Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Síða 15
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999
15
Árangurinn enn
meiri næst
„í kosningum kastar enginn atkvæði sínu á glæ svo lengi sem hann kýs
samkvæmt sannfæringu sinni."
Arangur Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns fram-
boðs í nýafstöðnum al-
þingiskosningum er um-
talsverður þótt undirrit-
aður sé reyndar þeirrar
skoðunar að hann gæti
orðið enn meiri í næstu
kosningum. í stjórnmál-
um eiga nýir flokkar,
aðrir en þeir sem eru
stundarbólur, erfitt upp-
dráttar og veldur þar
varfærni kjósenda og
ótrúleg íhaldssemi
margra flölmiðlamanna
og þá ekki síður margra
þeirra sérfræðinga um
stjómmál sem til eru
kallaðir til að láta ljós
sitt skína í stjómmála-
umræðunni.
Áleitin spurning
Reyndar gerist sú spuming oft
áleitin hvort þröng pólitísk sann-
færing þessara aðila sjálfra stýri
for eða hvort reynsluheimur vísind-
anna sé svo takmarkandi að hann
byrgi þeim sýn og bindi þá á klafa
einhvers konar nauðhyggju.
Dæmi um þetta er eftirfarandi
kenning sem oft heyrðist í aðdraganda
kosninganna: Flokk-
ar sem stiila sér upp
við vinstri hlið hefð-
bundinna jafnaðar-
mannaflokka og
ieggja áherslu á um-
hverfsivernd, friðar-
stefnu og jöfnuð
hljóta að verða smáir
á meðan hinir fyrr-
nefndu hljóta að vera
stórir. Og það sem
meira er, svona hljóti
þetta að verða um
ókominn tíma. Gildir
þá einu hver stefna
þessara flokka er.
Ekki er spurt hvort
hinir stóru jafnaðar-
mannaflokkar kynnu
að vera að komanst
úr takt við nýja tíma
og að það séu hinir nýju flokkar jafn-
aðar og umhverfisverndar, flokkar
sem ekki ganga erinda hernaðar-
bandalaga sem séu að svara kalli tím-
ans og eigi framtíðina fyrir sér.
Ólafur skil-
greinir
Magnað var að
fylgjast með til-
raunum Ólafs Þ.
Harðarsonar, pró-
fessors við Há-
skóla íslands, til
að skilgreina
Vinstrihreyfing-
una - grænt fram-
boð út af borði ís-
lenskra stjórnmála
í nýafstaðinni
kosningabaráttu.
Fyrst með staðhæf-
ingum um að flokkurinn væri
dæmdur tfl að vera smár. Þannig er
það í útlöndum sagði hann og síðan
þegar flokkurinn fór að sækja í sig
veðrið og ljóst að hann gæti ógnað
miðjuflokkunum frá vinstri tók
þessi annars ágæti prófessor að
hamast á því, að með stuðningi við
hinn unga flokk væri atkvæðum
kastað á glæ.
í reynd eru þetta ekki einvörð-
ungu óvísindaleg vinnubrögð held-
ur líka ólýðræðisleg hugsun. í
kosningum kastar enginn atkvæði
sínu á glæ, svo lengi sem hann kýs
samkvæmt sannfæringu sinni.
Einnig er það að mínum dómi rangt
af hálfu stjómmálaskýranda að
gefa sér að kjósandi hljóti aö eiga
sér annað markmið en að styrkja
þann flokk sem ber fram hugmynd-
ir sem ríma við hans eigin. Gæti
reyndin ekki verið sú að enginn
annar flokkur hefði fram að færa
stefnu og baráttumarkmið sem
kjósandinn gæti sætt sig við? Og ef
svo væri, myndi þá ekki stuðningur
við aðra flokka jafngflda því að
kasta atkvæði á glæ?
Vaxtarsprotar framtíðar
Ég ætla að leyfa mér í fullri vin-
semd að hvetja stjórnmála-
skýrendur tO að hrista af sér viðj-
ar vanans og hugsa til þess að
heimurinn tekur stöðugt breyting-
um, stundum stórstígum. Þess
vegna getur það verið rangt að
horfa aUtcif um öxl eða inn í
reynsluheim samtímans. Ef menn
leyfðu sér að skyggnast eftir nýj-
um vaxtarsprotum i heimi stjóm-
málanna gæti það nefnOega hent
að þeir greindu pólitískar gróður-
vinjar framtíðarinnar.
Það minnsta sem hægt er að
fara fram á við stjórnmála-
skýrendur er að þeir líti ekki á
það sem sitt hlutverk að koma í
veg fyrir að nýir stofnar fái vaxið
og dafnað.
Þá eiga menn líka að gangast
við því að þeir era ekki óhlut-
drægir heldur séu þeir sjálfir tals-
menn, jafnvel baráttumenn, tiltek-
inna pólitískra sjónarmiða eða
flokka.
Ögmundur Jónasson
Kjallarinn
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
„Ég ætla að leyfa mér \ fullri vin-
semd að hvetja stjórnmála-
skýrendur til að hrista af sér viðj-
ar vanans og hugsa til þess að
heimurinn tekur stöðugt breyt-
ingum, stundum stórstígum.
Þess vegna getur það verið rangt
að horfa alltaf um öxl eða inn í
reynsluheim samtímans. “
Eftirlýstur
í tOefni af Kirkjulistaviku á Ak-
ureyri frá 25. apríl - 2. maí 1999
var opnuð sýning í Listasafni Ak-
ureyrar sem ber nafnið Jesús
Kristur - eftirlýstur. Sýning þessi
er merkOeg fyrir margt. Þaraa er
einstakt tækifæri tO að sjá ólíkar
birtingarmyndir Krists í menning-
unni og myndlistarsögunni og hef-
ur sýningarstjórinn safnað saman
efni sem spannar krítarteikningar
í katakombum jafnt sem vefsíður.
Það markverðasta fannst mér þó
að á sýningunni er ekki ein ein-
asta „frummynd“. AUar myndim-
ar eru eftirmyndir, eins og reynd-
ar titOlinn, „eftirlýstur“, gefur tO
kynna.
Óljós mörk
Þessi aðferð, að birta Jesúmynd-
ir í eftirmyndum, er mjög hug-
rökk, auk þess að vera sérlega
merkingarbær. Eitt af því sem ger-
ir list að list er jú einmitt það að
hún er einstök og hafin yfir fjölda-
framleiðslu. Hins vegar hefur
staða myndlistarinnar breyst á öld
eftirmyndana og er svo komið að
mörkin era að verða óljós mOli
frummynda og endurgerða; lista-
söfn ættu því að hafa það hlutverk
að vera helstu útveröirnir um
hina einu sönnu list. - En sýning
eins og sú í Listasafni Akureyrar
hafnar slíkri
vitavarðarstöðu
og leggur i stað-
inn áherslu á
mikOvægi það
sem eftirmyndir
hafa í nútíma-
samfélagi.
Það er sérlega
markvert að láta
sjálfan Krist
vera boðbera
hermUíkisins
því fyrir flesta er
Kristur aðeins
tO sem mynd,
ímynd eða bara eftirmynd.
Sjálfur Jesú er besta dæmið um
losið sem komið er á muninn á
frum- og eftirmyndum, því frum-
myndin af Jesú er engin: fyrir
okkur er eftirmynd hans cilltaf
sjálfur raunveruleikinn um hann
(og þótt hann komi aftur um ár-
þúsundamótin eins og spáð er, þá
er hann samt eftir-
mynd, endurgerð eða
endurtaka).
Annað sem þessi
sýning minnir á er
táknheimur kristn-
innar.
Táknin kallast á
Eins og frænka
mín benti mér á þá
voru táknin mikU-
vægur hluti frum-
kristni og kom þá
tvennt tO; annars
vegar það að kristni
var neðanjarðar-
hreyfing á sínum
fyrstu öldum og tákn-
myndirnar því mikO-
vægar tO þess að
koma boðskapnum á
framfæri og þjóna sem hentugir
merkimiðar fyrir hina innvígðu.
Þar fyrir utan var liðið almennt
ólæst og því voru táknin eins kon-
ar myndletur, eða jafnvel mynda-
sögur, sem komu í stað bæklinga
og vefsíða, eða bara sjálfrar Biblí-
unnar.
Táknin kaUast á við eftirmynd-
irnar og hvorttveggja vísar til of-
uráherslu nútímans á ímyndir.
Fjölmiðlasamfélagið einkennist af
myndrænum boðskap sem gerir
kröfu tO myndlæsis, rétt eins og
frumkristnin krafðist táknþekk-
ingar safnaðarins; það þarf ekki
annað en skoða fatnað
hjólabrettaunglinga
tU að sjá mikilvægi
þess að vera heima í
táknheimum.
Dæmi um oftrú
Þessi áhersla á
ímyndir er áhyggju-
efni þeirra sem sjá
fyrir sér að myndin
taki yfir orðið og fel-
ur slík áhyggja í sér
hefðbundna stigveld-
isskiptinu sem segir
myndir óæðri orðum.
En í þessu gUdismati
má einnig finna
ákveðið frelsi mynd-
arinnar, því ef hún er
óæðri þá er hún að
sama skapi opnari og
óheftari, eins og kom svo fallega
fram í frjálslegum túlkunum sýn-
ingarstjóra „eftirlýsts" á Jesú-
myndunum, túlkunum sem hefðu
varla fengið málfrelsi innan um
frummyndir.
Biblían er einmitt dæmi um of-
trú á orðinu sem hefur valdið
ákveðinni túlkunarstöðnun og líf-
leysi. Það er því viðeigandi að nú
á 2000 ára afmæli kristni skuli það
vera tákn og imyndir sem opna
nýjar leiðir tO endurmats og end-
urtúlkana á stöðu kirkjunnar og
sjálfs Jesú Krists, eftirlýsts.
Úlfhildur Dagsdóttir
„Biblían er einmitt dæmi um oftrú
á orðinu sem hefur valdið ákveð-
inni túlkunarstöðnun og lífleysi.
Það er því viðeigandi að nú á
2000 ára afmæli kristni skuli það
vera tákn og ímyndir sem opna
nýjar leiðir til endurmats og end-
urtúlkana á stöðu kirkjunnar og
sjálfs Jesú Krists, eftirlýsts. “
Kjallarinn
Úlfhildur
Dagsdóttir
bókmenntafræðingur
1 Með og á móti
Á að stofna flokk úr Sam- fylkingunni strax í haust?
Þarf ákveðna
málefnavinnu
„Ég tel að það eigi að stofna
flokk sem fyrst. Það er ekki þar
með sagt að það eigi að leggja
hina flokkana niður um leið. Ég
veit að hinn al-
menni flokks-
maður í þeim
flokkum sem
standa að Sam-
fylkingunni vOl
koma að þessu.
Það þarf auð-
vitað að fara
fram ákveðin
málefnavinna.
Ég held hún
geti alveg farið fram í sumar og
haust.
Ég skO mjög vel þau sjónarmið
sem gera ráð fyrir að geyma
þetta í ár því að það er að mjög
mörgu að hyggja. Mörg félög eru
í flokkunum og aOs konar atriði
sem þarf að taka tillít til en ég
held að það sé hægt að vinna
þetta vel þó aö þvl sé flýtt. Ég
segi kannski ekki endOega í
haust þótt ég vOdi gjaman sjá
það gerast í haust en þá kannski
jafnvel upp úr áramótum,
Reyndar er nú þegar búið að
stofna félög og sameina félög
þessara flokka víða um land sem
stóðu að sameiginlegu framboði
tO sveitarstjórnar. Þannig að
mikil vinna hefur þegar farið
fram til undirbúnings því að
Samfylkingin verði flokkur og
undirbúningur fyrir stofnun
flokks er þegar farin í gang um
allt land. Þetta ætti því að geta
orðið fyrir lok þessa árs.
Það þarf kannski að byrja að
setja á laggimar fuOtrúaráð. Ég
held það sé hægt að gera það í
sumar þannig að það verði eitt
fuOtrúaráð fyrir Samfylkinguna
sem fólk úr þessum flokkum sit-
ur í.“
Ásta Ragnhcíður
Jóhannesdóttir.
Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson.
Til þess skal
vanda sem lengi
skal standa
„Það eru aflir sammála um
það innan Samfylkingarinnar að
það eigi að stofna nýjan stjórn-
málaflokk. Flokk sem hefur
frelsi og félags-
legt öryggi að
markmið. ís-
land þarf á
slíkum flokki
að halda. Um
það er enginn
ágreiningur.
Hins vegar eru
sumir á því að
það eigi að
stofna flokkinn
eigi síðar en
haustið 1999, en aðrir vOja bíða
til næsta árs. Ég er í þeim hópi.
Það væri vel tO fundið að stofna
stóran, sterkan jafnaðarmanna-
flokk haustiö 2000. Ástæðan er
sú að Samfylkingin og þeir flokk-
ar sem að henni standa þurfa
tíma tO að ákveða hvemig flokk-
urinn á að vera. Heimurinn er
stöðugt að breytast og það er
engan veginn sjálfgefið að við
hengjum okkur í þau flokksmód-
el sem nú eru tfl staðar í íslensk-
um stjórnmálum. Þess vegna
þurfum við tíma tO að komast að
niðurstöðu um hvernig flokk við
viljum búa tfl. Við eigum að búa
tO nútímalegan stjómmálaflokk
sem tekur mið af breyttum tím-
um og sísmækkandi heimi og
svarar kalli nýrrar kynslóðar
um breyttar áherslur í íslensk-
um stjórnmálum. Við þurfum
tíma og þann tíma ætlum við að
taka okkur því það er nú einu
sinni þannig aö tO þess skal
vanda sem lengi skal standa."
-SJ