Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Spurningin Hefur þú lesið bækur eftir Laxness? Inglbjörg Bjarnadóttir, 14 ára: Nei, en ég hef mikinn áhuga á því. Erlingur Þorsteinsson kennari: Já, ég hef lesið allar bækurnar eftir hann en ég held upp á Laxness. íris Björg Kristjánsdóttir, blaða- maður á Vísi.is: Já, ég hef lesið nokkrar bækur eftir hann. Salka Valka er í uppáhaldi. Heiðrún Anna Björnsdóttir söng- kona: Já, ég hef lesið margar bæk- ur eftir hann. Laufey Hlín Þórðardóttir nemi: Nei, enga. En ég ætla kannski ein- hvem tímann að gera það. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur: Já, ég hef lesið nokkrar bækur eftir hann. Sjálfstætt fólk er í uppáhaldi. Lesendur______________________ Reykjavíkurflugvöllur - hætta fyrir nágrannabyggðir Það liggur í hlutarins eðli að verði milljörðum króna varið í endurbætur á Reykjavíkurflug- velli hlýtur umferðin að aukast, flugvélarnar verða stærri og þyngri sem leyft verður að lenda þar og þannig mun hættan margfaldast, segir m.a. í bréfinu. Freyr skrifar: Flugvöllurinn í Reykjavík er aldeilis ekki einkamál Reykvík- inga. Hættan frá honum er sist minni hjá ná- grannasveitarfélögun- um, Seltjarnamesi, Mos- fellssveit, Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Flugvélarn- ar fljúga ekkert minna þar yfir en yfir Reykja- vík. Á flugvellinum lend- ir að meðaltali ein vél á hverjum 15 mínútum all- an sólarhringinn, allt árið. Og þar sem flogið er minna að nóttu og stundum falla niður dag- ar yfir veturinn þá gefur að skilja að á góðviðris- dögum eru margar flug- vélar á lofti og aðrar að lenda eða í flugtaki. Sjálfur hef ég talið 14 vélar á sveimi í einu yfir vellinum eða í kring í næsta nágrenni. Maður á ekki von á að fá eina í hausinn, heidur jafnvel tvær í einu. Það er staðreynd að 90% af öllum flugslysum gerast vð flugtak eða í lendingu. Og flugslysin við Reykjavíkurflugvöll eru ekkert fá. Við erum bara heppin að þau hafa fæst valdið mannskaða en þó nokkur samt. Það er heldur ekki mælikvarði á að það verði óbreytt. Hver einast blettur á öllu Reykja- víkursvæðinu er í hættu, hvenær sem vél kemur eða fer frá Reykja- víkurflugvelli. Það getur verið afskaplega vin- gjamlegt að hlusta á rödd utan af landi hringja í einhverja útvarps- stöðina og hvetja til endurbóta á flugvellinum, þrátt fyrir að það auki hættuna til muna fyrir nágranna- byggðirnar, bara til að spara nokkr- ar mínútur til og frá flugvelli. Á sama tíma er þó milljörðum króna varið í varnir fyrir sveitarfélög úti um allt land (sem er ekki nema sjálfsagt) til að draga úr hættu á við- komandi stað á landsbyggðinni. Það hlýtur þó að liggja í hlutarins eðli að ef verja á milljörðum króna í endurhætur á Reykjavikurflug- velli hlýtur umferðin að aukast um allan helming. Flugvélarnar munu verða stærri og þyngri sem leyft verður að lenda þar og lenda og fara á loft í verri veðrum en nú tíðkast. Þannig mun hættan margfaldast fyrir þá sem nýta flug frá Reykjavík svo og fyrir höfuðborgina og ná- grannabyggðimar Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkur: Borgin kostar verkefnin Pétur Jónsson, form. atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavikur, skrifar: í lesendabréfi frá Helga Gunnars- syni í blaðinu miðvikud. 2. júní sl. kom fram mikill þekkingarskortur á starf- semi atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar. Honum er að vísu nokkur vorkunn því starfsemi skrif- stofunnar hefur ekki verið haldið mik- ið á lofti. Atvinnu- og ferðamálastofa starfa fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkur. Hlutverk hennar er að stuðla að atvinnuppbyggingu í borg- inni og styrkja ferðaþjónustu, Hluti af starfseminni er að styðja við bakið á frumkvöðlum sem vilja koma við- skiptahugmyndum sínum í fram- kvæmd. Brautargengi er heiti á sér- stöku verkefni sem er fólgið í nám- skeiðum og stuðningi við konur sem vilja koma viðskiptahugmyndum sín- um i framkvæmd. Verkefnið er kostað af Reykjavikurborg (atvinnu- og ferða- málanefnd), félagsmálaráðuneyti og síðan greiða þátttakendur hluta kostn- aðarins. Nú hafa um 100 konur tekið þátt i þessu verkefni og þegar hafa þær komið á fót um 30 nýjum fyrirtækjum, auk þess hafa fyrirtæki sem þær höfðu áður stofnað styrkst verulega. Þetta er hið merkasta mál og alveg þess virði að því sé haldið á lofti. - Önnur mál sem Helgi minntist á eru til að stuðla að aukinni ferðaþjónustu í borginni. Bifreiðatryggingar og neytendur - hvaö vilja þeir gera? Ólafur Ólafsson skrifar: Vátryggingafélögin stóru hafa nú gert kröfu á hendur stórum hópi neytenda i þjóðfélaginu, að þeir horgi mun hærri ábyrgðartrygging- ar fyrir bifreiðar sínar en nú er raunin. Og voru tryggingagjöld stóru félaganna þó ekki lág fyrir. Félögin hækka hins vegar ekki húf- tryggingar sínar (kaskótryggingar) sem væri þó eðlilegra í þessu tilviki - ef einhverrar hækkunar er þá þörf yfirleitt. Sem betur fer er nú almennum bifreiðaeigendum ekki gert skylt að greiða húftryggingu. Hana ætti þó að skylda unga ökumenn til að greiða og alla sem hafa valdið um- talsverðu tjóni með akstri sínum. En tryggingafélögin vita hvar tekjur nást mestar, hjá hinum U þjónusta allan sólarhringinn flðeíns 39,90 mínútan - eðá hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Nægir ekki að hækka bifreiðatryggingar hjá þeim sem valda oftast slysum og skaða í umferðinni? breiða almenningi sem skyldaður er til að greiða ábyrgðartrygginguna. Það er alltaf hinn breiði almenning- ur sem er kvalinn og ofsóttur af þessum fyrirtækjum sem hafa „skylduáskrift" að tekjustofni, eins og t.d. útvarps/sjónvarpsnotendur og bíleigendur. - Ekki ökuníðingar, drukknir ökumenn og síbrotamenn í akstri. Þeir þurfa ekkert endilega að tryggja sig með húftryggingu. Það er óeðlilegt. Hvað gera neytendur nú? Er ekki kominn tími til að þeir standi sam- an gegn þessum ofurhækkunum tryggingafélaganna og segi upp tryggingum sínum? Það eru stjórn- völd sem skylda neytendur til að tryggja bifreiðar sínar með þeim hætti sem nú gildir, það eru því stjómvöld sem eru ábyrg fyrir því að hér fáist bílatryggingar við eðli- legu verði, eins og segir í orðsend- ingu Neytendasamtakanna. Sjónvarpsfréttir ófullnægjandi kl. 19 Héðinn skrifar: Mér sýnist að nýi fréttatími Sjón- varpsins ætli að verða ófuUnægj- andi fyrir tlesta áhorfendur. Ekki bara að þessi nýi fréttatími sé ein- um of tljótt á ferðinni fyrir þá sem era einmitt að borða á þessum tíma, eða ekki komnir úr vinnu og eru ekki tilbúnir til að njóta frétta- tímans. Sjónvarpstíminn virðist einnig fullfljótur fyi'ir fréttastofuna sjálfa. Oftar en ekki er greint frá því að þessi eða hin fréttin verði einfaldlega á dagskrá seinni frétta kl. 23. En þá er það bara orðið of seint fyrir suma sem era þá komn- ir í háttinn. Nýi fréttatíminn hefði einfaldlega átt að vera kl. 22, það hefði hentað langflestum áhorfend- um og allir hefðu unað sáttir við það og horft aðeins á einn sjón- varpsfréttatíma. Endurskoðun úfvarpslaga seinkar Ragnar skrifar: Nú era fréttatengdar sjónvarps- auglýsingar orðnar að stórmáli hjá Ríkisútvarpinu sem leiðir fram við- mælendur í morgunútvarpi til að fá álit á því hvort ekki sé um að ræða mismunun á samkeppnisaðstöðu sjónvarpsstöðvanna í landinu. Auð- vitað er mismunun íyrir hendi og hefur verið lengi. Mest er mismun- unin af háifu Ríkisútvarpsins sem nýtur skylduáskriftar og það er mesta mismununin í allri fjölmiðl- un á íslandi. Taiað er um endur- skoðun útvarpslaga. En það er bara talað og talað en ekkert gerist. Auð- vitað á að afnema skylduáskrift að RÚV, sérstaklega Sjónvarpinu. Skyldutextun eða ekki textun á er- lendu sjónvarpsefni skiptir ekki nokkra máli. Hér nást blessunar- lega erlendar sjónvarpsdagskrár gegnum gervihnattasendingar og öllum að kostnaðarlausu. Endur- skoðun útvarpslaga skiptir því ekki nokkru máli fyrir landsmenn. Landsbyggðin byggirá Byggðastofnun Þór hringdi: Það sýnir sig í fréttum frá Þing- eyri og fleiri stöðum á landsbyggð- inni, einkum á Vestfjörðum, að það er Byggðastofnun sem mestmegnis er byggt á. Á Þingeyri er atvinnulif- ið meira og minna að stöðvast vegna seinkunar á úthlutun flár frá Byggðastofnun til helsta fyrirtækis- ins á staðnum. Og það sem meira er, það er ekkert vitað hvort eða hvenær úthlutun 100 milljóna króna láns kemur til framkvæmda. Ekkert er líklegra en að hér sé ver- ið að halda uppi tilgangslausum rekstri og ekki sé tjaldað nema til einnar næhir í senn. Fólkið er smám saman á leið suður og hér er stórt vandamál að leysa. Þorpin geta ekki vonað á Byggðastofnun til framtíðar. Ungir íslendingar í Kaupmannahöfn María hringdi: Nú er að skapast einkar óvið- kunnanlegt ástand í borginni við Sundin, Kaupmannahöfn, þar sem ungir íslendingar flykkjast eftir að skólum lýkur hér heima. Þetta unga fólk virðist hafa næga pen- inga til utanferða en þegar komið er á staðinn er veðjað á lukkuna um að fá einhverja vinnu og húsa- skjól. Hvoragt er til staðar fyrir hópa ungmenna héðan, sem vonlegt er. Hvað er þetta unga fólk að flækj- ast utan í óvissuna? Er ekki nóg að gera hér heima? Má ekki skipta út erlendu verkafólki hér fyrir þessi ungmenni? Eða hafa þau afskrifað vinnu í flski að fullu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.