Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Side 14
14 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Draugurinn rumskar Bifreiðaeigendur hafa fengið sinn skell. Tryggingafélög- in hafa hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um tugi prósenta, líkt og þekktist á verðbólguárunum, sem margir eru búnir að gleyma. Til að undirstrika enn frekar að nú skuli Qöl- skyldur greiða meira fyrir rekstur á heimilisbílnum er bensínið orðið dýrara, ekki síst vegna aukinna opinberra gjalda. Þeir sem hafa ánægju af áfengi verða að láta enn eina verðhækkunina yfir sig ganga, en reykingamenn geta skipt um tegund. Húseigendur eru út í kuldanum eftir hækkun á heitu vatni. Ekki bætir dýrara rafmagn úr skák. Vísitöluhækk- un húsnæðislána er heldur ekki likleg til að auka gleði þeirra sem berjast við að halda lánum í skilum. Þensla á fasteignamarkaði er lítill gleðigjafi þeim sem láta sig dreyma um nýja íbúð. Seðlabankinn hefur í marga mánuði varað við undir- liggjandi verðbólgu og hættunni á því að gamall draugur fari aftur á kreik, þó að sérfræðingar bankans hefðu ekki hugmyndaflug til reikna með tugprósenta hækkun hjá tryggingafélögunum. Öllum sem fylgst hafa með hefur lengi verið ljós sú hætta sem Seðlabankinn hefur ítrekað bent á. Þrátt fyrir að umtalsverður árangur hafi náðst í ríkisfjármálunum - meiri en oftast áður í góðæri - hefur of mikil lausung ver- ið þar ríkjandi. Tekist hefur að greiða niður skuldir ríkis- sjóðs og að óbreyttu ættu hreinar skuldir að verða liðlega 32 milljörðum króna lægri um næstu áramót en í byrjun árs 1998. Það er ekki lítill árangur að ná skuldum niður úr 32% af vergri landsframleiðslu í 22% á tveimur árum. En fjármálaráðherra hefur fengið góða aðstoð undanfarin ár. Á liðnu ári fóru tekjur ríkissjóðs langt fram úr því sem reiknað var með og líklegt er að sama saga endurtaki sig á þessu ári. Skýringin liggur að mestu í hækkun launa og meiri neyslu en gert var ráð fyrir. Hluti þessara auknu tekna hefur farið í að greiða niður skuldir en hluti til að standa undir auknum ríkisútgjöldum, sem endurspeglar ístöðuleysi. En sé hægt að saka fjármálaráðherra og ríkisstjóm um einhverja lausung í ríkisfjármálunum er ekki hægt að líkja íjárstjórn sveitarfélaga við annað en háttalag drukk- ins íslendings sem skemmtir sér með Visa-kortinu. Ekkert lát hefur orðið á hallarekstri sveitarfélaganna. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans má gera ráð fyrir að á síðasta ári hafi halli á sveitarfélögum verið um 3,5 milljarðar króna. Og ekki em nein merki um að sveitarstjómarmenn ætli sér að sýna mikla ráðdeild á yfirstandandi ári, þvert á móti. Einstaka undantekningar, þar sem sýnd er skyn- semi og aðhald við stjómun sveitarsjóða, virðast ekki vera fyrirmynd annarra. Að óbreyttu mun skuldabyrði vaxa mjög hratt um leið og harðnar í ári, segir í Hagtölum Seðlabankans. „Brýn þörf er því á úrbótmn í fjármálum sveitarfélaganna,“ er viðvörun Seðlabankans. Sveitarfélögin em að leika sér að eldinum, líkt og trygg- ingafélögin sem enn skulda landsmönnum raunverulega skýringu á því hvers vegna nauðsynlegt er að hækka ið- gjöld um tugi prósenta. Allir sérfræðingar hafa á síðustu dögum og vikum þurft að endurskoða áætlanir sinar og spár um verðbólgu næstu mánuði. Gamall verðbólgudraugur hefur rumskað. Draugabanarnir í Seðlabankanum eru á vaktinni, en hafa takmörkuð úrræði. Hvernig fjármálaráðherra heldur á sín- um málum, að ekki sé talað um sveitarstjórnarmenn, get- ur ráðið úrslitum. Óli Bjöm Kárason „Vel má vera að síðasti forseti hafi verið svona miklu virðulegri en frú Salome Þorkelsdóttir og undirrituð," segir Guðrún m.a. í grein sinni. Þingforseti - eitt „virðingarmesta embættið“ Kjallarinn í leiðara Morgunblaðsins 29. mai sl. var vikið að væntanlegri kosningu Halldórs Blöndal í emb- ætti forseta Alþing- is. Þar mátti lesa eftirfarandi: „Því hefur verið lýst yfir, að stjómar- flokkarnir styðji hann til þess að verða kjörinn for- seti Alþingis, sem er orðið eitt virð- ingarmesta emb- ættið í landinu, eft- ir þær breytingar, sem orðið hafa á því undanfarin ár, og þá ekki sízt á síðasta kjörtíma- bili.“ fyrir stöðu þingforseta. Kom það ekki síst fram þegar erlendir þjóð- höfðingjar voru hér á landi eða þeir voru sjálfir í för með forseta erlendis. Virtist það koma á óvart að forseta var þá skipað við hlið þjóð- höföingja og þótti sum- um hégómlegum súrt í broti! En erlendis vefst staða þingforseta ekkert fyrir mönnum. Þar virða menn þjóðþing sín og stöðu þeirra í samfé- laginu ep. á það skortir nokkuð hér í landi og augljóslega meðal Morg- unblaðsmanna. Guðrún Helgadóttir fyrrv. forseti Sameinaðs Alþingis Næstæðsta embættið Það er hreint ótrúlegt að sjá fá- fræði á borð við þetta í sjálfu Morg- unblaðinu. Emb- ætti forseta þings- ins er og hefur ver- ið frá stofnun lýð- veldisins næstæðsta emb- ætti þjóðarinnar og það hefur ekk- ert breyst hvað ______________ virðingu varðar, hvorki fyrir eða eftir að þingið varð að einni málstofu. Tilraunir til að koma þinginu í eina mál- stofu höfðu verið gerðar allt frá ár- inu 1874 en aldrei neitt orðið úr. Það var mér því mikið ánægjuefni að í forsetatíð minni tókst í góðri samvinnu þingsins alls að ljúka því máli. Raunar varð ég oft vör við að þingmenn sjálfir og jafnvel ráð- herrar gerðu sér ekki fulla grein Margþætt hlutverk Hlutverk þingforseta er margþætt. Fyrst og fremst er hann einn af „Enn sorglegra er að nýta embætt- /ð fyrst og fremst sem dúsu upp í vonsvikin ráöherraefni. Sannleik- urinn er sá að engu minna máli skiptir hver forseti þingsins er en hver gegnir störfum fagráðherra. Og svo hefur alltaf veriö.“ handhöfum forsetavalds ásamt for- sætisráðherra og forseta Hæsta- réttar. Hann ber ábyrgð á þing- haldinu og rekstri Alþingis með stuðningi forsætisnefndar þings- ins. Hann kemur fram sem fulltrúi löggjafarvaldsins, fer í opinberar heimsóknir til annarra þjóðþinga og tekur á móti slíkum heimsókn- um hingað til lands. Mjög reynir á forseta að halda góðum vinnuanda í þinginu svo að þinghald fari fram sem sæmir og þarf hann oft að vera mannasættir þegar í odda skerst milli hinna ýmsu pólitísku afla. Ótal margt fleira mætti telja og víst er að forsetastarfið er mik- ið starf og oft erfítt. Allir þeir sem gegnt hafa þessu starfi hafa leyst það með ágætum eftir því sem ég veit best. Það er því skelfing þreytandi aö heyra klifað á því upp á síðkastið að virðing þess hafl farið vaxandi og það sé að „verða eitt virðingar- mesta embættið í landinu". Enn sorglegra er að nýta embættið fyrst og fremst sem dúsu upp í vonsvikin ráðherraefni. Sannleik- urinn er sá að engu minna máli skiptir hver forseti þingsins er en hver gegnir störfum fagráðherra. Og svo hefur alltaf verið. Eitt breytir stöðunni Hvað er það þá sem veldur þess- ari umræðu um vaxandi virðingu embættisins? Vel má vera að síð- asti forseti hafi verið svona miklu virðulegri en frú Salome Þorkels- dóttir og undirrituð. Það eitt breytir þó varla stöðu embættis- ins. En - það er eitt sem breyttist þegar Ólafur G. Einarsson varð forseti á eftir konunum tveim: í fyrsta sinn voru forseta greidd ráðherralaun með tilheyrandi hlunnindum, svo sem bifreið o.fl. í stað 10% launauppbótar áður. Og kannski liggur virðingin þar. Eða hvað? Það er að minnsta kosti það eina sem hefur breyst. Þessi leið- rétting var fullkomlega eðlileg en eykur hvorki né dregur úr virð- ingu embættisins. Vona ég. Halldóri Blöndal óska ég virð- ingar í embætti, ekki launanna vegna heldur starfans, og vona að þingmenn sýni honum sömu ljúf- mennsku og hann sýndi greinar- höfundi í sama embætti. Guðrún Helgadóttir Skoðanir annarra Ahrifaleysi stjórnvalda „Stjórnmálamenn hafa ekki lengur sömu völd og áður og „áhrif á gang mála“. Þótt „hnattvæðingin" svo- nefnda sé mikið tískuhugtak nú um stundir verður ekki um það deilt að gjörbreyttar aðstæður ríkja nú á efnahags- og viðskiptasviðinu...Forsendur hafa skap- ast, m.a. með tilkomu tölvutækninnar, til að gera fólki kleift að hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt og þjóðlíf- ið með mun beinni hætti en áður hefur þekkst. Krafa nútímans er einfaldlega sú að almenningur sé ekki of- urseldur ákvörðunum stjórnmálamanna og á það við um öll svið þjóðlífsins." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 4. júní. Stöðugleikinn blívur „Lengi má telja dæmi um þann ótrúlega vöxt sem einkennir þjóðlífið. Utanlandsferðum fjölgar, verslana- haUir þjóta upp og verða stærri og glæsilegri með hverjum nýjum áfanga, firðir eru brúaðir og fjöll göt- uð, bUakjaUarar grafnir, bankar seldir og símafyrir- tækin þrefaldast og verðbréfasala er orðin undirstöðu- atvinnuvegur ... Og fleira er á uppleið. Gjaldskrár, ið- gjöld og bjórinn hækkar og verðbólgufóðrið er ríflega úti látið. Skuldirnar hækka og vextimir hækka og verðtryggingin sér tU þess að grunnupphæðir lánanna hækka. Hið eina sem ekki breytist er stöðugleikinn ... Svona er indælt að vera hamingjusamasta þjóð í heimi.“ Oddur Ólafsson í Degi 4. júní. Rógsherferð gegn Serbum „Fjölmiðlar eiga að sjálfsögðu ekki að taka afstöðu með einum aðUa gegn öðrum, með því grafa þeir und- an eigin gUdi og spUla starfsheiðri sínum ... Rógsher- ferðin gegn Serbun hefur verið með ólíkindum og henni verður að ljúka. Engin þjóð á slíka meðferð skil- ið. Islendingar eiga að taka afstöðu gegn heilaþvotta- stefnum af öUu tagi - annað er ekki sæmandi fyrir þjóð sem vUl vera ærleg gagnvart sjálfri sér og öðrum." Rúnar Kristjánsson í Mbl. 4. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.