Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Fréttir 31 I>V Þrír meintir eigendur stórsmygls í gámi: Neita nú allir sök í ákæru Þrír af meintum eigendum rúm- lega 4 þúsund lítra af smygluðu áfengi sem kom til landsins í gámi í júní á síðasta ári neituðu allir sak- argiftum í þingfestingu málsins fyr- ir dómi þegar þeir voru beðnir að gera grein fyrir afstöðu sinni til ákæru lögreglustjórans í Reykjavík. Aðalmeðferð réttarhaldanna og vitnaleiðslur fara fram eftir helgina. Mennirnir þrir viðurkenndu allir aðild sína að málinu þegar lögregl- an tók af þeim skýrslur á síðasta ári. Smyglið var sent i skipi frá Boston í Bandaríkjunum og aðstoð- aði fyrrum starfsmaður Samskipa þá við að komast að góssinu í gám- inum. Hann er einnig ákærður í málinu. Lögreglan var þá búin að komast á snoðir um smyglið og var lagt hald á allt áfengið. Eftir það þótti málið fullupplýst. Hvað liggur nú til grundvallar því að framangreindir þrír menn neita nú sakargiftunum í ákærunni fyrir dómi mun væntanlega koma fram fyrir dómi í vikunni. Vitni verða leidd fram og mennimir beðnir um að skýra frekar afstöðu sína til sakarefnanna. -Ótt NOKON á íslandi í Hveragerði: Tilboð Stuttar og siðar kápur. Dæmi: Áður kr. 19.900, nú kr. 9.900. Opið laugardaga kl. 10-16. v#HlA5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Ungmenni á ráðstefnu og í hveraböðum Skj alaskápar Traustir - vandaðir Þótt snjó hafi loksins tekið upp í flestum húsagörðum á Ólafsfirði eru enn í bænum hinir myndarlegustu snjóskaflar. Félagarnir Birgir Karl Kristinsson og Jón Viðar Þorvaldsson stilltu sér upp á einum þeirra með fótboltana sína í höndunum og sýndust ansi smávaxnir þegar upp á skaflinn var komið. DV-mynd gk. Okkur er þaö sönn ánæga að kynna stærsta útivistarvörumerki Evrópu. McKlnley dregur nafn sitt af hæsta fjalli N-Amerfku, Mount McKinley sem er 6194 m hátt. Höfustöövar McKlnleyeru f Bern f Sviss þar sem færustu hönnuöir koma aö og má til gamans geta aö sumarlínan 1999 er nú hönnuð f samstarfi viö Svia og ætti þvf að henta ve! viö fslenskar aðstæöur. McKinloy er meö mjög þreitt úrval. Tjöld, bakpokar, svefnpokar, gönguskór ofl ofl. Þú getur treyst því að McKinley er vönduö vara á góöu verði. McKlnley vörurnar fást aöeins f Intersport verslunum. ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG VINTERSPORT Blldshöfða 20 • 112 Reykjavík • sími SIO 8020 • www.intersport.is DV, Hveragerði: Haldin Vcir ráðstefna nýverið í Hveragerði á vegum „Nokon“, sem er samnorrænt verkefni sem er ætl- að til að auka samhug og auðvelda starfsmannaskipti ungmenna þjóð- anna. Þetta er í annað sinn sem slík ráðstefnan er haldin, en í fyrrra var hún í Svíþjóð. í samtali við DV sagði Linda Udengaard, félagi ís- landsdeildarinnar, að eitt aðalmark- mið þessa samstarfsverkefnis væri að gera ungu fólki kleift að fá vinnu í nágrannalöndum án þess að þurfa að fara í gegnum flókinn feril um- sókna og fyrirspurna. Ráðstefnan var haldin á Örkinni og fyllti þessi 140 manna hópur hótelið. Hver þjóð hafði sinn bás þar sem kynnt voru ákveðin verk- efni sem verið er að vinna að. í ís- lenska básnum var fjallað um ung- liðastarf í skátahreyfingunni og voru fulltrúar hreyfingarinnar þar. Einnig var sýnt líkan og myndir af Ásgarði, vinnuverk- stæði fyrir fatlaða. Linda sagði að viðtökur íbúa Hveragerðis hefðu verið frábærar. Ráðstefnugestum var boðinn ókeyp- is aðgangur að sundlauginni í Laugaskarði sem auk þess var opin fram yfir miðnætti eitt kvöldið. Far- ið var í leiðangur um hverasvæðið og á góðu verði! Frá hægri: Magnús Axel, Linda Udengaard, Logi Sigurfinnsson, Islands deildarmenn við Ásgarðsbásinn. DV-mynd Eva undir leiðsögn, í útreiðartúr og gest- irnir gengu upp að fossinum Baulu í Varmá og böðuðu sig þar í volgri ánni. Hvergerðingar skildu fæstir upp né niður í flugeldasýningum sem haldnar voru í björtu um kvöldmat- arleytið. Þar voru Nokon-meðlimir að verki. Síöasta kvöldið, „Eu- orovision“-kvöldið, var sett upp breiðtjald á Örkinni og eins og að líkum lætur voru Svíar í sæluvímu að stigagjöf lokinni og stiginn var dans uppi á borðum. íslendingamir fógnuðu mjög úrslitunum, sem og aðrir, en víst aðallega af sparnaðar- ástæðum. -eh ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR ÁRMÚLA 20 SÍMI 533 5900 ■f \ \ h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.