Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 Spurningin Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Andri Gunnarsson nemi: Vinna og drekka. Elvar Öm Unnþórsson nemi: Ég ætla mér að keyra víða í sumar. Sirrý, afgreiðslumanneskja: Vinna. Ég tek mér ekkert sumarfrí. Krisján Bjamason tölvuteiknari: Ég ætla að vinna í allt sumar. Fæ ekkert frí. Anne kennari: Vinna í Hró- arskeldu. Anna Jóna Halldórsdóttir hús- móðir: Ég verð heima allt sumarið. Lesendur Tannfyllingar í falskar tennur - og hagsmunabarátta lækna „Tilkoma gagnagrunns á heilbrigðissviði mun geta gefið heilbrigðisyfirvöld- um nauðsynlega yfirsýn til ákvarðanatöku, þar sem stuðst er við raunveru- legar tölulegar upplýsingar um afköst og árangur í þjónustu við heilsufar landsmanna," segir m.a. í bréfinu. Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Af almannafé til ríkisrekstursins telst heilbrigðiskerfið vera útgjalda- frekasti málaflokkurinn. íslending- ar hafa eytt 700 milljónum króna i geðdeyfðarlyfið Prozac, án sýnilegs árangurs enn sem komið er, a.m.k. að því er varðar innlagnir á því sviði. Þar kann að vera um að kenna handavinnu Tryggingastofn- unar við endurskoðun lyfseðla, en stofnunin hefur t.d. viðurkennt (eða forstjóri henanr) að hafa óvart end- urgreitt kostnað af tannfyllingum þar sem viðkomandi hafði þó falsk- ar tennur. Nokkuð sérkennilegt og segir meira en mörg orð um hið óskilvirka kerfi. Dæmið endurspeglar klaufaskap kerfisins til eftirlits með eigin verk- um á kostnað skattborgaranna. Hagsmunabarátta lækna og fleiri stétta innan hins íslenska ríkiskerf- is er hins vegar með ólíkindum, og í raun dæmi um hve óheilbrigð þró- un getur átt sér stað í gagnrýnis- lausu ríkiskerfi, þar sem hægri höndin á að standa skil á þjónust- unni og vinstri höndin að hafa eftir- lit með gæðum hennar. Eðlilega er útkoman í samræmi við skipulagið og það atriði hafa menn einmitt verið að vakna til vit- undar um undanfarin ár. Tilkoma gagnagrunns á heilbrigðissviði mun geta gefið heilbrigðisyflrvöldum nauðsynlega yfirsýn til ákvarðana- töku, þar sem stuöst er við raun- verulegar tölulegar upplýsingar um afköst og árangur í þjónustu við heilsufar landsmanna. Það er ekki sérkennilegt að Læknafélag íslands skyldi mótmæla því ákvæði í lögum um réttindi sjúklinga að sjúkraskýrslur um þá sjálfa væru þeirra eigin eign, en ekki lækna og stofnana, en lögin voru samþykkt 17. maí 1997 um miðja nótt, síðasta dag þingsins þá. Til heilla fyrir þá er lög þessi samþykktu var niðurstaðan sú að „lækni og öðrum þeim er færa sjúkraskrá sé skylt að sýna hana sjúklingi eða umboðsmanni hans, í heild eða að hluta, og afhenda þeim afrit skrárinnar sé þess óskað.“ - Þessu ákvæði mótmælti Læknafé- lagið og mjög svo forvitnilegt væri að vita hvort hinir sömu menn væru enn sömu skoðunar, í ljósi umræðu um tilkomu gagnagrunns á heilbrigðissviði. - íslenskir sjúk- lingar eru nefnilega jafnframt skatt- greiðendur, sem hljóta að gera kröfu til þess að forgangsröðun fjár- muna lúti grundvallarlögmálum mannlegrar skynsemi, að meðtekn- um faglegum forsendum fagmanna, sem hljóta a.m.k. að vera þær að all- ir landsmenn fái notið grunnþjón- ustu í heilbrigðismálum. Dræsur á „dansstöðunum“ Guðrún Gunnarsdóttir skrifar: Það er náttúrlega orðið yfirþyrm- andi hvemig tekið er á máli eitur- efnainnflytjenda, smyglara og ann- arra skemmdarvarga þjóðfélagsins sem ganga hér svo að segja óáreitt- ir. Ég er auðvitað að tala um inn- flutning á hvers konar dópi og eit- urlyfjum sem virðast vera seld frjálsri sölu nánast hvar sem er. Svokallaðir „dansstaðir", þar sem stelpur, sem ég kalla nú einfaldlega „dræsur" (og það útjaskaðar að mér sýnist) eru á boðstólum fyrir karl- peninginn að horfa á gegn gjaldi, hafa verið i sviðsljósinu hvað varð- ar meinta sölu á dópi. Hefur það gengið svo langt að sjálft lögreglu- embættið í Reykjavík hefur verið tengt einum þessara staða. Erum við íslendingar búnir að missa tök- in á þessu máli? Nú síðast í dag (fostudag, 14.5.) segir frá þvi i útvarpsfréttum að hollensk kona, sem tekin var með eiturlyf við komu til landsins, sé ein af þessum „finu dömum“ úr súludansinum á nektarbúllunum í Reykjavík eða á Akureyri. Heldur löggæslan að þessi stelpa hafi verið sér ómeðvitandi um að hér var markaður fyrir dóp? Eða fyrir hvern var hún „burðardýr"? Ég skora á stjórnvöld að hefja nú harkalega gagnsókn á nektarbúllur og dópsala hér á landi. Sama tíma hér og í nágrannalöndum Ársæll skrifar: Við þóttum víst með ein- dæmum einkennilegir, íslend- ingar, hér á árum áður, þegar við vorum ýmist að flýta klukkunni eða seinka eftir því hvort hér var sumar eða vetur. Við hættum þessu fyrir nokkrum árum en þá tóku aðr- ar Vestur-Evrópuþjóðir þenn- an sið upp hjá sér og halda hon- um enn. Líklega erum við ís- lendingar eina þjóðin í vestur- hluta Evrópu sem ekki flýtum klukkunni og færum hana með því á sumartíma. ÍUÍ^flfiMíiM þjónusta allan sólarhringinn - eða hringið i sima VL ííéSO 5000 kl. 14 og 16 Þetta er orðinn agnúi fyrir okkur í dag vegna viðskipta við þessi lönd. Einnig er þetta hvimleitt fyrir okk- ur sem ferðumst til Evrópuland- anna að þurfa sífellt að breyta klukkunni um leið og komið er til viðkomandi lands og breyta aftrn- við heimkomu. Þetta er líka villandi fyrir fólk hér sem notfærir sér sjón- varpssendingar frá Evrópu með móttöku frá gervihnöttum, því mað- ur gleymir gjarnan að hér munar einni klukkustund og dagskráin riðlast hjá okkur við það, sé maður ekki þvi árvökulli með timann. Hér á landi skiptir ekki miklu máli þótt við breytum klukkunni á sumrin að því er varðar birtu, þvi hér er bjart meira og minna cillan sólarhring- inn. Sama gildir á veturna því skammdegið er hvort eð er það mik- ið að litlu munar hvort birtir kl. 9, 10 eða jafnvel 11 á morgnana. Vetur- inn er eitt skammdegi hvort eð er. Það munar okkur hins vegar miklu að geta notið samræmds tíma við aðrar nágrannaþjóðir og þurfa ekki að binda sig við breytingar hjá öðrum. Því ættum við að gera það sama og þær og breyta okkar klukku. Ég bið um sama tíma hér og í nágrannalöndunum, takk. I>V Engar seinni kvöldfréttir Adolf hringdi: Mér finnst þetta brölt sjónvarps- stöðvanna beggja um áhorf lands- manna á fréttatímana vera hjákátlegt. Allir eru dauðþreyttir á þessum fyrri fréttatímum svona ofan í hvor öðrum og væri annarri hvorri stöðinni nær að koma með einn alvöru fréttatíma kl. 22 eða kl. 21 og sleppa þá þessum síðari fréttatímum sem eru hvort eð er ekki neitt neitt. Sl. miðvikudags- kvöld voru t.d. engar seinni fréttir á Stöð 2 og var þó enginn hátíðisdagur þann daginn. Seinni fréttir eru aðeins 4 kvöld vikunnar og það er klén þjón- usta. Sleppið því svonefndum síðari fréttum og komið með einn góðan fréttatíma kl. 22. Sú stöð hefur mik- inn vinning með því móti. Frestun stjórnar- myndunar - sparnaður fyrir þjóðarbúið Reynir skrifar: Því lengur sem dregst aö mynda ríkisstjóm því meiri sparnaður fyrir þjóðfélagið. Margar stofnanir og ráðuneyti draga að afgreiða mál og gefa út reglugerðir þar til ný ríkis- stjóm hefur verið mynduð og þar með hægir á framkvæmdum á ýms- um sviðum, innflutningur dregst saman og nýjar fjárfrekar ákvarðanir dragast á langinn. Útflutningur held- ur þó sínu striki. Það er því einungis sparnaður að því að stjómarmyndun dragist á langinn. Nógur verður handagangurinn í öskjunni þegar losnar um stífluna. Góð er þvi hver vikan sem liður í kyrrstöðunni. Ný flugbraut ógn- ar örygginu Haraldur hringdi: Ekkert vit er í tillögu Flugráðs um nýja flugbraut fyrir æfingaflug (lend- ingar og flugtök) fjarri aðalstjórn flugsins á Reykjavíkurflugvelli. Jafn- vel þótt ekki sé nema nokkra kíló- metra frá vellinum. Það er einmitt nauðsyn fyrir æfinga- og kennsluflug að vera sem næst öryggistækjum, þ.m.t. slökkviliði o.fl. Ný flugbraut yrði því bæði dýr og ógnaði öryggi við kennsluflug. Aðeins ein lausn er fyrir hendi í þessu flugvallarmáli. Allt flug tíl Keflavíkur, innanlands- flug sem annað. Þar er öryggið og þar er nægt svigrúm, því Keflavíkurflug- völlur er mjög vannýttur. Rausnarlegur þingmaður Rúna hringdi: Mér finnst þingmaðurinn Pétur Blöndal sýna öðram þingmönnum og embættismönnum ríkisins sem búa við hið dagpeningahvetjandi kerfi riksins gott fordæmi með því að gefa stóran hluta dagpeninga þeirra sem honum eru svo rúmt skammtaðir til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Annars er það reyndar hreint hneyksli að ríkið skuli greiða hótel og annan útlagðan kostnað fyrir sendiboða sína á ferðalögum er- lendis en greiða þeim það einnig í bein- hörðum gjaldeyri. Þetta mál verður að rannsaka og opna að fullu. Berlínarvaðall í RÚV Ragnar Jónsson hringdi: Óskaplega þykir mér leiðigjarn þessi „BerlínarvaðaU“ er heyrist nú æ oftar frá fréttaritara RÚV og í aukaþáttum, t.d. Þjóðbraut í síðdegis- útvarpinu. Þetta heyrist mér mest megnis uppblásinn áróðm- um að- gerðir NATO gegn einræðisherra Serbíu og fréttir af meintum vaxandi stuðningi þýskra þrýstihópa gegn þessum aðgerðum. Berlínarkonan sem ryður þessu frá sér virðist kapp- kosta að koma sínum hugðarefnum á framfæri því varla er á annað minnst í Berlínarfréttum þessa dagana. Minnir einna helst á „Berlínarfrétt- ir“ á stríðsárunum þegar RÚV sagði fréttir frá Berlin og Lundúnum sem voru algjörlega gagnstæðar. Þetta muna margir núlifandi íslendingar enn. En það átta sig ekki allir á því að nýr Hitler kann að leynast í Belgrad þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.