Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 JL>"V Steingrímur J. Sigfússon, formaöur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboös, á Beinni línu DV: Ekki í loforðakórnum „Ég hef aldrei skammast mín jafnmikið fyrir ráðamenn íslands og ég hef gert síðustu vikumar þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son koma fram hvor öðrum vígreif- ari og réttlæta þessar aðgerðir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maöur Vinstrihreyflngarinnar- Ekki dauð atkvæöi Guðmundur Halldórsson, Húsavík: Hvað hyggst þú gera varðandi sauðfjárbœndur sem eru aö flosna upp í stórum stíl eftir meóferó und- anfarinna ára sem hefur ekki lagast upp á síðkastiö? „Ég held að brýnast sé að eyða þeirri óvissu sem þeir búa við núna og gera við þá nýjan samning um stuðning við sauðfjárræktina. Þar vildi ég sjá breytingu á skilgrein- ingu þess stuðnings og að það verði reynt að koma honum þannig til bænda að hann verki meira sem al- mennur byggðastuðningur og tengd- ur heilsársbúsetu og búskaparum- svifum á jörðunum. Auk þess vildi ég með þessu gera ráðstafanir til að reyna að tryggja eðlilega endurnýj- un og nýliðun í greininni en skort- ur á henni er það sem er greininni hættulegast nú, fyrir utan léleg kjör bænda.“ Gísli Gislason, Reykjavík: Hvaö borgar íhaldiö ykkur til þess aó kljúfa Samfylkinguna? „í fyrsta lagi klufum við ekki Samfylkinguna. Vinstrihreyflngin - grænt framboð var komin á fulla ferð áður en Samfylkingin náði saman. I öðru lagi hefur íhaldið ekki borgað okkur neitt. Þvert á móti held ég aö það átti sig á því að til er að verða flokkur sem er lengst hinum megin í litrófinu og mun halda uppi harðri andstöðu gegn því.“ Hannes Sigurðsson, Reykjavík: Möröur Árnason hefur sagt aö kosn- ingarnar veröi einvígi milli íhalds og Samfylkingar og atkvœöi, greidd ykkur í því einvígi, vœru dauö at- kvœði. „Það er ákaflega dapurleg upp- stiiling hjá Merði og hann veit bet- ur. Staðreyndin er auðvitað sú að þegar litið er á málefnin þá er Sam- fylkingin á fullri ferð inn á miðjuna og þar af leiðandi hafa málefnalegar andstæður milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verið að minnka í kosningabaráttunni. Davíð Oddsson hefur viðurkennt að flokkurinn hafl að sumu leyti fært sig nær miðj- unni. Þessir flokkar sigla inn á miðjuna, annar frá hægri en hinn frá vinstri, og ræfils Framsóknar- flokkurinn klemmist þar í milli. Við óskum ekki eftir því að blanda okk- ur í samkeppnina á miðjunni. Við erum vinstriflokkur með skýrar málefnalegar áherslur og þar af leið- andi er þetta mikill misskilningur hjá Merði.“ græns framboðs, þegar hann sat fyr- ir svörum á Beinni línu DV síðasta vetrardag. Steingrímur svaraði fjölda hringj- enda sem voru með spurningar úr öllum átttum. Um mögulegt stjórn- arsamstarf með Sjálfstæðisflokki sgði Steingrímur: „Fyrir mér væri Ólafur Thordersen, Reykjanes- bæ: Hvaöa ráö hefur Grœnt framboö til aó útvega þeim hundruöum manna vinnu sem missa hana ef her- inn fer á brott? „Við spáum því að herinn fari og við gerum ráð fyrir þvi að samið verði um með hvaða hætti það gerist og við íslendingar yfir- tökum rekstur Keflavíkurflugvall- ar og aðstöðu á vellinum. Þá fær talsvert af því fólki sem áður hef- ur unnið fyrir Varnarliðið vinnu í staðinn hjá íslenskum yfirvöldum og þeim sem nýta þá aðstöðu sem á vellinum er og verður tekin til borgaralegra nota. Ég geri að sjálf- sögðu ráð fyrir þvi að það verði sett upp áætlun um atvinnuupp- byggingu, m.a. til að nýta þá að- stöðu sem þarna er í nágrenni við alþjóðaflugvöll. Má líta á fordæm- in, t.d. á írlandi, þar sem byggð hefur verið upp talsverð atvinnu- starfsemi: viðhald flugvéla, ýmis rekstur og þjónusta, fríiðnaöar- svæði o.fl. Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir sameiginlegu átaki lands- manna þar sem settir yrðu mynd- arlegir fjármunir í að byggja upp nýja atvinnuvegi og standa við bakið á heimamönnum við að takast á við breytingarnar. ísland er ekki það fátækt land að það þurfi að dæma sig til ævarandi hersetu. Því hafna ég.“ Sigurður Stefánsson, Kópa- vogi: Séröu fyrir þér stjórnarsamstarf meö Sjálfstœðisflokknum? „Ef svo vel tekst til að núverandi stjómarsamstarf klofnar þá finnst mér það vera fjarlægasti kosturinn í stöðunni að viö og Sjálfstæðisflokk- urinn færum að ræða saman. Það kæmi tæplega til greina nema að undangengnum miklum árangurs- lausum tilraunum til stjómarmynd- unar. Við höfnum þó ekki viðræð- um. Fyrir mér væri eðlilegasti kost- urinn, ef núverandi stjórnarsam- starf rofnaði og annar eða helst báð- ir stjómarflokkamir töpuðu fylgi, að reyna að mynda nýja ríkisstjóm eins ólíka þeirri núverandi og frekast er kostur, okkar og þá vænt- anlega Samfylkingarinnar og Fram- sóknar.“ Umhverfísskattur Jón Stefánsson, Norðurlandi: Kemur til greina að leggja umhverf- isskatta á bensin og hvaö kemur lítr- inn þá til meö aö kosta? „Bensín og umferðin almennt er mjög þungt skattlögð þegar og þaö eðlilegasti kosturinn, ef núverandi stjómarsamstarf rofnaði og annar eða helst báðir stjórnarflokkarnir töpuðu fylgi, að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eins ólika þeirri nú- verandi og frekast er kostur, okkar og þá væntanlega Samfylkingarinn- ar og Framsóknar." verður að hafa í huga áður en byrj- aö er að ræða þetta. Að þessum fyr- irvara höfðum segi ég auðvitað já. Við verðum að taka þessi mál á dag- skrá og átta okkur á þvi hvemig við fetum okkur í þessa átt sem allar þjóðir í kringum okkur era að gera. Ég spái því að mengandi starfsemi fái á sig skattlagningu. Á hina hlið- ina verði um að ræða umhverfis- væna orkugjafa og -ferli í fram- leiðslu. Ég get hins vegar ekki nefnt krónur og aura í þessum efnum en held að um yrði að ræða tiltölulega mjög lág gjöld sem legðust á allt brennanlegt eldsneyti, hvemig sem það er notað. Þessi gjöld yrðu að vera eymamerkt til umhverfisverk- efna en ekki nýr skattstofn til al- mennrar fjáröflunar fyrir ríkis- sjóð.“ Óskar Árnason, Kópavogi: Þiö hafió lýst yfir algjörri and- stööu viö að ganga í Evrópusam- bandiö. Afhverju? „Við höfnum því að aðild sé kost- ur sem við eigum að hugleiða eða að hafa i sigti. í aðalatriðum liggur allt fyrir sem þarf að liggja fyrir varðandi það að ganga í Evrópu- sambandið. Ég held að það sé mjög mikill misskilningur þetta blaður um að það þurfi að skoða þetta og hitt og láta reyna á hvað okkur byðist i viðræðum og svo framveg- is. Þú sækir ekki um aðild að Evr- ópusambandinu og ferð í samn- ingaviðræður bara að gamni þínu til þess að athuga hvað sé í boði. Það vita allir að um leið og farið yrði af stað með viðræður yrðu það harðsoðnar samningaviðræður. Ég hef af því miklar áhyggjur með hversu óskýrum hætti flokkar eru að reyna að komast upp með að sleppa í gegnum þessa kosninga- baráttu. Það er algjör nauðsyn að koma þessu máli á dagskrá núna í kosningabaráttunni og heimta skýr svör.“ Magnús Halldórsson, Akranesi: Er alveg útilokaö aö viö fáum und- anþágu eöa sérmeóhöndlun varó- andi gagnkvœmar veióiheimildir ef viö göngum í EB? „Ég held að það sé útilokað að við fáum varanlega undanþágu sem tryggði okkur fullt sjálfstæði og for- ræði yfir efnahagslögsögunni í heild. Ég bendi á að Norömenn fengu mjög takmarkaðar og tima- bundnar undanþágur. Var þó verið að reyna að koma þeim inn í Evr- ópusambandið í annað sinn. Það segir að ísland, sem er í miklu veik- ari samningsstöðu, hefur ekki er- indi sem erfiði í þessu máli.“ Steingrímur sgðist ekki taka þátt í þeim atkvæðaslag sem færi fram á þéttsetinni miðjunni í íslenskum stjórnmálum, þar sem Samfylkingin væri einnig. Átkvæði greidd flokki sínum væm því fráleitt dauð at- kvæði. Hann svaraði einnig spmningu Harmleikur Guðni M. Freysson, Hafnar- firði: Hver er afstaöa þín til árása Nató í Júgóslavíu? „Ég tel þessar árásir í fyrsta lagi óréttlætanlegar. Þær standast ekki alþjóðalög. Það var ekki leitað sam- þykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ég tel vera brot. Þetta er líka árásaraðgerð sem ekki sam- rýmist grundvallarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Þetta er einhliða árásaraðgerð Nató á sjálfstætt ríki, hvað sem mannréttindaástandi þar líður. í öðm lagi vora þetta algjör mistök. Menn hafa farið úr öskunni í eldinn. Það er verið að sprengja til- tölulega þróað land aftur á steinald- arstig. Við megum ekki gleyma því að fómarlömb þess verða líka óbreyttur almenningur, Serbar og Albanar og öll þau þjóðabrot sem þarna búa. Þetta er að verða að harmleik sem er þyngri en támm taki. Ég hef aldrei áður skammast mín jafn mikið fyrir ráðamenn Is- lands og ég hef gert síðustu vikurn- ar þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson koma fram hvor öðrum vígreifari og réttlæta þessar aðgerð- ir.“ Pétur Sigurðsson, Hafnarfirði: Mig langar aó spyrja um mesta um- hverfisvandamál þjóöarinnar sem er hvernig komiö er fyrir gróöurlendum landsins. Þar ber hœst lausagöngu búfjár sem kemur í veg fyrir aö viö getum snúiö viö blaðinu. Hvert er ykkar álit á þvi? „Við viljum gera stórátak í því að endurheimta landgæðin og höfum sinnt því með ýmsum hætti. Það er svo að fóstran er í tötrum vegna aldalangra hremminga. Sauðfé hef- ur þó fækkað geysilega í landinu og ofbeit er miklu minna vandamál en áður var en að sama skapi hefur hrossafjöldi aukist. Á Reykjanesi er orðið fátt fé en það væri að sjálf- sögðu æskilegast að koma á sam- komulagi milli bændanna þar og þeirra sem vilja græða upp landið. Það á að geta farið saman að græða landið og hafa sauðfé á beit á af- mörkuðum svæöum. Landið á að geta komist í sinn fallega náttúru- lega búning." Theódór úr Garði: Nú er mikiö talaó um fiskveiöi- kvóta. Ertu hlynntur því aö skatt- leggja þá sem fara út úr greininni? Og hvaö meó bœndur sem selja jarö- ir og hitarétt og slíkt? „Ég hef lagt vinnu í að skoða þann möguleika. Meðan óbreytt kerfi er við lýði þá væri það tví- um skattlagningu kvótagróða: „Meðan óbreytt kerfi er við lýði þá væri það tvímælalaust til bóta að reyna að ná utan um þann þátt málsins með því að beita skattkerf- inu. Þá á ég við hinn hreina nettó kvótagróða, þ.e. gróða sem menn fá bara vegna þessa kerfis." -hlh mælalaust til bóta að reyna að ná utan um þann þátt málsins með því að beita skattkerfinu. Þá á ég við hinn hreina nettó kvótagróða, þ.e. gróða sem menn fá bara vegna þessa kerfis. Ég hef sagt að meðan þetta kerfi varir þá eigi menn að skoða þennan möguleika. Það er síðan dálítið annar hlutur þegar menn selja efnislega hluti, eins og hús og jarðir og þess háttar. Útgerð- armenn myndu að sjálfsögðu fá eðli- legt endurgjald fyrir sína eign í fyr- irtækinu, .þ.e. skip, veiðarfæri, birgðir og þess háttar. Við erum bara að tala um afnotarétt útgerðar- manna á sameiginlegu auðlindinni sem þeir fengu án endurgjalds. Ef menn myndu skilgreina jarð- hitann sem sameiginlega auðlind, sem ætti auðvitað að gera, er ég hlynntur skattheimtu. Þetta hefur verið lagt undir landeigendur, t.d. með nýlegri löggjöf, í miklu meiri mæli en ég var samþykkur." Ekkert auölindagjald Konráð Eggertsson, Djúpi: Er þaö rétt skiliö aö ef þinnflokk- ur kemst til valda ætli hann aó hegna þeim mönnum, sem ekki selja frá sér kvótann eöa braska meö hann og œtla aö hafa sjávarútveg sem atvinnu áfram, meö því aö taka af þeim kvótann í áföngum, og ef þeir hœtta eftir stuttan tíma, þegar þiö eruö komin til valda, meó því aó leggja á þá sérstakan skatt fyrir aö hœtta útgerö? „Þetta er alveg öfugt. Við erum að útfæra okkar tillögur þannig að þeir sem eru með sínar veiðiheimildir í notkun ár frá ári séu ekki skattlagðir og þeim sé ekki refsað. Það em aðrir með hugmyndir um að taka hluta af kvótanum og láta menn kaupa hann til baka. Við reynum hins vegar að koma til móts við hina miklu og eðli- legu óánægju sem sprettur af lottó- vinningum einstakra aðila sem era að hirða út úr greininni stórar fjárhæðir vegna afnotaréttar sem þeir hafa feng- ið ókeypis. Þá kemur að hugmyndum um skattlagningu á meðan núverandi ástand varir. Við viljum hindra alla óeðlilega gróðasöfnun sem sprettur t.d. af fákeppni- eða einokunaraðstæð- um. Ég held við eigum þó að horfa á kvótann sem það sérstaka fyrirbæri sem hann er, þessi afnotaréttur af sameiginlegri auðlind, og ég held að ekkert sé sambærilegt við hann eins og mál standa í dag.“ Konráð Eggertsson, Djúpi: Ætliö þiö ekki aö leggja á auó- lindagjald? „Nei, við ætlum ekki að leggja á slíkan flatan skatt. Þar með er ekki sagt að við séum ekki tilbúin til að taka þátt í starfi auðlindanefndar- innar og skoða hvað út úr því gæti komið.“ Hjálmar Arnarsson, Reykja- vík: Af hverju ertu á móti frjálsum innflutningi landbúnaöarvara? „Ég er á móti því að hér sé óheft- ur innflutningur á niðurgreiddum landbúnaðarvörum. Það gengi af ís- lenskum landbúnaði dauðum og ég er þá ekki að byggja á neinu öðru fyrirkomulagi en flestar þjóðir í kringum okkur gera. Þær standa vörð um sinn landbúnað og ýmiss konar reglur og takmarkanir eru í gildi hvað innflutning snertir. Áður voru innflutningsbönn en nú hafa menn breytt þeim á grundvelli GATT i tollavernd og slíkt sem búið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.