Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 >99 Hver verða úrslit kosninganna á Vestfjörðum? Eggert Stefánsson rafeinda- virki: Hér er mikil óvissa en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn fái einn mann, Framsókn, fijálslyndir og Samfylking fá einn mann hver. Það er óljóst með uppbótarmann- inn. Elín Magnfreðsdóttir bóka- vörður: Það er erfitt að reikna þetta út og ég er ekki stærðfræð- ingur. D-listinn fáer tvo menn og sömuleiöis Framsóknarflokkur- inn. Samfylking fær einn mann. Grétar Þórðarson aðstoðar- forstöðumaður: D-listinn fær tvo menn. Framsókn og Samfylking sinn manninn hvor. Fijálslyndir fá einn mann þótt tæpt standi. Reynir Torfason sjómaður: Úrslitin verða mjög óvænt. Guð- jón fer inn fyrir öjálslynda. Sjálf- stæðisflokkur fær einn mann. Framsókn heldur sínum þing- manni með harmkvælum. Sam- fylking fær einn mann og vinstri- grænir fá uppbótarmanninn. Þóra Þorðardóttir kennari: Vinstra-grænt fær einn mann. D- listinn fær tvo menn og Framsókn og Samfylking sinn hvom. Ölöf Aðalbjömsdóttir leið- beinandi: Sjálfstæðisflokkur fær tvo menn. Samfylking fær sömu- leiðis tvo og Framsókn einn mann. Mikil óvissa fyrir alþingiskosningar á VestQörðum: Helsta lifsvon frjálslyndra A Vestfjörðum blása vindar í póli- tíkinni sem fyrr. í þessu fámennasta kjördæmi landsins er stærsta og sum- ir segja eina von Fijálslynda flokksins til að koma að manni. Niðurstaða Frjálslyndra mun jafhframt ráða því hvaða sviptingar aðrar verða í vest- firskri pólitík. Nái Guðjón A. Krist- jánsson kjöri mun það kosta annað- hvort Sjálfstæðisflokkinn eða Sam- fylkinguna kjördæmakjörinn mann. Það er mjög mis- munandi mat manna í héraði á því hvort Frjálslyndir muni ná þessu markmiði. Bent er á að afar dap- urt fylgi sem skoðanakannan- ir hafa sýnt yfir landið muni koma niður á frambjóð- endum vestra og margir hrökkva und- an til að atkvæðum þeirra verði ekki kastað á glæ. Það er talið þeim Guð- jóni Amari og Pétri Bjamasyni til frá- dráttar að þeir hafi stokkið frá flokk- um sínum í tíma og ótíma. Guðjón hefur lengi verið þriðji maðurinn í vestfirskri pólitík þar sem hann hefur verið varaþingmaður sjálfstæðis- manna. Hann á sér marga andstæð- inga innan gamla flokksins sem halda því á lofti að nú sé hann að svíkja Sjálfstæðisflokkinn öðra sinni. Þar er rifiað upp að hann studdi á sínum tíma T-lista Sigurlaugar Bjamadóttur og sat í þriðja sætinu þar. Listinn náði ekki inn manni og Guðjón gekk aftur til liðs við sjálfstæðismenn og sat lengst af í þriðja sæti. Fyrir síð- ustu kosningar var hann færður með handafli í fiórða sætið en Ólafur Hannibalsson settur í það þriðja. Guð- jón var afar ósáttur við þá afgreiðslu en eftir að handsalað var samkomulag um að hann myndi verða varaþing- maður Einars Odds og Einars Krist- ins en Ólafur tæki ekki sæti í afleys- ingum lét hann kyrrt liggja. Þetta samkomulag hélt ekki og Ólafur sinnti sjálfur afleysingum. Upp úr sauð svo í vor þegar kjör- dæmisþing flokksins ákvað, eftir að uppstillingamefhd lagði til að Guðjón yrði í þriðja sæti, að Ragnheiður Há- konardóttir á ísafirði tæki það sæti og hann færðist niður. Þessu undi Guð- jón ekki og gekk til liðs við Sverri Hermannsson. Pétur Bjamason, sem er í öðra sæti á lista Frjálslyndra, var um áratuga skeið trölltrygggur framsóknarmaður en þegar Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður dró sig í hlé og Gunnlaugur Sigmundsson var valinn í efsta sætið fór allt á annan endann. Pétur, sem verið hafði varaþingmaður, sótti fast að fá efsta sætið en var hafnað. Hann fór því í sérframboð og fékk fljúgandi meðbyr sem þó dugði ekki til þing- sætis. Hársbreidd vantaði upp á og Pétur hafði ekki erindi sem erfiði. Fyrir sveitarstjóm- arkosningamar í fyrra gekk hann í Sjálfstæðisflokkinn með lúðraþyt en þær raddir heyrð- ust að það hefði hann einfaldlega gert til að tryggja sér áframhaldandi atvinnu sem fræðslustjóri á Vestfiörðum. Bæði Guðjón og Pétur era taldir strang- heiðarlegir stjómmálamenn en Suðureyri við Súgandafjörð. flokkaflandrið er notað gegn þeim. Annað sem einnig er talið vinna gegn þeim er að Vestfirðingar era ekki eins uppteknir af kvótanum og áður. Líkt og annars staðar virðist kvótamálið ekki lengur vera það kosningamál sem fyrir fram var talið að yrði númer eitt. Trillukarlar, sem stóðu upp á endann og mótmæltu kerfinu hástöfum, eiga nú margir hverjir mikla fiárhagslega hagsmuni í því að ekki verði hróflað Fréttaljós Reynir Traustason Vestfirðir DV-myndir GVA við kvótakerfinu. Það stafar af því að nú geta þeir selt og leigt kvóta eins og gerist í gamla kerfinu. Sú fylking trillukarla sem studdi Sjálfstæðisflokk- inn er nú komin út og suður og áhuga- mál þeirra önnur en afnám kvótans. Víst er þó talið að sjómenn á togara- flotanum, sem og kvótalitlum bátum, hyggist fylkja sér um hið fijálslynda framboð. ÖÞii Þingmenn Landskjörnir Stjórnarandstaða . V A Stjórnarflokkar Óskrifuð stærð Vinstrihreyfingin - grænt framboð er óskrifuð stærð. Framboðið er á fleygiferð í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar formanns, Norðurlandi eystra, með hátt í 20 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Minna fer fyrir efsta manni á Vestfjörðum, Lilju Raf- ney Magnúsdóttur. Helstu mál hreyf- ingarinnar snúast um jöfnun lifs- kjara og umhverfismál. Þrátt fyrr að stór hópur íbúa á suðvesturhominu sé að velta fyrir sér örlögum hálend- is og öðrum umhverfsmálum þá era slík mál.lítt seljanleg á Vestfiörðum þar sem lífsbaráttan snýst um að halda fólki á svæðinu og veijast land- auðn. Það er því óvíst að boðskapur Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs nái vestur á firði. Lilja Raf- ney var varaþingmaður Kristins H. Gunnarssonar í Alþýðubandalaginu. Þegar Kristinn söðlaði rækilega um og færði sig af vinstri vængnum inn á miðjuna til Framsóknar urðu mikil sárindi meðal þeirra sem lengst era til vinstri. Hvort það fólk fer til Vinstri-grænna eða til Samfylkingar er óvíst en allt eins líklegt er að sá hópur klofhi. Aðeins sé spuming um hlutíoll. Lilja Rafney er systurdóttir Ólafs heitins Þórðarsonar, fyrram al- þingismanns Framsóknarflokks, og löng hefð fyrir pólitískum slagsmál- um í ættinni þannig að varhugavert er að vanmeta styrk hennar. Framsókn í nauðvörn Framsóknarflokkurinn er í sárum eftir þau umskipti sem urðu í oddvita- sætinu. Kristinn H. Gunnarsson, áður óvinur flokksins, er kominn til að leiða hann en Gunnlaugur Sigmunds- son alþingismaður ef horfinn af sjón- arsviðinu. Talið er að þeir séu teljandi alþýðubandalagsmennimir sem fylgja Kristni inn að miðjunni. Mikil heift er i garð hans á vinstri vængnum, hvað svo sem það þýðir í kosningum. Þá var frambjóðandi Frjálslyndra, Pétur Bjamason, áður talinn vera með hrein framsóknargen þótt annað hafi komið á daginn. Einhverjir fram- arar fylgja Pétri þó ómögulegt sé að segja til um fiöldann. Loks er sú skoð- un áberandi meðal helstu stuðnings- manna Gunnlaugs Sigmimdssonar að Kristinn hafi ásamt forystu flokks- ins ýtt Gunnlaugi út. Það liggur því fyrir að Framsókn er í nauðvöm og Framboðslistar á Vestfjörðum Listi Framsóknar- flokksins 1. Kristinn H. Gunnars- son alþingismaður, Bol- ungarvik 2. Ólöf Guðný Valdi- marsdi^H^itekt, ReykjaiBrjP 3. Björgmtmdur Öm Guömundssön t®kni- skólanelS?il§Undarfirði 4. Anna Jensdóttir um- boðsmaður, Patreksfirði 5. Svava Friðgeirsdóttir bókasafnsfræðingur, Drangsnesi 6. Jóhannes Haraldsson sjómaður, A-Barðastrand- arsýslu 7. Agnes Lára Magnús- dóttir skrifstofumaður, ísafirði 8. Þórunn Guðmundar- dóttir húsmóðir, Tálkna- firði 9. Haraldur V. Jónsson verslunarstjóri, Hólmavík 10. Sigurður Sveinsson ýtustjóri, ísafirði Listi Frjálslynda flokksins 1. Guðjón Amar Krist- jánsson skipstjóri 2. Pétur Bjamason for- stöðumaður 3. Bergfiót Halldórsdótt- ir grumHHennari 4. Áshii|lp!jpsil Þórð- ardótth®rðvTkjustjóri 5. Krist® Freyr Hall- dórsson nemi 6. Hálfdán Kristjánsson sjómaður 7. Ólöf Jónsdóttir bóndi 8. Guðmundur Óskar Hermannsson leiðbein- andi 9. Rögnvaldur Ingólfs- son bifvélavirkjameistari 10. Matthías Bjamason, fyrrv. ráðherra Listi Húmanista- flokksins á Vest- fjörðum 1. Stefán Bjargmunds- son tollvörður 2. Ólafur Þór Einarsson igsson in for- 5. Halldór Amar Úlfars- son stuðningsfulltrúi Listi Samfylkingar- innar 1. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður, Reykjavík 2. Karl V. Matthiasson sóknarprestur, Grundar- firði 3. Sigríði skólastjóri 4. Guðbi ^ Agústsson* Vesturbyggð, Patreksfirði 5. Amlín Óladóttir vist- fræðingur, Bakka, Bjamar- firði 6. Anna Stefanía Einars- dóttir, Vesturbyggð, Pat- reksfirði 7. Gylfi Þ. Gíslason lög- regluþjónn, ísafirði 8. Valdís Bára Kristjáns- dóttir, form. verkalýðsfél. Brynju, Þingeyri 9. Bryndís Friðgeirsdótt- ir, svæðisf. Rauða krossins, Isafirði 10. Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir oddviti, Reyk- hólahreppi, Króksfjarðar- nesi Listi Sjálfstæðis- flokksins 1. Einar Kristinn Guð- finnsson alþingismaður, Bolungarvík 2. Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður, Flateyri 3. Ragnfflði^pákonar- dóttir, fþáiálÉfltrúi, ísa- firði 4. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Patreksfirði 5. Eyrún Ingibjörg Sig- þórsdóttir viöskiptaíræð- ingur, Táiknafirði 6. Margrét Geirsdóttir tónmenntakennari, ísa- firði. 7. Jón Stefánsson bóndi, Hólmavik 8. Bryndis Ásta Birgis- dóttir.verslunarmaður Suðureyri 9. Bjami Óskar Hall- dórsson framkvæmda- stjóri, Króksfjarðamesi. 10. Geirþrúður Charles- dóttir, ísafirði. Listi Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs 1. Lilja Rafney Magnús- dóttir, varaforseti ASV, Suðureyri ðsson lóttir Norðdahl 2. Gu vélsmiðu 3. Eva í hótelstjóí 4. Eiríkur í nemi, Isafirði 5. Indriði Aðalsteinsson bóndi, Hólmavík 6. Halldóra Játvarðar- dóttir bóndi, Miðjanesi 7. Már Ólafsson útgerð- armaður, Hólmavík 8. Anton Toríi Bergsson, bóndi Feili, Þingeyri 9. Gísli Skarphéðinsson skipstjóri, Isafirði 10. Þórunn Magnúsdótt- ir sagnfræðingur, Tálkna- firði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.