Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Síða 23
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999
Fréttir
Akureyrarbær:
Hreyknir veiöimenn
Þeir félagar Hörður Bjarkarson
og Kári Björn Ólason byrjuöu veiði-
sumarið af krafti á kjördag. Kári
Björn setti í átta punda urriða í
Þingvallavatni og tókst að koma
honum á land eftir snarpa og erfiða
viðureign. Þetta er að líkindum
stærsti fiskurinn úr Þingvallavatni
það sem af er sumri.
Kór aldraðra til Egilsstaða
Kór Félagsstarfs aldraðra í
Reykjavík (KFAR) er í söngferðalagi
á Egilsstöðum um helgina. Mun
kórinn syngja fyrir íbúa á Héraði og
nágrenni ásamt kórum aldraðra á
Héraði. Lokatónleikarnir verða á
söngskemmtun á sunnudaginn í Eg-
ilsstaðakirkju kl. 15. Kór aldraðra
er skipaður fjörutíu og átta mönn-
um, konum og körlum, og er stjóm-
andi kórsins Sigurbjörg Petra Hólm-
grímsdóttir. Undirleikari er Am-
hildur Valgarðsdóttir. Kór eldri
borgara á Héraði mun syngja á móti
Reykjavíkurkórnum. Stjórnandi
hans er Kristján Gissurarson.
Arsskýrsla bæjarins komin út
DV, Akureyri:
Arsskýrsla Akureyrarbæjar fyrir
sl. ár er komin út. Hefðbundið efni
er að finna í skýrslunni, auk
margra litmynda úr fjölskrúöugu
plöntulífi íslands.
Skýrslan hefur að geyma yfirlit
um starfsemi stofnana og deilda Ak-
ureyrarbæjar á árinu 1998, auk
reikninga sveitarfélagsins. Þá gefur
að líta þær breytingar sem gerðar
hafa verið á stjórnkerfi bæjarins og
nýjar nafngiftir á hinum ýmsu svið-
um.
Við gerð þriggja síðustu árs-
skýrslna hefur verið farin sú leið að
velja myndefninu ákveðið þema. Að
þessu sinni em það myndir af hin-
um ýmsu plöntutegundum úr flóru
íslands, sem teknar voru í Lysti-
garðinum á Akureyri.
Að venju var skýrslan unnin af
fyrirtækjum á Akureyri, Ás-
prent/PÓB annaðist umbrot, hönn-
un og prentun en Fremri kynning-
arþjónusta hafði mnsjón með texta-
gerð og sá um prófarkalestur. Um-
sjón með gerð skýrslunnar af hálfu
Ákureyrarbæjar hafði Hermann
Sigtryggsson. Skýrslan var prentuð
í 6 þúsund eintökum og dreift á öll
heimili bæjarins. -gk
Kirkjubæjarklaustur:
Sorpbrennsla við skólann
DV, Suðurlandi:
Á Kirkjubæjarklaustri hefur ný-
lega verið settur upp sorpbrennslu-
ofn við grunnskólann. Hann kemur
til með að leysa af hólmi olíubrenn-
ara sem hingað til hefur verið
keyrður til að hita upp húsið og
sundlaug sem þar er.
Nú er verið að prufukeyra ofninn
og þykir hann lofa nokkuð góðu
sem af er. í hann er safnað msli af
Klaustri og næsta nágrenni. Enn
hefur ekki verið farið út í að safna
rusli úr sveitunum í kring í
brennsluofninn en að því er stefnt í
framtíðinni. -NH
Hilmar Gunnarsson brennslustjóri við ofninn.
DV-mynd Njörður
1999
Arsfundur
Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins 1999 verður haldinn mánudaginn
17. maí 1999 kl. 16.00 að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Dagskrá Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið send fundarboð og eru þau beðin að
tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 10. mai n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra
á fundinum. AlLir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu
og málfrelsi.
TilLögur tiL breytinga á samþykktum Liggja frammi á skrifstofu sjóðsins d
og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn, 1
fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti. Einnig er hægt að I
nálgast tiLLögurnar á veraldarvefnum. Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.is *
Reykjavík 21. apriL 1999
Stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins.
Suðurlandsbraut 30 • 108 Reykjavík • Sími: 510 5000
Fax: 510 5010 • Grænt númer: 800 6865
Heimasíða: lifeyrir.is • Netfang: mottaka@lifeyrir.is
jdmeinaði
lífeyrissjóðurinn
BOSCH
Hanclverkfæri
fagmannsins!
Þjónustumiðstöð í hjanta borgarinnar
B R Æ Ð U R N I
lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Söluaðilar: Vélaverkstæöiö Víkingur, Egilsstöðum.Vélar og þjónusta,
Akureyri. Vélsmiöja Hornafjarðar, Hornafirði. Hegri, Sauöárkróki.