Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 11
DV FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 %ienning * s a Þrennt vekur athygli við mörg ljóðanna í nýjustu ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Hugarfjallinu: sérkenni- leg manngerð náttúrusýn, persónu- legur tónn og nærgöngul ljóð um hugarþyngsli og þunglyndi ásamt andstæðu þess, batanum. Allt kemur þetta saman í magn- aðri nýgervingu í ljóðinu Sálarvor: Skáldskaparvatnið /er isi lagt, en það eru/ komnar vakir í ísinn/ og stöku ljóð vætlar/ upp á skarimar./ Síðasti vetrardagur er liðinn." Mörg af bestu ljóðum bókarinnar fjalia á þennan hátt um samband birtu og myrkurs, sumars og vetrar og ekki síst náttúru og hugar sem renna algerlega saman í samsettum orðum sem kveikja ferskar en óræð- ar myndir. Hér eru orð eins og „HugarfjalT, „augngrös", „skáld- skaparvatn" og „hugarskógur". Þetta er að mörgu leyti sérkennileg náttúruskynjun, eða kannski öllu heldur náttúrusköpun, því fyrirbær- in sem hér er ort um eiga það sam- eiginlegt að verða fyrst til í tungu- málinu. Gamansemi og þunglyndi í öðrum ljóðum bókarinnar er líkt og Gyrðir sé að gera tilraunir með einlægari tjáningu og bein- skeyttari orðim tilfinninga og hug- mynda en oft áður. Dæmi um ljóð þar sem þetta heppnast ágætlega, þótt það sé að ýmsu leyti ólíkt ljóð- heimi Gyrðis, er „Stúlkubam á fyrsta ári“. Annars staðar tekst ekki jafn vel til, ljóð eins og „Maður og fiskur að vorlagi" er dæmi um þetta þar sem almenn sannindi ná ekki að lifna við eða bæta neinu við myndina. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Gyrðir heldur í þessari bók áfram að yrkja um sögulegar persónur, líkt og í síðasta smásagnasafni sínu. Hér er galgopalegt og hlýlegt kvæði um Astrid Lindgren með orðaleik sem á furðulegan hátt sleppur við að verða banal vegna samhengisins, „Smálönd / verða / stór lönd“. í ljóði um Þórberg Þórðarson era enn sterkari andstæður leiks í tungu- málinu og hugarþyngsla sem fjallaö er um í öðrum ljóðum. Þetta er heillandi blanda gamansemi og þunglyndis: Hann / klappaði / stór- um steini / neðst í hlíðinni / Herr Living-stone / geri ég ráð fyrir?“/ Steinninn / þungbúinn / svaraði / engu/ Steinþögnin / þyngst / af öllu.“ Myndmál ljóss og birtu Þessi ljóð og önnur í bókinni minna á vanmetinn þátt í stil Gyrð- is, galsa og æringjaskap sem brýtur upp annars agaðan og meitlaðan stíl. í mörgum ljóðanna í þessari bók vinnur Gyrðir áfram með myndmál og kenndir sem eru lesendum hans Sálarvor Hugarfjalli kunn úr fyrri ljóðabókum. Hér má finna ótta við blindu, og ógnvekj- andi hnífa og eggvopn. Raunar er áberandi hversu myndmál ljóss og birtu, sjónar og blindu, setur sterk- an svip á þessa bók: Sérlega athygl- isvert í þessu sambandi er ljóðið „Drög að lífstrú" sem, eins og nafn- ið gefur til kynna, má lesa sem eins konar stefnuskrá jafnt og lýsingu á fyrri verkum skáldsins. Hugarfjalliö er ekki jafn afger- andi heild og sumar fyrri ljóðabæk- ur Gyrðis, hér er frábær og nær- göngull skáldskapur viða en einnig ljóð sem vitna um tilraunir í nýjar áttir. Gyrðir er í sífelldri mótun, skáldskapur hans er sífellt nýr, jafn- framt því sem ákveðin stef verða kunnuglegri og öflugri með hverri bók. Gyrðir Elíasson Hugarfjallið Mál og menning, 1999 Gyrðir Elíasson. fslenskr enn bei Tjaldvagnar . ■ - selda fellihýsi á Islandi 1998 STÆRSTI TJALDVAGNASÝNINGARSALUR LANDSINS !■ 111 inrmwimBMmrn—imn—!■ SEQLAQERÐIN ÆQIR EYJARSLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 511 2203 OPI Fös Laugardag Sunnudag kl 10-16 kl 13-17 ^VSIOBSVSISU^ um hel ina Fellihjólhýsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.