Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 5 Fréttir Davlð Oddsson: Kemur okkur í opna skjöldu „Þetta mál kemur okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum að auka framlög til lögreglunnar við fjár- lagagerðina í október um 100 milljónir króna. Þá var okkur í ríkisstjórninni sagt að þetta yrði í fyrsta sinn sem lögreglan yrði á slétt- um sjó og með engan hala. Nú á vordögum hefur hins vegar komið fram að þrátt fyrir þetta stóraukna framlag er stór halli frá síðasta ári,“ sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra á beinni línu DV í gærkvöld. Davíð var þá að svara fyrirspum um aðgerðir vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innan lögregl- unnar í Reykjavík. Þar ríkir nú yf- irvinnubann vegna mis- munar á fjárveitingu til embættisins og kostnaðar hins vegar sem er eitt hundrað milljón krónum meiri. „Ég get ekki kennt yfir- vinnunni um hvemig fór. Ég held að það hafi ekki verið nægilega glöggar stað- reyndir bomar fyrir ríkis- tjómina í haust. Staðan nú kemur ekki einungis sem köld gusa framan í lögreglumenn heldur einnig framan í okkur í ríkisstjórn- inni. Það er afar erfitt að búa við það, meðan ekki era fleiri við lög- gæslustörf i dag, að yfirvinna manna sé skorin niður með þessum hætti,“ sagði Davíð.“ -hlh Davíð Oddsson. Umhverfisábyrgð atvinnulífsins Vátryggingafélag íslands stóð í gær fyrir ráðstefhu um ábyrgð á umhverf- inu í samráði við Swiss Reinsurance Company, Ztirich. Ráðstefnan bar heitið: Hvemig verður þitt fyrirtæki ábyrgt fyrir umhverfmu? í fréttatilkynningu segir: „Kröfur um vemdun umhverfisins mrrnu stór- aukast á komandi árum. Þær kröfur munu hafa veruleg áhrif á rekstrar- umhverfi fyrirtækja. Það era því hagsmunir íslenskra fyrirtækja að taka fullan þátt í mótun umhverfis- stefnu til framtíðar. Sú ábyrgð sem lögð verður á atvinnulífið þarf að vera vel skilgreind svo áhættan sé öllum ljós. Fyrirtæki, stór og smá, þurfa að geta varast þessa áhættu með ýmsum forvamaraðgerðum en þeim er ekki síður nauðsynlegt að geta keypt vá- tryggingar gegn þeirri ábyrgð sem þau bera á umhverfmu. Lagaumhverf- inu verður því að haga þannig að þessi ábyrgð verði vátryggingarhæf, ella er hætt við að hún geti orðið at- vinnulifinu ofviða." Á ráðstefhunni töluðu m.a. Guð- mundur Bjamason umhverfisráð- herra og dr. Jiirg Spiihler, þekktur svissneskur sérfræðingur í umhverf- ismálum og umhverfisábyrgð. -hvs Frá fundi lögreglumannanna í gærmorgun. DV-mynd S. Lögreglulið Reykjavíkur í uppnámi vegna sparnaðar í kerfinu: Loggulaun niöur um 200 þúsund „Við erum að mótmæla tekju- skerðingu upp á 200 þúsund krónur á ári, sem er bein afleiðing yfir- vinnubanns hjá Lögreglustjóraemb- ættinu,“ sagði Óskar Bjartmarz, for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur, eftir fund lögreglumanna í húsa- kynnum þeirra í Brautarholti í gær. Um 100 reykvískir lögreglumenn mættu á fundinn þegar mest var, en hann stóð frá því klukkan 9 um morguninn og fram yfir hádegi. „Á næstu dögum munrnn við ræða mál- in frekar og í framhaldi af því má búast við frekari fundahöldum," sagði Óskar. Óskar neitaði því að öryggi borg- aranna hefði verið stefnt í hættu fyrir hádegi í gær með þessum hundrað manna fundi lögreglu- manna sem gátu ekki sinnt eftirlits- störfum á götum höfuðborgarinnar á meðan: „Við erum alltaf reiðubúnir þegar útkall kemur, hvort sem við erum á fundi eða ekki. Óánægjan með kjör- in er bara svo megn að eitthvað verð- ur að gera,“ sagði Óskar Bjartmarz. Yfirvinnubann hjá Lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík er til komið vegna mismunar á fjárveit- ingu til embættisins og kostnaðar hins vegar. Embættið fékk fjárveit- ingu upp á tæpan hálfan annan milljarð í fyrra, en kostnaður var hundrað milljón krónum meiri. Það bil er nú verið að brúa með yfir- vinnubanni, að sögn Sólmundar Más Jónssonar, fjármálastjóra Lög- reglustjóraembættisins. -EIR llftllféi I Kauptu þér 1.5 kq af A\ax þvottaef ni og Jþú fœro önnur 1.5 ka irKauobmtil i qcH VtNN! Kauptu þér túpu af Colgate JÚNÍOR Súperstar og þú fœrð aðra túpu í kaupbœti! í Opið í dag frá 12.00ífil l8.30 0Mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.