Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 33
DV MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 45 Vinsæl leikhúsnámskeið. Leikhús- námskeið Möguleik- hússins Möguleikhúsið efnir nú í fimmta sinn til leikhúsnám- skeiðsins „Leikhús möguleik- anna“. Haldin verða tvö nám- skeið fyrir böm á aldrinum 9-12 ára og stendur hvort námskeið í þrjár vikur. Uppbókað er á fyrra Sýningar námskeiðið sem hefst 7. júní en örfá pláss eru laus fyrir það seinna sem byrjar 28. júní. Nám- skeiðin fara fram i Möguleik- húsinu við Hlemm. Á námskeiðunum er unnið með flest þau atriði sem tengjast hefðbundinni leikhúsuppsetn- ingu. Fengist er við gerð hand- rits, æfingar, leikmynd og bún- inga, lýsingu o.fl. Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna frá grunni leiksýningu sem verður í Möguleikhúsinu í lok námskeiðsins. Leiðbeinend- ur á námskeiðunum eru leikhús- listamenn sem hafa mikla reynslu af vinnu í barnaleik- húsi. Listakonan Mai Cheng Zheng: Endurskapar töfra samtíðar Listakonan Mai Cheng Zheng hefur opnað málverkasýningu í sýningar- sölum MÍR, að Vatnsstíg 10, og verður hún opin til 20. júní næstkomandi. Mai Cheng Zheng er mjög kunn i Nor- egi og hefur sýnt viðs vegar, í Noregi, París, Hamborg og Brussel. Mai Cheng Zheng er kínversk en uppalin i Noregi og hefur dvalist í París við list- sköpun sína. Stærsta sýning hennar var haldin 1992 á rúmlega hundrað ol- íumálverkum og tússteikningum á rikislistasafni Kína í Peking. Sagt hefur verið um Zheng að hún endurskapi töfra samtímans með því sem virðist gamalt og óþekkt. Margar myndir hennar sýna framandi lands- lag með táknum framandi menningar Skemmtanir en hún málar með myndgerðartækni sem er einungis tíðkuð í Kína og Jap- an. Hún sækir innblástur sinn tii nor- rænna rúna, egypsks myndleturs og kínversku táknskriftarinnar. Mynd- tákn eru áberandi í list hennar en hvert tákn á sér ákveðna merkingu og þýðingu og þetta veldur því að Kín- verjar geta „lesið" í verk Zhengs en Vesturlandabúar sjá í þeim óhlut- bundin form og myndir. Hún telur að listin breytist ekki í sjáifri sér við að fara yfir landamæri því að hún skilj- ist jafn vel alls staðar á hnettinum. Ef myndir hennar séu óstaðbundnar nái þær sambandi við fólk þrátt fyrir tungumálaþröskulda. Að lokinni sýningu Mai Cheng Zheng hérlendis heldur hún til Taívan þar sem hún ráðgerir að halda sýn- ingu á verkum sínum en þess má geta að nafn hennar, Zheng, þýðir langferð á kínversku. Hlýjast inn til lands- ins norðaustan til í dag verða sunnan 5-8 m/s sunnan- og vestan til á landinu og rigning eða súld en suðlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s, norðaustan til, og lengst af bjart veður. Hiti verður 5 til 15 stig, hlýjast Veðrið í dag inn til landsins norðaustan til. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjað 11 Bergsstaóir léttskýjað 13 Bolungarvík léttskýjaó 8 Egilsstaðir 14 Kirkjubœjarkl. skýjaó 11 Keflavíkurflv. skýjað 8 Raufarhöfn léttskýjaö 9 Reykjavík alskýjaó 7 Stórhöfói alskýjaó 7 Bergen skýjaö 12 Helsinki skýjaó 19 Kaupmannahöfn rigning 11 Ósló skýjað 15 Stokkhólmur 16 Þórshöfn skýjaö 7 Þrándheimur rigning 10 Algarve heiöskírt 23 Amsterdam skúr á sióustu klst. 15 Barcelona skýjað 18 Berlín rigning á siöustu klst. 14 Chicago skýjaö 24 Dublin skýjaö 12 Halifax skýjaó 15 Frankfurt skýjað 15 Hamborg skýjað 17 Jan Mayen súld 2 London skýjaö 15 Lúxemborg skýjaó 16 Mallorca léttskýjaö 26 Montreal heiöskírt 19 Narssarssuaq slydduél 3 New York hálfskýjaö 18 Orlando alskýjaö 24 París skýjaö 17 Róm skýjaó 25 Vín léttskýjaö 27 Washington skýjaö 17 Winnipeg heióskírt 13 Þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum í dag, mánudaginn 7. júní, mun sendiherra Bandaríkjanna, Day Mount, opna fyrsta námskeið fyrir kennara á íslandi um Globe-verk- efnið. Námskeiðið verður sett í Álftamýrarskóla, við Safamýri í Reykjavík, kl. 9. og stendur það yfir í þrjá daga. Þetta er alþjóðlegt skóla- verkefni í upplýsingatækni, um- hverfisvísindum og menntun og fá þátttakendur réttindi til að taka upp Globe-verkefnið og stuðla þannig að eflingu raungreina innan síns skóla. Nú taka yfir 7600 skólar um allan heim þátt í Globe. Þetta er kennsluverkefni þar sem tvinnað er saman raunvísindum, umhverfiseftirliti og vísindalegum vinnubrögðum. Þetta er hugsað sem þjálfun í vísindalegum vinnubrögð- um en kemur ekki í staðinn fyrir námsefni og tekur ekki mikinn tíma frá öðru námi. Internetið er notað til að miðla upplýsingum og notkun Námskeið tölvunnar til samskipta er því lykil- atriði. Markmiðin eru að auka skilning á umhverfinu með notkun hugtaka og aðferð raunvísinda, að styrkja gagnrýna hugsun með mælingum og söfnun upplýsinga, að efla sam- skipti vísindamanna og skólanem- enda til að nemendur skilji og til- einki sér vísindaleg vinnubrögð, að gera nemendum kleift að fella stað- bundið umhverfi sitt í alþjóðlegt samhengi og loks að efla samskipti og samvinnu nemenda og kennara um allan heim til hagsbóta fyrir umhverfið og samfélagið. Nú þegar hafa þrír skólar á ís- landi hafið þátttöku í verkefninu og eru kennarar þeirra ánægðir með framkvæmdina. Ástrós Edda fædd Laugardaginn 27. mars, kl. 20.50, fæddist á sjúkra- húsinu á ísafirði þessi litla stúlka. Við fæðingu var hún 16 merkur og 53 Barn dagsins sm. Hún heitir Ástrós Edda og er með stóra bróður sínum, Snorra, á myndinni, en hann er tveggja ára. Foreldrar þeirra eru Anna Guðrún Þorgrímsdóttir og Guðjón Jóhannsson. :///////// '!0jk Svikamylla Spennumyndin Entrapment, eða Svikamylla er nú sýnd í Regn- boganum og Sambíóunum. Þetta er mynd sem fjallar um mann að nafni Robert „Mac“ MacDougal sem hefur orð á sér fyrir að vera besti listmunaþjófur í heimi. Þeg- ar ómetanlegu Rembrandtverki er stolið í New York berast böndin að Mac, sem leikinn er af Sean Connery. Kvikmyndir Tryggingafélag nokk- urt tapar 24 milljónum dollara á þessum þjófnaði en starfsmaður fyrirtækisins, Virg- inia Baker, eða Gin, eins og hún kallar sig, vill koma höndum yfir glæpamanninn. Hún gerir pott- þétta áætlun til að handsama hann en hann er enn óútreiknan- legri en talið var og snýr henni á sitt band. Þá dettur þeim í hug að fremja eitt stærsta rán sem sögur fara af og þá fara hjól svikamyll- unnar að snúast. Catherine Zeta- Jones, Ving Rhames, Will Patton, Maury Chaykin, William Marsh og Sean Connery leika aðalhlut- verk myndarinnar. Hún er bönn- uð innan tólf ára. Leikstjóri er Jon Amiel en handrit er eftir Ron- ald Bass. Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: My Favorite Martian Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: 200 Cigarettes Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: EDtv Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubíó: lllur ásetningur Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 74,700 75,080 74,600 Pund 120,100 120,710 119,680 Kan. dollar 50,610 50,930 50,560 Dönsk kr. 10,3530 10,4100 10,5400 Norsk kr 9,3300 9,3810 9,5030 Sænsk kr. 8,6240 8,6720 8,7080 Fi. mark 12,9378 13,0155 13,1796 Fra.franki 11,7271 11,7976 11,9463 Belg. franki 1,9069 1,9184 1,9425 Sviss. franki 48,4600 48,7200 49,1600 Holl. gyllini 34,9069 35,1166 35,5593 Þýskt mark 39,3309 39,5673 40,0661 ít. líra 0,039730 0,039970 0,040480 Aust. sch. 5,5903 5,6239 5,6948 Port escudo 0,3837 0,3860 0,3909 Spá. peseti 0,4623 0,4651 0,4710 Jap. yen 0,613900 0,617600 0,617300 irsktpund 97,674 98,261 99,499 SDR 99,830000100,430000 100,380000 ECU 76,9200 77,3900 78,3600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 **■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.