Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Fréttir Skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna háifum mánuði fyrir kosningar: Samfylkingin er enn á niðurleið - Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndi flokkurinn og VG bæta allir við sig Samfylkingin missir enn flugið eftir sögulegt risastökk í fylgi sem mældist í skoðanakönnun DV í febrúar. Hefur fylgið fallið um 7,8 prósentustig frá könnun DV í mars og alls um 11,5 prósentustig frá þvi í febrúar. Sjálfstæðisflokkur eykur hins vegar jafnt og þétt við fylgi sitt sem komið er í 43,6%. Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð fær nú mesta fylgi sem hún hefur mælst með í könnunum DV, 8,8%, og Frjálslyndi flokkurinn bætir einnig verulega við sig og mælist nú með 4,5% fylgi. Framsókn fer hins vegar niður á við. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV á fylgi flokka og framboða sem gerð var síðasta vetrardag. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Miðað við svör allra í könnun- inni fengi Framsóknarflokkur 11,2% fylgi ef kosið yrði nú, Sjálf- stæðisflokkur fengi 27,2% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn 2,8%, Sam- fylkingin 15% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 5,5% fylgi. Húmanistar fengju 0,5% fylgi og Kristilegi lýðræðisflokkurinn 0,2% fylgi. Fylgi við Anarkista mælist ekki í þessari könnun. Óákveðnir voru 27,5% og 10,1% neituðu að svara, eða samtals 37,6%. Það er nánast sama hlutfall og í skoðanakönnunum DV í febr- úar og mars. Sé einungis miðað við þá sem af- stöðu tóku sögðust 17,9% styðja Fram- sóknarflokkinn, 43,6% Sjáífstæðis- 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fylgi flokka Q DV14/10 '98 D DV 11/01 '99 ■ DV 08/02 '99 SDV18/03 '99 B DV 21/04 '99 Skipan þingsæta j — samkvæmt fylgishlutfalli í könnuninni — 33 SKOÐANAKÖNNUN DVI 30 25 20 15 10 g 1 11 WmBmm B DV 14/10 '98 □ D V11/01 '99 ■ DV 08/02 '99 u DV18/03 '99 23 B DV 21/04 '99 20 flokkinn, 4,5% Frjáls- lynda flokkinn, 24,1% Samfylk- inguna og 8,8% Vinstri- hreyfing- una grænt framboð. Húmanist- ar fengju þá 0,8% fylgi og Kristilegi lýðræðis- flokkurinn ------------------------------------------------ 0,3%. Geysigóð þátttaka í afmælisleik Vísis.is: I hamingjukasti „Ég er í algjöru hamingjukasti, sagði Kristin Ástríður Ásgeirsdóttir stuttu eftir að hún hafði fengið fréttir um aö hún hefði unnið í afmælisleik Vísis.is. Kristín er stödd í London og hringdi þaðan. Geysigóð þátttaka var í afmælisleik Vísis.is en skráningar voru yfir 20.000. Eftir hádegi á mið- vikudag, þegar nafh vinningshafa var dregið út, varð gríðarlegt álag á Vísi.is þar sem þúsundir gesta heimsóttu vefinn. Það má segja-að Kristín só emn af fastagestum- Vísi.is því að hennar sögn fer hún dag- lega, og rúmlega það, á Vísi. Kristín er 26 ára gömul og vinnur hjá Netverki hf. „Ég á gamla bíldruslu svo það er kærkomið að fá nýjan bíl.“ -hlh Fylgið nú og 1995 í kosningunum 1995 var saman- lagt fylgi flokkanna sem standa að Samfylkingunni 37,8%. Samkvæmt könnun DV nú mælist það hins vegar 24,1%. Sé fylgi Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs bætt við mælist fylgið 32,9%. Vantar þá enn 4,9 prósentustig til að ná sam- anlögðu kjörfylgi Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka 1995. Ríkisstjómarflokkarnir mælast saman með 61,5% fylgi. Það hefur aukist jafnt og þétt frá þvi i könn- un DV í febrúar og munar þar mest um fylgisaukningu Sjálfstæð- isflokks. Samanlagt fylgi ríkis- stjómarflokkanna-er nú-ívið meira en í kosningunum 1995, var þá 60,4%. Skipting þing- sæta Skipting þing- sæta samkvæmt at- kvæðafjölda í könn- un DV er þannig að Sjálfstæðisflokkur- inn fengi 28 þing- menn kjörna miðað við 26 í síðustu könnim DV. Hann hefur 25 þingmenn í dag. Framsókn fengi 11 menn kjöma, tapar einum frá síðustu könnun en 4 miðað við síð- ustu kosningar. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir 39 þingmenn en eru með 40 í dag. Samfylkingin fengi 16 þingmenn og tapar 4 mönnum frá síðustu könnun, eða alls 7 frá því í könnun DV í febrúar. Grænt framboð fengi 5 þingmenn og bætti við sig einum frá síðustu könnun. Frjálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar fengi 3 menn kjörna og bætir við sig 2 frá síðustu skoðanakönnun DV. Sverrir höfðar til karla Ef litið er á stuðning við flokka eftir kynjum og búsetu kemur í ljós að 88% stuðningsmanna Frjálslynda flokksins eru karlar, þar af flestir á landsbyggðinni. í síðustu könnun DV var hlutfall karla í þessum hópi 80%. Tæp 70% stuðningsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru karlar en hlutfall þeirra var um 56% í könnun DV í mars. Sækir hreyfingin meira fylgi til landsbyggðar en höfuðborgar- svæðis, eða tæp 57%. Meðal stuðningsmanna Samfylk- ingar er hlutfall íbúa höfuðborgar- svæðisins 63%. Ekki er marktæk- ur munur á hlutfalli kynja meðal allra stuðningsmanna Samfylking- ar. Meðal stuðningsmanna Fram- sóknar eru rúm 74% á landsbyggð- inni eins og í síðustu könnun DV. Ekki er marktækur munur á kynjahlutföllum í hópi stuðnings- manna Sjáifstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. -hlh Stuttar fréttir i>v Havel í Svartsengi Vaclav Havel Tékklandsforseti hafði fjögurra stunda viðdvöl á ís- landi í gær á leið til hátíðar-leiðtoga- fúndar Atlantshafs- bandalagsins í Washington sem hefst í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrimsson sifja hátíðarfúndinn. Stórt sveitarfélag Bæjarstjórinn á Akranesi skrifaði nýlega öllum sveitarfélögum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og er erindið að ræða sameiningu alira sveitarfé- laganna. Um 10 þúsirnd manns búa á svæðinu. Angelson Sjávarútvegsráðherra Norð- manna, Peter Angelson, er ánægður með Smugusamninginn miili Rússa, Norðmanna og íslendinga. Hann hafnar gagnrýni norskra útvegs- og sjómanna á samninginn og segir hann skapa ftölmörg tækifæri á arð- vænlegu samstarfl Norðmanna og íslendinga á sviði sjávarútvegs. RÚV greindi frá. Ekkert eftirlit Eftfrlit með síbrotamönnum ligg- ur niðri vegna niðurskurðar hjá lög- reglustjóraembættinu í Reykjavík. Eftirvinnu lögreglumanna hefur verið skorin niður til að mæta halia á embættinu. Ótrygg ríkisfjármál 54% þeirra sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslu á Vísi.is telja að rik- isftármál séu ótryggari en ríkis- stjómin vill vera láta. 46% telja svo ekki vera. Stjórnarandstaðan hefúr gagnrýnt rikisstjórnina fyrir að fegra stöðu efnahagsmála. Þátttakendur í atkvæðagreiðslunni voru á fjóröa þúsund. Svartur svanur Svartur svanur er í hópi farfúgla sem komnir eru í Lón í Austur-Skafta- fellssýslu. Hann er talinn af áströlsk- um uppruna. RÚV greindi frá. Búast við átökum Formenn jámiðnaðarmanna og rafiðnaðarmanna búast við harðari átökum á vinnumarkaði i næstu samningum en verið hefur um langt árabil. Verðlaunaefni Margmiðlunardiskurinn The A- Files, sem gefmn er út i samvinnu Námsgagnastofriunar og fjögurra nor- rænna útgáfufyrirtækja, hefur hlotið The Bologna New Media Prize sem besti tungumálakennsludiskurinn. í umsókn alþjóðlegrar dómnefndar kemur fram að diskurinn höfði sterkt tU unglinga og gefi þeim kost á að æfa málnotkun við raunverulegar aðstæð- ur. RÚV greindi frá. Sinueldar SlökkvUiðið í Hafnarfirði þurfti að kljást við sinuelda víðs vegar í bænum og úti á Álftanesi i gær. Talsverður reykur lá yflr höfuðborg- arsvæðinu í gær af eldunum. Vakning Vakning, félag ungs Samfylking- arfólks á Suðurlandi, var stofnuð síðasta vetrardag á fúndi á Selfossi. Um eitt hundraö manns hafa gerst stofnfélagar að félaginu. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Otflutningsverðlaun Forseti íslands veitti útílutnings- verðlaunin á sum- ardaginn fyrsta í eUefta sinn. Þau hlutu Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, stjómendur flugfélagsins Atlanta. Ófundinn Ragnar Sigurjónsson, 57 ára kaup- sýslumaður sem saknað hefur verið í Bretlandi á þriðju viku, er enn ófundinn samkvæmt upplýsingum bresku lögreglunnar sem rannsakar hvarf hans. Fréttavefur Morgun- blaðsins sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.