Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 13 Fréttir DV Nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, í DV-yfirheyrslu: Vona að ég komi góðu til leiðar - Kom þad þér á óvart aö vera tilnefnd til þessa embœttis, hafð- irðu sóst eftir því? „Ég er í stjórnmálum til þess að hafa áhrif og hafði lýst yfir áhuga mínum í þeim efnum, en auðvitað gat ég ekkert sagt til um það hvern- ig endanleg afgreiðsla yrði á mál- inu. Ég er bæði þakklát og ánægð með að vera treyst til að gegna svo ábyrgðarmiklu starfi." - Þau sjónarmið heyrðust í sambandi við tilnefningu þina að þar með vœru flestallir ráðherr- ar flokksins af suðvesturhorninu og hagur landsbyggðarinnar fyr- ir borð borin. „Það eru auðvitað margvísleg sjónarmið uppi um þessi mál. Ég ætla ekkert að fullyrða um þau, en býst við að menn hafi haft ákveðin atriði í huga, til dæmis það að ég er lögfræðimenntuð og þetta er jú dóms- og kirkjumálaráðuneytiö." - Hvar viltu fyrst taka til hendinni í þessu ráðuneyti? „Ég vil byija á að segja það að það er búið að gera æði margt á sviði dóms- og kirkjumála á síðustu árum. Ég hef verið formaður allsheijamefnd- ar síðustu átta ár og mér þess vegna vel kunnugt um aliar breytingar á lög- gjöf í málaflokkum sem heyra undir þetta ráðuneyti. Það má þó alltaf gera betur. Það þarf að halda áfram að treysta réttarstöðu borgaranna, huga að málefnum lögreglu, leggja áherslu á ástandið í fikniefnamálum, þótt mjög gott verk hafi verið unnið þar eftir ákveðinni stefhumóhm síðustu ríkis- stjómar. Ýmsar fleiri breytingar á lög- gjöf era fyrirhugaðar, t.d. heildarend- urskoðun á lögum um meðferð opin- berra mála og í refsimálum eru mörg athyglisverð verkefni fram undan. Það þarf líka að huga að fangelsismálum og aðbúnaði fanga, byggingu nýs varð- skips og mörgu fleira." - Kirkjumálin eru á þinni hendi einnig. Kemur til greina að aðskilja riki og kirkju. Hvaða nauðir rekur til þess að ríkið sé með fingurna i trúarlífi lands- manna? „Ég held að það sé ekki vafi um að þjóðkirkjan skipar veglegan sess í huga íslendinga. Það er nýbúið að setja ný lög um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunnar sem veita henni umtalsvert sjáifstæði. Kirkj- unnar menn og kirkjuþing taka ákvarðanir um málefni hennar og verkefni og ég tel að með lagasetn- ingunni hafi verið stigið framfara- spor sem muni reynast vel.“ - Hefði ekki átt að taka skrefið til fulls og skilja alveg þarna á milli? „Ég tel sjálf að núverandi fyrir- komulag sé ágætt eins og það er. Ég tel einnig alveg ljóst að áður en slík- ar breytingar yrðu lagðar til yrði fyrst að kanna rækilega hver sé vilji landsmanna í þessum efnum. Hing- að til hafa skoðanakannanir leitt það í ljós aö það er ekki almennur vilji fyrir slíku.“ - Gœti verið að fólk óttaðist að vafasamir trúflokkar œttu þá auðveldara uppdráttar? DV-mynd ÞÖK komið smærri lögregluembættum til aðstoðar þegar þess gerist þörf. Þá er sérstakur kafli í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar sem snýr að þessum málum. í honum er rætt um að leggja þurfi áherslu á að sam- ræma störf lögreglu og tollgæslu, sem ég tel mjög mikilvægt. Við þurf- um að gæta að því að lögreglan sé vel búin til að takast á við þessi mál. Það hefur veriö lagt talsvert fjármagn til þeirra sem ætti að skila sér. Þá minni ég á að Ríkislögreglu- stjóri hefur sett sér það markmið að fækka afbrotum um 20% og við hljótum að líta til fíkniefnamálanna í því samhengi. Þá er starfshópur í þann mund að skila tillögum um markmið og stefnumótun lögregl- unnar til næstu fimm ára og þar er einmitt þessi málaflokkur sérstak- lega tekinn fyrir. Tölfræðileg skráning brotamála er enn fremur mikið áhugamál mitt. Ég tel slíka skráningu nauðsynlega til að geta mótað refsipólitík næstu ára, ekki síst í fikniefnamálum. Þá vil ég í þessu sambandi nefna hverfalöggæslu. Tilraunir með hana hafa gefist mjög vel í Reykjavík og ég hef mikinn áhuga á aö efla hana. Það atriði að lögreglan sé sýnileg bæði styrkir öryggistilfmningu borgaranna og eins spornar það gegn afbrotum, að því er ég tel.“ - Ýmsum finnst lögreglan hafa sett ofan síðustu árin. Hefur traust til hennar beðió hnekki i kjölfar uppákoma eins og i sam- „Ég held að óþarft sé að óttast það. Hins vegar þarf að leggja sér- staka áherslu á landamæraeftirlitið. En við erum heppin að því leyti að við búum á eyju úti í miðju Atlants- hafinu sem gerir okkur það auð- veldara. En það þarf líka að huga að gæslu á smærri flugvöllum og höfh- um allt í kringum landið." „í sambandi við þetta átak var sérhæfðum rannsóknarlögreglu- mönnum fjölgað á nokkrum stöðum landsins, bæði á Vesttjörðum, Norð- urlandi og Austurlandi og í Reykja- vík einnig. Rétt er að minna á að það voru sett ný lögreglulög árið 1997 sem höfðu miklar breytingar til góðs í fór með sér. Vegna þeirra get- ur embætti Ríkislögreglustjóra nú „Nei, ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að landsmenn eru mjög sáttir við sína kirkju, það fólk sem starfar innan henncir og þá þjónustu sem hún veitir. En auðvitað verður kirkjan að halda vöku sinni í þess- um efnurn." - Schengen- samningurinn er kominn á. Hvaða breyting- ar hefur hann helstar i för með sér og hvað þarf að varast? „Það er ljóst að í sambandi við hann þarf að vinna margvísleg verkefhi. Það sem fyrst og fremst snýr að þessu ráðuneyti er að undirbúa breyt- ingar á landamæraeftir- liti auk margvís- legra annarra mála sem þarf að skoða. Það er fólk þegar að störfum við að undirbúa þetta samstarf. Þú spyrð hvað þurfi að varast, en það má snúa spurn- ingunni við og segja, hverju ber helst að fagna? 1 því. efni get ég nefnt sem dæmi að ýmsir binda vonir við að þátttaka okkar í Schengen-samstarfmu muni auð- velda baráttuna gegn afbrotum og fikniefnum vegna þess að við mun- um fá aðgang að mjög öflugu alþjóð- legu upplýsingakerfi um afbrota- menn. Það verður því um að ræða aukið samstarf milli íslenskrar lög- reglu og lögreglu annarra Evrópu- landa. Það er mjög spennandi þátt- ur.“ - Hvernig mun þetta samstarf virka? „Menn sjá fyrir sér ýmsa kosti við þetta samstarf á mörgum svið- um, Samkvæmt Schengen-sam- komulaginu fellur niður vegabréfa- skylda innan aðildarlanda samn- ingsins og ferðir milli íslands og hinna rikjanna veröa „innanlands- ferðir" í lagalegum skilningi. Það kallar á miklar breytingar í Leifs- stöð eins og menn vita ...“ - Auðveldar það ekki eit- ursmyglurum og misindisfólki að athafna sig? Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. - Utbreiðsla eiturlyfja hefur aukist undanfarin ár. Kanntu einhver ráð til að snúa þessari þróun við? „Verkefnið er auðvitað mjög vandasamt. Ég hef reyndar ekki nýj- ustu upplýsingar undir höndum en ýmsir halda því fram að mikil aukn- ing hafi orðið á innflutningi fikni- efna. Það er hins vegar alveg ljóst að ríkisstjómin vann á síðasta kjör- tímabili átak eftir ákveðinni stefnu og margt athyglisvert hefur áunnist, bæði í fræðslu, samvinnu við ýmis samtök, foreldra, skóla og aðra. VIIRHtYRSlft Stefán Ásgrímsson Þessari vinnu halda áfram. þarf auðvitað að - Hvað um löggœsluþáttinn? bandi við týnd fikniefni o.fl. og hvernig verður traustið byggt upp á ný? „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að lögreglan njóti trausts borgar- anna og ég vænti góðs af samstarfi við hana til að ná því markmiði. Það hafa komiö upp ákveðin vanda- mál, eins og ijárhagsvandi. Skipað- ur hefur verið sérstakur starfshóp- ur sem er ætlað að fara yfir fjármál lögreglunnar í Reykjavík og gera til- lögur sem miða að því að ná jafn- vægi í fjárhag embættisins og að vinna á rekstrarhallanum, þannig að þetta er allt í vinnslu hér í ráðu- neytinu. Ég á ekki von á öðru en að lögreglan sé sjálf áhugasöm um að láta gott af sér leiða í þjónustu við landsmenn og ég held að hún eigi góðu fólki á að skipa." - Er von á tilfœrslum innan löggœslunnar eins og hjá fyrir- rennara þinum sem m.a. skipaði varalögreglustjóra í Reykjavík og flutti til sýslumanninn á Akranesi? „Það er ekki tímabært að kveða upp úr með það hér og nú. Það er hins vegar rétt að það voru gerðar skipulagsbreytingar á yfirstjórn embættis lögreglustjórans í Reykja- vík og fljótlega á næsta ári þarf að meta hvernig til hafi tekist. Að vísu eru ákveðnar breytingar fyrirsjáan- legar hjá embættinu þar sem emb- ætti varalögreglustjóra er laust til umsóknar." - Verður það embœtti áfram við lýði? „Ég geri ráð fyrir því.“ - Er hœgt að tryggja öryggi fólks betur gagnvart illforbetran- legu misindisfólki sem ógnar og jafnvel rœnir og misþyrmir fólki? „Sum mál eru erfiðari en önnur, en auðvitað tekur lögreglan á slík- um málum. Hins vegar er kannski eðli mála af þessu tagi þannig að fólk vill að meira sé gert. Við höfum líka heyrt umræðu um það að dóm- ar í sakamálum séu of vægir, t.d. í kynferðisbrotamálum. Margs konar sjónarmið takast á hér og það er vissulega spuming um hvaða varn- aðaráhrif þyngdir dómar hafa. En þegar talað er um bætta réttarstöðu fólks, ekki síst bama, þá er verið að leggja síðustu hönd á mjög veiga- miklar úrbætur í þágu bama sem eru meint fómarlömb ofbeldis. Þær úrbætur eru mér sérstakt gleðiefni. Og núna er verið að innrétta sér- stakt herbergi í Héraðsdómi Reykja- víkur, sérstaklega ætlað til yfir- heyrslu á börnum. - Hvaða spurningar finnst þér að œtti að spyrja þig að lokum? „Þeirrar hvort ég telji hvort starf mitt i ráðuneytinu munu hafa áhrif til góðs fyrir land og þjóð og að sjálf- sögðu vonast ég til þess. Ég mun leggja mig fram um að svo veröi. Ég er menntaður lögfræðingur og hef unnið mikið að þeim málum sem eru á könnu dómsmálaráðuneytis- ins og vil að hvort tveggja nýtist vel. Ég vona svo sannarlega að ég komi góðu til leiðar fyrir land og þjóð, mér takist að efla réttarstöðu fólks og treysta öryggi almennings." -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.