Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 15 Gæfa og gervileiki Það leikur enginn vafi á því að flestir ís- lendingar eiga á ein- hvern hátt bágt, þótt þjóðin sjálf sé á góð- um vegi stödd á flest- um sviðum. En eru allir landsmenn heið- arlegir í hágindum sínum? Þetta er spurn- ing dagsins sem verð- ur aldrei fuhkomlega svarað. Hér er hvorki lengur teljandi né landlæg ómegð en samt á fólk í enda- lausu basli eins og hún væri í erfðunum. Þá vaknar önnur spuming: Eru til með þjóðum frumur sem ráða basli þeirra eða minnsta kosti talsmátanum þótt velmegun ríki í efnahagslífinu vegna þess að eitt er til í höndunum á mönnum en annað bara í heilan- um? Ekki á morgun heldur hinn Þetta er eitthvað fyrir félags- og erfðafræðinga til að rannsaka og vinna úr, einangra, lækna með hjálp vísindanna og fá fyrir stóran pening í laun og mikla frægð á heimsmælikvarða. Ég veit ekki hvort almenningur hefur tekið eftir því að það er kom- inn nýr tónn í málpípu íslenskra erfðafræðirannsóknarmanna. Þessi vísindi hafa fest svo í sessi að ekki er lengur lofað lækningu strax þeg- ar fundinn er galli í frumu heldur eru lausnimar orðnar loðnar og sagt með óbeinum en trúlegum orð- um: Ekki á morgun heldur hinn þá er lausnardagurinn. Mér finnst málpípan vera meiri maður fyrir bragðið. Hún lofar ekki upp í ermina á sér lengur en vekur von og talar um vísindi sín á svip- aðan hátt og þau væra amerískur hafhaboltaleikur: Fyrst er gallinn fundinn, síðan er þrengt að honum, hann er einangraður smám saman uns vísindin koma lækningunni í höfn en gallinn er úti. Merkilega amerískt Nato og allt sem er bandarískt beitir svipaðri tækni. Hafnaboltalögmálið og reglur hans ríkja í sérhverri bandarískri hegðun, vilji hún ná árangri. Á þennan hátt er sannur amer- íkani stöðugt að leita að einhverju rang- stæðu, einangra það og útrýma. Það er því auðheyrt hvaðan Messías okkar kemrn-, hvar hann hefur lært og Hvemig hann mun leysa vandann í bölv- uðum íslenskum erfðafrumum. Annað er merkilega amerískt, hvemig Messías stendur uppi á Krókhálsi að því að vekja græðgisspennu til að auka sölu á hlutabréfunum í fyrirtækinu sem fæddist í okkar reyklausu Bet- lehem við srmdin blá: Hann til- kynnir að nýr galli hafi fundist og hafiiaboltaaðferðinni beitt, verið sé að einangra, þjarma að honum á vellinum. Þorskur og mannvit Ekki er að sökum að spyrja, ís- lenska vonin grípur menn. Þeir hlaupa eins og áður eftir frystikist- um, til þess að kaupa í fyrirtækinu hlutabréf sem hækka skyndilega í verði um allan hinn kristna kaup- hallaheim. Þetta er allt í lagi, eins langt og það nær, ef ekki vaknaði spurning sem verður þó ekki svarað á þess- um vettvangi: Hvort finnur Messías frumugalla vegna einskærrar þarf- ar fyrir að auka hlutabréf og veltu í fyrirtækinu eða í þágu hinna fóm- fúsu vísinda okkar íslend- inga, heimsins og Ingibjargar Pálmadóttur í kosningunum í vor? Er fundinn galli kosninga- brella eða frjár- málabrella? Það leikur enginn vafi á því að auðlegð okkar felst í þessum andstæðum en sam- stæðu: þorski og mannviti. En er þar með sagt, að allir íslendingar séu heiðarlegir í auðlegð sinni, gæfu og gervileika? Guðbergur Bergsson Vísindi í amerískum hafnaboltastíl; Fyrst er gallinn fundinn, síðan er þrengt að honum, hann er einangraður smám saman uns vísindin koma lækningunni í höfn en gallinn er úti. Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur „Ekki er að sökum að spyrja, /s- lenska vonin grípur menn. Þeir hlaupa eins og áður eftir frystikistum, til þess að kaupa í fyrirtækinu hlutabréfsem hækka skyndilega í verði um allan hinn kristna kauphallaheim.“ Breytt verðmætamat - þáttur heimila og skóla Vinstrihreyfmgin - grænt fram- boð vill stuðla að hugarfarsbreyt- ingu meðal þjóðarinnar og í al- þjóðasamskiptum til að ná megi jafnvægi í samskiptum manns og náttúru. Breytt siðgæði og nýtt gildismat em meðal forsendna sjálfbærrar þróunar. Maðurinn þarf að vinna með náttúranni og virða lögmál hennar í öllum sín- um athöfnum. U-listinn hvetur til þess til þess að í stað gegndarlauss neyslukapphlaups verði lyft gild- um hófsemi og hollustu. í þeim efnum reynir á hvem einstalding, en jafnframt á fiölskyldur og skóla. Það ungur nemur gamall temur. Brýnt er að bömin átti sig á þeim takmörkunum sem halda þarf í heiðri til verndar umhverf- inu og læra að gleðjast yfir litlu. Þetta er ekki einfalt í öllu því flæði auglýsinga sem berst inn á heimilin og þar sem markmiðið er oft að smjúga inn í bamssálina. í þessu sambandi er samstarf heim- ila og skóla þýðingarmikið og lík- legasta leiðin til árangurs. Samtök foreldra hafa hér einnig mikilvægt verk að vinna. Siðræn gildi sem víðast Til að plægja akurinn fyrir sjálf- bærri þróun þarf að lyfta siðræn- um gildum á sem flestum sviðum. Vaxandi umræða og skilningur er meðal almenn- ings og forráða- manna fyrir- tækja um þörf- ina á að setja viðmiðanir og siðareglm sem eins konar um- ferðareglur í samfélaginu. Eðlilegt er að opin- berir aðilar og fyrirtæki sýni um þetta gott fordæmi en viðskiptalíf- ið er þó ekki síður mikilvægur markhópur. Umhverfisstefna sem ýmsar stofnanir og fyrirtæki hafa sett sér er skref í rétta átt og sem unnt er að tengja við víðara svið. Þeir sem vinna við rannsóknir og þróun á sviði tækni og vísinda geta heldur ekki litið fram hjá ábyrgð sinni. Erfðavísindin era skýrt dæmi um þetta ekki síður en kjamorkurannsóknir og þróun vígtóla. Frelsi til vísinda- rannsókna er vissu- lega göfúgt markmið en með vaxandi ágengni markaðarins er oft erfitt að greina á milli hreinna vís- inda og hagnýtingar. Um það er nóg af nærtækum dæmum. Samspil upplýsinga- tækni og erfðavís- inda eins og það birt- ist okkur í hugmynd- inni um miðlægan gagnagrann á heilbrigðissviði er nýlegur prófsteinn þar sem sölu- mennskan er á næsta leiti. Græn hagfræði Röskur áratugur er síðan um- ræða hófst um græna þjóðhags- reikninga. Sá sem þetta skrifar fékk á vettvangi Norðurlandaráðs um 1990 samþykkta ályktun um athugun á gildi slikra reikninga. Síðan hefur umræðan um græna hagfræði dýpkað og er smám sam- an að smjúga inn í virta háskóla og alþjóðastofnanir. Á vegum Grænu smiðjunnar flutti Geir Oddsson auðlindafræðingur nýlega afar fróðlegt yfirlitserindi um þetta svið og þær að- ferðir sem þar era að þróast. Innan Háskóla íslands er nú undir forystu Geirs verið að koma á sérstakri námsbraut í umhverf- isfræðum til meistaragráðu. Ein af brennandi spurningum á sviði grænnar hagfræði varðar eigið gildi náttúrannar og mat á ósnortinni náttúra. Sú umræða er áleitin i tengslum við land- not á hálendi íslands. Nýlega var í fréttum flaggað háum tölum um kostnaðarlausan ávinning" af stór- iðju. í þeirri úttekt fór lítið fyrir grænu mati á fómarkostnaði af stóriðjunni. Fátt er brýnna en að efla rann- sóknir á sviði grænnar hagfræði til stuðnings við pólitíska stefnumót- un. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð lítur á það sem eitt af verkefn- um sinum að ýta undir þá umræðu til að náttúra íslands og umhverfi verði metin að verðleikmn. Hjörleifur Guttormsson „Fátt er brýnna en að efla rann- sóknir á sviði grænnar hagfræði til stuðnings við pólitíska stefnu■ mótun. Vinstrihreyfmgin - grænt framboð lítur á það sem eitt af verkefnum sínum að ýta undir þá umræðu...u Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Með og á móti Er verjandi að draga úr yfirvinnu lögreglunnar í Reykjavík? Blankir „Rökin fyrir þessu era einfold. Við eigum ekki pening. Við erum með 80 prósent útgjalda í launum og menn draga ekki úr kostnaði nema með þvi að draga úr launa- kostnaði. Halli á rekstri lögreglunnar í Reykjavík á síð- asta ári nam 122 milljónum króna. í dag eram við að hugsa um fiár- lög þessa árs og hvemig við eig- um að standast þau. Halli síð- asta árs stendur eftir og þar reynum við að krafsa í bakkann. í fýrra nam kostnaður við löggæsluna í Reykjavík 1530 milljónum króna. Fjárveitingin til okkar í ár fyrir utan fyrrgreindan halla er 1437 milljónir króna þannig aö hér er hundrað milljóna króna bil sem verður að bnia á einhvem hátt. Fjárveiting er ekki næg miðað við óbreyttan rekstur eins og hann var í fyrra. Sjálfur er ég ekki i neini stöðu til að meta umfang starfa lögregl- unnar í Reykjavík og ég get ekki svarað til um hvort þetta hafi áhrif á löggæsluna í borginni. Hitt veit ég að peningamir era ekki til. Ég er ekki meðmæltur þessari að- gerð en við verðum að grípa til ráðstafana. Það er búið að skera yfirvinnuna niður um 10-20 pró- sent og það ætti að duga en við eram á varðbergi hvort sem er til hækkunar eða lækkunar á þeirri prósentu." Of sfór biti „Sú aukavinna sem er skorin niður er sú vinna sem unnin er af lögreglumönnum og þýðir að lög- gæslan minnkar og öryggi borgar- ans minnkar að sama skapi. Nið- urskurðurinn endurspeglast ein- faldlega úti í þjóðfélaginu þar sem borgaramir verða þolendur niðurskurðar- ins. Þetta er sér- staklega slæmt í ljósi frétta af fikniefnaflóði sem skellur á landinu og ráða- menn þjóðar- innar eru allir sem einn sam- mála um mikilvægi þess að efla löggæsluna. Þá er allt í einu grip- ið til þess ráðs að skera niður hjá stærsta lögregluliöi landsins. Þetta nær náttúrlega ekki nokk- urri átt og bitnar helst á þeim sem síst skyldi. Við krefiumst þess að þetta verði leiörétt með öðrum hætti en þeím að löggæslan verði rý’rð. Fjárhagsvandi ýmissa stofn- ana hefur veríð lagfærður með aukafiárveitingu og okkur finnst að á fiáríögum næsta árs ætti að taka þennan halla sem er við að etja inn í dæmið og eyða honum þar með. Framlög til lögreglunnar í Reykjavík era hálfur annar milljarður og þar ef era laun okk- ar 80 prósent. Þetta er of stór biti til að kyngja innanhúss. Það þarf annað til.“ -EIR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is Arinbjörn Snorra- son lögregluvarb- stjóri. Sólmundur Már Jónsson, fjármála- stjóri lögrcglunnar í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.