Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI1999 5 DV Fréttir Sex þingsæti færast suður - þröng byggöasjónarmiö á undanhaldi Ný kjördæmaskipan eftir yögur ár: Ný kjördæmaskipan 2003 - núverandi Aiþingi í nýrri kjördæmaskipan Norövesturkjördæmi Sturla Ingibjörg Jóhann Guöjón Gísli S. Einar K. Sighvatur Bóðvarss. Pálmad. Ársælss. Guöm. Einarss. Guöfinnss.Björgvinss. Kristinn H. Guöjón A. Einar 0. Gunnarss. Kristjánss.Kristjánss. Hjálmar Páll Vilhjálmur Jón Jónsson Pétursson Egilsson Bjarnason Norðausturkjördæmi Kristján L Halldór ValgorÖur Steingr. J. Svanfrtöur Tómas Möller Blöndal Sverrisd. SlgfússonJónasdóttir I. Olrich — .\rni St. , Halldór Arnbjörg Jón Jóhanns Ásgrímss. Sveinsd. Kristjánss. Reykjavík a Davíö Björn Ossur Lóra M. GeirH. Oddsson Bjarnason Skarph. Ragnarsd. Haarde Reykjavík b Einar Már Þuriöur Siguröss. Backman ,sta Guömundur Bryndís Pétur _ Guörúri v Möller Hallvaröss.Hlóöversd. Blöndal Ógmundsd. Suðvesturkjördæmi Árni M. Gunnar I. Sigriöur A. Rannveig Þorgeröur Mathiesen Birgisson Þóröard. Guöm. K. Gunnarsd. Sólveig Jóhanna Ogmundur .Olafur Pétursd. Slguröard. Jónasson Öm Har. Rnnur Katrin Ásta R Kolbrún Sverrir Ingólfss. Fjeldsted Jóhannesd.Halldórsd-Hermannss. Suðurkjördæmi Guömundur Siv Árni R. Þórunn v Árni Stef. Friöleifsd. Ámason Sveinbj. Kristján Sigriöur Hjálmar Árni Guöni Pálsson Jóhannesd. Árnason Johnsen Ágústsson Margrét Drifa Frimannsd. Hjartard. Gylfi P. Bergvinss. hrj 9 / f' ■ Lúövík Rauður kassi utan um þingmenn merkir „umframþingmenn” og spurningarmerki þýðir að það vantar þingmann í næstu kosningum áriö 2003 verð- ur aö öllum líkindum kosið sam- kvæmt nýrri kjördæmaskipan, þeirri skipan sem samþykkt var á síðasta þingi og nýkjörið þing á eftir að leggja blessun sína yfir. Þar sem um er að ræða stjórnarskrárbreytingu þarf nýtt þing að samþykkja hin nýju stjórn- skipunarlög óbreytt til að þau taki gildi. Á þessari stundu er ekki ljóst hvenær hið nýja þing verður kallað saman, en á skrifstofu Alþingis bjugg- ust menn í gær við því að það yrði um eða undir næstu mánaðamót. Sam- kvæmt hinni nýju kjördæmaskipan verða kjördæmin sex í stað átta; tvö Reykjavíkurkjördæmi, Norðvestur- kjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suð- urkjördæmi og loks Suðvesturkjör- dæmi. Róttæk breyting Kjördæmabreytingin er allróttæk og verður að teljast umtalsvert skref í þá átt að jafna vægi atkvæða. Sam- kvæmt nýju skipaninni verður misvægi atkvæða milli kjördæma á bilinu 1:1,5—1:1,8. Mesta atkvæða- misvægi milli kjördæma er sam- kvæmt núverandi skipan miklu meira, eða 1:3,55 og eru í þeim saman- burði vestfirsk atkvæði þau verðmæt- ustu í landinu en Reykjanesatkvæðin verðminnst. Þetta mun gjörbreytast þegar Vestfirðir sameinast Vestur- landskjördæmi og stærstum hluta Norðurlandskjördæmis vestra sem saman mynda síðan hið nýja Norð- vesturkjördæmi. Eins og sjá má á grafinu þá nær hið nýja Norðvestur- kjördæmi frá botni Hvalfjarðar og vestur og norður um land að Siglu- firði. Þar tekur Norðausturkjördæmi við. Það teygir sig síðan um allt Aust- urland allt að Skaftá þannig að innan Austurkjördæmis verður Homafiörð- ur og byggðin sunnan undir Vatna- jökli að Skaftá til vesturs. Þá tekur við Suðurkjördæmi. Það byrjar í Skaftárhreppi og teygir sig yfir allt Suðurlandið til vesturs til Suðurnesja. Innan þess verðá Reykja- nesbær og þéttbýliskjarnarnir á Reykjanesi sem hingað til hafa til- heyrt Reykjaneskjördæmi. Kjördæma- mörk Suðurkjördæmis og Suðvestur- kjördæmis verða við Straumsvík, en þar hefst Suðvesturkjördæmi. Innan þess verða Hafnarfiörður, Garðabær, Bessastaðahreppur, Kópavogur, Sel- tjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósin inn í Hvalfiarðarbotn þar sem hringurinn lokast. Fréttaljós Stefán Ásgrímsson Eitt af markmiðum kjördæmabreyt- ingarinnar auk þess að jafna vægi at- kvæða er að skapa nokkurn veginn jafnvíg kjördæmi hvað varðar tölu þingmanna og sumpart íbúafiölda. Þannig verður hvert nýju kjör- dæmanna með níu kjördæmakjörna þingmenn. Þau fámennari, þ.e.a.s. Norðvesturkjördæmi, Norðaustur- kjördæmi og Suðurkjördæmi, geta síð- an hvert um sig fengið einn jöfnunar- þingmann en þau mannfleiri, Suðvest- urkjördæmi og Reykjavíkurkjördæm- in tvö, geta fengið tvo jöfnunarþing- menn. Það er einmitt hér sem komið getur babb í bátinn hjá núverandi þingmönnum sem kjörnir eru sam- kvæmt gömlu skipaninni. Ef við leik- um okkur að þvi að raða nýkjörnum alþingismönnum inn í nýju kjör- dæmaskipunina þá kemur ýmislegt merkilegt fram sem í rauninni endur- speglar það misvægi sem nú rikir og nýja skipanin mun draga úr. Sex standa út af Sameiginlegur fiöldi þeirra þing- manna sem koma af því svæði sem hið nýja Norðvesturkjördæmi nær til er 14 en kjördæmið mun geta fengið hæst 10 þingmenn. Það standa því fiórir út af borðinu. Svipaða sögu er að segja í Norðausturkjördæmi. Þar er tveimur þingmönnum ofaukið af þeim sem kosnir voru fyrir viku síðan til að verða þingmenn Norðurlands eystra og Austurlands næstu fiögur árin. Á grafinu eru þeir þtngmenn sem út af standa sýndir irrnan rauðs hrings. Tilviljun réð þvi hverjir lentu innan hringsins og með því að sýna þá þar er ekki verið að fella neinn dóm um pólitískt starf þingmann- anna, heldur einungis verið að sýna að einhverjir sex núverandi þing- menn munu þurfa að bjóða sig fram í kjördæmunum þremur á suðvestur- homi landsins í næstu kosningum, sækist þeir eftir endurkjöri. Þar vant- ar nefnilega þingmenn eins og auðu reitirnir á grafinu gefa til kynna. Það er því nokkuð ljóst að það stefnir í harða baráttu um sæti á framboðslist- um flokkanna í aðdraganda næstu kosninga. Sérstaða Vestfjarða Þingmenn frá Vestfiörðum hafa lengi haft nokkra sérstöðu. Þeir hafa flestir verið andsnúnir fiskveiði- stjórnunarkerfinu og enn fremur barist af harðfylgi fyrir ýmsum fram- kvæmdamálum innan kjördæmisins, svo sem jarðgöngum, beitt sér fyrir stuðningi við eða endurreisn atvinnu- starfsemi sem komin var í þrot og hvers konar öðru sem er sértækara og persónubundnara, svo sem fyrir- greiöslu við einstaklinga eða einstök byggðarlög í nafni byggðastefnu. Raunar á þetta við um þingmenn fleiri af dreifbýliskjördæmunum. Með breytingunni sem allar líkur eru á að verði á kjördæmaskipaninni má gera sér í hugarlund að ýmsir „sérhæfðir" þingmenn verði að berj- ast mjög hart fyrir því að halda örugg- um sætum á listum flokka sinna í nýj- um kjördæmum. Þannig má auðveld- lega sjá fyrir sér að kjósendur á Akra- nesi og í Borgarbyggð sjái ekki full- trúa sina í Einari Oddi Kristjánssyni frá Flateyri eða Páli Péturssyni frá Höllustöðum og telji þá ekki líklega til að verða öfluga málsvara sína í at- vinnu- eða menntamálum svo dæmi séu tekin af handahófi og án þess að verið sé á nokkurn hátt að fella gildis- dóma yfir þingstörfum þessara þing- manna. Þá er á sama hátt alls óvíst að ísfirðingar telji Skagfirðingana Hjálmar Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Jón Bjarnason á Hólum í Hjaltadal líklega til stórræðanna í þvi að leyfa ókvótabundnar línu-, neta- og hand- færaveiðar smábáta og vertíðarbáta á heimamiðum svo dæmi sé enn tekið af handahófi. Sigurvegari kosninganna í Vest- fiarðakjördæmi var Guðjón A. Krist- jánsson sem fékk svo afgerandi kosn- ingu að hann dró sjálfan foringja Frjálslynda flokksins með sér inn á þing. Guðjón hefur verið varaþing- maður Sjálfstæöisflokksins og flokks- bundinn sjálfstæöismaður lengst af. Með aðeins tvo þingmenn og sértæka stefnuskrá sem að mestu leyti snýst um andstöðu við fiskveiðistjórnunar- kerfið er óvist að Frjálslynda flokkn- um takist að lifa á Alþingi inn í næsta kjörtímabil. Það er því hægt að sjá það fyrir sér að Guðjón A. gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn á ný á þessu kjörtímabili og að hann og efsti maður D-listans, Einar K. Guð- finnsson, verði bakfiskur flokksins í kjördæminu og að Guðjón veröi í ör- uggu sæti á D-listanum í Norðvestur- kjördæmi fyrir næstu kosningar. Nýjar forsendur Nýja kjördæmaskipanin er mikO breyting og hún kallar á breyttar að- ferðir við að sefia saman framboðs- lista og þar með á breytta starfshætti innan stjómmálaflokkanna og um það eiga menn vafalítið eftir að takast á. Að hluta til munu breytingarnar ger- ast af sjálfu sér með því að menn sem hafa lengi setið á þingi og nálgast nú eftirlaunaaldurinn munu draga sig í hlé. Þannig má leiða að því getum að Sverrir Hermannsson, sem verður sjö- tugur í byrjun næsta árs, verði ekki í framboði að fiórum árum liðnum. Þá má búast við að ýmsir þeirra eldri í þingmanahópnum dragi sig í hlé, svo sem Halldór Blöndal, Páll Pétursson og hugsanlega Einar Oddur Kristjáns- son. En hvað sem öðru líður er ljóst að innan flokkanna verður að huga að nýjum aðferðum við að koma saman framboðslistum, hvort sem prófkjörs- aðferðin verður notuð eða að uppstill- ingamefndir sefii saman lista. Þessi mál voru raunar viðruð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í vor og eins viðraði Björn Bjarnason nýjar hug- myndir um breytingar á stjórnskipu- lagi Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda landsfundarins og varaformannskjörs sem þar fór fram. Björn tengdi hug- myndir sina einmitt við breytingarn- ar fram undan á kosningalöggjöfinni. Með kjördæmaskipaninni er fyrir- sjáanlegt að flokkarnir verða að stofna ný kjördæmisráð og setja nýjar reglur um uppstillingarnefndir þar sem án efa verður reynt að gæta ein- hvers konar byggðajafnvægis. Það mun óhjákvæmilega kalla á einhverja togstreitu milli landshluta. Áhrifa- menn í stjórnmálaflokkunum segja við DV að þessi vinna verði að fara i gang hið fyrsta til þess að einhvers konar vinnulag finnist sem þá forði frá því að flokkarnir falli i þá freistni að handstýra því úr flokkskontórum i Reykjavík hvernig menn héðan og þaðan úr kjördæmunum komist á lista. Áhrifamenn úr öllum flokkum töldu ólíklegt annað en að fyrsta kast- ið yrði raðað á lista í landsbyggðar- kjördæmunum, en prófkjör yrðu trú- lega ofan á hjá stóru flokkunum í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. Þessir sömu telja einnig að sú byggða- togstreita og þau byggðasjónarmið sem fylgt hafa gömlu kjördæmaskip- aninni eigi eftir að fiara út smám saman án þess þó að hverfa nokkru sinni algjörlega. Það muni þó taka lengri tíma en einar til tvennar kosn- ingar áður en hlutirnir fara að ganga eins og smurðir. „Menn eru vanir að vinna í smærri hólfum. Þegar þau hafa verið sameinuð þá koma nýir byggðahagsmunir til sögunnar en við munum þó aldrei komast fram hjá sértækum byggðahagsmunum," sagöi áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum við DV. í þessu ljósi verður athyglisvert að sjá hvernig samflokksmönnum úr landbúnaðarhéruðunum á Norður- landi vestra mun lynda við Vestfirð- inga innan hins nýja Norðvesturkjör- dæmis. Þegar stjónrmálamenn eru beðnir að spá í það þá segja þeir að samstarfið geti orðið ágætt einmitt vegna þess að ekki verði um tog- streitu að ræða um sömu hagsmuni nema að litlu leyti. En uppröðunin verður vandasöm. Það er hægt að sjá það fyrir sér að reynt verði að gæta einhvers konar byggðajafnvægis inn- an kjördæmanna þannig að í Norð- vesturkjördæmi komi t.d. einn þing- maður af Akranesi, einn af Snæfells- nesi, einn úr Borgarbyggð, einn úr Skagafirði o.s. frv. Til að stýra vali inn á framboðslista í þessu augnamiði yrði að fara fram einhvers konar hólfaprófkjör eins og hjá Samfylking- unni. Þegar þetta var borið undir stjórnmálamenn sögðu flestir að að- ferðin væri ekki vænleg og hefði ekki reynst vel þar sem hún hefur verið notuð. íbúar þéttbýlustu svæðanna innan kjördæmanna muni varla sætta sig við þá aðferð. Því má búast við að hin almenna prófkjörsleið verði í flestum tilfellum valin þegar fram líða stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.