Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Spurningin Hvaða tími ársins finnst þér rómantískastur? Gylfi Þórðarson smiður: Það eru vetrarkvöldin þegar maður kúrir sig inni í hlýjunni viö arineld og með koníak. Gísli Þór Gíslason vaktstjóri: Vetrarkvöld. Veðrið veldur því. Reynir Baldursson pípari: Mér finnst haustið vera rómantískasti timinn vegna þess að þá eru litimir svo fallegir. Jenný Nielsdóttir sjúkraliði: Haustið. Þá eru svo fallegir litir. Ásdís Pétursdóttir nemi: Mér finnst það vera haustið. Litimir ráða því. Jóna Gunnarsdóttir nemi: Vorið. Þá em allir í svo góðu skapi. Lesendur Engin raunveru- leg kosningamál - önnur en efnahagsmálin Bréfritari telur að efnahagsmálin séu eina áþreifan- lega kosningamálið. Önnur mál séu ýmist ekki uppi á borðinu eða týnd. - Er góðærið hér enn að verki? Guðjón Magnússon skrifar: Allt frá áramótum hafa einhverjir stjórnmálamenn talið fólki trú um að kvóta- málin og sjávarútvegsstefn- an yrðu stóru kosningamál- in. Almenningur lét þetta gott heita, að svo miklu leyti sem hann hefur áhuga á ein- hverjum sérstökum kosn- ingamálum. Um þessi mál var svo stofnaður sérstakur stjómmálaflokkur sem hugð- ist taka á meintu óréttlæti í sjávarútvegi og var þar kvót- inn efstur á blaði. Einkenni- legt verður því að telja að sá stjórnmálaflokkur er einmitt sá sem vart mælist í skoð- anakönnunum. Kvótinn og sjávarútvegsstefnan eru því greini- lega ekki þau mál sem kosið er um í komandi kosningum. En standa þá engin önnur mál upp úr sem sérstök kosningamál og fylgi flokkanna grundvallast á þegar gengið er til kosninga? Ekki em það mál gamla fólksins, ekki mál öryrkj- anna, ekki samgöngumál. Ekki er það hálendisdeilan eða virkjanirnar og ekki gagnagmnnurinn. Þessi síð- asttöldu mál eru ekki lengur rædd og gagnagrunnurinn raunar út- ræddur nú þegar. Ég sé ekki að nein sérstök mál séu í brennidepli nema ef vera skyldi að efnahagsmálin verði til- efni til að skipta kjósendum milli núverandi stjórnarandstöðuflokka annars vegar og stjórnarandstöð- unnar hins vegar. Fólk mun vænt- anlega greiða um það atkvæði hvort það vill búa við núverandi ástand í efnahagsmálum eða efna til bylting- ar sem Samfylkingin boðar, t.d. í skattamálum (m.a. hækkun skatta á fyrirtæki og einstaklinga). Yfirgefa góðærið og fara yfir í óvissu- ástand efhahagsmálanna. Það er því ekki að furða þótt stjómarandstöðuflokk- arnir með Össur Skarphéð- insson í broddi fylkingar reyni að finna upp ný og ný mál sem kynnu að breyta viðhorfi almennings til nú- verandi góðæris. Össur hef- ur reynt við fjármálaráð- herra vegna viðskiptahall- ans en mistókst herfilega. Og nú em það Evrópusam- bandsmálin sem eiga að trekkja. En það er um sein- an í þetta sinn. Þótt einhverjir ASÍ- menn, nýkomnir frá Brussel, hafi orðið uppveðraðir af ES og telji rétt að láta reyna á hve litlu íslendingar þurfi að afsala sér við inngöngu í bandalagið dettur fáum í hug að þar verði okkar góðæri. Ég veðjaði fremur á tollabandalagið NAFTA í þeim efnum. - En hvað um það, raunveruleg kosningamál eru ekki enn ekki fram komin fyrir næstu al- þingiskosningar. M illjarðaskattsvi k- in upp á borðið Þorbjöm skrifar: Enginn stjómmálaflokkur virðist vilja taka á skattsvikunum sem vit- að er að viðgangast í þjóðfélaginu. Nú hafa allir stjórnmálaflokkar boð- að stefnu sína og sýnist sitt hverj- um. Ég hef hvorki heyrt né séð á prenti neinn þeirra vera með það á stefnuskrá sinni að herða að skattsvikurum hvað þá að uppræta skattsvik. Skattsvik virðast blómstra og aldrei meira en nú vegna þenslu í þjóðfélaginu. Vart er hægt að fá mann til að vinna minni háttar verk í dag nema sæta þvi skilyrði að ekki sé gefin nóta fyrir verkinu. Ef þessu er ekki tekið fæst verkið ekki unnið. Opinberlega hefur verið talað um skattsvik upp á jafnvel 30 til 40 milljarða króna á ári hverju. Þeir aðilar sem stunda skattsvik vilja líka fá fulla þjónustu, t.d. hvað varð- ar menntun, læknisþjónustu og þess háttar. Ég skora því á þann stjóm- málaflokk sem hefur þor tU að festa það í stefnuskrá sína að herða stór- lega eftirlit með skattsvikurum sem og viðurlög fyrir skattsvik í landi okkar. Hinn almenni launþegi hefur ekki lengur efni á að halda uppi þjónustu í þessu landi með því að vera þvi sem næst tekjulaus í 5 til 6 mánuði á ári vegna hárra skatta tU þess að halda uppi þjónustu fyrir áhyggjulausa skattsvikara. - Þessu verður að breyta.og það strax. Þetta er krafa allra sem skUa sínum skött- um skUvíslega. Ekki síst þeirra sem hæstu skattana greiða. Kirkiuorgelið í Sorpu Gunnar Gunnarsson, organsti Laugameskirkju, skrifar: Það vakti furðu mína að lesa frétt í DV nýlega um að verið væri að henda á haugana ágætu orgeli sem þjónað hefði Neskirkju í rúm fiöru- tíu ár. Getur verið að í Neskirkju- söfnuði eigi sér stað þvUíkt bruðl að ágætu hljóðfæri sé skipt út fyrir tugmiUjónakróna amerískt orgel og af engri ástæöu? Kirkjuvörður virð- ist ennfremur vera hissa á því að enginn skuli vilja gamla orgelið og getur hann ekki hugsað þá hugsun tU enda, ógrátandi, að það muni hafna í Sorpu tU hinstu hvUdar. Það er ljótt að skrökva, en kannski veit umræddur kirkjuvörð- ur ekki að það liggja dýpri ástæöur að baki orgelskiptunum. Ef til vUl þlónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem bírt verða á lesendasíðu „Eflaust rétt að á helgum dögum hefur orgelið hljóm- að fallega en það er ekki síst organista kirkjunnar að þakka en ekki hljóöfærinu." Orgelið í Neskirkju. hefði verið ráðlegt að ræða við prestana um málið og taka jafnvel organistann tali, eða þá formann sóknamefhdar. Undanfarin ár hefur Neskirkja nefnilega státað af versta orgeli á Reykjavíkursvæðinu, ef til vUl að Bessastaðakirkju undanskilinni. Það er smíðað af vanefnum árið 1955 og með tækni sem varð úrelt miklu fyrr en menn hafði grun- að. Þess vegna er hið gamla hljóð- færi ónýtt og það er líka ástæðan fyrir því að eng- inn vill það. AUir sem tU þekkja vita að það borgar sig ekki að gera upp orgel af þess- ari gerð. Ef Sorpa tekur við því á annað borð má Neskirkjusöfnuð- ur vel við una. Hitt er svo ef- laust rétt að á helgum dögum hefur orgelið hljó- mað faUega en það er ekki síst org- anista kirkjunnar að þakka en ekki hljóðfærinu. Kirkjan er svo lánsöm að hafa snjaUan organista sem kann þá list að láta vont hljóðfæri hljóma vel. Ég vU óska Neskirkju tU ham- ingju með væntanlegt nýtt hljóð- færi. DV Guðmundur þekkir sitt heimafólk Kristófer skrifar: Óhætt er að treysta þvi að Guö- mundur Ólafsson, hagfræðikenn- ari í Háskólanum, þekki manna best tU þeirra stjórnmálamanna sem hafa safnast saman í Sam- fylkinguna. í gegnum tíðina hefur Guðmundur nefnUega látið í sér heyra á vinstri væng stjórnmál- anna, einkum í Alþýðubandalag- inu. Guðmundur sagði nýlega í fréttum á Stöð 2 að það væri tíma- sprengja að búið væri að smala saman í einn flokk öUu vit- laustasta fólkinu í efnahagsmál- um þjóðarinnar. - Þarna talar hagfræðingurinn og vinstrisinn- inn um hina nýstofnuðu Samfylk- ingu. Þarna talar maðurinn sem best þekkir sitt heimafólk. Þarf frekar vitnanna við? Starfsleyfi fyrir flugvöll Amar hringdi: Auðvitað er flugvöUur rekinn sem fyrirtæki rétt eins og önnur starfsemi. Einkennilegt er ef flug- málastjóri kannast ekki við að ReykjavíkurflugvöUur þurfi starfsleyfi. Það er t.d. geysUeg mengun frá einum UugveUi. Það finnst auðveldlega þegar maður stendur við enda Sóleyjargötu og flugvél er í Uugtaksstöðu. Raunar hefur Reykjavikurflugvöllur verið án starfsleyfis í mörg ár og það er því eins gott að hann fari nú að fá hvíldina að fuUu. KeHavíkurflug- vöUur er eini flugvöUurinn sem er löglegur og öruggur um leið. Stöðugleikinn blekkingarleikur Brynjólfur Þór skrifar: Nú er komiö í ljós að stöðug- leikaumræða Sjálfstæðisflokksins er á sandi reist. Viðskiptahallinn er slíkur að allt tal um áframhald stöðugleika er í ljósi hans ekkert nema blekkingaleikur. Haldi svo fram hlýtur verðbólgudraugurinn aö sýna sig hvað úr hverju. - En eins og þetta sé ekki nóg kom í ljós í umræðum á Stöð 2 nýlega, að fjármálaráðherrann veit ekki einu sinni hver haUinn á ríkis- sjóði var í fyrra. Venjulega Uggja þær upplýsingar fyrir í febrúar ár hvert en af einhverjum ástæðum hefur fjármálaráðuneytið séð sér hag í að draga þjóðina á þeim upplýsingum í ár. Kann að vera að það sé eitthvert samhengi við komandi kosningar og Sjálfstæð- isflokkurinn hyggist láta fólk halda að hann standi vel að mál- um þar á bæ? Afsakanir á töfinni um að verið sé að breyta um reikniaðferð og það taki margra mánaða lengri reiknitíma leiða ósjáifrátt tU hugleiðinga um að hér sé maðkur í mysunni. Burt með Fram- sóknarflokkinn S.F. skrifar: Nú er Framsókn að spila rass- inn úr buxunum. Hún hefur verið við stjórnvölinn í fjögur ár og fór þá í stjóm með mikinn loforða- lista á bakinu. Hún auglýsir í blöðum að þeir framsóknarmenn hafi staðið við loforðin en þegar betur er að gáð em þau öU meira og minna klippt tU svo að þau faUi að vanefndum ríkisstjómar- innar. Og hverjar eru staðreynd- imar? Auðlindir þjóðarinnar tU lands og sjávar hafa verið færðar í hendur örfárra einstaklinga. Aldraðir og öryrkjar dragast sí- feUt aftur úr öðrum hópum. Fjöl- skyldufólk er vanrækt og barna- bætiu- tekjutengdar. Og svo segir viðskiptaráðherra rangt til um að það hafi verið verkalýðsshreyf- ingin sem vildi það. Skuldir heim- ilanna hafa aukist undir áeggjan stjórnarherranna sem hafa hvatt til neyslufyUerís með skattalækk- unum og tuði um góðæri. Ég segi; nú er nóg komið. Burt með Fram- sóknarflokkinn. Sameinumst um að veita honum þá ráðningu sem hann á skilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.