Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Fréttir 25 DV Fjarkennsla á Hólmavík DV, Hólmavík: „Mln trú er aö nokkuð víða geti nám af þessu tagi nýst og þá ekki síst þar sem einangrun er, því með þessu móti mætti auka fjölbreytni og gefa fámennum skólum þar með nýjan og bættan tilverurétt," segir Skarphéð- inn Jónsson, skólastjóri á Hólmavík, um þau áform sem efst eru á baugi í kennslumálum Strandasýslu. Síðasta haust komu fulltrúar frá grunnskóla- deild Sambands íslenskra sveitarfé- laga á Strandir þeirra erinda að kanna hvaða möguleikar væru á því að koma á samkennslu í grunnskóla Hólmavíkur og skólans á Broddanesi, sem er fámennur sveitaskóli, og nota til þess fjarkennslubúnað. í byijun var sú stefna mörkuð að hefja þessa tilraun síðla þessa vetrar og afla með því nokkurrar reynslu sem nýta mætti þegar hafist yrði handa með nám eftir fóstu skipulagi næsta haust. Fljótlega ráku menn sig á veggi og hæsti veggurinn var að ljósleiðara skorti í skólunum báöum. Menn létu ekki hugfallast þrátt fyrir þetta og hófu baráttu fyrir því að úr yrði bætt, barátta sem nú hefur borið þann árangur að fyrirheit hefur ver- ið gefið um af hálfu Landsímans hf. að þeim búnaði sem skort hefur verði komið upp á sumri komanda eða fyrir næsta skólaár. Verði þetta að veruleika yrði um nokkurt braut- ryðjendastarf í kennslutilhögun að ræða sem reyndar miklar væntingar eru bundnar við. -GF Sumir hættu sér of langt út f snjóskaflana en fengu hjálp við að koma sér upp aftur. DV-mynd Njörður. Fárviðri í Mýrdal: Fuglar grófust í fönn DVVík: Undanfarna viku hefur verið frekar rysjótt tíð i Mýrdal. Nýlega gerði einn versta byl nýliðins vetrar með tilheyrandi vandamálum í sam- göngum. Þetta veður stóð allan fyrri hluta dagsins. Það hafði að sjálf- sögðu sín áhrif á menn og dýr. Fýllinn til dæmis virtist villast algerlega af leið í því. Vitað var um einn sem flaug beint á húsvegg og steinrotaðist. Annar fannst grafin í snjóskafl svo rétt stóð upp úr höfuð- ið. Mörgum farfuglunum hefur lík- lega orðið kalt, nýkomnir frá heitari löndum, við að lenda i svona kalsa- veðri nýlentum -NH. Akranes: Tvö skip HB biluð DV, Akranesi: Tvö skip Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi eru nú í landi vegna alvarlegra bilana, ísfisktogarinn Sturlaugur Böðvarsson AK 10 og nóta- og togskipið Óli í Sandgerði AK 14 sem fyrirtækið fékk afhent í ianúar á þessu ári. ísfisktogarinn, með aðalvél frá 1986, var dreginn í land nýlega af Eldingunni meö úrbrædda vél og gæti viðgerð tekið allt að 8 vikur. Þá aefur þetta áhrif á vinnu fisk- /innslufólks í frystihúsi HB á Akra- resi en togarinn hefur séð frystihús- mu fyrir um 30-40% af afla sem þar er landað. Þá átti skipið að fara á karfaveiðar en það á töluverðan út- hafskarfakvóta. Nú er verið að kanna möguleika á því að leigja skip án áhafnar en hægt er fá skip leigt með áhöfn. Þá er olíupannan í nóta- og tog- skipinu Óla i Sandgerði biluð en sú bilun hefur verið að ergja menn frá því að skipið var afhent um síðustu áramót. Tekin verður ákvörðun af tryggingarfélagi um hvort gert verð- ur til bráðabirgða við Óla . Ef um fullnaðarviðgerð á skipinu verður að ræða mun hún taka að minnsta kosti 3-4 vikur samkvæmt heimild- um DV. -DVÓ UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Álfaheiði 11, þingl. eig. Brynjar Guð- mundsson og Sigríður Bjömsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, EGS ehf., Kópavogi, og Guðmundur Ad- olf Adolfsson, mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 14.15. Álfhólsvegur 66, aðalhæð, þingl. eig. Friðrika Líkafrónsdóttir, gerðarbeiðendur Kristján Pálsson og Lífeyrissjóður sjó- manna, mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 13.30. Álfhólsvegur 66, risíbúð, þingl. eig. Karl Bjömsson, gerðarbeiðandi sýslumaður- inn í Kópavogi, mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 11.00. Efstihjalli 25, 0001, þingl. eig. Þorvarður Einarsson og Guðbjörg Halldóra Ólafs- dóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Kópavogi, mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 15.00. Engihjalli 1, 3. hæð B, þingl. eig. Jón Viðar Guðmundsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Bæjar- sjóður Kópavogs, Engihjalli 1, húsfélag, og sýslumaðurinn í Kópavogi, mánudag- inn 26. apríl 1999 kl. 15.45. Hrauntunga 85, þingl. eigandi að hluta Guðmundur E. Hallsteinsson, gerðar- beiðandi sýslumaðurinn í Kópavogi, mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 16.30. Huldubraut 33, þingl. eig. Sveinbjöm Kristjánsson, gerðarbeiðandi sýslumað- urinn í Kópavogi, þriðjudaginn 27. apríl 1999 kl. 13.30. Lækjasmári 15, 0102, þingl. eig. Bygg- ingafélagið Sólhof ehf., gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 27. apríl 1999 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Ný og breytt útgáfa Hver er besta íslenska leikkonan? „Ég veiti ekki lengur viðtöl.“ - Alec Guinness í einkaviðtali Persónuleikakönnun á helstu stj órnmálaleiðtogunum Formúlan, golf, körfubolti, torfæra, frjálsar, handbolti, skíði, unglingar, fótbolti... Heimasíður stjórnmálaflokkanna: Góðar eða slæmar? Óttast íslendingar 2000-vandann? Getnaðarvarnir karlmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.