Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Síða 38
50
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
Afmæli
Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson jámsmíða-
meistari, til heimilis að Gautlandi
19, Reykjavík, er níræður í dag.
Starfsferill
Sigurjón fæddist í Reykjavík og
ólst upp í foreldrahúsum i Stóra-
Skipholti á Bráðræðisholtinu. Hann
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík og lærði vélvirkjun i Vél-
smiðju Kristjáns Gíslasonar
1927-31. Þá lauk hann vélskólaprófl
1933.
Sigurjón starfaði við jámsmíði í
Landssmiðjunni 1934-42. Hann hóf
síðan störf í Vélsmiðjunni Sindra
þar sem hann starfaði þar til hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir,
tæplega áttræður.
Sigurjón var um skeið prófdóm-
ari við verknám í járnsmíði. Hann
sat í stjórn Félags járniðnaðar-
manna í Reykjavík um árabil og var
formaður þess í fimm ár. Sigurjón
er heiðursfélagi Félags járniðnaðar-
manna og hefur verið sæmdur gull-
merki þess. Hann sat í miðstjóm
ASÍ 1948-54. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum á vegum Sjálfstæð-
isflokksins, var einn af stofnendum
verkalýðsráðs flokksins, sat í stjóm
þess til 1963 og var erindreki flokks-
ins um skeið.
Sigurjón og bræður hans era öll-
um KR-ingum að góöu kunnir en
hann lék með meistara-
flokki KR í fjölda ára og
varð sjö sinnum íslands-
meistari með félaginu.
Árið 1941 urðu þeir bræð-
ur, Sigurjón, Óli B. og
Guðbjörn, allir Islands-
meistarar með KR í
meistaraflokki. Þá þjálf-
aði hann meistaraflokk
KR i knattspymu og í
handbolta.
Sigurjón hefur löngum
irnnið ötullega að félags-
málum fyrir KR. Hann sat í stjóm
félagsins og var m.a. ritari hennar.
Þá sat hann í stjóm knattspymu-
ráðs Reykjavíkur og var formaður
þess um skeið. Hann var einn af
stofhendum KSÍ og var formaður
þess í tvö ár. Hann var sæmdur
gullmerki og heiðursstjömu KSÍ og
gullmerki KR.
Fjölskylda
Sigurjón kvæntist 1932 Rigmor
Hanson, f. 31.5. 1913, danskennara
og tungumálakennara. Þau slitu
samvistum 1956.
Dóttir Sigurjóns og Rigmor er
Svava, f. 5.9. 1933, húsmóðir í
Reykjavík, gift Sigurjóni Sigurðs-
syni rafvirkja og eiga þau tvö börn.
Börn Svövu og Sigurjóns Sigurðs-
sonar era Hannes, f. 16.8. 1954, raf-
magnstæknifræðingur og
kennari, búsettur í
Reykjavík, en synir hans
eru Trausti, f. 7.3. 1983,
og Sigurjón Davíð, f. 23.7.
1998, og Sigrún, f. 16.8.
1957, sem búsett er í
Reykjavík.
Sigurjón kvæntist 1963,
s.k.h., Ragnheiði Magn-
úsdóttur, f. 28.12. 1924,
húsmóður. Hún er dótti
Magnúsar Sigmundsson-
ar bónda og Önnu Jó-
hannesdóttur.
Synir Ragnheiðar frá fyrra hjóna-
bandi eru Magnús Pétursson, f. 26.5.
1947, forstjóri Ríkisspítalanna, og
Pétur Óli Pétursson, f. 29.3. 1949,
framkvæmdastjóri í Rússlandi.
Systkini Sigurjóns: Hákon ísfeld,
f. 1.11. 1912, fyrrv. málarameist-
ari;Valgerður, f. 7.7. 1914, dó ung;
Soffia Eygló, f. 3.11.1916, d. 3.1.1999,
húsmóðir i Kópvogi; Óli Björgvin, f.
15.11. 1918, fyrrv. fulltrúi hjá Vega-
gerð ríkisins og knattspymuþjálf-
ari, búsettur i Reykjavík; Guðbjörn,
f. 19.3. 1921, fyrrv. klæðskerameist-
ari og knattspyrnuþjálfari.
Foreldrar Sigurjóns voru Jón
Jónsson afgreiðslumaður, f. 20.11.
1881, d. 10.4.1963, og kona hans, Þór-
unn Helga Eyjólfsdóttir húsmóðir, f.
20.6. 1884, d. 12.12. 1954.
Ætt
Jón var sonur Jóns, b. í Hólakoti
á Álftanesi, bróður Guðrúnar í Hlíð-
arhúsum, langömmu Jóns Gunnars
Zoéga, formanns Vals. Jón í Hóla-
koti var sonur Jóns, smiðs og b. í
Starkaðarhúsum í Flóa og í Hóla-
koti, Ingimundarsonar, b. í Norður-
koti í Grímsnesi, Jónssonar, b. og
formanns á Ásgautsstöðum, Símon-
arsonar. Móðir Ingimundar var
Guðrún Snorradóttir, b. í Kakkar-
hjáleigu, Knútssonar. Móðir Guð-
rúnar var Þóra, systir Ingimundar á
Hólum, langafa Magnúsar á Hrauni
í Ölfusi, langafa Aldísar, móður Ell-
erts B. Schram, forseta ÍSÍ. Annar
bróðir Þóra var Ari í Götu, langafl
Sigurðar í Ásmúla, langafa Felix-
bræðra, Gunnars, Harðar og Bjama.
Móðir Jóns 1 Hólakoti var Sigríður
Siguröardóttir, skipasmiðs á Hjalla-
landi á Álftanesi, Sigurðssonar og
Guðrúnar Jónsdóttur, silfursmiðs á
Bíldsfelli, Sigurðssonar. Móðir Jóns
í Stóra-Skipholti var Danhildur
Jónsdóttir, b. í Merkisteini í Reykja-
vík, Jónssonar.
Þórann Helga var dóttir Eyjólfs,
b. í Drangshlíð undir Eyjafjöllum,
Sveinssonar, b. í Efra-Hrútafells-
koti, Jónssonar, b. í Björnskoti,
Ólafssonar. Móðir Þórunnar Helgu
var Sigríður Helgadóttir.
Sigurjón Jónsson.
Stefán Þengill Jónsson
Stefán Þengill Jónsson, tón-
menntakennari og múrarameistari,
Stóragerði 22, Reykjavík, er sjötug-
ur í dag.
Starfsferill
Stefán fæddist á Öndólfsstöðum í
Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar
upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Héraðsskólanum á Laugum 1949,
stundaði nám við Iðnskóla Húsavík-
ur 1950-53, lærði múrverk hjá föður
sínum, lauk sveinsprófi í iðninni
1954 og öðlaðist meistarapróf í múr-
smíði 1958.
Stefán stundaði nám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík 1954-59,
stundaði nám við KÍ 1956-57 og lauk
söngkennaraprófi 1957 og stundaði
nám við Guildhall School of Music
and Drama í Lundúnum 1964-65.
Stefán tók við stjórn á búi föður
síns með stjúpu sinni og systkinum
1941. Hann stofnaði og byggði ný-
býlið Öndólfsstaði II með bróður
sínum, Áma Guðmundi, og stund-
aði þar bústörf til 1954.
Stefán var tónmenntakennari við
Laugamesskólann í Reykjavík 1957,
við Langholtsskóla 1957-91 og við
Barnamúsíkskólann í Reykjavík
1963- 64. Jafnframt hefur Stefán
unnið við múrverk, bifreiðaakstur
og sveitastörf.
Stefán var formaður Ungmenna-
félagsins Eflingar í Suður-Þingeyj-
arsýslu um árabil og var formaður
Nemendafélags Tónlistarskólans í
Reykjavík í nokkur ár. Hann stofn-
aði ásamt Guðjóni Böövari Jóns-
syni Liljukórinn 1961 og var for-
maður hans til 1969. Hann tók þátt í
uppfærslu og flutningi á óperanum
Gerfiblóminu, Amal og næturgest-
irnir, og Þrymskviöu. Þá hefur Stef-
án farið margar söngferðir með
ýmsum kóram til Bandaríkjanna,
Bretlands og Norðurlandanna.
Hann starfaði að íþróttamálum,
æfði júdó í Budokwai i London
1964- 65 og fór keppnisfór í júdó til
Prag í Tékkóslóvakíu 1973 með
Júdófélagi Reykjavíkur.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 20.9. 1958 Ást-
hildi Sigurðardóttur, f. 25.5. 1936,
húsmóður. Þau skildu 1969. Hún er
dóttir Sigurðar Jónssonar, verslun-
armanns í Reykjavík, og k.h., Vil-
borgar Karelsdóttur húsmóður.
Böm Stefáns og Ásthildar era
Valgerður Stefánsdóttir,
f. 4.5. 1959, sjúkraliði og
nuddkona á Akureyri;
Stefán Þorri Þengilsson,
f. 6.4. 1967, framreiðslu-
maður í Reykjavík.
Alsystkini Stefáns
Þengils eru Ingigerður
Kristín Jónsdóttir, f.
21.9. 1930; Steingerður
Sólveig, f. 8.5.1932; Ámi
Guðmundur Jónsson, f.
10.11. 1933.
Hálfsystir Stefáns,
samfeðra, er Hólmfríður
Valgerður, f. 19.12.1944.
Foreldrar Stefáns vora Jón Stef-
ánsson, f. 8.4. 1900, d. 1989, bóndi,
múrara- og byggingameistari aö
Öndólfsstöðum, og f.k.h., Þórveig
Kristín Ámadóttir, f. 5.9. 1908, d.
23.6. 1935, húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Stefáns, b. á Önd-
ólfsstöðum, bróður Jóns, alþm. í
Múla í Aðaldal, afa Jóns Múla og
Jónasar Ámasona. Systir Stefáns
var Sigríður, langamma Sveins
Skorra Höskuldssonar prófessors.
Stefán var sonur Jóns, skálds á
Helluvaði í Mývatnssveit,
Hinrikssonar, b. í Heiðar-
bót í Reykjahverfi í Aðal-
dal, Hinrikssonar. Móðir
Hinriks var Katrín Sig-
urðardóttir. Móðir
Katrínar var Þórunn
Jónsdóttir, ættföður
Harðabóndaættar, Jóns-
sonar. Móðir Jóns í Múla
var Friðrika Helgadóttir,
ættföður Skútustaðaætt-
ar, Ásmundssonar.
Móðir Jóns á Öndólfsstöð-
um var Guðfmna Sigurð-
ardóttir, b. á Amarvatni, Magnús-
sonar og Guðfinnu Sigurðardóttur,
b. á Arnarvatni, Sigurðssonar, b. á
Grímsstöðum, Jónssonar. Móðir
Sigurðar var Margrét Magnúsdótt-
ir, pr. á Desjarmýri, Ketilssonar.
Móðir Sigurðar Sigurðssonar var
Guðrún Jónsdóttir, systir Amþrúð-
ar, langömmu Hólmfriðar, ömmu
Gunnars Gunnarssonar skálds.
Þórveig var dóttir Áma, b. á Eyri
á Flateyjardal, Tómassonar, b. á
Eyri, Guðmundssonar.
Stefán Þengill verður að heiman.
Stefán Þengill
Jónsson.
Til hamingju
með afmælið
26. apríl
90 ára_______________
Guðríður S. Hjaltested,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
80 ára
Grímur Amórsson,
Tindum II, Reykhólahreppi.
75 ára
Guðjón
Einarsson, fyrrv.
blaðaljósmyndari,
Fálkagötu 21,
Reykjavík.
Ólafur Ásgrímur
Þórðarson,
fyrrv. bóndi að
Rauðumýri,
Hólmavík.
Eiginkona hans er
Elísabet Jóna Ingólfsdóttir.
Ólafur hefur dvahst í Reykja-
vik að undanfömu til lækninga
og verður að heiman.
Valdís M. Valdimarsdóttir,
Álftamýri 20, Reykjavík.
Guðmundur I. Björnsson,
Vallargerði 31, Kópavogi.
Alfreð Sveinbjömsson,
Norðurvör 5, Grindavík.
70 ára
Ellen M. Sveins,
Blöndubakka 7, Reykjavik.
Ögmundur Pétursson,
Hraunbæ 166, Reykjavík.
Eva Aðalsteinsdóttir,
Hraungerði 6, Akureyri.
60 ára
Þóra Sigurjónsdóttir,
Fögrabrekku 4, Kópavogi.
Hrafnhildur Sumarliðad.,
Heiðarholti 12 F, Keflavík.
Sveinn Reynir Pálmason,
Tröllagili 5, Akureyri.
Gaukur Sigurjónsson,
Boðaslóð 1, Vestmannaeyjum.
50 ára
Halina María Bogadóttir,
Grettisgötu 98, Reykjavík.
Sigríður Snorradóttir,
Krosshömrum 33, Reykjavík.
Gunnar Haraldsson,
Ægisgrund 19, Garðabæ.
Jón Gröndal,
Túngötu 18, Grindavík.
Guðbjartur Ingi Bjamason,
Feigsdal, Vesturbyggð.
Guðmundur Garðarsson,
Skálholtsbraut 13,
Þorlákshöfn.
40 ára
Birgir Andrésson
stýrimaður,
Fifurima 7,
Reykjavík, varð
fertugur, 23.4. sl.
Jón Auðunn Gunnarsson,
Ásgarði 13, Reykjavík.
Ómar Bjami Þorsteinsson,
Rjúpufelli 46, Reykjavík.
Jóhann H. Jóhannesson,
Holtsbúð 63, Garðabæ.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Eyrarholti 10, Hafnarfírði.
Óskar Stefán Gíslason,
Sunnubraut 48, Keflavik.
Halldór B. Hallgrímsson,
Jörundarholti 182, Akranesi.
Christina M. Bengtsson,
Skúlagötu 6, Stykkishólmi.
Trausti Bemódusson,
Þjóðólfstungu, Bolungarvík.
Aðalbjörg Skarphéðinsd.,
Suðurgötu 32, Siglufiröi.
Þorfinna L. Jósafatsdóttir,
Grenihlíð 5, Sauðárkróki.
Birgir Gestsson,
Komsá I, Áshreppi.
Guðrún Gunnarsdóttir,
Baughóli 23, Húsavík.
Jónas Vilhjálmsson,
Bergi, Aðaldælahreppi.