Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 13 r>v Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir í trimmi í Elliðaárdalnum - nánar til tekið við Skorar- hylsfoss sem margir kailar reyndar Kermóafoss en hann er skammt fyrir neðan stífluna í vesturkvísl árinnar. Fyrir réttri öld hugðist Einar Benedikts- son, skáld og athafnamaður, virkja fossinn ásamt innlendum og erlendum samstarfsmönnum sínum. DV-mynd E. Ól. Hleður batteríin í Elliðaárdalnum Stjórnmálamenn eiga annríkt þessa dagana, þeysa á milli funda í fjarlæg- um landshornum, plotta og púla. Lífið er eitt allsherjarstress hjá fólki sem þarf að setja ljós sitt undir mæliker á fjögurra ára fresti og jafn- vel oftar. En stjórn- málamenn, lika topp- mennirnir, verða af og til að líta upp úr þjóð- félagsvandanum, fækka fótum, fara í sund, leikfimi, hlaupa eða ganga. Skilningur á gildi daglegrar hreyfmgar hefur auk- ist með þjóðinni, líka hjá stjórnmála- mönnum. Davíð Oddsson puðar með Tanna sínum í útivistinni og þeir ganga langt félagarnir, að sögn, Finn- ur Ingólfsson er algjört ljón í heilsu- ræktinni, en Ólafur Öm félagi hans gengur yfir stærstu jökla heims og sjálft Suðurskautslandið þegar sá gáll- inn er á honum. Við hittum Jóhönnu Sigurðardótt- ur skömmu fyrir hádegi á þriðjudag- inn þar sem hún var að ganga um einn sælureit Reykvíkinga, Elliðaár- dalinn, þar sem útivistarfólk er í hrönnum á öllum tím- um árs. Jóhanna sagðist vera að hlaða batteríin fyrir komandi átök. „Það er gott fyrir sál og líkama að ganga, og oft kvikna býsna góðar hugmyndir við hreyfinguna," sagði Jóhanna sem var nýkomin austan af fjörðum og tilbúin að taka slaginn. Hún er annar póllinn í Reykjavíkurpólitíkinni, Davíð, fom- vinur hennar úr ríkisstjórn, er hinn. -JBP FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR ni fulikomnu Lavamat 74620 Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvar vélin erstödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin teka langan tíma. Hægtað stilla gangsetningu vélar allt að19tímaframítímann Öll hugsnaleg þvottakerfi BRÆÐURNIR PJ ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um allt land! Heimsending innifalin í verði. Bautabúrið o? K.Þ. þakka Bónúfjámstarfíð á liðnum árum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.