Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 30
34 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Afmæli Ólafur Björnsson Ólafur Björnsson skipstjóri, Kirkjuvegi 1, Keflavík, varö sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Ólafur fæddist á Hnúi í Klofnings- hreppi í Dalasýslu. Hann flutti til Keflavíkur með fjölskyldu sinni á fimmta afmælisdegi sínum og hefur átt þar heima síðan að undanskild- um árunum 1941^18 er hann var bú- settur í Hafnarfirði. Ólafur lauk hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1945 og stundaði nám við Bréfaskóla SÍS, m.a. í bók- færslu. Ólafur byrjaöi fimmtán ára til sjós. Hann var mest á togurum á ár- unum 1941-53 og stýrimaður frá 1945. Þá var hann verkstjóri á árun- um 1953-57. Ólafur stofnaði, ásamt öðrum, út- gerðarfélagið Baldur hf. 1957. Hann var lengst af skipstjóri á mb. Baldri til 1977 og jafnframt framkvæmda- stjóri Baldurs hf. Fyrirtækið lét smíða fyrsta frambyggða bátinn sem þannig var hannaður miðað við íslenskar aðstæður 1960. Þá átti fyr- irtækið nokkra báta og stundaði al- hliða fiskverkun í Keflavík til 1989. Ólafur stofnaði ásamt öðrum Glað hf. 1965 og var jafnframt fram- kvæmdastjóri þess fyrir- tækis til 1976. Þá varð hann stjómarformaður í Samlagi skreiðarframleið- enda 1983 en það varð hans aðalstarf til 1992 er Samlagið var sameinað SÍF. Þá hóf hann sjóstangaveiðiferðir á Hnossi, níu tonna báti, 1992. Þær ferðir breyttust síðan í hvalaskoðunarferðir sem Ólafur sá um til 1998 er hann seldi bátinn og hætti störfum. Ólafur hefur verið félagi í Al- þýðuflokksfélagi Keflavíkur frá 1948. Hann sat í bæjarstjórn Kefla- víkur 19958-70 og 1974-86, í bæjar- ráði 1974-86, var varaþingmaður Al- þýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi 1978-80 og sat þá nokkrum sinnum á þingi, sat í nefndum og ráðum fyr- ir sveitarfélagið, sat í stjóm Byggða- stofnunar og Framkvæmdastofnun- ar 1980-84, í varnarmálanefnd 1990-95, var formaður sjómanna- deildar VSFK frá stofnun 1949-61 og varaformaður VSFK á sama tíma, var varaformaður Sjómannasam- bands íslands frá stofh- un 1957-61, stjórnarfor- maður Olíusamlags Keflavíkur 1966-93 og varaformaður í stjórn Olíufélagsins á sama tíma, sat um árabil í stjóm Útvegsmanna- og Vinnuveitendafélags Suðurnesja, í stjórn LÍÚ, SÍF, og SSF og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir þessi félög, sat m.a. í Landhelg- islaganefnd 1975-76 og 1982, í stjórn Hafrannsóknastofnunar, sat á Fiski- þingi, var formaður Byggingafélags eldri borgara frá stofnun 1989, í stjórn Olíustöðvarinnar Helguvíkur frá 1990 og hefur verið Lionsmaður í meira en tuttugu ár. Fjölskylda Ólafur kvæntist 2.10. 1943 Lovísu Margréti Einarsdóttur, f. 24.1. 1925, d. 16.10. 1966, húsmóður. Hún var dóttir Einars Pálssonar, forstjóra Nýju blikksmiðjunnar í Reykjavík, og Elínar Jóelsdóttur húsmóður. Böm Ólafs og Margrétar eru Þór- ir Jóhann, f. 27.1. 1944, verkstjóri, kvæntur Maríu Helgadóttur sjúkra- liða og eiga þau þrjú börn og tvö bamaböm; Borgar Unnbjöm, f. 14.5. 1945, vélstjóri, og á hann fjögur böm og þrjú barnaböm; Elín Inga, f. 5.12. 1946, búsett í Reykjavík, og á hún þrjú böm og tvö bamaböm en sam- býlismaður hennar er Agnar Harð- arsson vélstjóri; Sturlaugur Helgi, f. 9.9. 1948, kennari, kvæntur Ólöfu Björnsdóttur garðyrkjufræðingi og eiga þau tvær dætur og þrjú bama- börn; Sigrún Birna, f. 4.9. 1950, hár- greiðslukona, gift Vilhjálmi Ketils- syni skólastjóra og eiga þau fimm böm og þrjú bamaböm; Björn Guð- brands, f. 25.11. 1957, útgerðartækn- ir, en hann á eina dóttur og er sam- býliskona hans Guðbjörg Gunnars- dóttir. Ólafur kvæntist 10.6. 1970 seinni konu sinni, Hrefnu Ólafsdóttur, f. 16.4. 1923, frá Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Ólafur á fjögur systkini á lífi en tvö systkina hans eru látin. Foreldrar Ólafs voru Björn Guð- brandsson, f. 2.9. 1900, d. 7.8. 1957, verkstjóri, og Unnur Sturlaugsdótt- ir, f. 7.12.1901, d. 13.3.1997, húsmóð- ir. Ólafur er ekki á landinu um þessar mundir. Ólafur Björnsson. Þorsteinn L. Þorsteinsson Þorsteinn Lúðvík Þorsteinsson safnvörður, Hagatúni 12, Höfn í Homafirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist að Reynivöll- um í Suðursveit og ólst þar upp. Hann naut almennrar bamaskóla- menntunar og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Þorsteinn var vélgæslumaður við Rafveitu Hafnarhrepps og síðan við Rafmagnsveitur ríkisins á staðnum í tuttugu og þrjú ár. Hann var síðan forstöðumaður Hitaveitu Hafnar- hrepps í tíu ár en hefur verið safn- vörður Byggðasafns Austur-Skafta- fellssýslu frá 1991. Þorsteinn var formaður verka- lýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði 1973-80. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 18.1.1953 Olgu Meckle Guðleifsdóttur, f. 5.7. 1925, húsmóður. Hún er dóttir Gottliebs Meckle garðyrkjumanns og Emélie Meckle, f. Reicheuberg, húsmóður. Börn Þorsteins og Olgu era Emil Reynir, f. 2.8. 1955, mjólkurtæknifræð- ingur í Danmörku, kvæntur Lenu Jörgensen lækni; Ari Þorsteinn, f. 23.3. 1958, sjávarútvegs- fræðingur og fram- kvæmdastjóri útibús SÍF í Yarmouth í Kanada, kvæntur Maríu Gisladótt- ur bókmenntafræðingi; Anna Erla, f. 16.5. 1962, framreiðslumaður, gift Ólafi Vilhjálmssyni. Þorsteinn Lúðvík Þorsteinsson. Barnabörn Þorsteins og Olgu eru sex talsins. Bræður Þorsteins eru Sigm-ður Elís, f. 7.2. 1931, jámsmiður, búsettur á Höfn; Ingimundur Reyn- ir, f. 19.6. 1934, lést á fermingaraldri. Foreldrar Þorsteins vora Þorsteinn Guðmundsson, f. 29.7.1895, d. 1984, bóndi á Reynivöllum í Suður- sveit, og Arilí Þorsteins- dótir, f. 16.11. 1897, d. 1975, húsfreyja. Kristjana E. Guðmundsdóttir Kristjana Emilia Guð- mundsdóttir, ljóðskáld, bókbindari og bókavörð- ur við Bókasafn Kópa- vogs, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Kristjana fæddist í Stykkishólmi en ólst upp á Dröngum á Skógar- strönd. Hún lauk lands- prófi frá Miðskóla Stykk- ishólms, stundaði slðar nám við Iðnskólann i Reykjavík og lauk prófum í bókbandi. Kristjana vann við bókband um skeið en hefur starfað við Bókasafn Kópavogs frá 1987. Kristjana hefur unnið að ritstörf- um. Fjórar ljóðabækur hafa komið út eftir hana auk þess sem ljóð hennar hafa verið birt i ljóðasöfn- um og í tímaritum. Kristjana og maður henn- ar bjuggu að Dröngum til 1968. Þá fluttu þau í Kópavoginn þar sem þau hafa búið siðan. Fjölskylda Kristjana giftist 10.6. 1957 Jóni Hilberg Sigurðssyni, f. 17.4. 1933, verkamanni. Hann er sonur Sigurðar Lárussonar, f. 1.11. 1895, verslunarmanns í Stykk- ishólmi, og Elínar Helga- dóttur, f. 18.4. 1900, húsmóður. Böm Kristjönu og Jóns era Stein- ar, f. 13.4. 1958, leigubílstjóri, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Sigríði Jónsdóttur og eiga þau tvö börn; El- ín, f. 15.8. 1961, húsfreyja að Vifils- dal í Dalabyggð, gift Herði Hjartarsyni, og eiga þau tvö böm; Valborg, f. 15.8. 1961, dagmóðir í Kópavogi, gift Magna Rúnari Þor- valdssyni jámsmið og eiga þrjú börn; Sævar, f. 3.11.1967, blikksmið- ur, búsettur á Akranesi, kvæntur Gerði Helgu Helgadóttur leikskólakennara og eiga þau tvo syni; Sjöfn, f. 3.11. 1967, dagmóðir í Kópavogi, gift Kristjáni E. Harðar- syni vöruflutningabílstjóra og eiga þau tvö böm; Guðmundur, f. 6.10. 1969, tæknifræðingur, búsettur í Kópavogi. Systkini Kristjönu: Ólafur Krist- inn, f. 20.11. 1936, húsasmiður og byggingarfulltrúi að Hrossholti á Snæfellsnesi; Unnsteinn, f. 5.5. 1945, sjómaður og útgerðarmaður á Höfn i Hornafirði; Rósa Vestfjörð, f. 25.6. 1947, húsmóðir á Akureyri; Kristín Björk, f. 15.3. 1953, kennari i Kópa- vogi. Foreldrar Kristjönu: Guðmundur Ólafsson, f. 15.12. 1907, landpóstur og bóndi á Dröngum og síðar í Kópavogi, og k.h., Valborg Vestfjörð Emilsdóttir, f. 22.1. 1916, ljósmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Ólafs, b. og pósts á Dröngum, Guðmundsson- ar, og Þorbjargar Kristínar Stefáns- dóttur frá Borg í Miklaholtshreppi. Valborg er dóttir Óskars Vest- fjörð, b. á Þinghóli í Tálknafirði, Sæmundssonar, b. á Krossi á Barða- strönd, Jóhannessonar. Móðir Ósk- ars var Emelía Oktaviana Andrés- dóttir frá ísafirði. Móðir Valborgar var Kristjana Guðmunda Guðmundsdóttir, b. og safnaðarfulltrúa að Hamri á Barða- strönd og síðar í Hvammi, Jónsson- ar, og Kristínar Þóra Pétursdóttur, frá Reyðarfirði í Suðurfjörðum Kristjana verður að heiman á afmælisdaginn. Kristjana Emilía Guðmundsdóttir. Beltin bjarga www.umferd.is Til hamingju með afmælið 23. apríl 90 ára Jóhann Pálsson, Dalbraut 18, Reykjavík. 85 ára Oddný Bjamadóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 70 ára Ólafur Diðríksson múrarameistari, Skúlagötu 20, Reykjavík. Regina Ólafsdóttir, Kleppsvegi 78, Reykjavík. Klara Sigurgeirsdóttir, Asparfelli 8, Reykjavík. Sveinn Friðbjömsson, Dalbraut 12, Hnífsdal. Ragnheiður Kristinsdóttir, Rauðumýri 16, Akureyri. 60 ára Anna Lise Jansen, Háaleitisbraut 44, Reykjavík. Ólafía Margrét Ólafsdóttir, Akurgerði 16, Reykjavík. Halla Lilja Jónsdóttir, Miðholti 6, Akureyri. 50 ára Óli B. Torfason vélstjóri, Máshólum 7, Reykjavík. Anna Guðmundsdóttir, Vaðlaseli 2, Reykjavík. Sigurður Elínbergsson, Ólafsbraut 20, Ólafsvík. Guðmunda Hjörleifsdóttir, Smáragötu 7, Vestmannaeyjum. Hildur Guðmundsdóttir, Þóristúni 17, Selfossi. 40 ára Birgir Andrésson myndlistar- maður, Fífurima 7, Reykjavík. Árni Már Jensson, Fjölnisvegi 16, Reykjavík. Ólafur Ó. Guðmundsson, Kringlunni 37, Reykjavík. Maríus Óskarsson, Kleppsvegi 22, Reykjavik. Magnús Karl Björgvinsson, Háaleitisbraut 75, Reykjavík. Ólafur Sigurðsson, Álfalandi 15, Reykjavík. Helen Diðriksdóttir, Strýtuseli 6, Reykjavík. Ævar Gíslason, Reykási 23, Reykjavík. HaUgrimur Óli Björgvinsson, Frostafold 6, Reykjavík. Ragna Gústafsdóttir, Vesturfold 3, Reykjavík. Kristín Magnúsdóttir, Hlíðarhjalla 32, Kópavogi. Daði Daðason, Hátúni 2, Bessastaðahreppi. Erlingur Bjarnason, Freyjuvöllum 22, Keflavík. Fanney Rósa Jónasdóttir, Litluhlíð 5C, Akureyri. Katrín Stefania Klemenzdóttir, Gauksrima 19, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.