít í róðri. Þá hafa dragnótarbátar einnig feng- ið ágætan afla, aðallega skarkola, en einnig steinbít. Enginn er enn þá farinn að leggja net í Stöðvarfirði en ætla má að ein- hverjir fari að huga að grásleppu- netum sínum hvað líður. Þá hafa stöðflrskir sjómenn verið að huga að endumýjun báta sinna og er fyrsti báturinn, Vikingur SU, ný- lega kominn heim á ný eftir lagfær- ingu. Það er hraðfiskibátur, um fimm tonn að stærð. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.