Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 23
JL*V FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 27 Frá isafirði. fráleitt talið að málin snúist um ann- að en verja þingsætið. Þó flokkurinn eigi þá sögu að hafa náð tveimur þingmönnum þá er það talið útilokað nú. Það sem vinnur með Kristni er að forysta Framsóknar ýtti honum strax fram á sjónarsviðið sem tals- manni í sjávarútvegsmálum og gefið er undir fótinn með að þar fari ráð- herraefni. Það munu því væntanlega einhverjir sem nú tala gegn Kristni herða upp hugann og krossa við hann á ögurstundu fremur en vera ekki í vinningsliðinu. Bæði Samfylking og Sjálfstæðis- flokkur sigla tiltölulega lygnan sjó. Ekkert óvænt er uppi á borðinu og sömu menn skipa efstu sæti listanna. Þar snúast mál því um að vinna sem best upp skaðann vegna litlu fram- boðanna og verja það sem flokkamir hafa. Einar K. Guðfinnsson nýtur virðingar sem leiðtogi sjálfstæðis- manna og horft er til þess að hann, líkt og Kristinn, hreppi ráðherrastól eftir kosingar. Sömuleiðis munu menn halda áfram að kjósa Sighvat Björgvinsson, formann Alþýðu- flokksins, sem áður en meiri óvissa er um það hvað séra Karl V. Matthí- asson, sóknarprestur í Grundarfirði, leggur til af atkvæðum í öðru sætinu. Öruggu mennirnir Flestir eru sammála þvi að öruggu kjördæmakjörnu mennimir á Vest- fjörðum séu sjálfstæðismaðurinn Ein- ar K. Guðfmnsson, Sighvatur Björg- vinsson samfylkingarmaður og leið- togi krata, Kristinn H. Gunnarsson framsóknarmaður. Fjórði kjördæma- kjömi maðurinn er sá sem togast er á um. Fari svo að Guðjón A. Kristjáns- son nái ekki kjöri er langlíklegast talið að Einar Oddur Kristjánsson sjálfstæðismaður hreppi það sæti og uppbótarmaðurinn verði séra Karl V. Matthíasson, annar maður Samfylk- ingar. Ef Guðjón fer inn þá verður að teljast liklegt að Einar Oddur verði uppbótarmaður kjördæmisins en þar koma auðvitað til greina séra Karl eða Lilja Rafhey eftir atvikum. Það sem fyrst og fremst einkennir kosn- ingabaráttuna á Vestfjörðum er því algjör óvissa um fjórða kjördæma- kjöma manninn og mátt hinna frjáls- Viðhorf talsmanna framboðslistanna Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingu: Allt byggist á sjávarútvegi „Allt atvinnulif og mannlíf á Vest- fjörðum byggist á sjávarútvegi. Stað- an er nú orðin sú að heilu byggðarlpg- in eiga engar afla- heimildir. Afleið- ing þessa er stór- kostlegt tekjufall og hrun á fast- eignaverði. Þá hafa fylgt gífúrleg- ir fjárhagserfið- leikar sveitarfé- laga og fólksflóttif segir Sighvatur Björgvinsson, efsti maður á lista Samfylkingar. „Úrræði til að snúa við þessari þró- un er að styrkja mjög stöðu strand- veiðiflotans, báta undir 10 tonnum og dagróðrarbáta. Þetta er til dæmis hægt með sérstökum aðgangi þeirra að leigu aflaheimilda. Gefa þarf hand- færaveiðar utan hörðustu vetrarmán- aðanna fijálsar í tvö ár í tilrauna- skyni. Þessum aðgerðum er ætlað að auka hráefhi til landvinnslunnar og styrkja þar með atvinnu í landi,“ seg- ir Sighvatur Björgvinsson. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki: Byggðamálin of- arlega hjá fólki „Mér hefur fundist kosningabarátt- an fram að þessu einkennst af býsna miklum fundahöldum og við höfúm hitt gríðarlegan fjölda fólks. Það hefúr einkennt þessa fundi að fólk hefur kallað eftir skýrum svörum við spumingum sínum og vill að umræð- ur séu málefnalegar," segir Einar K. Guðfinnsson, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokks. „Undangengnar kosn- ingar hér á Vestfjörðum hafa snúist mikið um sjávarútvegsmál og þessar kosningar munu gera það líka að miklu leyti. Þó finnst mér að fólk vilji meira en oft- ast áður tala um byggðamálin í breiðum skilningi þess hugtaks. Það er miklu meiri áhersla á menntamál en ég man eftir i annan tíma. Menn spyija enn fremur hvað hægt sé að gera til að tryggja fleiri og fjölbreyttari atvinnu- tækifæri til að svara óskum unga fólksins sem aflað hefúr sér sérþekk- ingar og vill koma heim aftur. Við leggjum mikla áherslu á meiri upp- byggingu í samgöngumálum og sjáum mikla möguleika í því sambandi vegna þess míkla fjármagns sem kjör- dæminu er ætlað samkvæmt vegaá- ætlun á næstu árum,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vmstrihreyfingunni - grænu framboði: Góðir möguleikar á þingmanni „Framtíö okkar getur ráðist af því hver verður stefha stjómvalda í byggðamálum á næstu árum. Við vilj- um beita okkur fyrir róttækum byggða- og jöfhun- araðgerðum,“ seg- ir Lilja Rafhey Magnúsdóttir, efsti maður á lista Vinstrihreyftngar- innar - græns framboðs. „Fiskimiðin eru okkar stóriðja sem önnur uppbygging veltur á. Við vilj- um tryggja atvinnuöryggi og nýliðun með byggðatengdum kvóta og breyttri fiskveiðilöggjöf. Velferðar- og fjöl- skyldumál skipta miklu, sem og þau kjör og þjónusta sem fólk býr við. Menntun og fjölbreyttari atvinna helst í hendur. Þar þurfum við að sækja fram. Ég hvet fók til að kynna sér áherslur okkar og tel okkur hafa sterka möguleika á að ná hér inn þingmanni. Stóm flokkamir ganga ekki að atkvæðunum vísum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki: Stefnum á tvo p menn „Við setjum okkur það markmið að fá tvö menn kjöma. Með því viljum við auka áhrif okkar á stefhu næstu ríkisstjómar. Vestfírðingum er það brýnna en áður að eiga öfluga forystu- menn, einkum með hliðsjón af komandi kjör- dæmabreytingu. Kosningaúrslit nú munu ráða miklu um stöðu manna í nýju og stærra kjördæmi," segir Kristinn H. Gunn- arsson, efsti maður á lista Framsókn- arflokksins. „Byggða- og atvinnumálin eru stóru málaflokkamir og vinna þarf að því að auka fjölbreytni í störfúm og jalha lífskjör eftir búsetu. Eitt stærsta atriðið er þar að ná fram nauðsynleg- um breytingum á lögunum um stjóm fiskveiða," segir Kristinn H. Gunnars- son. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum: Smágreifar í braskið „Við finnum mikinn meðbyr og eigum fulla möguleika á kjördæma- kjömum manni enda brennur á fólki að ekki viðgangist að einhverjir geti tekið veiðirétt fólksins og selt,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, efsti maður á lista Frjálslynda flokksins. „Það stefnir í að braskið haldi inn- reiö sína í smábát- ana þann 1. sept- ember árið 2000 þegar lög um að allir smábátar fari undir sama hatt taka gildi. Komist þetta í • fram- ;!kvæmd mun fvrir alvöra hrikta í stoðum kvótakerfis- ins. Fólkið mun ekki una því að smá- greifamir hefji sömu sölumennsku og brask með veiðirétt og gömlu sægreif- amir. Þegar stóra kvótamir vora seldir burtu úr plássunum komu smá- bátamir til bjargar. Nú stefnir í stór- fellt slys og við viljum forða byggðun- um frá því,“ segir Guðjón A. Krist- jánsson. Þór Víkingsson. Húmanistaflokknum: Afnám fátæktar „Við viljum afnema fátækt sem felur í sér hreint mannréttindabrot,“ segir Þór Öm Víkingsson, þriðji maður á lista húmanista. „Yfir landið era um 30 þúsund manns undir fá- tæktarmörkum. Því míður er það hlutfall hærra á Vestflörðum en víðast annars stað- ar. Það sem liggur fyrir er að virkja þann kraft sem býr með fólkinu í byggðunum til að bæta kjör allra. Það gerum við með þvi að veita starfsmönnum fyrirtækja hlut í stjóm og ágóða þeirra. Vandi lands- byggðarinnar felst fyrst og fremst í því að hagnaöur, sem skapast í byggðun- um, er fluttur í nær öllum tilvikum suður og þaðan úr landi. Framtíðin byggist á því að við nýtum þekkingu og tækni til að gefa ungu fólki tækifæri til að velja sér menntun og störf án tiilits til búsetu," segir Þór Örn Víkingsson. -rt ■ 1 Mikilvægustu málin í kjördæminu Framsóknarflokkurinn: | 1. Atvinnuöryggi i sjávarpláss- um verði tryggt. | 2. Byggðamál. | 3. Samgöngumál. i: 4. Jöfnun lífskjara. 5. Aukin fjöbreytni í atvinnu- I lífi. Frjálslyndi flokkurinn: 1. Kvótakerfið burt. | 2. Réttur fólks til veiða á heimamiðum verði tryggður. : 3. Bættar samgöngm’. I 4. Miðstýring í lambakjöts- framleiðslu afnumin. 5. Réttarstaða þeirra sem standa höllum fæti verði | tryggð. rf!: Húmanistaflokkurinn: 1. Afnám fátæktar. 2. Ný skipting kvótans. 3. Styring byggðar. 4. Styrking atvinnulífs. 5. Menntamál. Samfylkingin: 1. Sjávarútvegsmál. Aukið hráefni til landvinnslu. 2. Viðreisn Vestfjarða. 3. Kjör aldraðra, öryrkja og fjölskyldna. 4. Menntamál. 5. Samgöngur verði bættar. Sjálfstæðisflokkurinn: 1. Efnahagsmál og bætt lífs- kjör. 2. Byggðamál í breiðum skiln- . ingi. 3. Sjávarútvegsmál og fisveiði- stefna. 4. Samgöngumál. 5. Menntamál. IVinstrihreyfingin - grænt framboð: 1. Alhliða atvinnuuppbygging á landsbyggðinni. 2. Byggðatengdur kvóti. I 3. Samgöngutenging innan i Vestfjarða. 4. Efla skal möguleika til I menntunar. 5. Jöfnun lífskjara og lækkun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.